Þjóðviljinn - 05.05.1966, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 05.05.1966, Qupperneq 12
! ÁVARP frá Þjóðviljanum Á síðasta ári sneri Þjóðviljinn sér til lesenda sinna og greindi þeim frá því að þlaðið ætti við mikla fjár- hagsörðugleika að etja; væri útgáfa þess í bráðri hættu, ekki mætti koma til frekari skuldasöfnunar, en því aðeins væri hægt að komast h'já henni að lesendur hlypu undir bagga. í framhaldi af þessu ávarpi var svo haft samband við fólk og kannað hvort það vildi taka að sér þetta mikla verkefni. Reikningar síðasta árs sýna að ekki hafði verið gert of mikið úr örðugleikunum; rekstrarhalli blaðsins varð um 4 miljónir króna á árinu. En reynsla síðasta árs sýndi einnig að Þjóðviljinn átti mjög traustan bak- hjarl meðal lesenda sinna. 'Með fjársöfnun sem fram fór fyrri hluta árs, happdrættinu síðari hluta árs og fleiri ráðstöfunum tókst að bjarga rekstri blaðsins, kom- ast hjá vanskilum og forðast frekari skuldasöfnun. Bar- áttuhugur og rausnarleg aðstoð stuðningsmanna blaðs- ins fór fram úr björtustu vonum, og verða þær undir- tektir ekki þakkaðar svo sem þœr verðskulda. En hin sigursæla barátta við halla síðasta árs leys- ir ekki vandann á þessu ári. Til þess að draga úr kostn- aði hefur Þjóðviljnn neyðzt til þess að hætta útgáfu Sunnudags, auk þess sem blaðið hefur verið minnkað smávegis, og er að því nokkur sparnaður. Engu að síð- ur verður í ár við mikla fjárhagsörðugleika að etja, ekki síður en í fyrra, og því verður Þjóðviljinn enn sem fyrr að leita til stuðningsmanna sinna með þá spurningu hvort þeir hafi getu og vilja til þess að styrkja reksturinn í ár, eins og þeir gerðu af miklum myndarskap á síðasta ári. Því verður á næstunni, þrátt fyrir öll önnur verkefni, leitað til manna á svipaðan hátt og í fyrra. Þjóðviljinn hefur alla tíð átt tilveru sína undir stuðn- ingi lesendanna og unir því; vel. Sú aðstoð er bezta sönnunin fyrir því að blaðið-á miklu hlutverki að gegna. ! Mjólkurfélagið byrjar fram- leiðslu kögglaðs kjamfóðurs Mjólkurfélag Reykjavíkur hef- ur nú byrjað framleiðslu á kögglafóffri fyrir varphænur. Er Afl i Suðureyrar- báta í apríl Suðureyri 3/5 — Afli Suður- eyrarbáta í apríl var sem hér segir: Páll Jónsson 133.2 tonn í 17 legum, Barði 126.9 t í 16 legum, Stefnir 137.4 t í 16 leg- um, Sif 211.6 t í 18 legum. Frið- bert Guðmundsson 223.3 t í 10 legum (net) Vilborg 80.6 t í 14 legum og Ölafur Friðbertsson 265.6 t í 11 legum (net). Árekstur í Kl. rúmlega átta í gærkvöld varð árekstur milli mótorhjóls og bifreiðar á gatnamótum Álf- heima og Suðurlandsbrautar. Tveir piltar sem á hjólinu voru, Jón Þórðarson Skólavörðustíg 16 a. og Viggó Guðmundsson Bú- staðahverfi 8 meiddust eitthvað bg voru fluttir á Slysavarðstof- una. Fimmtudagur 5. maí 1966 — 31. árgangur 99. tölublað. Skemmtikvöld Al- þýiubandalágsins Kosningaskrif- stofur Alþýðu- bandalagsins utan Rvíkur AKRANES í Félagsheimilinu ,,Rein“ Suðurgötu 69 opig 2—7. Símar 1630 og 2150 VESTMANNAEYJAR að Bárugötu 9 — Opig 4 tR 7.— Sími ’ 1570. AKUREYRI að Brekkugötu 5 — Opið 9—22 — Sími 11516. HAFNARFJÖRÐUR í Góðtemplarahúsinu — Op- ið 5—7 og 8—10. sími 52370. NESKAUPSTAÐUR í ,,Tónabæ“ — Opið 5—7 (utan skrifstofutíma hafi menn samband Við Sigfinn Karifison j síma 109). SIGLUFJÖRÐUR í Suðurgötu 10 — Opið kl, 4— 7, sími 71294 HÚSAVÍK að Garðarsbraut 52 B (Hús ,,Varða“ h.f.) — síimi 41250 opið alla virka daga frá 8 tþ 10 og laugardaga frá 5— 7 það heilfóður sem inniheldur öll nauðsynleg næringarefni, sölt, steinefni og vítamín og Iiarf ekk- ert annað að gefa hænsunum nema hreint vatn. Þetta nýja varpfóður kemur á markaðinn í dag. Það 'liggur í augum uppi að miklu minni fyrirhöfn er við að gefa þetta fóður ' en annað auk þess sðm nýting er betri og öll hænsnin fá sama fóður með svo fullkominni samsetningu sem unnt er samkvæmt núverandi þekkingu. Stuðlar þetta allt að hagkvæmari rekstri og auknu varpi. Verksmiðju- og vörugeymslu- húsi Mjólkurfélagsins á Lauga- vegi 164 var lokið sl. ár og hefur ‘félagið þar nú aðalvörugeymslu sína og fóðurblöndun. Þar hafa frá því í fyrra verið starfrásktar fóðurblöndunarvélar af nýjustu og fullkomnustu gerð, smíðaðar hjá Biihler.í Sviss og á þessu Blaðamönnum var í gær boðið að skoða fóðurblöndunarverksmiðju ári bætti félagið svo við köggla- Mjólkurfélagsins og tók Ijósmyndari Þjóðv. A.K. þessa mynd af pressu frá sama fyrirtæki með tveim starfsmönnum verksmiðjunnar við sekkjun fóðursins. tilheyrandi útbúnaði. Auk varp- ý fóðursins sem, byrjað er að köggla er í ráði að. vinna fleiri tegundir kjarnfóðurs á sama hátt og er næsti áfangi að hefja kögglun svína- og kúafóðurs. Mjólkurfélag Reykjavíkur verð- ur 50 ára á næsta ári og eru félagsmenn þess um 600 talsins, bændur á svæðinu sunnan Skarðsheiðar og vestan Hellis- heiðar að höfuðstaðnum með- töldum. Formaður félagsins er ÓJ^fur Bjamason, Brautarholti og aðrir í stjórn Jónas Magn- ússon, Stardal, Erlendur Magn- ússon, Kálfatjörn, Ólafur Andr- ésson, Sogni og Sigsteinn Páls- son, Blikastöðum. Framkvæmda- stjóri er Leifur Guðmundsson. ■ Æskulýðsnefnd Al- þýðubandalagsins efnir til skemmtunar í Lídó föstudaginn 6. maí og hefst dagskráin kl. 20,30. Á dagskrá er: \ ■ Ávarp: Svavar Gests- i son. ■ Karl Guðmundsson fer með pólitískt spé. ■ Stiginn dans fram eft- ir nóttu. ■ Kynnir verður Guð- rún Helgadóttir. ■ í hljómsveitarhléi munu þeir Atli Heimir Sveinsson og Árni Björnsson pipra upp selskapinn. ■ Um miðnætti flytur Ömar Ragnarsson gam- anvísur. ® Allt ungt 'fó'lk er hvatt til að fjölmenna á skemmtikvöld Alþýðu- bandalagsins. ■ Aðgöngumiðar fást á i kosningaskrifstofu Al- þýðubandalagsins, bóka- búðum Máls og menn- ingar og Kron á morg- un. Borgarstjórn / dag á síðasta fundisínum fyrir kosningar Ekki enn kominn ti! meðvitundar Einn piltanna sem slösuðust þegar bíl var ekið á hús í Kefla- vík aðfaranótt 1. maí sl„ Henry Olsen, Vallagötu 29 Keflavík, hafði ekki enn komizt til meðvit- undar þegar Þjóðviljinn spurð- ist fyrir um Iíðan hans í gær- kvöld. Henry er eigandi bifreiðarinn ar sem piltarnir voru í og sat við hlið ökumannsins, Einars Guðjónssonar frá Sandgerði, sem einnig slasaðist mjög mikið og komst ekki til' meðvitundar fyrr en í fyrrakvöld. Er Einar nú tal- inn úr lífshættu. Þrír aðrir farþegar voru í bílnum, Sigurður Baldursson, Túngötu 20 Keflavík og Sigurð- ur Friðriksson frá Sandgerði, sem einnig slösuðust talsvert, en ekki lífshættulega og liggja nú á sjúkrahúsi, og Halla Jónsdóttir Suðurgötu 34 er var sú eina sem slapp ómeidd. □ Borgarstjóm Reykjavíkur kemur saman til fundar í Skúla- túni 2 kl. 5 síðdegis í dag, fimmtudag, og verður það vænt- anlega síðasti fundur borgar- stjórnarinnar sem kjörin var fyrir fjórum árum. □ Á , dagskrá fundarins eru hvorki meira né minna en 29 mál, mest fundargerðir nefnda og ráða borgarinnar. Þá verða kosnir tveir menn í stjórn Spari- sjóðs Reykjavíkur og nágrennis og tveir endurskoðendur og fjall- að um breytingu á lögreglusam- þykkt Reykjavíkur. □ Nokkrar tillögur minni- hlutafulltrúa eru einnig á dag- skrá fundarins, m.a. tillaga Al- freðs Gíslasonar um að settar verði reglur um, hámarkstölu vínveitingahúsa í Reykjavfk o.fi. og tillaga fulltrúa Alþýðubanda- lagsins um öflun nægs neyzlu- fisks fyrir-borgarbúa og fleira. Alþingi að Ijúka störfum Þingdeildirnar luku störfum í gær og gert ráð fyrir þinglausn- um í dag. Munu þó fyrst fara fram nokkrar kosningar, sem voru á dagskrá í gær, en var frestað að beiðni þingflokk^aaa. Þær eru kosning í útvarpsráð, stjórnir Framkvæmdasjóðs og Atvinnujöfnunarsjóðs, nefndar til að „íhuga og gera tillögur um með hverjum hætti minn- ast skuli á árinu 1974 ellefu hundrað ára afmælis byggðar á íslandi11 nefndar til að athuga um lækkun kosningaaldurs og aðrar aldurstakmarkanir laga á réttindum unga fólksins, og kosning milliþinganefndar til að endurskoða lögin um þingsköp Alþingis. Drengir fyrir bíl Á sjöunda tímanum í gærurðu tveir drengir fyrir bílum,» en slösuðust ekki hættulega. Stein- þór Pétursson Lynghaga 18, 5 ára, var að leika sér á hjóli í Lynghaga þegar hann varð fyr- ir bíl og. Sigurður Marínósson Skálholtsstíg 7, 8 ára; var á reiðhjóli á Laufásvegi. H-listaskemmtun / Kópavogi ■ Kosningaskemmtun H-listans verður í Félags- H heimili Kópavogs, uppi, laugardaginn 7. maí ■ kl. 9 eftir hádegi. ® Svandís Skúladóttir flytur ávarp. —- Góð ■ skemmtiatriði. ■ Miðapantanir í síma 41746. Eldur í heyi Slökkviliðið var tvisvar kvatt út í gær, í fyrra sinnið að Bú- staðabletti 3 þar sem talsverður eldur var í heyi og í gærkvöld í Laugarneskamp vegna mikils reyks í bragga, sem reyndist vera frá olíuofni en ekki vai* þar um eld að ræða. 1 Kópavogur Kosningaskrifstofa Félags ó- háðra kjósenda er í Þinghól, opin alla daga frá kl. 1—10 e.h., sími 41746. 1 Kópavogi fer utankjör- fundarkosning fram í bæjar- fógetaskrifstofunni að Digra- nesvegi 10, neðstu hæð, opin alla virka daga kl. 10—12, 13—15 og 18—20. Sjálfboðaliðar til starfa á kjördag og fyrir kjördag eru einnig beðnir að láta skrá sig nú þegar £ kosningaskrifstof- unni. X H Frá kosningastjórn Alþýðubandalagsins □ UTANIKJÖRFUNDARKOSN- ING stendur yfir. I Rcykjavík er kosið í gamla Búnaðarfélags- húsinu við Lækjargötu, opið alla virka daga kl. 10—12 f.h., 2—6 e.h. og 8—10 e.h., en á sunnu- dögum kl. 2—6 e.h. Úti á landi er kosið hjá öll- um bæjarfógetum og hreppstjór- um. Skrá yfir kjörstaði erlendis og LISTABÖKSTAFI Alþýðu- bandalagsins er birt á öðrum stað í blaðinu. Þeir, sem dvelja fjarri heimilum sínum á kjör- dag þurfa að kjósa strax, og eru allir stuðningsmcnn Alþýðu- bandalagsins beðnir að gcfa kosningaskrifstofum okkar allar nauðsynlcgar upplýsingar um þá, sem fjarverandi eru. □ KOSNINGASKRIFSTOFUR Alþýðubandalagsins í Reykjavík, sem þegar hafa verið opnaðar, eru í Tjarnargötu 20, opið kl. 9 f.h. til 22 c.h. alla daga, símar 17512, 17511 o.g 24357 og að Lauf- ásvegi 12 opið kl. 9—19, símar 21127 og 21128. Bá'ðar skrifstof- urnar veita allar almcnnar upp- lýsingar varðandi kosningarnar. í Tjarnargötu 20 er einnig hverf- isskrifstofa fyrir Vesturbæ inn- an Hringbrautar og Þingholt. □ HAPPDRÆTTI og KÖNN- UNARLISTAR. Allir þeir, sem fengið hafa senda könnunarlista eða mi’ða i kosningahappdrætti Alþýðubandalagsins eru beðnir að gera skil nú þegar. Á kosn- ingaskrifstofunum er einnig tek- ið við framlögum í kosningasjóð og seldir miðar í kosningahapp- drættinu, en í því verður dregið daginn eftir kjördag. □ SJÁLFBOÐALIÐAR, sem starfa vilja fyrir Alþýðubanda- lagið fyrir kjördag og á kjör- dag eru beðnir að Iáta skrá sig á kosningaskrifstofunum. BANDMAGIÐ □ BÍLAR. Á kjördag þarf Alþýðubandalagið á að halda öll- um þeim bílakosti, sem stuðn- ingsmenn þess hafa yfir að ráða. Eru bíleigendur sérstaklega beðn- ir að vera viðbúnir og láta skrá sig nú þegar til starfs á kjördag.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.