Þjóðviljinn - 08.05.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.05.1966, Blaðsíða 1
Sunnudagur 8. maí 1966 — 31. árgancfur — 102. tölublað. Rætt við Jón Snorra Þorleifsson, þrioja mann á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík « Sjá síðu e ekkí að leiðrétta útsvarssti Verði útsvör í sumar lögð á án til- lits til verðbólgunnar verða álögur á lanafólk þyngri en nokkru sinni Eins og Þjóð'viljinn vakti athygli á fyrir nokkrum dögum nær skattvísitalan nýja EKKI til útsvara. Skattvísitölunni er talið það til gildis að hún dragi úr því að vérðbólguhækkun á kaupgjaldi léiði yfir menn þungbærari opinber gjöld en nokkru 'sinni fyxr, eins og gerðist 1964 og öllum má enn vera í minni. Samkvæmt skattvísitölunni hækkar persónufrádráttur og barriafrádráttur og bilin í skattstiganum lengjast. En þessi ákvæði ná ekki til út- svara, sveitarstjómum er hcimilt að leggja á útsvör án þess að taka nokkurt tillit til verðbólgunnar. ASItaf framúr áætlun I Hjá langflestu launafólki er útsvarið margfalt þungbærari baggi en ríkisskattarnir. Því mun skattvísitalan koma að mjög tak- mörkuðu gagni nema hún dragi einnig úr útsvarsálögunum. Verði lögð á útsvör í sumar án þess að tekið sé tillit til verðbólgunnar mun launafólk í Reykjavík og víðar fá yfir sig þungbærari álögur ^ en nokkm sinni fyrr. Samkvæmt fjárhagsáætlun íhaldsins á heild- “ arupphæð útsvara að hækka um 91 miljón eða um 20%, en hinn óbreytti útsvarsstigi mun gefa miklu hærri upphæð — og reynsl- an er sú að íhaldið hirðir ævinlega stórfé fram yfir áætlun ef það fær tækifæri til. Að sjálfsögðu er það fráleitt að endurskoða ekki útsvarsstigann með tilliti til verðbólguþróunarinnar, eins og gert verður við skattstigana.' Samt hafa ábendingar Þjóðviljans um þetta efni ekki enn valdið neinum viðbrögðum í stjórnarblöðunum. Á ekki að leiðrétta þetta fráleita ósamræmi? Kúbumenn deila hart á Júgóslava ! ! IIAVANA 7/5 — Mál®agn Kommúnistaflokksins á Kúbu. Gramma, ræðst í dag hciftar- lega á Júgóslava. Lætur blaðið orð falla á þá Ieið, að júgóslav- neska stjórnin sé samsck banda- Framarar sigruðu íslandsmeistarana! Okkur varð heldur betur á í íþróttamessunni í gær, þegar við sögðum hér á forsíðunni að FH Aefði unnið Fram í handknatt- leik í fyrrakvöld með 25 mörk- um gegn 23. Það voru reyndar Framarar sem sigruðu hina ný- bökuðu íslati^cmeistara með þessum markamun — eins og Frímann niun rekja í f\á úgn á íþróttasíðu í næsta blaði. Við biðjum Framara og aðra vel- virðingar á mistökunum. I rískum heimsvaldasinnum í Víet- nammálinu. Er þetta þriöja árás blaðsins á Júgóslava á nokkrum dögum. Fréttaritarar í Havana telja, að reiðilestur Gramma eigi rætur sínar að rekja til þess, að íúigó- slavnesk blöð hafa í greinu-m sínum um Kúbu lýst Kúbu- mönnum sem öfgamönnum og ævintýramönnum. Gram-ma skrjfar. að Júgóslavía hafj sömu afs-töðu til Víetna-m- deilu-nnar Or, baind-arískir heiims- valdasinnar því að stjórn Júgó- s-lavíu hvetji ' til samnin-gavið- ræðna án þess a-ð krefjast þess að Bándaríkjamenn verði fyrst á brott með her sinn og loftárás- um á Norður-Víetnam ve»'ði hætt. Segir blaðið að forsætis- ráðherra Jú-góslavíu, Stambolic. ferðist nú ekki til annars um |j Asíulönd en að ..selja' Víetnam ^ ódýrt“. fe i Ánægþkg Alþýðubandalags- J skemmtun fyrír unga fólkið Á föstudags-kvöldið fór fram í Lídó s'kemmtun Alþýðub-anda- lagsins sem Æskulýðsnefnd bandala-gsiinis hafði efnt til. Fór hún ágætlega fram og var þar samankomið margt ungt fólk. Guðrún Helgadóttir ritari kynntj dagskrána. sem saman- stóð af ýmsum skem- ''’ '-"'Wt. um. Svavar Gestsson, sem r Umræðufundurínn um húsnæðismál □ í dag kl. 3 e.h. hefst í Lindarbæ umræðu- fundur um húsnæðismál sem æskulýðs- nefnd Alþýðubandalagsins gengst fyrir. □ Framsögu á fundinum hefur Guðmundur Vigfússon borgarráðsmaður. Ætlazt er til að fundarmenn beini síðan fyrirspurnum til fundarstjóra, Sigurjóns Péturssonar ritara Trésmiðafélagsins, — munnlega eða skrif- lega. { 1 ' □ Fyrir svörum verðá auk framsögumanns eftirtaldir menn: Guðmundur J. Guðmunds- son fulltrúi Alþýðusambands íslands í bygg- ingaráætlun ríkisins, Geirharður Þorsteins- son arkitekt, Jón Snorri Þorleifsson for- maður Trésmiðafélagsins og Björn Ólafsson verkfræðingur. □ Kaffiveitingar verða á staðnum. ir 4 ! i 75. starfsárí stýrimanna- skó/ans lokið Lokið er 75. starfsári Stýri- mannaskþlans og minntist skóla- stjórinn Jónas Signrðsson þess- ara merku tímamóta í uppsagn- arræðu sinni í skólanum í gær og rakti sögu og starfsemi skól- ans frá upphafi. Fj-ölmenni var við uppsögn skólans, kennarar. nemendur, fu-lltrúar eldri árganga, forsæt- is- menntamála- og félagsmála- ráðherrar og fleir^ gestir. Elztu fyrrverandi nemendur skó-la-ns, sem mættir voru. voru tveir sem útskrifuðust fyrir 60 árurh, þeir Bernharð Guðmundsson og Guðmundur ’ Guðmundsson sem nú búa báðir á Hrafnistu^ 73 nýir nemendur i-nnrituðust í skólann sl. haust og burtfarar- prófi luku nú 15 úf farmanna- deild o-g 74 úr fiskim-annádeild. Hæstu einkunn í farma-nna- deild hl-aut Pá'lm-i Pálsson. á- gætiseinkunn 7,47. Átta nemend- ur útskrifuðu-st með ágætis- einku'nn úr fiskmanniadeild, en hæstu einkunn þar fékk Þórir Stefánss'on, ág. 7.52. SIGURJON Opinber fundur G-listans í Austur- i . • bæjarbiói n.k. fimmtudag, 12. maí reyndar . var kynntúr sem 8. k m-aður i næstu borgiars-tjóm, fluttj ávarp. Karl Guðmund-s- h son fór með pólitj'skt spé og * Ómar Ragnarsson flutti gaman^ k vísur Auk þess söng Ámi J Bjö-msson nokkur lö-g við und- k irleik Atla Heimis Svein-ssonar J og gerðu þeir mikla lukku þ Hljómsveit Ólafs Gauks lék svo fyrir dansi fram á nótt. M □ Alþýð ubandalagið í Reykjavík — G-list- inn — heldur opinberan fund um borgarstjórn- arkosningarnar n.k. fimmtudag 12. maí kl. 9 síðdegis í Austurbæjarbíói. □ Á fundinum flytja stuttar ræður og á- vörp 8 efstu menn á G-listanum: Guðmundur Vigfússon, borgarfulltrúi, Sigurjón Björnsson, sálfræðingur, Jón Sn. Þorleifsson, form. Tré- smiðafélags Reykjavíkur, Guðmundur J. Guð- mundsson, varaformaður Dagsbrúnar, Guðrún Helgadóttir, menntaskólakennari, Jón Baldvin Hannibalsson, hagfræðingur, Björn Ólafssón, verkfræðingur og Svavar Gestsson, stud. jur. Fundarsíjóri á fundinum verður Þórarinn Guðnason læknir. Alþýðubaindalagsfólk og aðrir stuðningsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn, sem er opinn fyrir alla Reykvíkinga. Árshátíð TÍF annað kvöld Tékknesk-íslenzka félagjð héld- ur árshátíð sína f Glaumbæ við Fríkirkjuveg annað kvöld, mánu- daginn 9. maí, kl. 8.30. Da-gskrá árshátíðarinnar er fjölbreytt að vand-a. Mennta- málaráðherra, d-r. Gylfj Þ. Gísla- son flytur ávarp, úthlutað verð- ur verðlaunum fyrir ritgerðir unglinga, tékkneskt tríó leikur, gott happdrætti, fjöldj vinninga o. m. fl. til skemmtunar. Frager heldur tón- leika annað kvöld f kvöld kemur hingað á vegum Péturs Péturssonar bandaríski píanósnillingurinn Maleolm Fra-g- er og heldur hann tónleika í Þjóðleikhúsinu annað kvöld kl. 9. Á efnisskrá tónleikanna eru Sónata í D-dúr K311 eftir Moz- art Sónata í h-moll op 58 eftir Chopin og Myndir á sýningu eftir Mússorgskí. A þriðjudag fer Frager svo til fsafjarðar þar sem hann heldur tónleika.á veg- um tónlistarfélagsins þar. „í jöklanna skjóli" sýnd í kvöld 1 t Kvikmynd Skaftfellin-gafélaigs- ins; .,í jöklanna skjóli“ hefur verið sýnd í Gamla Biój undan- farið við undra mikla. aðsókn. svo að pýningar haifla orðið fleiri en-n ætlað var. Því verður myndiri sýnd i allra siðasta sinn í kvöld kl. 7 í Gamla Bíó.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.