Þjóðviljinn - 04.05.1966, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 4. maí 1966
argangur
tölublað.
Skemmtikvöld Alþýðubandalagsins
Æskulýðsnefnd Alþýðu-
bandalagsins efnir til skemmt-
unar í Lídó föstudaginn 6.
maí og hefst dagskráin kl.
20,30. Á dagskrá er:
Avarp: Svavar Gestsson.
Karl Guðmundsson fer með
pólitískt spé.
Stiginn
nóttu.
dans fram eftir
Kynnir verður Guðrún
Helgadóttir ritari.
Um miðnætti flytur Ömar
Ragnarsson gamanvísur.
Allt ungt fólk er hvatt til
að fjölmenna á skemmtikvöld
AlþýSubandalagsins.
Útsvörin þungbœrari i ór
en nokkru sinni fyrr
Skatfvlsitalan hefur engi n áhrif á útsvörin
Fyrir nokkru var skýrt frá því að út hefði verið reiknuð skatt-
vísitala, sem hefði þaö sér til ágætis að hún yki perspnufrádrátt
og gleikkaði skattstigann, svo að verðbólguhækkun á kaupi þyrfti
ekki að hafa í för með sér stórfellda hækkun á raunverulegum.
sköttúm. Myndi persónufrádráttur einstaklinga hækka um 10.000
kr. af þessum sökum, hjóna um 14.000 og bamafrádráttur um 2.000
kr. á hvert barn. Hjón með 3 böm þurftu í fyrra ekki að greiða
neinn tekjuskatt af 180.000 kr., og sleppa við tekjuskatt í ár þótt
tekjurnar séu 180.000. Auk þess eiga tekjuskattsbilin að hækka um
5-8.000 kr.
Ekki áhrif á' útsvörin
En skattvisitala þessi hefur lögum samkvæmt aðeins
áhrif á ríkisskattana, alls ekki á útsvörin. Samkvæmt j
því hafa sveitarstjórnir og bæjarfélög, þar á meðal
Reykjavíkurborg, hcimild til að leggja á útsvör án þess
að taka nokkurt tillit til verðbólguþróunarinnar. Kaup-
gjald hækkaði yfirleitt vcrulega í fyrra, fyrst og fremst
af verðbólguástæðum, og verði útsvör lögð á heildar-
laun manna samkvæmt óbreyttum reglum frá árinu áð-
ur, verða útsvör hærri og þungbærari en nokkru sinni
fyrr; menn geta átt von á hliðstæðum ótíðindum og
fyrir tveimur árum. Þá getur verðbólgan leitt til þess
að útsvörin verði hærri hluti af laununum en nokkurn
tíma áður.
Ef skattvísitalan hefði áhrif . . :
Ef skattvísitalan hefði áhrif á útsvörin ætti barnafrádráttur að
hækka um 2.500 kr. Frádráttur einstaklinga ætti að hækka um
4.400 kr. og frádráttur hjóna um kr. 6.300. Hjón með þrjú börn
ættu að vera útsvarsfrjáls með 93.800 kr. árstekjur í stað 80.000
kr. í fyrra; og í stað þess að slík fjölskylda þurfti i fýrra’ að
hafa 140.000 kr. árstekjur til þess að komast upp í hámarksútsvar,
ætti hún nú að mega hafa 161.300 kr. áður en því marki væri náð.
En þessar breytingar hafa EKKI verið ákveðnar; það er heimilt
að leggja á útsvör án þess að taka nokkurt tillit til verðbólgu-
þróunarinnar og láta launafólk gjalda hennar í hærri álögum en
nokkru sinhi fyrr.
Mikilvægustu fríðindin í sambandi við útsvör eru sem kunnugt
er veitt hátekjumönnum og auðfyrirtækjum, en þau eru fólgin í
þeim ákvæðum að heimilt er að draga frá tekjum útsvarsgreiðslur
| síðasta árs. Þau ákvæði verða til þess að hinir tekjuhæstu greiða
I lægra hlutfall en allir aðrir þegar tvö ár eru tekin í samhengi.
Leyndu Kanar
árásarmáli
fyrir íslenzkum
yfirvöldum?
í gær birti Vísir á baksíðu
svohljóðandi rammafrétt und-
ir fyrirsögninni: Aætlunarbíl-
stjóri verður fyrir árás:
. ,,Skömmu eftir miðnætti sJ.
varð íslcnzkur áætlunarbíl-
stjóri fyrir árás Bandaríkja-
manns á Keflavíkurleið, og
tók herlögreglan þann banda- !
ríska, VVayver King þegar i S
sína vörzlu. Ekki mun bíl-
stjórinn hafa orðið fyrirvern-
legu hnjaski.“
ÞJÓÐVILJINN sneri sér í
gær vegna þessarar fréttartil
viðkomandi íslenzkra yfir-
valda, sem mál eins og þetta
eiga að heyra undir, en svo
undarlega brá við að þeir að-
ilar könnuðust ekkert við mál-
ið, — höfðu ekki einu sinni
heyrt um þennan atburð!
Virðist bandaríska herlögregl-
an ekki einu sinni hafa haft
fyrir því að tilkynna réttum
íslenzkum' yfirvöldum um
málið.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
3 piltar uppvisir
að áfengissölu
Um helgina urðu . 3 ungir
menn uppvísir að áfengissölu á
Stokkseyri og höfðu þeir selt
eitthvað töluvert þegar upp um
þá komst, Samkvæmt upplýsing-
um lögreglunnar á Selfossi er
hér um að ræða aðkomumenn.
sem eru á vertíð á Stokkseyri
og eru tveir þeirra undir tví-
tugu. Enginn þeirra hefur kom-
izt i kast við lögregluna áður.
Hafnarfjörður
•k Kosningaskrifstofa Al-
★ þýðubandalagsins í Hafn-
■k arfirði er í Góðtemplara-
★ húsinu uppi, opin dag-
★ lega kl. 5—7 og 8—10 e.
★ h., sími 52370.
Viðtal við
Sigurjón
□ 1 öðru sæti Alþýðubanda-
lagsins til borgarstjórn-
arkosninganna í Reykja-
vík er Sigurjón Björns-
son sálfræðingur. Sigurjón
hefur hingað til lítið haft
sig í frammi á sviði stjórn-
mála óg látið sér nægja
störf sín sem forstöðumað-
ur Geðverndardeildar
barna á Heilsuverndar-
stöðinni. En í viðtali við
Sigurjón sem birtist á 6.
síðu blaðsins í dag, segir
hann hversvegna hann tel-
ur nú vonlaust að vera ó-
pólitískur og lýsir því ó-
fremdarástandi sem ríkir
i uppeldismálum borgar-
innar.
□ Myndin hér að ofan er af
Sigurjóni í sínu daglega
umhverfi, á geðverndar-
deild barna, og sjást á
veggnum myndir eftir
hina ungu skjólstæðinga
hans. — (Ljósm. Þjóðv.
Ari Kárason).
Einar Olgeirsson í útvarpsumræðunum frá Alþingi í gærkvöld:
Sameinaður sigrar verkalýð urinn
Sundrað skal afturhaldið falla
□ Verkamenn og aðrir launþegar Islands! Þið eruð yfir 70% þjóðar-
innar. Þið getið ráðið hvenær sem þið standið sameinaðir.
□ ■ Refsið stjómarflokkunum í kosningunum 22. maí hvar sem þið ann-
ars staðar standið í flokki. Það þýðir að þeir hafa hitann í haldinu og láta
auðveldlegar undan réttlátum kröfum ykkar í kaupdeilunni í júní.
/
□ Sameinaður sigrar verkalýðurinn, en sundrað skal stjórnaraftur-
haldið falla. — Með þessum orðum lauk Einar Olgeirsson, fyrsti ræðu-
maður Alþýðubandalagsins ræðu sinni í útvarp umræðunum í gærkvöld.
Með þessu þingi hefst í fslands-
sögu nýtt niðurlægingarskeið
Alþingis í afstöðunni til íslcnzks
sjálfstæðis, sagði Einrr. 1 aldar-
fjórðung hefur land vort verið
herstöð fyrir framandi stórveldi,
þjóð vorri til skaða og skamm-
og þjóðernisleg niðurlæging og
linignun.
Allan þennan tima höfum við
ar, og af því hlotizt siðfcrðileg1 þó verið cfnahagslcga sjálfstæð
þjóð, arðurinn af striti hinna
starfandi stétta hefur verið kyrr
í landinu, þó misskipt væri milli
alþýðu og yfirstéttar.
En með samþykkt alúmín-
samningsins, sérréttindaaðstöðu
crlcnds auðfélags á fslandi er
stigið fyrsta sporið niður á ný-
lcndustigið. Þaö er nýlendustig
þegar auðlindir og vinnuafl eins
Iands er hagnýtt af erlendu auð-
valdi til þess að skapa arð sem
út úr Iandinu flyzt, en verður
ekki eftir í Iandinu sjálfu.
_ Einar lýsti því næst eðli alúm-
ínsamninganna og þeirrar ráð-
stöfunar að kalla erlent auðvald
inn í landið, og kom víða við.
1 síðari hluta ræðu sinnar fjall-
aði hann ýtarlega um verðbólgu-
vandamálið og sýndi fram á
háskaleg áhrif þess í atvinnulíf-
inu og þjóðlífinu öllu. Hann
lauk ræðu sinni með því aðvíkja
að umræðunum fyrra kvöld-
ið og þregða upp mynd af stöð-
unni nú á sviði stjórnmála og
verkalýðsmála. Einar sagði þar
m.a.:
★ Frumkvöðull verðbólgunnar
1 ræðu sinni forðaðist Bjarni
Benediktsson forsætisráðherra að
minnast á frumkvöðul verðbólg-
snnar: fésýsluvaldið í landinu,
sjálfa verðbólgubraskarana. sem
græða á henni og sjá um að
Frambald á 12. síðu.