Þjóðviljinn - 08.05.1966, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.05.1966, Blaðsíða 12
 c-s~nri“ -M.rsT’." . "“w'flt* -isí » ». ri -w .rr T*j r '* ™*. (I »< vn • <■ fr}< ntf ******-----~ • «wW»< ■WitaájM og hinum megin líka. Shell-benzin öð*rum megin Miklubrautar. ★ Ileilagur Geir Hallgríms- son segir Morgunblaðið dag eftir dag Og lætur ekki hjá Iíða að vekja athyglj á einstaeðum dugnaði þessa eftirmanns Gunnars Thór og Bjarna Ben í embættj borg- arstjóra Reykjavíkur. Svo mjkil er stjórnsemi og reglu- semj Geirs sögð, að fyrir- rennarar hans hljóta að hafa verið örgustu óreglupésar og atkvaeðalitlir skriffinnar í samanburði við hann ★ Og þó gleymir Morgun- b!aðið að tíunda einn drýgsta þáttinn i dugnaði borgarstjórans þ.e. þegar hann hættjr að sýna dugnað - í þjónustustörfum við hinn almenna borgara Og hugsar fyrst og fremst um sig og sína og (Sjálfstæðis-)Flokk- inn. Þá fer ekki miíli mála að Geir Hallgrímsson er ekki einungis borgarstjóri, heldur líka einn af stóreignamönn- um borgarinnar, aðaleigandi og hluthafi í mörgum stærstu fyrirtækjunum í Reykjavík: H. Benediktsson & Co., Skeljungj h.f. (Shell), Steypu- stöðinni Sameinuðum verk- tökum. Hreini, Nóa og Síríus, svo dæmi séu nefnd. ★ Geir hefur t.d. ekki gert það endasleppt við fyrirtæki sitt Skeljung h.f. Hann hefur beitt sér fyrir þvj að félagið fengi benzínsölustöðvar reist- ar við allar aðalumferðaræð- -<S> Félagsráðgjafaskóli stof n- aður hér á landi bráðlega? amar sem til Og frá borginni lisgja: Suðurlandsbraut, Hafn- arfjarðarveg og Miklubraut — og við síðastnefndu götuna lét hann sér ekkj nægja að úthluta féláginu einni lóð undir afgreiðslustöð heldur urðu þær tvær beggja vegna götunnar svo að ekkert far- artæki slyppi við að aka undir Shell-merkið. Líka má geta þess að benzín- og olíu- kaupum borgarinnar og borg- arfyrirtækja er þann veg hagað. að mest allt magn þessarar nauðsynjavöru er keypt af Skeljungi h.f. • fyrirtæki borgarstjórans! ítrekaðúr tillöguflutningur Öddu Báru Sigfúsdóttur, borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins, ber árangur ★ Segi menn svo að Geir Hall- grímsson sýni ekki einstæð- an dugnað í borgarstjóra- starfi sínu! Koma verður í veg fyrir off jölgun vínveitingastaða Á borgarstjórnarfundinum sl. fimmtudag flutti Alfreð Gísla- son, borgarfulltrúi Álþýðubanda- Iagsins, svofellda tillögu: „Borgarstjórn Reykjavíkur lítur svo á, að fjölgun vín- veitingastaða í borginni hafi orðið of ör til þessa og að stemma beri stigu fyrir þeirri varhugaverðu þróun. Borgarstjórnin felur því borgarráði að hlutast til um að .settar verði reglur um hámarkstölu vínveitingahúsa í borginni og enn fremur að sjá til þess, að veitingahús- um inni í íbúðarhverfum eða rétt við þau verði framvegis ekki veitt leyfi til áfengis- veitinga“. 1 framsöguræðu sinni lagði flutningsmaður áherzlu á nauð- syn þess að settar yrðu einhverj- ar reglur um fjölda vínveit- inggstaða í horginni, svo að ekki yrði rennt blint í sjóinn við slíkar leyfisveitingar í framtíð- inni. Borgarstjóri tók undir þau ummæli Alfreðs að fyllstu að- gát yrði að hafa í þessum efn- um, en taldi þó ekki rétt af borgarstjórninni að setja bind- andi reglur um fjölda vínveit- ingastaða. Flutti hann tillögu um að visa tillögu Alfreðs Gísla- sonar til borgarráðs, jafnframt því sem ráðinu yrði falið að kanna þær reglur sem gilda kunna í nágrannalöndum okkar um þessi mál. Féllst Alfreð Gíslason á þessa málsmeðferð og var hún samþykkt að umræðum ioknum með samhljóða atkv. Merkjasala tii ágóða fyrír sumamámskeið á Jaðrí Góðtemplarar hafa haldið sumarnámskeið fyrir böm, í húsakynnum sínum að Jaðri mörg undanfarin ár og hafa þau verið mjög vinsæl. Fyrirspurn- um um námskeiðið í sumar er svarað í sínla 15732, kll 9—10 f.h. Vegna rúmleysis hefur orðið að vísa mörgum. frá árlega, en reynt er að hafa vistgjöldin sem allra lægst og barnmörgu fólki oft gefinn afsláttur. Tekna er m.a. aflað með merkjasölu og er næsti merkja- söludagur í dag, sunnudaginn 8. fnaí. Merki verða afgreidd í barnaskólum bæjarins og góð- templaraliúsinu. Sölubörn fá góð sölulaun ög bíómiða í verðlaun, svo sem venja er til. Unglingareglan í Reykjavík hefur veg og vanda af þessari merkjasölu og treystir hún for- eldrum til þess að leyfa börnum sínum að selja merki og almenn- ingi til þess að kaupa merkin og styðja með því gott málefni. Síðasti dagur í dag er síðasti dagur mál- verkasýningar Kristjáns Davíðs- sonar. Sýningin sem er í Boga- sal Þjóðminjasafnsins hefur ver- ið mjög vel sótt og hafa 9 af málverkunum 19 selzt. □ Á fundi sínum sl. fimmtudag samþykkti borgarstjóm Reykjavíkur að fela borgarráði að skipa nefnd til að hafa forgöngu um stofnun fé- lagsráðgjafaskóla hér á landi. Tiilaga þessi var samþykkt að loknum nokkrum umræðum, sem Adda Bára Sigfúsdóttir, borgar- fulltrúi ■ Alþýðubandalagsins, vakti, en hún hofur margsinnis á undanförnum mánuðum og misserum hreyft þessu nauðsynja- máli í borgarstjórninni, vakið at- hygli á brýnni og vaxandi þörf fyrir félagsráðgjafa við sjúkra- hús borgarinnar og landsins, alls og bent á nauðsyn þess að stuðla að því að sem flest ungt fólk hæfi nám i félagsráðgjafastörf- um. Skemmtisigling mel Sæliörgu 39 í dag sunnudag, ætlar Slysavarnardeildin INGÓLFUR í Reykjavík að gefa borgarbúum kost á skemmtisiglingu umsund- in með björgunarskipinu Sæ- b.iörgu, ef veður leyfir. Verður fyrsta ferðin farin kl. * 10. Far- gjaldi verður stillt í hóf eða kr. 50 kr. fyrir manninn. Allur hagn- aður af ferðunum mun renna til greiðslu á hinni nýju full- komnu fjalla- og sjúkrabifreið, sem björgunar.syeitin Ingólfur er að fá. (Frá SVFÍ). í vetur fluttí Adda Bára m.a. tillögu um að borgarsjóður greiddi götu nemenda í félags- ráðgj.afastörfum me^ fjárstyrikj- um lxkt og átt hefur sér stað í sambandi við tannlæknanema, jafnfi-ámt því sem borgaryfir- völdin hefðu forgöngu um að félagsráðgjafaskóli yrði stofnað- ur hér á landi. Þessi tillöguflutn- ingur hefur nú borið þann ár* angur, að fyrir skömmu var lögð fram í borgarráði grein- argerð borgai'lögmanns ásamt til* lögum hans um fjárstuðning til aðila, er hy|gjast leggja stund á nám í félagsráðgjöf. Féllst borgarráð á þessar tillögur borg- arlögmannsins í meginatriðum. A borgarstjórnarfundinum á fimmtudaginn lýsti Adda Bára Sigfúsdóttir ánægju sinni yfir því að þetta mál væri nú svo langt komið að borgin tæki að sér að vejta slífea styrkj allt að 5 á ári og hvern að upphæð 75 þús. krónur. kvaðst hún vænta þess að þessi ráðstöfun yrði til þess að ýta undir nám manna í þess- ar starfsgrein. Jafnframt vakti Adda Bára athygli á því að borgarlögmaður hefði ekki fjallað um þann hluta tillögu hennar frá í vetur, er gerði ráð fyrir að undirbúin yrði stofnun félagsráðgjaf.askóla hér á landi. Þessvegna flytti hún tillögu um að borgarstjórn fæli borgarráði að skipa nefnd er undirbyggi stofnun slíks skóla. Geir Hallgrímsson borgarstjóri lagði til að tillögu Öddu Báru yrði breytt í samræmi við það sem í upphafi fréttarinnar segir og var tillagan, þannig breytt, samþykkt að loknum nokkrum umræðum með samhljóða at- kvæðum. Meðal þeirra sem töluðu um málið var Alfreð Gíslason. Taldi hann nauðsynlegt að taka málið upp á breiðara grundvelli, þ.e. að athuga möguleika á stofnun skóla hér á landi fyrir ýmsa starfshópa sem starfa á sjúkra- húsum, svo sem rannsóknastofu- fólk o.fl. auk félagsráðgjafa. * L--------------------- Málfundur iðnnema N.k. mánudag hpldur Mál- fundafélag iðnnema í Reykjavík malfund í Iðnskólanum (kvik- myndasal) og hefst hann kl. 8.30. Umræðuefnj að þessu sinnj verður: , ,Skemmtanalíf unga fólksins“. Málshefjendur verða: Guðný Gunnlaugsdóttir, Stefán Ólafs- son og Ragnar Snæfells. í vetur hefur félagið haldið málfundi einu sinni í mánuði og hafa þeir jafnan verið vel sótt- ir og fjörugar umræður um hin ýmsu mál, sem rædd hafa verið. Iðnnemar eru hvattir lil að fjölmenna og taka þátt í um- ræðum. SELJUM r ( 1 \ KARLMANNASKÓ NÆSTU ur leðri, með nylon og gúmmísóla DAGA 1 .) Verð: kr. 240,00 til 398,00 |’;-í KVENSKÓ OG KVENSANDALA Verð: 275.00 til 398.00 SKÓB ÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100 | f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.