Þjóðviljinn - 24.04.1966, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 24.04.1966, Qupperneq 7
Þjóðleikhúsið: Prjónastofan Sólin eftir Halldór Laxness Leikstjóri: Baldvin Halldórsson tíunnudagur 24. april 1966 — ÞJOÐVIL.JINN — Í.1BA. 'J koma er með sönnum ágætum, en einstaka sinnum er hin snjalla leikkona helzti lágróma. Lárus Pálsson er tilvalinn í hlutverki Ljósdals, taóistans fræga, og gaman hefði verið að sjá hann einnig i gervi kúnstners Hansens sællar minningar; snjailmæltur, hæ- v&rskur, virðulegur eins og efni standa til. Ljósdal heitir Ibsen að fomafni, og andlits- gervi Lámsar og búningur minna óneitanlega ofurlítið á stórskáldið norska. hvað sem það á að þýða, en vart mun geta ólíkari menn en þá Hen- rik Ibsen og Ljósdal. Uppátæki þetta er ein af mörgum þver- stæðum skáldsins; á hitt má líka minna er myndasmiðurinn tekur bílæti af fullftúum hins bpinbera — aftan frá. Rúrik ’ Haraldsson leikur Síne Mani- bus af miklum ágætum. beisk- •lyndur, myndugur'og glæsileg- ur maður á sinn hátt — en hina náhvítu grímu, sem hann ber allan tímann, kann ég ekki að meta. Fegurðarstjóri Ró- berts Arnfinnssonar er h'ka hið mesta gerserrfi, hann baðar út öllum öngum, birtir sitt innsta innræti en oft höfum við séð þennan mikilhæfa leikara snjallari og stærri, það er eins og hann sé að endurtaka fyrri afrek sín. Þrídís. það er Sig- ríður Þorvaldsdóttir, vekur að sjálfsögöu mikla athygli, sönn hvert skáldið er að fara, kom- um ekki auga á neina megin- hugsun, hristum höfuðið ráð- * þrota; þó að við reynum í ein- hverju að ráða margslungið táknmál verksins hiýt ég að minnsta kosti að gefa mig upp á gat, svo notað sé gamalt orð- tak úr skþla. Hitt dreg ég ekki í efa að 'sum gáfumenni geti eða telji sig skilja leikritið og skynja, og þeir einir njóta þess til fulls. Halldór Laxriess hefur sjálf- ur sagt að „Prjónastofan Sólin“ hafi til orðið er hann kynnti sér af kappi leiksýningar í Vín, og víðar í Evrópu, bæði verk sígildra skálda og svonefndra framúrmanna eða absúrdista, og efláust hefur hann orðið reynslunni ríkari. En Laxness er svo frumlegur og sjálfstæðjir í öllu að áhrifa frá verkum þessum gætir hvergi svo ég viti; „Prjónastofan“ ber auð- sæ merki síns tíma, annað ekki. Aftur má auðvitað greina tengsl þess við fyrri leikrit skáldsins, ritgerðir og sögur. Gamanleik kallar höfundur „Prjónastof- una“ og má að vissu leyti til sanns vegar færa, því þrátt fyrir válega atburði fer allt Vel að lokum. Laxness hefur sagt í viðtali að í leikritum sínum „ægi öllum hugsanlegum stíl- um og ismúm saman“: stund- um bregður fyrir ósviknum skopleik, það er farsa, stund- um beiskri ádeilu og háðs- myndum, og einstaka atriði eiga ekki heima í gamanleik — há- tíðleg lokaræða Þrídísar er glöggt dæmi. Það er engu lík- ara en skáldið sé framar öllu að kanna möguleika sviðsins, táknmyndir fremur en lifandi fólk, en þar er að sjálfsögðu um stefnu og stíl höfundar að ræða. iSnna mest kemur Sól- borg prjónakona við sögu, öðr- um heilbrigðari og venjulegri, en lætur lítið að sér kveða, enda alger þolandi í leiknum, og minnir í sumu á Lóu í „Silf- urtunglinu“ forðum. Hún er eftirlæti tveggja manna og ann öðrum holdlegri ást allt frá unglingsárum, hínum platónskri, fórnfús, hlédræg og látlaus um skör fram. Sólborg heitir Þorbjörg réttu nafni, og allar bera söguhetjurnar gervinöfn. Ibsen Ljósdal er annar af vin- um Sólborgar, prentari og heim- spekingur, nefndur taóisti af öllum sem um leikinn hafarit- að og eflaust með talsverðum rétti; skyldur kúnstner Hansen og fleiri mönnum í verkum Lax- ness. Hann er að vísu laus við þá dulrænu og torrætt trúar- kerfi sem meðal annars ein- kennir taóista, en „Bókina um veginn“ hefur hann numið niður í kjölinn engu síður en skáldið sjálft, sálhreinn maður og mildur, sparsamur og hæ- verskur með afbrigðum; góð- menni í einu og öllu. Laxness hefur mælt í ritgerðum að hann hafi verið taóisti mestan hluta ævinnar og lýáir Ibsen Ljósdal af sýnilegri vinsemd. Engu að síður þarf enginn að halda að Ljósdal pé talsmaður skapara síns, maður sem er ánægður og sáttur við allt og alla og unir „yfirstandandi eymd“ og hefur það helzt íyrir stafni að ala önn fyrir rottum og hröfn- um. Haraldur hinn handalausi eða Sine manibus á latínu er vítisvél Þrídísar við sjálfa vetnissprengjuna sést bezt hve ólíkur Laxness er nútíðarhöf- undum vestrænum sem flestir eru haldnir dauðabeyg og of- boðslegri bölsýni; maður skyldi ætla að nú væri hörmungin mikla dunin yíir og öllu lokið. En öðru nær — fólkið bjargast með tölu, skríður upp úr rúst- unum; það birtir smám sam- an af fögrum vordegi, lífið heldur áfram eins og áður, fuglarnir syngja, grasið grær sem fyrrum. Ef til vill má líta á heiftarlegan bardaga auð- mannsdótturinnar Þrídísar sem hatar allt sem fátæklegt er, lítilmótlegt og ijótt og hins mynduga en blendna öreiga Sína sem baráttu stórve.ldanna í vestri og austri, eða örvænt- ingarfullan fjandskap kapítal- ismans við hina voldugu og vaxandi verkalýðshrcyfingu — en hitt lfklegt að ég vaði í villu og svima. En sá er endir við- ureignar þessarar að þau Þrí- dís og Síni sættast og ieiðast út af sviðinu, og má þó minn- ast orða Ljósdals fyrr í leikn- um: „Það sem ég sagði og gerði var aðeins tákn og forboði. . . þess sem ó eftir að gerast“. Eins og að líkum lætur er nöpur ádeila víöa fólgin í leikn- um og birtist öllu framar í öðrum þætti þá er „pípuhatt- arnir", fulltrúar hins opinbera koma í stutta heimsókn, mæta í kokteilboði. Laxness skopast sem fyrrum óspart að ræfil- dómi, spillingu og úrræðaleysi íslenzkra stiórnnvvnlda, ofboðs- legri gróðafíkn sviksamlegri fegurðarkeppni. hræsni og hé- góma, og ekki sízt andstyggi- legu smjaðrí ráðamanna fyrir þeim sem eru aumastir allra. En við erum góðu vanir, hár- beittar eggjar skáldsins hafa stundum 'verið hvassari, snilld- in meiri. „Prjónastofan Sólin" er víst ýmsum göllum búin í margra augum, en hitt skylt að meta er sagnaskáldið mikla haslar sér nýjan völi: hver veit nema hann eigi eftir að vinna mikla sigra á leiksviðinu áður en var- ir? En hins vil ég óska að Lax- ness verði ekki næst eins tor- skilinn og myrkur í máli; leik- rit eins og „Prjónastofan Sól- in‘‘ öðlast seint álmannahylli, og þ<> er aldrei að vita. Um sýningu Þjóðleikhússins má eflaust margt ræða, en mér eru efst í huga orð þgu sem skáldið mælir í leikskránni, en hann las leikinn allan í hófi íslenzkra stúdenta í Kaup- mannahöfn. Þá mælti Anna Borg: „Mikið er gaman að þessu en vandasamt er það í uppsetningu“. Þann vanda hef- ur Baldvin Halldórsson tekizt á herðar, þjóðkunnur, glögg- sýnn og vandvirkur leikstjóri, og kemst ósár úr þeirri viður- eign, þótt eitthvað megj að öllu finna. Skáldið hefur fylgzt með æfingum allt frá upphafi, samið upp sum orðsvör eða bætt inn nýjum, og þar að auki bætt við einum leikanda; breytingar hans virðast mér til, handtök Sína ekki nógu hröð, drápsfýsn og heift Þrídísar ekki nógu tilþrifa- mikil og sterk. Og loks verð ég að minnast örlítið á Moby Dick, hina akfeitu fegurðardís ofan úr sveit; ég hafði hugsað mér hana öðruvísi. Var ekki hægt að finna unga stúlku sem hæft hefði hlutverkinu, verið eðlileg og sönn í sjón og raun? Nei, í hennar stað birtist karl- maður á peysufötum, og er raunar einhver mesti og ástsæl- asti listamaður þjóðarinnar, og vakti að sjálfsögðu mikinn fögnuð og kátínu í salnum; þátttaka hans á eflaust eftir að laða ófáa að leikhúsinu. En hér er þó skotið yfir markið að mínum dómi — karlmaður skrýðist kvenmannsfötum, það er einkenni hins villtasta farsa. Við hlið hins mikilvirka og merka leikstjóra stendur leikmyndasmiðurinn Gunnar Bjarnason og á ólítinn þátt í sýningu þessari, sviðsmyndir hans þrjár að töiu vöktu á- reiðanlega hrifningu leikgesta. Tvær þeirra,. það er prjóna- stofan fyrir og eftir endurbset- urnar eru ágæt verk, en ekki beinlínis forvitnileg; en rústir hennar í síðasta atriði eitt af fegurstu og listi-ænustu leik- myndum Gunnars og er þá mikið sagt, og mætti rita um langt mál ef tími væri til. Um leikendurna sjálfa hlýt Þríilís (Sigríður Þorva lilsdótir) og þokkadísir. Solborg prjonakona (Iielga Valtysdottir) og kúa bóninn (Jón Sigurbjörnsson). ekki stórvægilegar, en allar til bóta. Fyrsti þáttur þótti mér helzti daufgerður, enda lítt leik- rænn af hendi skáldsins; eftir það færist fjör og hiti í leikinn. Mest fannst mér vert um loka- atriðið, það sem gerist á rúst- um villunnar frönsku; ósvikið listaverk af hendi leikstjóra og málara. Tvö atriði hlýt ég að nefna er mér þótti í sumu mið- ur fara: hinn geigvænlegi bar- dagi þeirra Þrídísar og Sína varð ekki eins áhrifamikil og æsilegur og efni standa ég að vera stuttorður, enda áður lýst að nokkru helztu hlutverkunum. Sólborg prjóna- kona mælir víst flast orð í leiknum, en enginn öfunds- verður af hennar hlutverki sem áður er sagfc* hún hlj'ðir öll- um, gerir allt sem henni er sagt, tóm hjartagæzka og mildi og ræöur engu um gang mála. Ég fæ ekki betur séð en Helga Valtýsdóttir birti alla eigin- leika hennar í skýru ijósi — einlægur, fallegur Gg gerhugs- aður leikur. (^rvi og Tram- fegurðardfs í fyrsta þætti, síðar fremur lítilmótlegur sprengjukastari, síðast ágæt sem hin iðrandi María úr Magdölum. Af aukaleikendum verð ég fyrst að nefna Bessa Bjama- son, pípuhatt nr. 1 og fulltrúa ríkisstjórnarinnar, sem flytur ræðu sína af þeirri ríku kímni sem honum er lagin. Jón Sig- urbjörnsson leikur kúabónd- ann af sönnum skilningi og gamansömum þrótti. Valdimar Framhald á 9. síðu. „Prjónastofan Sólin“ kom út í bókarformi haustið 1962 sem kunnugt er, og hefur að sjálf- sögðu verið vandlega lesin og íhuguð af landslýðnum. Það var mál margra að flytja hefði átt verk nóbelskáldsins á því sama leikári eða hinu næsta, en reyndin varð önnur, hvað sem olli; nú birta leikhúsin tvö verk eftir Laxness í sömu and- ránni að heit§ má, og er mið- ur farið. Ég hygg að „Prjóna- stofan Sólin“ hafi valdið lítilli hrifningu hjá ýmsum, jafnvel áköfustu og einlægustu aðdá- endum skáldsins, og mér þar á meðal, enda sem fleirum ekki gefin andleg spektin. En hvað veldur? Blátt áfram það að^við vesælir menn skiljum ekki hið sérstæða lögmál leikhúss- ins sjálfs, hann dregur upp margvísleg mynztur, teflir fram sterkum litríkum andstæðum. Þar gefur sýn yfir heiminn í dag að því ætla má, og þó öllu framar íslenzkt þjóðlif okkar tíma, og eflaust margt spá- mannlega mælt og viturlega. Þó að „Prjónastofan Sólin“ sé mér í rauninni óskiljanleg efast ég ekki um að hún muni síðar talin athyglisverður áfangi á leikrænum ritferli hins heims- íræga skálds. Söguhetjurnar eru eins ólík- ar sem verða mó, dregnar fá- um slcýrum dráttum, en sjaldn- nstjiógsamlega gæddar holdi og blóði; á, stundum hálfgerðar leikbrúður í hendi skáldsins, alger andstæða hans, beisk- lyndur, raunsær og kaldgeðja og reyndar ekki að ástæðulausu, ósvífinn nokkuð og ekki allur þar sem hann er séður; keppi- nautur Ljósdals um hylli hinn- ar geðþekku prjónakonu. Feg- urðarstjórinn er lika talsvert aðsópsmikill, skemmtileg mann- lýsing — sannur sveitamaður, fjárplógsmaður og loddari, en ekki ógeðfelldur í öllu þrátt fyrir allt. Loks má ekki gleyma Þrídísi, fegurðardrottningu og auðmannsdóttur, en það er hún sem örlögum veldur, sprengir í loft upp frönsku villuna þar sem atburðirnir gerast, en iðr- ast synda sinna sárlega að lok- um. Ef telja má hús þetta eins- konar heim í hnotskurn og líkja 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.