Þjóðviljinn - 04.05.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.05.1966, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 4. maí 1966 Do you wish to perfect your English by working in af famous bookshop in the heart of London, the gayest city in the world? — Working permits obtained. Apply to Foyles Bookshop,121, Charing Cross Road, W. C. 2. — ENGLAND. Auglýsing um sveinspróf Sveinspróf í löggiltum iðngreinum fara fram um land allt í maí og júní 1966. Meisturum og iðnfyrirtækjum ber að sækja um próftöku fyrir þá nemendur sína sem lokið hafa námstíma og burtfararprófi frá iðnskóla. Ennfremur er heimilt að sækja um próftöku fyrir þá nemendur sem eiga 2 mánuði eða minna ,eftir af námstíma sínum, enda hafi þeir lokið iðnskóla- prófi. Ufnsóknir um pfóftöku sendist formanni viðkom- andi prófnefndar fyrir 15. þ.m., ásamt venjuleg- um gögnum og prófgjaldi. Meistarar og iðnfyrirtæki í Reykjavík fá umsókn- areyðublöð afhent í skrifstofu iðnfræðsluráðs, sem einnig veitir upplýsingar um formenn prófnefnda. Reykjavík, 2. maí 1966. Iðnfræðsluráð. » Ákveðið hefur verið, i að notuð skuli heimild í lögum nr. 58 frá 1954 um útsölustaði áfengis og verður atkvæðagreiðsla um áfengisútsölu í Keflavík látin fara fram jafn- hliða bæjarstjórnarkosningunum, sem fram eiga að fara þann 22. maí 1966. Bæjarstjóm Keflavíkur. Skrífstofuíólk óskast til starfa á Raforkumálaskrifstofuna. Kvennaskóla-, Samvinnuskóla-, Verzlunarskóla eða stúdentspróf æskilegt. Umsóknir með iipplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist starfsmannadeildinni. Raforkumálaskrifstofan, starfsmannadeild. — Laugavegi 116 Reykjavík, sími 17400. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að leggja götur og leiðslur í ein- býlishúsahverfi í Breiðholti. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri, Vonar- stræti 8, gegn 3000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 19. maí n.k. kl. 11.00. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Blaðadreifing Blaðburðarfólk óskast strax til að bera blaðið til kaupenda við Kvisthaga — Laufásveg — Hverfisgötu og Kársnes II. í Kópavogi. ÞJÓÐVILJINN sími 17500. TVEIR EINÞÁTTUNGAR EFTIR UNGAN HÖFUND Á sunnudagskvöld var frum- fluttur í Lindarbæ einþáttungur eftir bráðungan höfund íslenzk- an, Birgi Engilberts, og heitir hann „Loftbólurnar“. Þessi ein- þáttungur er nú kominn út á bók ásamt með öðrum einþáttungi, eftir Birgi, sem nefnist „Sæðis- satíran“. Þessi leikrit urðu til í fyrra og var höfundur þá aðeins nítj- án ára að aldri. Birgir Engilberts er Reykvíkingur og lauk í fyrra námi í leikmyndagerð við Þjóð- leikhúsið. Þættir þessir tveir sverja sig í ætt við leikhús fáránleikans, annar áberandi eiginleiki þeirra er sérlega neikvæð orðræða um ýmisleg fyrirbæri sem eru mik- ils metin í samfélaginu. Bók Birgis Engilberts heitir Birgir Engilberts. „Tvö leikrit“ og er 75 bls., prent- uð í Odda. Frakkar séu / V-Þýzka/andi en þó með vissum skilyrðum BONN 2/5 — Búizt er við að vesturþýzka stjórnin muni ein- hvern næstu daga tilkynna frönsku stjórninni að hún sé fús til að leyfa franska hernum að vera- áfram í Vestur-Þýzkalandi eftir 1. júlí, þegar Frakkar ætla að hætta hemaðarsamvinnu inn- an Nato, en' það þó aðeins að Frakkar fallist á að franska herliðið gegni áfram skýrt á- kveðnu hlutverki i sameiginleg- um landvömum Nato-ríkjanna. Bonnstjórnin vilji að gerður verði sérstakur samningur um réttarstöðu franska herliðsins Dg verði tekið fram sérstaklega í honum að það sé ekki hemáms- lið. ★ Landv-arnaráðherra Frakklands, Pierre Messmer, er nú staddur í Bonn og hefur rætt við hinn v-þýzka embættisbróður sinn, Kai-Uwe von Hassel. Ekið á þrjú börn í fyradog Þrjú börn urðu fyrir bifrcið- um í umferðinnj í fyrradag en sem betur fer meiddist ekkert þeirra alvarlega. Fyrsta slysið varð á Sund- laugavegi um hádegisbilið, þar varð 11 ára drengur, Karl Reyk- dal. Rauðalæk 17. fyrir bíl rétt við Laugalækjarskólann. Hann var fluttur á Slysavarðstofuna, en reyndist lítið meiddur. Telpa á fjórða ári, Marta Mar- ía Sveinsdóttir Gmndarstíg 11, varð fyrir bíl á Grundarstíg um kl. 4. Voru meiðsli hennar ekki talin alvarleg. ★ Þá varð drengur fyrir bíl á Grettisgötunnj kl 8 í fyrrakvöld og meiddist á læri. Hann heitir SkúU Guðbjömsson til heimilis að Skólavörðustíg 9. Breyt- ir engu Jón Sigurðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavikur, stóð á Lækjartorgi lsta maí og flutti reiðilestur, næsta yggldur á brá. Ekki fór milli mála hverjum vandlætingin var ætluð; hafi Gylfi Þ. Gíslason, varaformaður Al- þýðuflokksins verið nokkur- staðar nærstaddur hlýtur hann að hafa sviðið í sitjand- ann. Jón Sigurðsson risti sundur alla stefnu viðskipta- málaráðherrans, taldi „verzl- unarfrelsið“ og ofsagróöa heildsala og kaupsýslumanna helztu undirrót verðbólgunn- ar. gagnrýndi harðlega afnám verðlagseftirlits og mjög slæ- lega réttargæzlu verðlags- dóms, minnti á bruðl og ó- hófseyðslu gjaldeyris. Hann lýsti meira að segja yfir því að helzta skrautblómið í hnappagati ráðherrans væri 1 fölt og dapurt; gjaldeyris- varasjóðurinn mikli jafngilti aðeins 4—5 mánaða innflutn- ingi þrátt fyrir mestu góðæri f sögu þjóðarinnar, en í lok síðustu styrjaldar hefðum við átt 24ra mánaða gjaldeyris- forða. Það stóð ekki steinn yfir steini f allri stefnu Gylfa Þ. Gíslasonar þegar Jón hafði lokið máli sínu. Það eru ræður af þessu tagi sem valda því að Jón Sig- urðsson hefur aldrei öðlazt nema þriðja flokks metorð í Alþýðuflokknum. Enda þótt hann hafi starfað í þágu Al- þýðuflokksins og verklýðs- hreyfingarinnar frá unglings- árum hafa snöggsoðnir flokksmenn og metorðastrit- arar brunað fram fyrir hann, þegar valdastöður hafa verið í boði. Það sem Jón Sigurðs- son segir á Lækjartorgi mun því miður engu breyta um stefnu Alþýðuflokksins; Gylfi Þ. Gíslason hefnir sín aðeins með þvl að herða innflutning sinn á tertubotnum. Hitt í mark Styrjöldin í Vietnam var mál málanna hvarvetna um heim Ista maí; allstaðar var þess krafizt að Bandaríkin létu af innrásarstyrjöld sinni, flyttu brott alla heri sína frá Vietnam og leyfðu lands- mönnum einum að ráða mál- um sínum. Einnig ritstjórar Morgunblaðsins höfðu í huga evdda jörð. sviðna akra. eitr- aða uppskeru. Aðalgrein blaðsins lsta maf bar fyrir- sögnina: „Náttúruvernd. Eitt tfu meginstefnumáia stjórnar Johnsons.“ — Austrl,, AAWWVWWWWWWWAAAAWVWWWWWVAAAWVWVVVVWWWWVVVWVVWAAAAfWVWWA Utankjörfundar? | kosning er hafín ( Alþýðubandalagið hvetuT alla stuðnjngsmenn sína, sem ekki verða heima á kjördag til að kjósa strax í Reykjavilk fer utankjör- fundarkosning fram i gamla Búnaðarfélagshúsinu við Lækjargötu, opið kl 10—12 f.h., 2—6 og 8—10 e.h. alia virka daga en á helgidögum kl 2—6. Utan Reykjavíkur fer kosn- ing fram hjá bæjarfógetum og hreppstjórum um land dlt Erlendis geta menn kosið hjá sendjráðum fslands og hjá ræðismönnum, sem tala ís- lenzku Utankjörfuridarát- kvæðj verða að hafa borizt viðkoímandi kjörstjórn í síð- asta lagi á kjördag 22 rriai n.k. Þeir listar, sem Alþýðu- baridalagið ber fram eða styð- uT í hinum ýmsu bæjar- og sveitarfélögum eru eftirfar- andi; Reykjavík G Kópavogur H Hafnarf jörður G Akranes H ísafjörður G Sauðárkrókur G Siglufjörður G Ólafsfjörður H Akureyrj G Húsavík G Seyðisfjörður G Neskaupstaður G Vestmannaeyjar G Sandgerði H (Miðneshreppur) Njarðvíkur C Garðahreppur G Seltjarnarnes H ' Borgarnes G Hellissandur H (Neshreppur)" Grafarnes G (Eyrarsveit) Stykkishólmur G Þingeyri H Suðureyri B Hnífsdalur A (Eyrarhreppur) Skagaströnd G (Höfðahreppur) Dalvik É Egilsstaðir G Eskifjörður G Reyðarfjörður G Hornaf jörður G (Hafnarhreppur) Stokkseyri I Selfoss H Hveragerði H Utankjörfundarkosning í sambandi við bæjar- og svejt- arstjómarkosningarnar 1966 getur farið fram á þessum stöðum erlendis: BANDARÍKl AMERÍKC Washington D.C.: Sendiráð íslands 1906 23rd Street. N.W Washington D C 20008. Chicago, Illinois: Ræðism.: Dr Ámi Helgason 100 West Monroe Street Chicago 3. Xllinois Grand Forks. North Dakota: Ræðism.: Dr Richard Beck 525 Oxford Street Apt 3 Grand Forks North Dakota Minneapolis. Minnesota: Ræðism.: Bjöm Björnsson Room 1203,15 South Fifth Street Minneapolis Minnesota New Vork New Vork: Aðalræðismannsskrifstofa íslands 420 Lexington Avenue. Room 1644 New York. New York 10017. VVWIAVVVVlVWVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVWVVVVVVWl San Francisco og Berkeley. California: Ræðismaður; Steingrímur O. Thorlaksson 1633 Elm Street San Carlos Califomia. BRETLAND London; Sendiráð íslands 1, Eaton Terrace London S.W 1 Edinburgh-Leith: Aðalræðismaður: Sigur- steinn Magnússon. 46 Constitutiori Street Edinburgh 6 Grimsby; Ræðismaður: Þórarinn Ol- geirsson Rinovia Steam Fishing Co.. Ltd.. Faringdon Road Fish Docks — Grimsby. DANMÖRK Kaupmannahöfn: Sendiráð íslands Dantes Plads 3 Kaupmannahöfn FRAKKLAND Paris: Sendiráð íslands 124 Boulevard Haussmann Paris 8e ÍTALÍA Gcnova: Aðalræðismaður: Hálfdán Bjamason Via C Roccatagliata Ceceardi no 4-21 Genova. KANADA Toronto, Ontario: Ræðismaður: J RagWar Johnson Suite 2005. Victory Build- ing 80 Richmond Str. West. Toronto, Ontario. "Vancouver. British Columbia; Ræðismaður; John F Sig- urðsson 6188 Willow Street, No 5 Vancouver. British Col Winnipeg Manitoba: (Um- dæmj Manitoba. Saskatchew- an, Alberta) Ræðismaður; Grettir L. Jóhannsson 76 Middle Gate Winnipeg 1. Manitoba. NOREGUR Oslo: Sendiráð íslands Stortingsgate 30 Oslo. SOVÉTRÍKIN Moskva: Sendiráð íslands Khlebnyi Pereulok 28 Moskva SVÍÞJÓÐ Stokkhólmur: Sendiráð íslands -Kommandörsgatan 35 Stockhohn SAMBANDSLYÐVELDIÐ ÞÝZKALAND Bonn; Sendiráð íslands Kronprinzenstrasse 4 Bad Godesberg Lubeck; Ræðisnvr Franz Siemsen Kömerstrasse 18 Lúbeck A/VWWWWW1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.