Þjóðviljinn - 04.05.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.05.1966, Blaðsíða 3
Miðvikudagtrr 4. maí 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J Bandarlkjamenn viðurkenna að hafa ráðizt á Kambodja Skutu yfir landamæri Suður-Vietnams og Kambodja á laugardag, en segja að skæruliðar hafi átt upptökin SAIGON 3/5 — Talsmaður bandarísku herstjómarinnar í Saigon viðurkenndi í dag að bandarísk hersveit hefði gert skotárás yfir landamæri Suður-Vietnams og Kambodja. Þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að hersveitir þeirra hafi ráðizt á Kambodja, en stjórn Kambodja Nate-steðvar frá París III London PARfS 3/5 — AUar líkur eru taldar á því að aðalstöðvar At- lanzbandalagsins og yfirher- stjórn þess í Evrópu (SHAPE) verði fluttar frá París tjl Lund- úna. en endanle^ ákvörðun um þennan flutning verður ekki tekin fyrr en á ráðherrafundi bandaiagsins sem haldinn verð- ur í Brussel dagana 6.—8. júní. Frakkar hafa krafizt þess að SHAPE vterði flutt frá París fyr- ir júlí næsta ár, en hafa ekki borið fram neina kröfu um fjutning á aðalstöðvunum. Póllænd minnist CZESTOCHOVA' '375 — Um hálf miljón manna var viðstödd guðs- þjónustu í nágrenni við bæinn Czestochbva í Póllandi í dag til að minnast þess að í ár eru lið- in þúsund ár frá því að Pól- verjar tóku kristni. Wyszynski kardináli prédikaði og vék m.a. að því að Páll páfi hefði ætlað að vera viðstaddur guðsþjón- ustuna. — Því miður var það ekki guðs vilji, sagði kardínál- inn, 'en pólska stjórnin synjaði páfa um vegabréfsáritun. hefur oft sakað þá og Saigon- herinn um slíkar árásir. Þessi skotárás var gerð á laugardaginn um 110 km fyrir norðvestan Saigon og var skot- ið yfir fljót sem þarna skiptir löndum og er um 250 metra breitt. Þetta er í útjaðri hins svonefnda „hersvæðis C“ þar sem Bandaríkjamenn segja að Þjóðfrelsisfylkingin hafi mikil- vægustu stöðvar sínar. Banda- rískar hersveitir hafa staðið í sóknaraðgerðum á þessu svæði undanfarna daga. Bandaríski talsmaðurinn sagði að skotið hefði verið á banda- ríska hersveit frá stöðvum Kam- bodjamegin við fljótið og hefði foringi sveitarinnar fyrirskipað mönnum sínum að svara skot- hríðinni. Hann hefði ekki þurft að fá neina sérstaka heimild til þess. Snemma í morgun komu skæruliðar bandarískri fót- gönguliðssveit í opna skjöldu um 25 km fyrir vestan Saigon og varð mikið mannfall í sveitinni. Tilkynnt var í Saigon í dag að tvær bandarískar flugvélar hefðu í gær verið skotnar niður yfir Norður-Vietnam. B-52 þot- ur frá Guam réðust í dag á Tay Ninh-hérað í Suður-Viet- nam nálægt landamærum Kam- bodja. Meira herlið McNamara landvarnaráðherra sagði í Washington í gær að enn myndi verða að fjölga í banda- ríska hernum í Suður-Vietnam, en í honum eru nú tæplega 260.000 manns. Ástæðan væri sú að stöðugt fjölgaði í her Þjóð- frelsisfylkingarinnar og sagði McNamara að liðsflutningar til hans frá Norður-Vietnam hefðu þrefaldazt á síðasta ári. Loftá- rásirnar sem Bandaríkjamenn hófu á Norður-Vietnam í febr- úar í fyrra hafa ag sögn Band.a- ríkjastjórnar verið gerðar til þess að köma í veg fyrir slíka liðsflutninga. McNamara sagði annars að „eins og stæði“ myndi það vera óskynsamlegt og andstætt hags- munum Bandaríkjanna aðleggja tundurduflum í innsiglinguna til mikilvægustu hafnarborgar Norður-Vietnams, Haiphongs. Afíog stúdenta í Rómarháskólo Róstusamt hefur verið í skólanum lengi undanfarið og hefur einn stúdent þegar beðið bana í óeirðum RÓM 3/5 — Undanfarið hefur allt verið í uppnámi í há- skólanum í Róm og kennsla legið niðri f sumum deildum hans. Sex menn meiddust og um 200 stúdentar voru handteknir þegar vinstrimönnum og nýfasistum lenti enn einu sinni saman í skólanum í dag. Enn einn árekstur Allharður árekstur varð í gær- kvöld um kl. hálf ellefu, þegar tvær bifreiðar rákust saman á móts við Laufásveg 10. Farþegi í öðrum bílnum skarst á enni og var hann fluttur á slysa- varðstofuna. Maðurinn heitir Eggert Jóhannesson. Telpa fyrir bíl Um fimmleytið í gær varð átta ára görriul telpa fyrir bíl á Mýrargötu. Telpan heitir Þur- íður Marteinsdóttir og á heima á Rauðarárstíg 26. Um meiðsli hennar var ekki kunnugt, en þau munu ekki hafa verið al- varleg. Þuríður var flutt á slysa- varðstofuna. Aflogin í dag hófust þegar um 100 íhaldsstúdentar undir forystu þriggja þingmanna ný- fasista ruddust inn í lagadeild h.'.skólans þar sem sósíalistískir stúdentar höfðu búið um sig til að fylgja eftir kröfu um að lýð- ræðishættir yrðu teknir upp við skólann. Fylkingum laust saman og urðu margir sárir, rúður brotn- uðu og spjöll unnin á húsbún- aði áður en fjölmennt lögreglu- lið sem kvatt var á vettvang fengi skakkað leikinn. Einn af þingmönnum nýfas- ista meiddist illa og var farið með hann í sjúkrahús. Sagtvar að lögreglan hefði lamið hann til óbóta. Fjárlög brezku stjórnarinnar Skattur til að fjölga jseim sem vinna framleiðslustörf Vinstristúdentar við háskól- ann halda því fram að svik hafi ■verið framin við kosningu á einum trúnaðarmanni þeirra ný- lega og hafa krafizt þess að kos- ið verði aftur. Þeir hafa geng- izt fyrir fundum til að krefjast lýðræðislegra fyrirkomulags en ríkt hefur í skólanum og hef- ur hvað eftir annað slegið í hart með þeim og nýfasistum og hefur einn þeirra látið lífið í þeim átökum. a PARÍS 3/5 — Embættismenn frönsku stjórnarinnar sögðu í gærkvöld að de Gaulle forseti hefði engin áform um að fara til Bandaríkjanna í fyrirsjáanlegri framtíð. ekki heldur til að heim- sækja aðalstöðvar SÞ. O Þant framkvæmdastjóri hafði látið orð falla á þá leið að hann myndi með sannri ánægju taka á móti de Gaulle ef hann yrði á ferðinni í New York. ■| Mao- $é veikur PEKING 3/5 — Talsmaður kín- versku stjómarinnar bar í dag á móti þvi að nokkuð væri hæft i þeim orðrómj að Mao Tsetung væri ekki heill heilsu. Það hafði vakjg athygli áð Mao var ekkj viðstaddur 1 mai há- tíðahöldin í Peking. Hecine Ait Ahmed sloppinn úr fangelsi í Algeirsborg ALGEIRSBOORG 3/5 — Það vaa' staðfest í dag í Algeirsborg að Hocine Ait Ahmed, einn af leið- togum þjóðfrelsisbaráttu Serkja. sem verið hefur í fangelsi síðan 1964 hefði sloppið úr fangelsi og væri hafin mikil leit að honum. Ait Ahmed stóð fyrir uppreisn gegn stjóm Ben Bella og safn- aði um sig liði í Kabylíu. Hann var tekinn höndum, dæmdur til dauða, en Ben Bella náðaði hann. Sovétrikin enn á r S ais BAY S.LOUIS 3/5 — Forstöðu- maður geimferðaáætlunar Banda- ríkjanna, George Muller. gaf í skyn í gær að búast mætti við þvi að Sovétríkin yrðu fyrst til þess að senda menn til tunglsins. Á fundi með blaðamönnum í Bay St. Louis sagði hann að Sovétríkin hefðu haft tveggja ára forskot þegar kapphlaupið hófst og að afrek þeirra siðan hefðu ekki staðið afrekum Bandaríkjamanna að baki. Hinir nýju valdhafár í Alsir sem steyptu Ben Bella í fyrra- sumar hleyptu Ahmed ekki úr fangelsinu. Það spurðist í gær að honum hefði tekizt að sleppa úr því, en ekki er kunnugt um atvik. Talið er víst að hann hafi fengið aðstoð að utan. LONDON 3/5 — í fjárlagafr.um- varpi brezku stjórnarinnar sem James Callaghan fjármálaráð- herra lagði fyrir þingið í Lon- don í dag er m.a. gert ráð fyrir að lagður verði á sérstakur skattur í því skyni að fækkað verði starfsfólki í óarðbærum þjónustustörfum en fjölgað mönnum sem vinna við útflutn- ingsframleiðsluna. Skattur þessi er lagður á fyr- irtæki, einkum í þjónustugrein- um, sem hafa of fjölmennt starfslið. Ríkisstjórnin vonast til að þessi nýi skattur muni verða til þess að því fólki fækki sem starfar í slíkum þjónustugrein- um eins og t.d. að bankastörf- um, í skemmtanaiðnaðinum, hjá tryggingafélögum og við hár- greiðslu. En skatturinn mun einnig bitna á öðrum starfs- greinum sem ekkert legg:' af mörkum til útflutningsins, eins og t.d. byggingariðnaðinum. Útflutninginn á auk þess að örva með sérstökum ivilnunum, hlunnindum og beinum ríkis- styrkjum. Þá skýrði Callaghan frá þvi að innflutningsgjaldið á iðnað- arvörur sem lagt var á 28. olit- óber 1964 myndi afnumið í nóv. ember n.k. Það hefur verið 10 prósent. Skatturinn á þjónustufyrir- tæki gengur í gildi í september. Fyrirtæki verða þá að greiða 25 shillinga (150 krónur) á viku fyrir hvern mann sem þau ráða til starfa (75 krónur fyrir kon- ur og unglinga), en iðpfyrirtæki fá sérstök fríðindi sem vega upp þennan skatt og 30 prósentum betur. Callaghan taldi að þessi skattur myndi færa ríkissjóði 240 miljónir sterlingspunda á fjárhagsári. Búizt hafði verið við því að tekjuskatturinn myndi hækkað- ur, einnig neyzluskattur á tóbak og áfengi og bifreiðagj,öld, en svo var ekki. í frumvarpinu er gert ráð fyr- ir að hernaðarútgjöld muni enn hækka um 116 miljónir ster- lingspunda, upp í 2.172 miljónir. Kínverjar segja Malínovskí Ijúga PEKING 3/5 — Kínverska ut- anríkisráðuneytið sagði i dag að enginn fótur væri fyrir þeim á- sökunum Malínovskís landvarna- ráðherra a ð Kínverjar hefðu torveldað flutninga á hergögnum frá Sovétríkjunum til Norður- Vietnams. Malinovskí hafði sagt þetta þegar hann var á ferð í Ungverjalandi nýléga. — Malfnovskí lýgur, segir kínverska utanrikisráðuneytið. Kína hefur aldrei tafið fyrir flutningum frá Sovétríkjunum til Vietnam. Til ársloka 1965 hafi 45.000 lestir af herbúnaðj frá Sovét- ríkjunum farið til Norður-Viet- nams um kínverskar járnbrautir, en aðstofj sú sem þaú hafi veitt Vietnam værj hvorkj að gæðum né magni í neinu samræmj við getu og veldi Sovétríkjanna, sögðu Kínverjar. Miklir vatnavextir og flóð vegna leysinga i Svíþjóð STOKKHÓLMI 3/5 — í dag bárus't fréttir af flóðum í ýms- urn héruðum Mið- og Norður- Svíþjóðar. Eftir óvenju harðan vetur og mikil snjóþyngsli er nú mikiU vöxtur í öllum vötnum vegna leysinga og er tjónið af völdum flóðanna talig í miljón- um sænskra króna. Mörg fljót hafa flætt yfir bakka sína og hætta er á að stíflur láti undan vatnsþungan- um, kjallarar húsa hafa fyllzt af vatni, vegir eru ófærir og heil byggðarjög einangruð. Gerð- ar hafa verið ráðstafanir til undirbúnings‘því að flytja verði fólk burt úr flóðahéruðunum. Verst er ástandið í norður- héruðunum og í Smálöndum. Miklir vatnavextir eru einnig i Finnlandi og eru flóðin þar talin þau mestu sem orðið hafa síðustu öldina og hafa þrír menn drukknað í þeim. Fólk hefur verið flutt burt úr þorpum í Austurbotnj og Satakunta vegna flóðahættunnar. Hermenn vinna að því dag Qg nótt að sprengja ísstíiflur í fljótum. Aða/skoðun bifjíeiða í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu fev fram svo sem hér segir: Mánudagur 9. maí, kl. 10—12 og 13—16,00 að Lambhaga. Þriðjudagur 10. maí kl. 10—12 og 13—16,00 í Olíustöðinni Hvalfirði. Miðvikudagur 11. maí, kl. 9—12 og 13—16,30 í Borgarnesi. Fimmtudagur 12. maí, kl. 9—12 og 13—16,30 í Borgamesi. Föstudagur. 13. maí, kl. 9—12 og 13—16,30 í Borga'rnesi. Mánudagur. 16. maí, kl. 9—12 og 13—16,30 í Borgamesi. * Þriðjudagur, 17. maí, kl. 9—12 og 13—16,30, í Borgamesi. ^ Miðvikudagur 18. maí-, kl. 9—12 og 13—16,30 í Borgamesi. Föstudagur 20. maí, kl. 10—12 og 13—16,00 í Reykholti. / Við skoðun þarf að framviSa kvittunum fyrir greiðslu opinberra gjalda og tryggingariðgjalda, enn fremur vottorði um ljósastillingu. Þeir bifreiðaeigendur, sem egi færa bifreiðir sínar til aðalskoðunar mesa búast v? bví að þær verði teknar úr umferð án frpkari fyrirvara, nema þeir hafi tilkynnt gild' forföll. Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Ásgeir Pétursson. ■ DREGIÐ Á Vöruh; ippdra Ítti MORGUN ENDURNÝJUN LÝKUR ÆT I UM 1200 KL. 12 Á HÁDEGP S 1 B s VINNINGA Á MORGUN *#• H • M • *#• 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.