Þjóðviljinn - 08.05.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.05.1966, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 8. maí 1966 Otgefandi: Sósíalistaflokk- Sameiningarflokkur alþýðoi urinn. Ritstjórar: Ivar H. tónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur Jé'rannesson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 35.00 á mánuði. Skammsýni og vesaldómur T|y|ikla óskammfeilni og sterka trú á þekkingar- skorti almennings þarf til þess fyrir íhaldið í borgarstjórn að reyna að hrósa sér fyrir frammi- stöðuna í skólamálum borgarinnar. Allir sem til þekkja vita að skólabyggingarnar eru einn af þeim þáttum sem minnst hefur verið sinnt og verst ræktur á síðustu árum. Þess vegna er nú svo komið að tví- og þrísetning í skólastofur fer vax- andi að nýju eftir nokkum árangur^sem náðist um skeið. Víða vantar og nauðsynlegar sér- kennslustofur og annað skólahúsnæði sem til- heyrir starfinu í skólunum. Börnin eru á þeyt- ingi ‘daglangt milli skólans og ýmissa fjar- lægra staða af þessum sökum. Er þetta mikið ó- hagræði fyrir allt skólastarf og veldur heimilun- um einnig ótrúlegum erfiðleikum. Ný hverfi rísa án þess séð sé fyrir skólahúsnæði í tíma. Verk- námsskólinn er slitinn sundur vegna húsnæðis- skorts og seint og illa gengur að fullnægja hús- næðisþörf iðnfræðslunnar. Allt er þetta afleiðing af þeirri stefnu íhaldsins að neita í sífellu um nauðsynleg framlög til byggingar skólahúsnæðis í borginni. Hefur íhald- ið ár eftir ár fellt rökstuddar tillögur Alþýðu- baijdalagsins um hækkuð framlög til skólabygg- inga en 1 þess stað skorið þau mjög við nögl. Þess vegna fer ástandið versnandi þrátt fyrir að nem- endafjölgun er hér öllu minni en í Kópavogi og auðvelt ætti að vera að koma skólamálunum í sómasamlegt horf, ef nægur skilningur og fram- sýni ríkti í stað skammsýninnar og vesaldómsins sem einkennir afskipti íhaldsins af skólamálum. - g. Langt námskeið ¥jað er orðið langt námskeið í nútímaþjóðfélags- *• háttum sem þurft hefur til þess að Sjálfstæð- isflokkurinn viðurkenni, þó ekki sé nema í orði, að nauðsyn sé að lána til íbúðabygginga mestan hXuta kostnaðar og til langs tíma, en nú segir Morgunblaðið að Heimdallur hafi loksins fundið þennan sannlei|ca. , A lþýðuflokkarnir og verkalýðshreyfingin- hafa ■**■ verið að kenna íslendingum þessi sannindi í fjóra áratugi að minnsta kosti, frá því að lögð voru drög að smíði fyrstu verkamannabús'taðanna. Sigfús Sigurhjartarson, Einar Olgeirsson, Guð- mundur Vigfússon, og aðrir þingmenn og bæjar- fulltrúar sósíalista hafa ár eftir ár og áratug eftir áratug flutt á Alþingi og í bæjarstjómum tillögur um félagslega lausn á húsnæðisvandanum og hag- stæð lán. Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnan staðið þar eins og skilningssljór þurs móti kröfum nvrra tíma. r ¥ samningum verkamanna- og verkakvenna’félag- *- anna í fyrra tókst verkalýðshreyfingunni að gera það að samningsmáli við ríkisstjórnina að farið skyldi inn á þessa braut að nokkru hér í Beykjavík Að Heimdalli skuli nú loks leyft að hafa skoðun um þetta, er það vegna þess að 40 ára Sarátta alþýðuflokkanna og verkalýðsféla’ganna '->efur þrýst málinu svo fast í vitund þjóðarinnar að móti því verður ekki staðið öllú lengur. — s. Það er ömuHegt að koma tíl Saigons — Dýrtíð, fjármálaspilling, vændi, glæpafaraldur. Allt hefur þetta komið í kjölfar stríðsins. Það kann að hafa verið þar áður, en það hefur stórum magnazt í stríðinu, segir í pistli sem fréttamaður danska blaðsins „Informati- ons“, Hans Granqvist, skrifar frá Saigon. — En fyrir 'flesta Vietnama er stríðið sama Qct dvöl Banda- ríkjamanna { landi þeirra. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því ag hatrið í garð Bandaríkjanna hefur blossað upp allt í einu. Það var varla hægt að kom- ast hjá því að Bandarikjarríenn ikæmu með dýrtíðina með sér. Bandarískir hermenn og óbreytt- ir borgarar sem hingað komu höfðu slík lífskjör og íjárráð. að Vietnamar að undanskildum ör- litium minnihluta höfðu aldrei kynnzt neinu þvílíku. Kaupmenn hækkuðu þegar í stað verð á vörum sínum og 'heímamenn urðu sjáifir að greiða hið háa verð. Verðbólgan hefur komið oskaplega hart nið- ur á hinum fátæku borgarbúum °S Það er eðlilegt að það hafi valclið beizkju í garð Banda- rikjamanna. Fjármálaspillingin á sér langa sögu í flestum löndum Asíu, en sjaldan hefur hún verið eins skefjalaus og í Sajgon Það eru ekki aðeins pólitíkusar og emb- ættismenn sem gera sig seka um hana. heldur einnig háttsett- ir herforingjar. Khan hershöfðingi sem var st jóm arformaður á undan Ky og reyndi að gerast einræðis- herra áður en honum var steypt b*r nú í skrauthýsi við frönsku Rivieruna og nýtur þess auðs sem honum áskotnaðist í valda- tíð sinni. Margir herforingjanna í valdaklíku Kys hafa úti öll spjót til' að afía sér þess auðs sem myndi gera þeim kleift að fara að dæmi Khans. Þetta er samdóma álit margra Viet- nama sem ég hitti i Saigon. Flesfir Vietnamar eru einnig sannfærðir um að Bandaríkja- menn hafi lagt sig fram við að auðvelda herforingjunum þetta. Bandaríkjamenn hafa, segja menn, lengj reynt að hlaða und- ir Ky En til þess að bað f*k- ist varð að tryggja honuYn stuðn- ing annarra hershöfðingja, og auðveldasta leiðin til þess var að gefa þeim gilda sjóði. í*að era ' ekki hvað sízt 6- breyttir hermenn í Saigonhern- um sem eru sannfærðir um þetta. Þetta er meginástæðan til þess að Það kom ekki til.greina að Ky gæti sigað hermönnum sínum gegn búddatrúarmönnum í hinum pólitísku átökum við þá. Hann reyndi það einu sinni fyr- ir páska — í Danang. Hermennimir voru sendir þang að, þeim var skipað í fylkingar til að skerast { leikinn. en þeir gengu i lið með uppreisnarmönn- um og tóku þátt í kröfugöngum þeirra. Vændi blómstrar náttúrlega i borg þar sem er annar eins Asahláka í Svíþjóð PARÍS 6/5 — Frakkar munu ekki taka þátt í flotaæfingum SEATO, Suðausturasíubandalags- ins 19. maí. Talsmaður flota- málaráðuneytisins franska sagði í dag, að þessi ákvörðun væri ekki pólitísk, því það væri ekki siður Frakka að taka þátt í slík- um æfingum, nema þegar þeir ættu skip í námunda við æfinga- svæðið. Frakkar eru enn meðlimir i SEATO, en fyrir sakir ágrein- ings vegna stefnu Bandaríkj- anna í Víetnam hafa þeir kallað franska liðsforingja heim frá störfum á vegum bandalagsins og látið við það sitja að veita að- ildarríkjunum nokkra tæknilega aðstoð. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í Karachi, að Pakist- anar muni ekki heldur taka þátt í æfingunum. fjöldi bandariskra hermanna og í Saigon. Mörg gistihúsanna eru ekki annað en hórahús. Það eyk- ur á vandkvæðin af þessum sök- um í Suður-Vietnam að kyn- sjúkdómar fara ört vaxandi. Samfara öllu þessu er glæpa- faraldur sem magnast stöðugt. ekkí sízt meðal ungmenna. Það verður ekki þverfótað fyrir vasa- þjófum, gjaldeyris- og svarta- markaðsbröskuram í Saigon. Allt 'gerir þetta Saigon sem ejnu sinni var einhver unaðslegasta borw Austurlanda að ömurleg- um dvalarstað, segir Hans Gran- qvist. Kosningaskrif- stofur Alþýðu- bandalagsins utan Rvíkur AKRANES í Félagsheimilinu ,,Rein“ Suðurgötu 69 opið 2—7. Símar 1630 og 2150. VESTMANNAEYJAR að Bárugötu 9 — Opið 4 til 7.— Sími 157p. AKUREYRI að Brekkugötu 5 — Opið 9—22 — Sími 11516. HAFNARFJÖRÐUR i Góðtemplarahúsinu — Op- ið 5—7 og 8—10 sími 52370.. NESKAUPSTAÐUR i ,,Tónabæ“ — Opið 5—7 (utan skTifstofutíma hafi menn 'samband við Sigfinn Karlsson j síma 109). SIGLUFJÖRÐUR í Suðurgötu 10 — Opið kl. 4— 7. símj 71294 HÚSAVÍK að Garðarsbraut 52 B (Hús ,,Varða“ h.f.) — sími 41250 opið alla virka daga frá 8 til 10 og laugardaga frá 5— 7 AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA Utankjörfundar- kosningin Alþýðubandalagið hvetuT alla stuðningsmenn sína. sem ekki verða heima á kjördag til að kjósa strax í Reykjavík fer utankjör- fundarkosnine fram í gamla Búnaðarfélagshúsinu við Lækjargötu, opið kl 10—12 f.h., 2—6 og 8—10 e.h alla virka daga en á helgidögum kl 2—6. Utan Reykjavikur fer kosn-, ing .fram hjá bæjarfógetum og hreppstjórum um land dlt. Erlendis geta menn kosið hjá sendiráðum fslands og hjá ræðismönnum, sem tala ís- lenzku Utankjörfundarat- kvæðj verða að hafa borizt viðkomandi kjörstjórn í síð- asta lagi á kjördag 22 maí n k Þejr listar, sem Alþýðu- bandalagið ber fram eða styð- ur i hinum ýmsu bæjar- og sveitarfélögum eru eftirfar- andi: Reykjavík G Kópavogur H Hafnarfjörður G Akranes H ísafjörður G Sauðárkrókur G Siglufjörður G Ólafsfjörður H Akureyrj G Húsavík G Seyðisfjörður G Neskaupstaður G Vestmannaeyjar G WAAAAAAA/WWVWWWWWWWWWWWWWWW' Sandgerði H (Miðneshreppur) Njarðvíkur ■ C Garðahreppur G Seltjarnarnes H Borgarnes G HeIIissandur H (Neshreppur)’ Grafarnes G (Eyrarsveit) Stykkishólmur G Þingeyri H Suðureyrl B Hnífsdalur A (Eyrarhreppur) Blönduós H Skagaströnd G (Höfðahreppur) Dalvík E Egilsstaðir G Eskifjörður G Reyðarfjörður G Horaafjörður G (Hafnarhrep>pur) Stokkseyri I Selfoss H Hveragerði H Bíll óskast Góð en ódýr 4 manna bifreið eða lítil station-bifreið óskast til kaups. — Upplýs- ingar á skrifstofutíma í síma 17500. Kosninga- handbók Fjölvíss fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar 1966 er komin út. Þar er að finna allar upplýsingar um nokkrar undanfam- ar bæjarst’jórnarkosningar og síðustu alþindiskosningar Ennfremur er rúm til að skrifa niður úrslit komandi kosninga. Kosningagetraun er í bókinni. Allir þekkja kosti Fjölvíshandþókanna. Bókin fæst í öllum þóka- og þlaðasölustöðum um land allt. BÓFAOTGÁFAN FJÖLVÍS.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.