Þjóðviljinn - 04.05.1966, Blaðsíða 8
g SIÐÁ! — ÞJÓÐVIUINN — Miðvikudagur 4. mai 1966
• Læknavísindunum flcygir fram með hvcrju ári. Á siðari árum hafa cinkum orðið miklar fram-
farir í notkun „varahluta“ í mannslikamann o g hefur plastið þar komið í góðar þarfir. Það
vakti mikla athygli fyrir nokkrum dögum þcga r læknum við sjúkrahús í Houston í Texas tókst að
halda í fimm daga Iífi í sjúkling með alveg bi lað hjarta, cn þcir höfðu tcngt við æðakerfi hans
„varahjarta'* úr plasti. Svo illa tókst að vísu ti 1 að sjúklingurinn lézt, líklcga af völdum lungna-
bólgu, en það gaf góðar vonir um frekari aðgcr ðir af þessu tagi að plasthjartað starfaði alveg eins
og til var ætlazt. Myndin t.v. sýnir þegar veri ð var að koma plasthjartanu fyrir I brjóstholi
sjúklingsins, en hin sýnir það tcngt við æðakerfift.
• Frá léttmeti til
bændamenningar
• Það er stundum nokkuð for-
vitnilegt að lesa lista yfir þær
hljómsveitir sem fram koma í
síðdegisútvarpi — þar er
geymd hin duttlungafulla saga
„léttrar tónlistar". Hver man
til að mynda ekki eftir Xavier
Cugat, sem einhverju sinni
þótti ómissandi í því hræðilega
fyrirbæri sem kallast „amerísk
söng- og gamanmynd"?
Sagt er frá ferðalagi til
Spánar. Slíkar frásagnir Islend-
inga eru því miður oftast nær
ekki mikils virði fyrir þá sem
vilja forvitnast um önnur lönd
— hinsvegar gefa þær margar
dýrmætar upplýsingar um við-
hörf íslenzkra til annarra
þjóða.
Fnamhald af 7. síðu.
sem kosta peninga og það
þykir víst mikilvægara að
malbika götur!
Það er dálítið erfitt að tala
um þetta og alltaf hætt við að
þeir sem vinna á þessum heim-
ilum líti á það sem gagnrýni
ef heimilin eru ekki talin eins
góð og skyldi, en sannleikur-
inn er sá að starfsaðstæðurnar
eru svo voðalega erfiðar, að
það er ekki nema alveg sér-
stakt úrvalsfólk sem heldur á-
fram að vinna þama. — Það
vantar líka námskeið fyrir
starfsfólk á svona heimilum. þó
að það sé ekki sérmenntað fólk
og væri mjög nauðsynlegt að
það byrjaði á svona 3-6 mánaða
námskeiði til að kynnast a.m.k.
helztu atriðum um uppeldi og
umhirðu bama og öðru slíku.
— Hvemig er með börn, sem
ekki eru munaðarlaus, en búa
við erfiðar heimilisaðstæður,
svo að koma þarf þeim fyrir,
fara þau á þessa sömú staði?
— Þarna er nokkuð af börn-
um sem eiga sína' foreldra hér
í bænum, en búa við þannig
heimilisaðstæður að þau verða
Smásagan er eftir Guðmund
Friðjónsson — einn þeirra
sem okkur koma í hug þegar
við heyrum orðið bændamenn-
ing.
13.15 Við vinnuna.
15.00 Miðdegisútvarp. Elsa Sig-
fúss syngur. Sinfóníusveitin í
Detroit leikur svítuna Gæsa-
mömmu eftir Ravel; Paray
stjómar. A. Pini og Philharm-
oníusveitin í Dundúnum
leika Sellókonsert op. 85 eftir
Elgar; von Beinum stjómar.
Kór og hljómsveit San CarlP
, óperunnar flytja kórlög úr
óperum.
16.30 Síðdegisútvarp Hollyridge
hljómsyeitm, The Blue Jeans,
hljómsveit Cugat, Gabrielsen,
Wilson-tríóið, hljómsveit Roy
Orbison o. fl. leika og syngja.
17.40 Þingfréttir.
18.00 Hljómsveit Jos Basiies og
Larcanges leika Vínarvalsa
og frönsk lög.
20.00 Daglegt mál.
20.05 Efst á baugi.
20.35 Ferð til Suðúrlanda. Jó-
hannes Teitssön húsasmíða-
meístari segir frá Spáni.
21.00 Lög unga fólksins.
Gerður Guðmundsd. kynnir.
22.15 Jarðarför, smásaga eftir
að vera þama a.m.k. nokkum
tíma, en inni í bænum vantar
mjög átakanlega heimavistar-
deildir og annað slíkt til að
taka við bömum á skólaaldri
sem eiga erfitt með að vera
heima hjá sér.
Annars hef ég alltaf lagt
mikla áherzlu á það, að aldrei
megi sundra fjölskyldu fyrr en
í síðustu lög, ekki fyrr en öll
önnur úrræði hafa verið reynd.
Þess vegna finnst méraðleggja
þurfi höfuðáherzluna á að
byggja upp barnaverndarstarf-
semi í borginni, þar sem sál-
fræðingar, uppeldisfræðingar,
læknar og . félagsráðgjafar
starfa í sameiningu að lausn
fjölskyldu- og uppeldisvanda-
mála. Þarna em miklir mögu-
leikar sem em sama og ekkert
notaðir. Það hefur eiginlega
ekkert reynt á það ennþá, hvað
hægt er að hjálpa fjölskyldum
mikið án þess að leysa uþp
heimili. Ef allir þessir aðilar
störfuðu saman við góðar að-
stæður, starfsfólkinu fjölgaði,
þetta væri með einhverjum
myndarbrag og fræðilegu
andrúmslöfti, þá er viðbúið að
Guðm. Friðjónsson; fyrri hl.
Sigurður Sigurmundsson
bóndi í Hvítárholti les.
22.40 Danslagakeppni útvarps-
ins. Hljómsv. Magnúsar Ingi-
marssonar, Savannatríóið og
níu söngvarar kynna lögin,
sem komu fyrst fram í út-
varpsþáttum Svavars Gests.
Endurtekinn flutningur til
glöggvunar fyrir hlustendur,
sem skulu dæma um lögin.
• Hópferðir á
vegum þjóð-'
kirkjunnar
I sumar cru fyrirhugaftar
tvær hópfcrffir unglinga til út-
Ianda og ein fjölskylduferft á
vcgum æskulýösncfndar þjóft-
kirkjunnar og Ferftaskrifstof-
unnar Sunnu.
barnaheimilisþörfin yrði mun
minni.
Þungur róður
— Nú er nokkuð starfandi
af áhugamannafélögum um
ýmsa þætti bamavemdarmála
sem hvert urrt sig eru að safna
peningum og reyna að koma
upp einhverjum heimilum —
væri ekki betra að þetta væri
allt sameinað undir stjórn
borgarinnar eða sömu yfir-
stjóm?’
— Jú, í sjálfu sér fyndist
manni það eðlilegra, en það er
nú einu sinni svo að fyrst vakn-
ar áhuginn hjá einstöku fólki
í bænum, sem tekur sig saman
um að reyna að drífa eitthvert
mál áfram, safnar fé og svo
þegar það er kannski komið
góðan rekspöl álciðis, byrjað að
byggja eða koma upp einhvers
konar starfsemi, þá er það nú
venjan að bær eða ríki taki við
og trúlegt að róðurinn yrði
annars þungur. Þetta er að vísu
mjög erfitt oft og tíðum, en
kannski myndi bara ekkert
gerast ef gera ætti kröfu á
Samvinna þessara aðila hófst
með æskulýðsferð sem farin
var til Skotlands í fyrra, en þá
hafði æskulýðsfulltrúi þjóð-
kirkjunnar efnt til utanlands-
ferða fyrir unglinga í nokkur
ár.
Að i>essu sinni verður farið í
tvær æskulýðsferðir undir leið-
sögn séra Ölafs Skúlasonar og
einnig fjölskylduferð, sem er al-
gjör nýjung í ferðamálum hér-
lendis.
Allar ferðirnar eru ódýrar og
verður dvalið á gisti- og starfs-
heimilum brezku og skozku
kirknanna og kristilegra sam-
taka í Noregi, sögðu þeir Guðni
Þórðarson, forstjóri Sunnu og
séra Ölafur Skúlason í viðtali
við blaðamenn fyrir skemmstu.
Unglingaferð verður farin
fyrri hluta júlímánaðar til Dán-
merkur og Noregs og önnur
síðast í júlí til Skotlands. Þá
er ráðgert að fara í» fjölskyldu-
ferð til Skotlands í ágúst.
Fjölskylduferðin er til þess
œtluð að gefa hjónum tækifæri
til að skreppa með bömin í
hvíldarferð til útlanda. Það má
geta þess að í báðum Skotlands-
ferðunum verður dvalið í Car-
berry Tower, sem er kastala-
setur skozku kirkjunnar skammt
frá Edinborg.
• Þankarúnir
• Hann er mjög ánægður með
nýju gleraugun sin. Hann seg-
ist nú rekast á fólk sem hann
hefur ekki hitt í mörg ár.
(Sahlon Gahlin)
• Franskt heilræði
• Ef þú mætir krakka á göt-
unni, mundu þá eftir að klappa
honum á kollinn, því hver veit
nema þú eigir hann.
• Trúlofun
• 1. maí opinberuðu trúlofun
sína ungfrú Sigurbjörg Aðal-
steinsdóttir bankamær frá
Hveragerði og Haukur Haralds-
son skrifstofumaður, Háaleitis-
braut 32, Reykjavík.
hendur hins Opinbera um að
byrja alveg frá grunni, en þeg-
ar starfsemin er byrjuð er erf-
itt að stöðva hana alveg, eftir að
sýnt er að þörf er fyrir hana.
Oft þarf önnur úrræði en
stofnanir, t.d. breytingar í
sambandi við kennslu bama,
sem eiga á einhvem hátt erf-
itt, eins og til dæmis sein-
þroska barna. Þá þyrfti að
fjölga mikið sérbekkjum við
barnaskólana íyrir þá sem eiga
erfitt með að læra að lesa og
em eitthvað seinþroska.
— Þarf þá ekki líka alveg
sérstaklega þjálfaða kennara?
— Jú, jú, venjuleg kennara-
menntun nægir alls ekki í
þessu skyni. Um þetta höfum
við einmitt rætt, að nauðsyn-
legt sé að leggja mikla áherzlu
á þjálfun sérkennara. Þar hef-
ur ekkert verið gert og furðu-
lega lítill áhugi verið á því af
opinberri hálfu. Það er varla
von að kennarar fari að leggja
út í sérnám þegar þeir fá
hvorki til þess styrk né heldur
nokkra von um að fá störf við
sitt hæfi að námi loknu. — Ég
veit um kennara sem hafa far-
ið út í sémám til að kenna
erfiðum börnum og hafa ekki
fengið neina vinnu hér heima
við það, bara við almenwa
kennslu. Þarna er verkefni.
sem fyrir liggur, þjálfun kenn-
Ég hygg gott til samstarfs
• Herdís alein á sviðinu
V
Síðasta frumsýning Þjóðlcikhússins i Lindarbæ á þcssu Ieikári
var sl. laugardag. Voru þá sýndir tveir einþáttungar, Loftbólumar
eftir Birgi Engilþerts og Ferðin til skugganna grænu eftir Finn
Methling. I síðamefnda leikritinu er aðeins eitt hlutverk og er
þaft í höndum Herdísar Þorvaldsdóttur, sem sést hér á myndinni.
Næsta sýning á einþáttungunum verður á fimmtudagskvöld.
• Ál-lyktun
Þeir álykta, hvað sem þér álítið,
því um það varðar þá smálítið —
að frelsi sé stál
og farsæld se ál;
aðeins flibbarnir roðna dálítið.
Þ.V.
• Álarí
Allt er þetta alarí eitt ólánsglingur
sýnilegt að sérfrœÖingur
sett hefur á það dauðan fingur.
Álína.
• Til Mývatnssveitar
Farðu í sjóinn, sveitin mín,
svei þér, burt frá mannaaugum;
þau voru þaðan vötnin þín,
von þau leiti heim til sín;
allt þitt gamla Ijómalín
láttu eftir handa draugum.
Farðu í sjóinn, sveitin mín,
svei þér, burt frá mannaaugum.
Mývatnsskotta.
ara,. og væri náttúflega æski-
legt, að þetta kæmist upp hér
heima, t.d. í sambandi við
Kennaraskólann sem einskonar
framhaldsdeild.
Það fer þvi varla milli mála,
að bamaverndarmál í rýmstu
merkingu eru í hinum mesta ó-
lestri og hafa verið 'stórlega
vanrækt. Það er kannski varla
von, að allur almenningur
veiti því athygli, því að þannig
hefur það alltaf verið. Við er-
um ekki enh farin að taka upp-
eldismól alvarlega.
En það er ekki nóg að van-
ræksla og skeytingarleysi sé
fyrir hendi, heldur er og að
mæta harðsvíraðri andstöðu ef
reynt er að bæta úr, eins og t.
d. með þær tillögur sem ég
nefndi áðan.
— Hverju er þá helzt borið
við?
— Ja, ekki skal ég reyna að
svara því hvaða leyndardómar
eru þar að verki. Kannski
valdastreita og spuming um
það hver eigi að ráða yfir
hverju.
Hvað er pólitík?
Sjálfum heíúr mér aldrei
fundizt þessi mál vera pólitísk
— eða hvaft er eiginlega póli-
tík, veit nokkur það? En eitt
veit ég — og það er, að von-
laust er að hrinda nokkru í
framkvæmd á þessum vettvangi
nema með aðstoð pólitískra
afla. Mér finnst ég nú eftir sex
ára starf hér heima standa á
vegamótum: Annað hvprt að
gefast upp, hætta að reyna að
svamla á móti straumnum —
eða reyna að berja í bakkann
nokkra stund enn. Þennan síð-
ari kost hef ég valið og þess
vegna er ég kominn í slagtog
með Alþýðubandalaginu.
— Hvers vegna varð Alþýðu-
bandaiagið fyrir valinu?
— Við getum byrjað á þvf
að útiloka Sjálfstæðisflokkinn.
Fyrst hann hefur talið mig ó-
nothæfan sem ópólitískan borg-
arstarfsmann til ráðgefandi
starfa í uppeldismálum er sjá-
anlegt, að einskis samstarfs
cr þar að vænta. Getum við
ekki reiknað Alþýðuflokkinn til
Sjálfstæðisflokksins? Mér hefur
lengi skilizt að þeir væru sam-
vaxnir. Um Framsókn veit ég
ekkert. hefur alltaf leiðzt hún.
Og þá er Alþýðubandalagið
eitt eftir. 'Það hefur oft sýnt
þessum rAálum góðan skilning
og áhuga og ég hygg gott tii
samstarfsins. En líklega verð-
um við að taka á honum stóra
okkar ef einhver áfangi á að
nást. vh