Þjóðviljinn - 04.05.1966, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 4. mai 1966
Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sóeíalistaflokk-
urinn.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Þorvaldur Jé’iannesson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 95.00 á mánuðl.
Vísitölubinding íbúðar/áiw
irísitölubinding íbúðarlána mitt í óðri verðbólgu
’ og dýrtíð er svo fráleit ráðstöfun og háskaleg
að hana verður umsvifalaust að afnema. Sýnt hef-
ur verið fram á, að með því fyrirkomulagi greiða
lántakendur á þriðju miljón kr. samtals fyrir 280
þús. kr. lán á þeim 25 árum sem lánin standa.
Er þetta miðað við þá dýrtíðaraukningu sem orðið
hefur síðustu 15 ár. Ekkert bendir til að á þeirri
þróun verði breyting meðan ráðleysisstjóm íhalds
og Alþýðuflokks fer með völd.
|Tér er ráðizt á þá sem sízt skyldi og í miklum
erfiðleikum standa og þá ekki sízt ungu kyn-
slóðina sem er að stofna heimili og þarf að byggja
yfir sig. Þessari árás á hagsmuni íbúðabyggjenda
verður að hrinda og hindra að þeir verði gerðir
að fórnardýrum óstjórnar og óðaverðbólgu ráð-
lausrar ríkisstjórnar sem starfar í þágu braskar-
anna en níðist á almenningi. Til þess þarf verka-
lýðshreyfingin að beita öllum þunga sínum og
samtakamætti og alþýðan að efla svo stjómmála-
samtök sín, Alþýðubandalagið, að það verði bitur't
og máttugt vopn í baráttunni gegn þessari ósvífnu
árás og rangsleitni valdhafanna. — g.
Réttur litlifingurinn
17'omið hefur fram að á Alþingi er mikil and-
staða gegn frumvarpinu um kísilgúrverk-
smiðju víð Mývatn, í því nýja formi sem ríkis-
stjómin hefur verið að keyra gegnum þingið
undanfarna daga. í efri deild snerust allir þing-
menn Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokks-
ins gegn málinu nema Karl Kristjánsson, sem varla
átti nógu sterk orð til að lofa ríkisstjórnina og dást
að styrkleik auðhringsins Johns-Manville, enda
er þingmaðurinn sjálfur á kafi í málinu. Bæði
í efri deild og í neðri deild Alþingis hefur verið
fundið að því hversu víðtækar heimildir til samn-
inga ríkisstjómin ætlast til að fá með frumvarpi
þessu, og eins hitt að ljóst þykir að hið erlenda
auðfélag, einn af ríkustu auðhringum heimsins,
fái mikil ítök í framkvæmd málsins og honupi
tryggður furðu mikill gróði af fyrirtækinu.
TTialti Haraldsson og Einar Olgeirsson vöruðu
•*--*-sérstaklega við áhrifunum á náttúru Mývatns-
sveitar. Einar kvaðst hafa varað við því fyrirfram
að hætta gæti verið af verksmiðjureks'tri á þess-
um stað. Krafðist hann þess að tryggilega yrði
um búið, hér yrðu beztu sérfræðingar okkar og
náttúruverndarráð að koma til og bera persónu-
lega ábyrgð á þeim umsögnum sem byggt væri
á um þetta atriði. Og þeir sem engin rök skildu
nema peningarökin, gætu hugleitt að sumarferða-
lög fólks aukast nú gífurlega, og staðir eins og
Mývatn gætu þótt dýrmætir til að laða að fer'ða-
menn og beinlínis gefið meira í aðra hönd en
nokkur verksmiðjurekstur. Ríkisstjómin virðist
hins vegar farin að telja þetta mál svipaðs eðlis
og alúmínsamningana, og reynir óspart að 'gylla
sambönd við hinn volduga og forríka auðhring,
sem þarna á að rétta litla fingurinn. — s.
BÁLATON -w®
Feröa-
•'•r sJcrif-
. ' stofa.
Eótel
•Ut- Skipa-
B'sýnis- ---- leið
staður
Ferja
Ttpolca
BaUlonío'rí
*' •y»wgíí#»)
Balalonakali
lévfOlöp,
. BaU ton viilgóa
ZarrUrdi
BaJatonboglár.
iBalatonföldvár
Balalonfenjnra*
Mwm'mtn
híiPMl 1961/563
fi
1 1 r
Uppdráttur af Balaton-vatninu og umtaverfi þess, en þetta svæði er mjög vinsælt af ferðamönnum í UngverjalandL
András Budai heimsækir ferðaskrifstofur hér:
FerBamannastraumurinn til Ung-
verjalands eykst með ári hverju
i ■ Fyrir nokkru var hér á ferð András Budai, fram-
kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Ungverjalands í Skand-
inavíu, sem hefur aðsetur í Stokkhólmi — og kynnti
hann ferðaskrifstofum hér ferðamöguleika í Ungverja-
landi.
■ Ungverjaland hefur til skamms tímá ekki verið
þekkt sem mikið ferðamannaland, en ferðamanna-
straumurinn þangað eykst stöðugt, enda eru nú ágæt-
is skilyrði fyrir ferðamenn
András Budai ræddi við
blaðamenn í Ferðaskrifstofu
ríkisins og sagði að á síðasta
ári hefði komið um ein og
hálf miljón erlendra ferða-
manna til Ungverjalands og
færi fjöldi þeirra æ vaxandi.
Flestir kæmu frá nágranna-
löndunum; Póllandi, Rúmeníu,
þar.
Tékkóslóvakíu, og Austurríki,
en um tíu þúsund ferðamenn
þar með taldir viðskiptamenn
kæmu árlega frá Skandinavíu.
Ferðamöguleikar í Ungverja-
landi hefðu ekki verið nógu
vel auglýstir á Norðurlönd-
um, en verið væri að gera
bragarbót á því.
Ungverjar rækju slíkakynn-
ingarstarfsemi í Vín, París,
London, Stokkhólmi og víðar
og í bígerð væri að opna ung-
verska ferðaskrifstofu í Banda-
ríkjunum.
Aðspurður sagði Budai að
Budapest og Balaton-vatnið
væru helzta aðdráttaraflið
fyrir erlenda ferðamenn. 1
Budapest væri fjölbreytt leik-
hús- og tónlistarlíf og í borg-
inni væru 19 leikhús, yfir
hundrað kvikmyndahús og 2
óperuhús, svo að dæmi væru
tekin. Einkum kvað hann
leikhússtarfsemina grósku-
mikla á veturna, en yfir há-
sumarið væru opin útileikhús
í öllum borgum Ungverja-
lands.
Við Balaton-vatnið væri
baðströnd, hótel og heilsuhæli ■
og væri sá staður mjög vin-
sæll. Þar væri alltaf yfir 25 '
stiga hiti í júlímánuði og
kæmist hann jafnvel upp í 40
stig.
En Budai sagði að vitaskuld
væri það ótal margt annað í
Ungverjalandi sem vekti á-
huga ferðamannsins, svo sem
hátíðahöldin í vínhéraðinu
Eger og stór hestamiðstöð þar
sem hægt er að fá lánaða
hesta. Að ógleymdum vín-
kjöllurunum frægu, sem væru
yfirleitt þéttsetnir á hverju
kvöldi af fólki sem kynni að
meta tónlistina sem þar er
leikin og þá ekki síður hinar
ódýru veigar.
Msí með metafla
Eftír jarðskjálftann í Tasjkent á dögunum
' S. 1. laugardag kom togarinn
Maí til Hafnarfjaráar með 500
tonn af fiski eftir aðeins 13
daga veiðiferð. Er þetta mokafli
á svo skömmum tíma. Maí er
eign Bæjarútgerðar Hafnarfjarð-
ar, sem kunnugt er.
Skipstjórinn fékk
399 jiús. kr. sekt
Neskaupstað 2/5 — Aðfaranótt
föstudagsins tók varðskipið Óð-
inn brezka togarann Bayella frá
Hull að ólöglegum veiðum innan
fiskveiðimarkanna við Hvalbak.
Farið var með togarann til Nes-
kaupstaðar þar sem réttarhöld
hófust í máli skipstjórans David
William Fletcher á föstudags-
kvöld hjá, Ófeigi Eiríkssyni bæj-
arfógeta. Dómur var kveðinn
upp kl. 21 á laugardagskvöldið
bg skipstjórinn dæmdur f 300
þús. kr. sekt og afli og veiðar-
færi gerð upptæk. Dómnum var
áfrýjað. — H.G.
Tilkynnt hefur vcrið í Moskvu, að 4 þúsund fjölskyidur hafi misst heimili sín í jarðskjálftunum sem
urðu í borginni Tasjkent í Mið-Asíu fyrir viku. Hafa 2722 fjölskyldur flutt til nýrra heim*
kynna og um citt þúsund fengið húsaskjól hjá ættingjum til bráðabirgða. Herinn hefuir sett upp
tjöld í borginni fyrir þá sem bíða eftir nýju húsnæði, en verksmiðjur í ýmsum borgum'hafa férig-
ið tilmæli um að senda tilbúin hús til bæjarins. Er það þó bráðabirgðalausn, þar til-.byggð hafa
verið nægilega sterk hús í stað þeirra sem hrundu- Fjórir Iétu lífið og 150 særðust í þessum jarð-
skjálftum. — Myndin sýnir götu í Tasjkent éftir jarðskjálftann.
Ekið á hest
Stöðug uppþot báskólastúdenta á Spáni
Um kl. 3 í fyrrlnótt var ekið
á hest á Reykjanesbraut, rétt við
Fossvogslækinn. Hljóp hesturinn
út á veginn og fyrir leigubifreið
frá Hreyfli sem var þar á ferð.
Lögreglan náði tali af dýralækni
og var hestinum lógað samkvæmt
úrskurði hans.
MADRID 2/5 — Um 50 menn
úr riddaraliði spænsku lögregl-
unnar réðust í dag gegn um 1500
stúdentum við háskóla í Madrid
sem efnt höfðu til mótmæla-
göngu um götur borgarinnar til
stuðnings við stúdenta í Barcel-
ona. Þess var krafizt að háskól-
inn í Barcelona yrði aftur opn-
aður.
Undanfarið hafa verið stöðug
uppþot stúdenta í Barcelona. Þeir
hafa krafizt þess að fá að kjósa
sér forystu, en stjórn stúdenta-
samtakanna við háskólann þar
sem annars staðar á Spáni er
skipuð af yfirvöldunum.. Þau
tóku það til bragðs fyrir helgina
að loka háskólanum. •
í átökum stúdenta og lögreglu
í Madrid í dag særðust nokkrir
menn og aðrir voru handteknir.
Meðal þeirra var 19 ára gamall
bandarískur stúdent.