Þjóðviljinn - 12.03.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.03.1966, Blaðsíða 10
J0 SlBA — ÞJÓÐVTEiJÍNIC — Laugardagör 12. wiarz 19^, • Smekkleysa yfirvaldanna • . í sambandi við hið hryllilega Keflavíkurmyndvarp langar mig að geta þess, að fyrir fáeinum árum gafst mér kostur á því að horfa á mynd- varp í Moskvu, þegar sýnt var vandlega m.a. hvemig fram- kvæmd var útrýming fbúa þorps nokkurs þar í landi, sem byggð var framlífstrúuðum, enda játuðu þeir ekki dýrkun á ilmsmurða líkami Leníns og Stalíns. Ein smekkleysa ís- lenzkra yfirvalda er auðvitað að heimila ekki fleiri erlend- um aðiljum að reka hér mynd- varp, úr því einn hefur fengið slfkt leyfi“. fBragi Kristjónsson í Morg- unblaðinu sl. fimmtudag). • Fleiri Ijóð skólaskálda • Ljóðaáhugi er áberandi mik- íll í Menntaskólanum í Reykja- vík og er þess skemmst að minnast að nýlega gaf Lista- félag skólans út Menntaskóla- ljóð með sýnishornum af kveð- skap nemenda nú og fyrr. Nú hefur málfundafélagið í skólanum, Framtíðin, fetað í fótsporin og gefið út Skóla- Ijóð 1925—1934, vísi að úrvali ljóða þeirra er birtust í 1,—10. árgangi Skólablaðsins, og hef- ur Jón Sigurðsson, nemandi i 6. bekk valið ljóðin. Er þess að vænta, miðað við núverandi áhuga, að framhald verði á þessari útgáfustarfseml. Þeir sem eiga ljóð í þessu fyrsta kveri eru Jónas Þ. Thor- oddsen, Kristján Guðlaugsson, Símon Jóh. Ágústsson, Friðjón Skarphéðinsson, Sigurður Ein- arsson, Birgir Einarsson, Þór- arinn Guðnason og Haukur Kristjánsson auk annarra, sem ort hafa undir dulnefnum. Alls eru í bókinni fjórtán ljóð og er hún aðeins til sölu í Mennta- skólanum. • Ný iðngrein ....... Sumir eru umsvifa- miklir atvinnurekendur eða háttsettir embættismenn, aðrir við léttan iðnað svo sem blaða- mennsku og alls konar aðrar hugarsmíðir". (Br. Kr. Mbl. 10/). • Fleiri botnar • Erm hafa borizt botnar við fyrripartinn Nú er allra veðra von i veður máni í skýjum. Herra Gylfi Gíslason gáir að leiðum nýjum. A. H. I»ó mun Góa, I*orra kvon, þeynum anda hlýjum. L,. Sal. iieyrt • Kaffisala , Kvenfélags Asprestakalls • Á morgun kl. 2 verður mess- að í Langholtskirkju á vegum Áspresta'kalls og hafa sóknar- prestar og aðrir forráðamenn Langholtssafnaðar góðfúsl. lán- ag kirkjuna. Að aflokinni guðs- þjónustu verður kaffisaila á vegum Kvenfél. Ásprestakalis. Kvenfélag Ásprestakalls er ekki gamalt. en þar hefur ríkt mikil eining og áhugi um vel- ferðarmál safnaðarins, og hafa félagskonur sýnt mikinn dugn- að og ósérplægni 1 starfi. Hafa fundir féiagsins jafnan verið vel sóttir og tvo bazara hafa félagskonur haldið og hafa þeir gengið mjög vei. Heitir sóknarprestur á safn- aðarmeðhmi og aðra velunhara Ásprestakalls að koma til guðs- þjónustunnar klukkan tvö á. sunnudag í Safnaðarheimili Langholtsprestakalls, Sólheim- um 13, og styrkja starfsemi Kvenfélags Ásprestakalls með því að kaupa hjá þeim kaffi eftir messu. • Vel sloppið \ • „.... Þreytt orðin á sínum fína meydómi leggst hún með leikara nokkrum og verður bamshafandi. En hamingjan slapp með skrekkinn úr þessu bralli, sú franska eiskar ekki leikarann". (Kvikmyndagagnrýni í í Mbi. í gær). • Þankarúnir • Menn geta sosem haft ýmsar aðferðir við að koma sér upp gólfteppum út í öll hom. Til dæmis keyrt hlassi af mold á gólfið og sáð svo grasfræi. (Salon Gahlin). • Alþýðusam- bandið • Margir mætir menn eru spyrtir saman á segulband út- varpsins í kvöld í tilefni hálfr- ar aldar afmælis Alþýðusam- bandsins. Það lengi lifi, húrra. Þó mun flestum sjálfsagt verða mest ánægja í því að hlusta á kafla úr Sölku Völku, þeirri ágætu pólitísku ástar- sögu. sem er nokkurnveginn eins laus við væmni og hægt er að ætlast til. Lízt okkur að Bjöm Th. hafi gert góðan hlut í samantekt þessarar dagskrár. • Htvarpið, laugardagur 12/3. 13,00 Óskalög sjúklinga. Kristín Anna Þórarinsdóttir kynnir lögin. 14,30 I vikulokin: þáttur undir stjóm Jónasar Jónassonar. 16,00 Umferðarmál. 16,05 Þetta vil ég heyra: Sig- urður Guðmundsson, skrif- stofumaður velur sér hljóm- plötur. 17,00 Ragnheiður Heiðreksdótt- ir kynnir nýjustu dægurlög- in. 17,35 Tómstundaþáttur barna og unglinga: Jón Pálsson flytur. 18,00 Otvarpssaga -barnanna: „Flóttinn”. 18.30 Söngvar f léttum tón. 20,00 Albýðuflokkurinn 50 ára. Formaður flokksins, Emil Jónsson, utanríkisráðherra flytur erindi. 20.20 Is.lenzk lög. 20.30 Dagskrá á hálfrar aldar afmæli Alþýðusambands Is- lands: a) Ávarp: Forseti sambandsins, Hannibal Valdi- marsson, fyrrum ráðherra tal- Stefán Jónsson dagskrárfull- ar. b) Svipmyndir úr sögu AlbÝðusambandsins. Þar koma fram m.a.: Ottó N. Þorláks- son fyrsti forseti ASÍ, Stef- án Jónsson dagskrárfulltrúi, Jón Þórðarson prentari, Gísli Ástþórsson rithöfundur, Ösk- ar Halldórsson cand mag., Bergsteinn Jónsson cand. mag, Kristinn Kristmunds- son stud. mag., Eðvarð Sig- urðsson, form. Dagsbrúnar í Reykjavík, Jón Sigurðsson, formaður Sjómannafélags R- víkur, Björn Jónsson, form. Einingar á Akureyri, Guðgeir Magnússon, blaðamaður, Al- þýðukórinn undir stjórn dr. Hallgríms Helgasonar og söngvararnir Guðm. Jónsson og Kristinn Hallsson. c) Ann- ar heimur: Leiknir þættir úr þriðju bók Sölku Völku eftir Halldór Kiljan Laxness. Þor- steinn Ö. Stephensen færir í leikbúning og stjórnar flutn- ingi. Leikendur: Guðrún Stephensen, Gísli Halldórs- son, Gísli Alfreðsson, Lárus Pálsson, Valdimar Helgason, Valur Gíslason. d) Lokaorð. Björn Th. Björnsson undir- býr dagskrána og kynnir. 22,05 Fréttir og veðurfregnir, lestur Passíusálma (29). 22.20 Danslög. ■ . 24,00 Dagskrárlok. 1^1—■«! ' 11 iilllHl l—Wffíll • Brúðkaup • Þann 6. marz sl. voru gefiSn saman í hjónaband af séra Garðari Svavarssyni í Laugar- neskirkju ungfrú Sigríður J. Aradóttir og Gunnar Magnús- son, Laugalæk 15. (Ljósm. Nýja Myndastofan, Laiugav. 43b, sími 15125). • Þann 26. febrúar voru gefin saman af séra Jóni Thorarensen í Neskirkju ungfrú Sigurborg Garðarsdóttir og Guttormur Ólafsson, Lynghaga 18. (Ljósm. Nýja Myndastofan, Laugavegi 43b, sími 15125). "c3 <3 C7 Eftir STUART og ROMA GELDER 40 anum okkar. En það var engin leið undankomu. Lærisveinninn hafði ekki af okkur auga, og ekki vorum við fyrr búin með kexköku, en hann kom meðfat, hneigði sig svo djúpt að höf- uðið bar lægra en handleggina, og stóð í þessum stellingum þangað til við þágum eina kök- una enn. Hvenær sem hann sá að við höfðum lokið úr bollun- um, náði hann í stóra brúna ketilinn, og fyllti bollana á barma, hneigði sig djúpt og neyddi okkur til að taka við. Eftir langa mæðu og meðþví að brosa út að eyrum, hrista höfuð og kinka kolli allt hvað af tók, lét hann loks undan fullvissunum okkar um að við hefðum fengið meira en nóg, og gátum við þá snúið okkur að því að fara að tala við guð- fræðinginn. Ef svo illa skyldi hafa tekizt til að ofan í okkur hefði farið taugaveikis- eða blóðkreppu- sóttarbaktería, var víst borin von að við lifðum, en eftir þetta var öllu óhætt, að við héidum, því okkur voru boðnir þurrkað- ir ávextir. Ekki mundi þaðöðr- om hent en Tíbetum og lík- lega jakuxum að vinna á svona glerhörðum mat, og það sem eftir var heimsóknarinnar héld- xrm við lærisveininum á mott- unni með því að hafa þetta tii að sjúga úr þvi, en gleypa ekki. En ekki blotnaði þetta i munni okkar svo nokkru næmi, og líklega hefur lærisveinin- um fundizt ekki eiga við að bjóða okkur meira, meðan þetta var enn uppi í okkur. En hinu komumst við ekki hjá að tæma stóra ketilinn, svo þegar við fórum lá við að teið rynni út um eyrun á okkur. Tu-Teng Ka Tsung, sem sagðist vera fimmtíu og níu ára, sýndist veratíuárum eldri. Hann var tekinn í Sera-klaust- ur þegar hann var níu ára. Hann þótti stórgáfaður náms- maður á guðleg fræði, og var enn ungur þegar hann varð á- bóti við Ghuba-klaustur. Hann tók engan þátt f uppreisninni 1959 móti Kínverjum, því hann trúði ekki ofbeldi, og fyrst kommúnistarnir höfðu ekki barizt gegn trúarbrögðunum sá hann enga ástæðu til að reka þá úr landi. Heilagleiki guðfræðingsins, eða þá kænska hans og lagni að haga seglum eftir vindi, hafði komið sér vel fyrir hann, því hann var orðinn efnaðri en nokkru sirmi fyrr á ævmni. Hann sagði okkur að vegna þess hve staða sín væri há, hefði nýja stjómin í Lhasa boðið sér þetta hús og laun, sem námu 21 pundi ensfcu á mánr'K. Og var því eRgiivfarða þó að honum væri efcfci neíttfxl- takanlega illa við þá nýju skipan á kirkjumálum, sem komin var, að því er viðkom honum sjálfum. Hann var á sama máli og ábótinn í Drep- ung um það að leitt væri hve ákaflega munkum hefði fækk- að, en fyrst þeir sem farið hefði, hefðu enga köllun haft tii starfsins, væri það liklega jafn- gott að þeir fóru, hinir sem eftir urðu væru því betri. Og ekki var þetta ólíklegra þó að Tu-Teng Ka Tsung kynni að hafa haldið að hentistefna ætti ef til vill nokkum þátt í brott- för munkanna. Satt að segja heyrðist okkur það hljóma líkt og kommúnistískur áróður, þegar hann sagði að munkun- um hefði ekki átt að leyfast að eiga þessar miklu jarðeignir, heldur hefðu þeir átt að lifa í fátækt, svo sem Búddha kenndi. Ekki var að sjá að hann hefði sjálfur neitt í hyggju að fylgja þessu boðorði og hverfa frá sinni ágætu aCkomu undir vernd stjórnarinnar, en þó veittist okkur ekki auðveit að trúa því að hann væri heilaþveginn kommúrristi, þó hann srgði að ánauð og arðrán fátækra væri iltt athæfi, og í engu samræmi við þá trú sem hann játaði svo enn sem verið hefði. Guðfræðmgurmn hafði aldrei lesið eftt orð í neinni bók nema guðfræðiritum og þeim tfbezk- um. Ekki vissi hann að neitt annað land væri tii en hans land, því hann hafði aldrei séð landabréf og var ekki vel að sér í neinu nema þessu yfir- skilvitloga og ailri skynsemi ó- viðkomandi kenningakerfi trú- arbragða sinna. En samt var hann ekki sem alhorfinn inn í þann óskilgreinanlega heim, þar sem fóik hegðaði sérstund- um eins og guðir, draugar og vættir væru jafn áþreifanleg og lifandi menn, og fór honum að því leyti líkt og ýmsum öðrum sem við hittum. En svo auðvelt veittist hon- um að samræma ímyndun og veruleika, að það minnti okkur á dóttur okkar þegar hún var lítil. Alison litla var vön að þjóta til í ofboði ef við ætluð- um að setjast í sérstakan stól, og banna okkur með þessum orðum: „Tata Vilan“. Þetta bam, sem hvergi var til nema í fmyndun hfennar, sagði hún eiga heima í Chicago, í 1600 km fjarlægð, en koma til New York um hverja helgi í eitt ár eða svo til að heimsækja sig. Nálægð þessarar veru, sem hún ætlaði okkur auðvitað að trúa að raunverulega væri, varð henni stundum svo áþreifanleg, að okkur datt ekki í hug að trufla samtalið milli þeirra, það hefði verið mikil móðgun. Einu sinni spurðum við kurt- eislega hvort hann mundi koma á föstudaginn, þá svaraði hún ]yí eins og ekkert væri, að hann gæti ekki komið því hann væri nú dáinn. Viku síðar var kominn hestur í staðinn, og stóð hann við allan veturinn unz hann fór út um gluggann um vorið til að bíta á engi og kom aidrei aftur. Og þó að Tu-Teng Ka Tsung1 gæti ekki með rökum réttlætt meðferðiTia sem ánauðugir menn sættu af hendi lamanna, var hann jafnviss um að far- sæld og ófarsæld hvers manns væri því háð, sem hann hefði til stofnað í fyrri jarðvist. Svo virtist sem hann dirfðist eklíi að spyrja sjálfan sig, hvernig á því gæti staðið, að menn og konur, sem lifðu vammlausu lff- erni alla ævi, skyldu vera dæmd til fátæktar og ánauðar af þeim sem lifað höfðu þannig, að þeir hlutu að eiga von á vist í einum af hinum verri helvítum um eilífð eftir þetta líf. Eins og barnið sem lifir sem í draumi og vöku samtímis, fannst honum engin mótsögn vera í þessu, því án þess að taka þetta trúanlegt varð ekki hjá því komizt að öll heims- mynd búddhatrúarinnar hryndi til grunna, og þjóðfélagsskipun- in sem af henni var sprottin færi sömu leiðina. I öllum tfbezkum klaustrum hafa verið hafðir galdramenn til að reka út illa anda og leita aðstoðar himneskra anda, sem þeir töluðu við eins og maður við mann í dásvefni sínum, sem stundum kann að hafa ver- ið uppgerö. Þegar Kínverjar komu til Tíbet, var véfrétt rík- isins kvödd til að spyrja guð- ina hvort Dalai Lama ætti að vera kyrr í landinu eða flýja. Véfréttin sagði að hann skyldi fara og hann var kominn út að landamærunum og átti þá greiða leið niður til Indlands. Enginn skildi orð véfréttarinn- ar nema munkar sem höfðu sérstaka æfingu í að skilja þetta og túlka. Við létum slag standa þóvið kynnum að móðga guðfræð- inginn með því að segja að slfk véfrétt væri óskiljanleg öllum mönnum, >g líklega ekki annað en póiitfsk brella. Að stjómin og stiórnendur klaustr- anna hefðu fyrirfram ákveðið hvað gera skyldi, og létu svo heita að guðleg rödd hefði sagt það, svo enginn skyldi dirfast móti að mæla. í rauninni hefða túlkamir ekki gert annað en að skrifa þau svör sem þeim höfðu verið í hendur fengin af yfirmönnum þeirra. Hann svaraði með því að rétta hönd eftir fati og bjóða okkur brosandi meira af kex- inu. Hvorki hann né nokkrjr af hinum hátt settu af stétt lamanna gerðu neina tilraun til að skýra eða réttlæta hið dul- ræða hugmyndaskraut trúar- bragða hans. Hann kom okkrrr fyrir sjónir sem einn af hinum gáfaðri og virðingarverðari kirkjuhöfðingjum, sem dr. Waddell segir að „telji ekki samboðið sér að gera ósiðlegar gælur við fíkn almennings í yfirnáttúrulega og furðulega hluti“. Hann sagðist hafa les- ið það, að menn gætu með hug- areinbeitingu gert líkamasinn léttari en loftið, svifið í lofiji og flogið þannig langar leiðiý, og komið fram samtímis á ýms- um stöðum, en hann hafði aldrei séð þessa menn né heyrt þá nefnda á nafn. Hann leit upp furðu lostinn þegar við sögðum honum að hinn þrett- ándi Dalai Lama hefði kvart- að undan því að munkur, sem hann óskaði ekki að sjá; hefði birzt sér þó að hann væri staddur í fjarlægum landshluta. Varla var við því að búast að hann þyrði að efast um orð Hans heilagleika sjálfs, enda gerði hann enga athugasemd við þetta. Engum kristnum mannij sem trúir á holdtekju guðdóms og upnrisu, hefði þurft að þykja þessi lama heimskari en hver kristinn ábóti og erkibiskupj þegar þeir boða mátt bænarinn- ar til undirbúnings himneskri eilífðarvist. Við gátum efcki prófað hvort hann mundi vera

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.