Þjóðviljinn - 03.03.1966, Page 7

Þjóðviljinn - 03.03.1966, Page 7
F Fimmtudagur 3. marz 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA Sjómannafélag Reykjavíkur: Tveir menn a.m.k: ráðnir tii skyndi- athugana á skipum Ýmsar ályktanir voru gerðar á aðalfundi Sjómannafélags R- vikur, sem haldinn var fyrir skörnmu eins og skýrt hefur verið frá f fréttum Þjóðviljans. Nokkrar þeirra fara hér á eftir: SVFl þakkað. „Aðalfundur S.R., haldinn 20. febrúar 1966 sendir Slysavarnar- félagi Islands kveðjur sínar og þakkar því frábær störf í þágu öryggismála sjófarenda. Jafn- framt skorar fundurinn á alla landsmenn að standa þétt að baki Slysavamarfélaginu í for- ustuhlutverki þess í bættri um- ferðarmenningu og vörnum gegn válegum umferðarslysum.“ Aukið eflirlit með öryggis- tækjum í skipum. „Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur haldinn 20. febrúar 1966 minnir á fyrri samþykktir félagsins um áskorun þess efn- is að í samráði við sjómanna- samtökin verði ráðnir í það minnsta tveir menn til skipa- eftirlitsins er hafi það verkefni að framkvæma skyndiathuganir £ skipum og þá sérstaklega með það í huga að hafa eftirlit með því að öll öryggistæki séu í því lagi er lög og reglur meela fyrir um. Fundurinn viðurkennir og þakkar jafnframt að ríkisstjórn- in hefur að nokkru orðið við áskorunum félagsins í þessu efni með þvi að fyrrverandi Flugstöðin á Egilsstöðum undir snjé A-Þýzkaland sækir um upptöku í SÞ NEW YORK 2/3 — Fulltrúar Sovétrfkjanna og Búlgaríu í OR munu leggja til að ráðið taki fyrir umsókn Austur- Þýzkalands um upptöku í SÞ, en sú umsókn barst samtökun- um í gær. Formaðurinn, full- trúi Jórdans, mun ekki ætla að bera málið sjélfur upp. skipstjóri hefur verið ráðinn til eftirlits, en skoðun félagsins hefur verið sú, að nauðsynlegt sé að minnst tveir menn séu ráðnir til þessa sérstaka eftir- lits. Fundurinn skorar því hér með á viðkomandi ráðuneyti að sjá svo um, að annar maður til viðbótar verði þegar í stað ráðinn til þessa eftirlits og þá helzt maður með þekkingu ó vélum. I trausti þess að orðið verði við þessum tilmælum og á- skorunum, bendir fundurinn á, að til þess að éftirlitið verði að notum verði fjárveiting til skipaeftirlitsins að vera það rífleg að báðum þessum mönn- um sé fengin bifreið til nauð- synlegra ferðalaga. Um sjómannastofur: „Aðalfundur SR, haldinn 20. febrúar 1966 beinir þeim til- mælum til borgaryfírvaldanna í Rvík, að þau beiti sér fyrir byggingu sjómannastofu og verkamannaskýlis á athafna- svæði hinnar nýju Sundahafnar í Reykjavík og framkvæmdir hefjist það fljótt að hún geti tekið til starfa um leið oghöfn- in verði tekin í notkun. Þá skorar fundurinn á Sjó- mannasamband Island og Far- manna- og fiskimannasamband Islands, að stuðla að þvi sam- eiginlega að komið verði upp sjómannastofum £ stærstu síld- armóttökustöðvunum á Austur- ■f landi svo og Vestmannaeyjum og viðar, þar sem mörg skip landa afla og hafa viðlegu." Um aðstöðu við höfnina. „Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavikur haldinn 20. febrú- ar 1966 skorar á útgerðarmenn og?eða hafnarstjórn Rvíkur að efna nú þegar til reksturs af- greiðslufyrirtækis fyrir báta- flotann á svipuðum grundvelli og togaraafgreiðslan er rekin. Bendir fundurinn á nauðsyn þess að samræma aðgerðir til að nýta sem bezt uppskipun og viðlegupláss veturhafnarinnar og einnig til að greiða fyrirum- ferð á hafnarsvæðinu.“ í sumum landshlutum hefur snjókoma verið meiri í vetur en mörg undanfarin ár, eins og kunnugt er af fréttum, og samgöngur orðið af þeim sök- um fyrir meiri truflunum. Snjóa- lög á flugvöllum á Norður- og Austurlandi hafa t.d. truflað nokkuð flugsamgöngur. Að sögn Sveins Sæmundssonar, blaðafulltrúa Fluglélags ls- lands, hefur innanlandsflug fé- lagsins í vetur þó gengið sæmi- lega miðað við allar aðstæður til þeirra flugvalla, þar sem nothæf tæki eru til snjóruðn- ings, á Akureyri og Egilsstöð- um, og truflanir á áætlunar- ferðum ekki orðið tilfinnan- legar. Á ýmsum öðrum flug- völliun er tækjaútbúnaðurinn Iélegri, sumsstaðar lítill sem cnginn, og þar hefur allt reynzt erfiðara. Myndin er af flugstöðvar- byggingunni á Egilsstöðum, sem umgirt er háum snjósköflum. — Ljósm. sibl. Kennaramenntun og fræðslumál í A-Þýzkalandi Til þess að gefa hug- mynd um núverandi kennslufyrirkomulag í A- Þýzkalandi þarf í raun- inní að draga upp mynd af einum þætti í sögu landsins undanfarin tutt- ugu ár. Það gerir Kathi Schulz í grein þeirri, sem fer hér á eftir í lauslegri þýðingu. Hún segir frá þeim breytingum sem urðu á kennslumálum í Austur-Þýzkalandi eftir Styrjöldina og ástandinu eins og það er í dag. I júni 1966 eru liðin 20 ár síðan kennslumál i Austur- Þýzkalandi voru komin í eðli- legt horf eftir síðari heims- styrjöldina. Arið 1945 voru 72% af þýzk- Arangursrik hernaðaraðgerð — Flýturn okltur nú aftur um borð i þyrluna. Á morgun getum við lesið um árangursríkar hern- aðaraðgerðir i heimsblöðunum. — BIDSTRUP te iknaði fyrir LAND og FOLK. um kennurum sem enn voru starfandi' meðlimir f Nazista- flokknum og flestir þeirra höfðu tekið þátt i að útbreiða kenn- ingar fasista meðal unga fólks- ins. Samkvæmt Potsdam-samn- ingnum, sem gerður var 1945, var nauðsynlegt að víkja þess- um kennurum úr starfi. I þessum samningum stóð m.a.: „Þýzk menntun á að hafa það að markmiði að útrýma nazist- ískum og hernaðarlegum kenn- ingum og koma lýðræðislogum hugmyndum í framkvæmd". Það var nauðsynlegt að þjálfa nýja kennara á sem skemmst- um tíma. Þessvegna hófu marg- ir nám árin 1945 og 1946 og voru það mestmegnis verka- menn og verkakonur, sem voru andstæðingar fasismans. Þau vildu mennta sig til þess að vera fær um að kenna unga fólkinu eitthvað annað ogbetra en það, sem kennt hafði verið áður. Þau vildu breiða út-hug- myndir um frið. mannúð og vináttu milli þjóðanna. Starf þeirra var þó ekki auð- velt. Hugur margra ungmenna var enn altekinn af hinum villandi kenningum fasistanna og örvænting og kjarkleysi var ríkjandi. Nýju kennararnir höfðu hvorki kennslubækur né önnur hjálpargögn. En þegar á árinu 1945 voru 50.000 nýir kennarar þjálfaðir á stuttum námskeið- um. Þeir luku sfðan við nám sitt £ bréfaskóla. 25.000 kenn- arar fengu þá þjálfun á átta mánaða námskeiðum. Flestir bessara kennara eru enn starf- andi og vinna sumir þeirra að '"-■neldisvísindum. Siðustu tvo áratugina hafa stöðugt komið fram ný og stór^ verkefni, sem nauðsynlegt hef- ur verið að framkvæma til bess að kennslufyrirkomulagið mætti vena í stöðugri framför. Fjöllistastofnun tók til starfa á þessu tímabili og barna- og sagnfræðaskólar voru á byrj- unarstigi. En það var mikil börf á fleiri kennurum. Hin "íka áherzla sem lögð hefur •’erið á að koma upp f jölmennri •ennarastétt sést bezt á því. •'.ð rúmlega 52.000 kennaraefni ■’tskrifuðust frá árinu 1960 til ' 965. Þetta er meira en einn briðji af núverandi kennurum í Austur-Þýzkalandi. Hér sést Margot Honooker, kennslumálaráðherra Austur-Þýzka- lands, sæma kennara verðlaunum fyrir vel unnin störf. Almenn kennaramenntun fæst nú með 3—5 ára námi og eru 25 slíkir kennaraskólar í landinu. Sérmenntun er síðan hægt að fá með mismunandi löngu námi í uppeldismálaskóla í Potsdam, háskólum og £ n£u uppeldismálastofnunum og fer lengd námstfmans eftir undir- stöðumenntun hvers einstak- lings. Mikið er að þvi gert að örva framhaldsmenntun kennara með námskeiðum og fyrirlestrahaldi f háskólum, gagnfræðaskólum og öðrum menntastofnunum og þá einkum f sumarfrfum. T. d. tóku 23.000 manns þátt i nám- skeiði, sem haldið var fyrir kennara s.l. sumar. „Kennarahúsin“ svokölluðu eru miðstöð fyrir menningar- starfsemi kennara í hinum ýmsu héruðum. Þekktast af þeim er kennarahúsið £ Berlin, en þar eru um 600 samkomur f hverj- um mánuði. Þar er rætt um stjórnmál, haldnir fyrirlestrar og fundir, listamenn koma þar fram og sýna verk sin o.s.frv. Það þykir einnig athyglisvert að nú er helmingur kennara i Austur-Þýzkalandi undir 35 ára aldri og u.þ.b. annar hver kennari er kona. Þann 12. júní ár hvert er haldinn sérstakur kennaradag- ur f A-Þýnkalandi. Þá eru frá- bærir kennarar sæmdir heið- ursmerkjum fyrir störf sfn f þágu framfara í uppeldismál- um. — (Panorama). Námskeið í málmvinns/u Fulltrúar frá 28 vanþróuðum löndum tóku á dögunum þátt í námskeiði í aðalstöðvum Sam- einuðu þjóðanna í New York, þar sem fjallað var um nýjar aðferðir við málmvinnslu. Með- al fyrirlesara var Per Gudmar Kihlstedt prófessor við tækni- háskólann í Stokkhólmi. öll löndin. sem áttu fulltrúa á námskeiðinu, hafa vænlegt magn af óunnum málmum, en skortir vatnsmagnið sem nauð- synlegt er til að skilja málm- ana frá berginu. Hefðbundnar aðferðir við málmvinnslu út- heimta mörg tonn af vatni á hvert tonn af málmi. Af því hefur leitt að mörg vanþróuð lönd hafa ekki getað hagnýtt málmföng sín. Iðnaðarlönain hafa hins veg- ar f æ ríkara mæli tekið upp Framhald á 9. síðu. I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.