Þjóðviljinn - 04.05.1966, Blaðsíða 10
10 SlÐsá — i»JÓÐVEtJlNN — Miðviloudaeur 4. mai 1966
WILLIAM MULVIHILL
FLUGVÉL
HVERFUR
I
Um nóttina dó Detjens og hin
voru næstum fegin þvi. Hann
hafði hryggbrotnað og höfuð-
kúpubrotnað í nauðlendingunni
og hann dó án þess að komast
aftur til meðvitundar. Nú voru
þau sex eftir, fimm karlar og
ein kona; þau stóðu í hnapp í
vaxandi morgunhitanum um-
hverfis líkið, sem var vafið inn
í ullarteppi.
Þegar flugvélin nauðlenti dag-
inn áður, var Detjens hinn eini
sem meiddist. Ekkert þeirra
þekkti hann, ekki fremur en
þau þekktu hvert annað, en
1 angvinnt dauðastríð hans hafði
tengt þau saman. Nú fannst þeim
sem þau hefði þekkzt lengi,
lengi. Þau höfðu hjúkrað honum,
beðið fyrir honum og setið hjá
honum langa, dimma nóttina.
Hans vegna höfðu þau verið um
kyrrt hjá flakinu; hans' vegna
höfðu þau ekki reynt að kom-
ast að lága, svarta f jallinu lengst
úti við sjónhringinn. Nú var
hann dáinn og þau voru frjáls
og þau stóðu umhverfis líkið og
biðu. Þau vóru yfirspennt og í
uppnámi, fundu til óþolinmæði
hvers annars. Einhverjir litu af
líkinu að ásunum langt í burtu.
Sturdevant, flugmaðurinn, ræskti
sig.
„Mér finnst við ættum að
grafa hann hér‘‘, sagði hann án
þess að líta upp. „Alveg hjá
vélinni. Það er óþarfi að flytja
hann neitt annað“.
Þau voru sammála. Ef Detjens
yrði grafinn þar sem hann lá,
myndi Sturdevant leggja af
stað, fara burt áleiðis að ásun-
Hánvreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steina on Dódó Laugavegl 18 III hæð Clyftaj SIMT 24-6-16
PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SlMI 33-968.
D ö M U R Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjamarg"tu 10 Vonarstrætis- megin — Síml 14-6-62.
Hároreiðslnstofa Ansturbæiaz Maria Guðmnndsdóttir Laugavegl 13. Síml 14-6-58. Nuddstofan er á sama stað.
um og svarta fjaUinu langt í
burtu. Hann var yfirmaðurinn.
Þau virtu hann fyrir sér nokkra
stund. Hann var hár og hold-
skarpur maður hátt á fertugs-
aldri með skarpleitt, sterklegt
andlit. Hann var rauðhærður,
fyrrverandi herflugmaður, suð-
ur-afríkubúi. Fyrir nokkrum dög-
um hafði hann verið þeim aló-
kunnugur; nú áttu þau líf sitt
undir dómgreind hans. Hann
horfði framhjá þeim óg rýndi
út í skelfilega eyðimörkina og
á meðan neri hann rauðu skegg-
broddana á hökunni. Hann ýtti
við derhúfunni og sló eftir flugu
á berum fótleggnum. Hann var
í brúnrii sportskyrtu, nakins-
stuttbuxum og með gúmmiskó.
Þau bjuggust við að hann segði
fleira, en hann sneri við þeim
baki og gekk burt og fór að
athuga brakið kringum flugvél-
ina. Hann tók upp boginn alúm-
inbút, kom aftur til þeirra,
kraup niður í sandinn og fór
að grafa. Hitt fólkið di’eifðist.
Konan sneri sér við og gekk
þungum skrefum að hálfoltinni
flugvélinni og inn um lágar dyrn-
ar. Karlmennirnir fundu kassa
og málmbúta og hjálpuðu Sturde-
vant.
Flugmaðurinn virti fyrir sér
karlmennina fjóra, meðan gröf-
in dýplfaði. Ábyrgð hans. . .
Grimmelmann var elztur, hann
hefði getað verið faðir þeirra
allra, hvíthærður þjóðverji sem
stakk dálítið við og gekk með
þungan staf með gúmmíhólk.
Hann var á áttraéðisaldri, en
virtist býsna seigur. Þegar far-
þegamir komu um borð í Mossa-
medes hafði hann verið með
hátt og klæddur þykkum evr-
ópufötum með spæl á jakkan-
um og í stífaðri hvítri skyrtu.
í .staðinn fyrir ferðatösku hafði
hann haldið á ódýrri, úttroðinni
skjalatösku, sem Sturdevant var
ævinlega vanur að setja í sam-
band vig þjóðverja, flóttamenn
og landleysingja. Gamli maður-
inn var á leið til Windhoek til
að heimsækja bróður sinn, sem
átti stórt fjárbú. Hann talaði
ensku hægt og vandvirknislega
eins og gamall skólastjóri. Nú
var hann að grafa snöggklæddur
og neðst í skjaltöskunni hafði
hann fundið gamla, hermannlega
derhúfu, sem huldi næstum
þunnt, hvítt hárið.
Jefferson Smith var yngstur,
sennilega tæplega þrítugur. Hann
var Bandaríkjamaður, svertingi,
prófessor og vísindamaður og
var að. vinna að einhvers kon-
ar rannsóknum í sambandi við
Afríku. Harin var hávaxinn og
fríður og brosmildur. Þegar
Sturdevant sá hann fyrst hélt
hann á tveim þungum ferða-
töskum og þunn fötin voru gegn-
vot af svita. Hann var fjörlegur
og ræðinn og var með djúpa,
þægilega rödd. Sturdevant var
ekki enn búinn að venjast hon-
um; þeir svertingjar sem hann
hafði áður flotið með, höfðu ver-
ið námuverkamenn. Það var erf-
itt að venjast þeirri tilhugsun
að Smith væri bandaríkjamaður
með fullar hendur fjár og há-
menntaður.
Við hliðina á svertingjanum
stóð Mike Bain og rótaði sandi
uppúr holunni með blikkdós.
Hann var líka bandaríkjamað-
ur, tæplega fertugur. Bezti ná-
ungi, hugsaði Sturdevant, en þó
var víst eins gott að gefa hon-
um gætur. Hann sýndist slapp-
ur og daufur og það var einhver
hirðuleysisblær yfir öllu sem
hann sagði og gerði. Gimmel-
mann var gamall, en hann hafði
þrek og skapfestu; Bain hafði
hvorugt. Hann var ekki eins hár
og Smith, innan við sex fet, og
hann var myndarlegur á sinn
hátt: andlit hans hafði sýnilega
vanizt bæði blíðu og stríðu.
Sturdevant vissi að hann var
bandarískur verkfræðingur, sem
flækzt hafði um vestur-Afríku
í nokkur ár.
O’Brien var sá síðasti; hann
var þrek’egur, fríður og athafna-
samur. Hann rótaði í sandinum
með oddhvössum málmbút, los-
aði hann fyrir hina, og skóflaði
sjálfur upp sandinum með tré-
fjöl. Hann var berhöfðaður og
ræktarleg skeggrótin rann saman
við hrafnsvart hárið. Hann var
líka bandaríkjamaður, á líkum
aldri og Sturdevant og hann
hafði komið til Afríku til að
fara á veiðar. Hann hafði haft
meðferðis stóra leðurtösku, tvær
verðmiklar veiðibyssur og kíki.
Hann var hávaxnari en flugmað-
urinn og þreknari um herðar og
bringu. Þegar þeir höfðu hitzt í
Angóla, hafði hann verið í jakka
og með barðastóran hatt. Þegar
þeir höfðu tekizt í hendur hafði
Sturdevant orðið var við leyndan
kraft, þrek sem var meira en
hans eigið. Hann var feginn því
að O’Brien skyldi vera meðþeim.
Gröfin dýpkaði. Þeir töluðu ekki
saman, því að það var ekkert
að segja; maður var dáinn og
það varð að grafa hann. Þeir
grófu, stundu og þögðu. Loks
komust þeir niður úr sendnu yf-
irborðinu og jarðvegurinn varð
mýkri.
Sturdevant þurrkaði svitadropa
af efri vörinni. Ef þeir fyndu
ekki vatn myndu þau líka fljót-
lega skrælna og deyja. Það var
vatn í flugvélinni, næstum tvær
fullar könnur, en þegar þær væru
tæmdar ...
Það kæmi engin flugvél að
leita þeirra.
Hann hafði sagt þeim það
nokkrum klukkutímum eftir slys-
ið. Þetta hafði verið einkaflug-
ferð sem hvergi var skráð. Hann
hafði fallizt á að fljúga með þau
til Swakopmund og þau höfðu
varið frá Angóla á óformlegan
hátt, einmana flugvél í suðlæga
stefnu yfir eyðilegt, þurrt land-
ið. Enginn myndi leita að
þeim, því að enginn vissi um
brottför þeirra. Þau yrðu að
bjarga sér sjálf, og þau höfðu
þegar sóað dýrmætum degi.
Fólk dó í eyðimörkinni. Það
var furðulegur dauðdagi á tutt-
ugustu öld, en það kom stund-
um fyrir. Heimurinn var enn
fullur af stórum, opnum svæð-
um, þar sem fólk dó af eðli-
legum orsökum: þorsta, sulti,
hita, kulda. Fyrir stuttu hafði
hann lesið í blaði um hóp jarð-
fræðinga sem rekizt hafði á ó-
hugnanlega sjón í eyðimörk í
Líbýu: Sprengjuflugvél úr heims-
styrjöldinni síðari, sem hafði
magalent á sandbreiðunum. Hún
hafði legið þarna óhreyfð í
fimmtán ár; leiðarbækurnar, föt-
in og vopnin voru ósnert; nokkr-
ar vatnskönnur ''oru enn fullar.
Ekki tangur e tur fannst af
áhöfninni, en tai.„ var að menn-
imir hefðu yfirgefið flugvélina
til að leita að vatni og hefðu
borið beinin í óendanlegri
auðninni sex hundruð kílómetra
frá sjónum.
Allt í einu hættu þeir að grafa.
— Hún er nógu djúp, sagði
Sturdevant.
Þeir réttu úr sér til að losna
við stirðleikann. Sturdevant og
O’Brien lyftu líkinu upp og
lögðu það í grunna gröfina. Svo
krupu þeir og mokuðu aftur nið-
ur i holuna.
Gúmmívinnustofan h.f.
Skipholti 35 — Símar 31055 og 30688
4744 — Þegar Stanlev kemur heim, segir Ethel kona hans honum
að móðir hennar og yngri bróðir bíði eftir honum. Stanley er
ekki meira en svo um mág sinn, Bobby, sem stundar nám í hag-
fræði. Þegar hann hefur lokið háskólanáminu, sem tekur nokkur
ár, á hann að ganga í stjóm fyrirtækisins. Og nú segir frú Hardy,
tengdamóðir Stanleys, allt í einu, að Böbby ætli að .hætta námi.
— Hann er vél gefinn og því engin nauðsyn fyrir hann að læra,
segir hún. — Hann ætlar að byrja að vinna strax, meðan þú ert
fjarverandi. Ég geri ráð fyrir, að þú samþykkir það.
Plaslmo
Plast
þakrennur og
niðurfalíspípur
fyrirliggjandi
PLASTMO
Ryðgar ekki
þolir seltu og sót
þarf aldrei oð móla
MARS TRADING COHF
KLAPPARSTÍG 20 SÍMI 17373
VORUTRYGGINGAR
* HEIMIR TRYGGIR VÖRUR
UM ALLAN HEIM
TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR"
í-INDARGÖTU 9 REYKJAVÍK SÍMI 22122 — 21260
i