Þjóðviljinn - 08.05.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.05.1966, Blaðsíða 7
■r T Sunnudagur 8. maí 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlöA Viðtal við Jón Snorra Þorleifsson, formann Trésmiðafélags Reykja- víkur, þriðja mann á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík Það hefur vakið athygli að á lista Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík eru margir nýir menn sem komið hafa til liðs við hin róttæku stjórnmálasamtök vinstrimanna, menntamenn og forustumenn í samtökum launafólks; þátt- taka þeirra sýnir greinilega hvar vaxtarbrodd- inn er að finna í stjórnmálaþróuninni. Ogrþess- ir nýju liðsmenn eru ekki á listanum til skrauts, líkt og litríkt agn á gömlum öngli eins og stundum hefur verið háttur stjórnmálasamtaka, heldur bjóða þeir sig fram til virkrar þátttöku í störfum og baráttu. í öðru sæti listans er Sigurjón Björnsson sálfræðingur, þjóð'kunnur og mikils metinn menntamaður; í þriðja sæti Jón Snorri Þorleifsson, formaður Trésmiðafé- lags Reykjavikur, einn af þeim nýju forustu- mönnum alþýðusamtakanna sem mestar vonir eru við bundnar. Jón Snorri Þorleifsson er aðeins 36 ára gam- all, fæddur í Haukadal í Dýrafirði. 1943 flutt- ist hann til Reykjavíkur og stundaði nám í trésmíði 1945—1949. Síðan vann hann að húsa- smíði og tók fljótlega þátt í félagsstörfum i stéttarsamtökum sínum; hann átti sæti í stjórn Trésmiðafélagsins 1955—1960 og var þá gm skeið starfsmáður félagsins. Árið 1960 völdu vinstrimenn í félaginu Jón Snorra sem for- s mannsefni er þeir hófu sókn í félaginu til þess að hnekkja yfirráðum íhaldsins. Vinstrimenn sigruðu þá með áðeins 8 atkvæða mun, og síðan hefur Jón Snorri Þorleifsson yerið for- maður Trésmiðafélagsins og jafnframt starfs- maður þess. Hefur hann hlotið sívaxandi traust félagsmanna — í síðustu kosningum var meiri- hlutinn ekki 8 atkvæði heldur hátt á annað hundrað — og samheldni félagsmanna og mál- efnaleg eining hefur vaxið mjög á þessum ár- um. Jafnframt þessum störfum hefur Jón Snorri valizt til forustu í heildarsamtökum verkafólks á íslandi; hann hefur nú um margra ára skeið átt sæti í stjórn Alþýðuhambands fs- lands. í félagsmálastörfum sínum hefur Jón reynzt einbeittur og lipur í samvinnu; hann á þann dýrmæta eiginleika stálsins að vera í senn harður og sveigjanlegur. Reykvíkingar mega fagna því að eiga kost á slíkum fulltrúa til að starfa að borgarmálum. .. líkt og væru aðeins seld á svörtum mar — Þú hefur ekki verið félagi í stjórnmálasamtökum fyrr en nú? — Fyrstu opinberu afskipti min af stjórnmálum voru þau að taka þátt) í undirbúningi þess að myndað væri Alþýðu- bandalag í Reykjavík, en fyrri hluta ævinnar hafði ég heldur takmarkaðan áhuga á stjórh- málum. Hins vegar hef ég allt- aí verið verklýðssinni síðan ég komst á legg, ég var alinn upp á fátæku alþýðuheimili og hef aldrei verið í vafa um hvar stéttarsystkini mín væri að finna. Þátttaka mín i félags- starfi verklýðssamtakanna leiddi síðan smátt og smátt til þess, að ég fór að hugsa rneira um stjórnmálin sjálf; reynslan kenndi mér að það er ekki nóg að berjast fyrir kauphækkun- um og kjarabótum á vettvangi verklýðsmála, ef jafnframt er látið viðgangast að flestu sé rænt af okkur aftur með stjórn- málaaðgerðum. Ég lít svo á að stjórnmálaþátttakan sé rök- rétt áframhald af störfum mín- um innan verklýðssamtakanna; verklýðsbarátta og stjórnmála- barátta verða að haldast í> hendur ef vei á að fara. Ég geri mér vomr um að stofnun Alþýðubandalags verði til þess að auka þennan skilning hjá almenningi, fá nýtt fólk til þjóðmálabaráttu, styrkja'hinn pólitiska bakhjarl verklýðss^m- takanna. — Þú ert semsé ekki einn þeirra sem telja að verklýðs- hreyfingin eigi að vera ópóli- tísk? — Því fer mjög fjarri; verk- lýðshreyfingin er í eðli sínu pólitisk. enda munu ckki vera til dæmi um ópólitíska verk^ lýðshreyfingu í víðri veröld. Stundum er minnzt á verklýðs- hreyfinguna annarstaðar á Norðurlöndum sem fyrirmynd í þessu sambandi, en staðreynd- ■þn er þó sú að hún tekur miklu meiri þátt í beinni stjórnmála- þaráttu um innanlandsmál og alþjóðamál en hér tíðkast og er i miklu nánari tengslum við stjórnmálasamtök og flokka. Þeir sem lesa fagblöð verklýðs- félaga í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi vita að þau taka beinan þátt í almenn- um kosningum, auk þess sem þar er háttur verklýðsféiaga að stýrkja stjórnmálasamtök og blöð þeirra með fjárframlögum. Framsýnustu forustumenn verk- lýðssamtakanna hafa alltaf horft lengra en til næstu dæg- urmálaátaka; þeir vita að til- gangur alþýðusamtakanna er sá að breyta þjóðfélaginu sjálfu í þágu vinnandi fólks. Sá var einnig tilgangur þeirra sem stofnuðu Alþýðusamband fs- lands fyrir 50 árum og við meg- um sannarlega ekki missa sjón- -ar á því markmiði. — Sumir héldu að þú værir Framsóknármaður. — Eins og ég sagði fyrr hef ég ekki verið í nejnum stjórrlmáia- samtökum fyrr en ég beitti mér ásamt öðrum fyrir stofnun Al- þýðubandalags í Reykjavík. En ég hef í verklýðsmálum unnið, með ágætum mönnum úr öðrum flokkum og óflokksbundnum, þar á meðal Framsóknarmönn- um, og hef fullan hug á að halda þei’rri samvinnu áfram. Af þeim ástæðum hefur Morg- unblaðið stundum kallað mig Framsóknarmann en stundum líka Kínakomma, eftir því hvað hentugast þótti hverju sinni. Ég álít 'það grundvallaratriði í verklýðsfélögunum að allir vinstrimenn standi þar sam- an til þess að vinna gegn hin- um óeðlilegu háskalegu áhrif- um íhalds og atvinnurekenda i samtökum launafólks, og þá samstöðu verður að, halda á- fram að efla, án tillits til þess hva.r í flokki menn kunna að vera tíundaðir. En þá baráttu verður einnig að heyja á stjórn- málasviðinu, og mér- finnst reýnslan hafa sýnt að þar verð- ur forustu Framsóknarflokksins ekki treyst, þrátt fyrir ágæta liðsmenn. Það eru sjálfar stað- reyndir verklýðsbaráttunnar og reynslan sem leiddu til þ'ess að ég hef tekið upp störf í þágu Alþýðubahdalagsins, og það er þegar komið í ljós að svo verð- ur um fleiri sem hingað til hafa lítið öðrum augum á mál- in. — Þú lætur auðvitað hús- næðismál sérstaklega' til þín taka í borgarstjórn. — Ég lít svo á að þau séu einhver allra mikilvægasti málaflokkurinn og raunar ' atr- iði sem sker úr um lífskjör og afkomu alls þorra borgarbúa. Ástandið í þeim efnum er . svo fráleitt, að helzt mætti líkja því við það, ef matvtéli væru aðeins seld á svörtum markaði. 1 þessu efni er um að ræða grundvallarágreining milli íhaldsins og Alþýðubanda- lagsins. Ihaldið lítur svo á að íbúðabyggingar og húsbygging- ar almennt eigi að vera sem mest tekjulind fyrir fjárplógs- menn, og framlag borgarinnar að gera peningamönnum sem auðveldast fyrir að féfletta þegnana. Alþýðubandalagið tel- ur að húsbyggingar eigi að vera félagslegt verkefni og miðast einvörðungu við þarfir og vel- líðan borgaranna. Mér finnst Reykvíkingar hafa sýnt valdhöfunum alveg ótrú- lega þolinmæði í þessu efni, því þar er allt á eina bókina lært, Það er enginn smáhópur sem hefur verið hrakinn brott úr höfuðborginni eftir að hafa sótt árangurslaust um lóðir ár eftir ár. Ekki þurfa þeir sem lóðir fá heldur að þakka góða fyrirgreiðslu, því að þeim er oftast nær ekki úthlutað fyrr en komið er langt fram á bezta byggingartímann, og þannig á einnig að fara að á þessu kosn- ingaári. Hins vegar stendur ekki á því að menn séu tafarlaust rukkaðir um lóðagjöld með hótunum um lóðarmissi ella, en engu að síður kemur oft í ljós þegar hefja á framkvæmd- ir að ekkert er farið að gera í gatnagerð og holræsagerð eða annarri fyrirgreiðslu. í Árbæj- arhverfi standa til dæmis víða moldarhaugar. svo að menn komasf ekkj að húsum sem þeir byggðu í fyrra. í þokkabót er það meginregla í lóðaúthlutuninni sjálfri, að gefa byggingabröskurum kost á að hirða sem mestan ágóða af fólki sem þarf á íbúðum að halda, etói sízt ungu fólki sem ér að stofna heimili. Þannig éru Reykvíkingar skattlagðir um ó- talda miljónatugi á ári hverju, og það er vert að leggja/á- herzlu á að hér er ekki aðeins um óstjórn að ræða, heldur um visvitandi stefnu; íhaldið mikl- ast af því að þama eigi að vera frjáls vettvangur fyrir „framtak einstaklingsins‘‘. — Þú telur semsé að hægt ætti að vera að lækka bygg- ingarkostnaðinn í Reykjavík? — Það væri hægt að lækka hann mjög verulega, ef rétt væri að unnið. Þá þyrfti að koma til vönduð fyrirgreiðsla af hálfu borgaryfirvaldanna í sambandi við lóðaúthlutun og aöra að- stöðu og síðan félagslegar framkvæmdir sem tryggðu mönnum húsnæði á kostnaðar- verði. Jafnframt þyrfti að skipuleggja sjálfa byggingar- starfsemina, svo að unnt væri að beita nútímatækni og fjölda- framleiðslu. Eins og nú standa sakir er hver íbúð fyrir sig oft einskonar módel og ekki unnt að beita nema frumstæðustu aðferðum, gamaldags handverki; sé nútímatækni beitt við svo smá verkefni sparar hún enga fjármuni heldur dregur í hæsta lagi úr eftirspurn eftir vinnu- afli. Til þess að háegt sé að nota nútímaleg vinnubrögð þarf að skipuleggja heil hverfi í samhengi og koma upp fjölda- framleiðslu á byggingarhlutum; úr því geta engu að síður orð- ið mjög fjölbreytileg íbúðar- hverfi þar sem fullnægt er. mismunandi smekk og þörfum, ef unnið er af forsjálni og kunn- áttu. Á mörgum sviðum háir það okkur Islendingum að við erum svo fáir að erfitt er að koma við fjöldaframleiðslu sem dregur úr kostnaði, en í Reykja- vík og nágrenni er svo rnikið byggt órlega að auðvelt er að beita þeim aðferðum sem bezt hafa gefizt annarstaðar. En til þess þarf nýja stefnu, vísvit- andi forustu borgarstjórnarinn- ar, ef til vill í samvinnu við ríkið. Meðan ekki er tekin upp félagsleg stefna verða bygging- armálin í glundroða, og jafn- vel stöðugar hækkanir á hús- næðislánum koma fyrir lítið og lenda að verulegu leyti í hönd- um fjárplógsmanna og verð- bólgubraskara. — En hvað um leiguhúsnæði? — Það hefur lengi verið tal- að um það sem eitthvert sálu- hjálparatriði að allir ættu íbúð sína, en auðvitað eiga menn að hafa fullt frjálsræði á því sviði. Það er gersamlega ástæðulaust að neyða menn til að spara heila íbúð af kaupinu sínu á 10—15 árum, eins og gert hef- ur verið að undanförnu, en í því skyni hafa flestir verið neyddir til að vinna tvöfaldan vinnudag eða léngur. Enda þótt sjálfsagt sé að greiða sem allra bezt fyrir þeim sem vilja eiga íbúðina sína, skulum við ekki . gleyma því að margir kæra sig ekkert um að eiga íbúð, en vildu í staðinn eiga kost á góðu og hagkvæmu leiguhús- næði. Hlutur þessa fólks hefur verið gersamlega afræktur; of- an á leigukostnað, sem yfirleitt er allt of mikill, bætist ör- yggisleysi — ménn hafa enga tryggtngu fyrir því að fá að búa í leiguíbúð nema skamm- an tíma. Af þessum ástæðum hafa margir neyðzt til að ger- ast íbúðareigendur, þótt þeir kærðu sig ekkert um það, og þannig'tfekið á sig fjárhagsleg- ar skuldbindingar sem þeir hefðu heldur viljað nota í ann- að. Auðvitað á Reykjavíkur- borg að beita sér fyrir því að hér sé ævinlega á takteinum nægilegt leiguhúsnæöi, þar sem menn greiði eðlil'egt kostnaðar- verð og eigi ekki á hættu að verða að hrekjast á brott skömmu eftir að þeir hafa kom- ið sér fyrir. Yfirleitt lít ég svo á að húsnæöið sé ein af lífs- nauðsynjunum, það þarf að vera á boðstólum í jafn fjöl- breytilegu úrvali og t.d. mat- væli, og ráðamenn borgarinnar þurfa að líta á það sem verir- efni sitt að tryggja þegnunum það sem hverjá aðra nauðsyn á félagslegum grúndvelli. — Þú minntist áðan á slæ- leg vinnubrögð við íbúðabygg- ingar; ekki gengur betur með opinberu byggingarnar. — Nei, það má nú segja. Eng- ir vita betur en við bygginga- mennirnir hvernig fjármunum almennings er sóað með skipu- lagslausum vinnubrögðum. Pyrst eru menn látnir byggja upp, síðan rífa verk sín niður. Oít eru menn látnir standa í þvi- líkum Bakkabræðraverkum mánuðum og jafnvel árum saman, eins og í Borgarsjúkra- húsinu — sem eitt út af fyrir sig Setti að gera ráðamennin* feimna við að líta framan 1 kjósendur. Eða hvað hefur fyr- irhyggjuleysi Gisla Halldórsstm- ar kostað í sambandi við i- þróttahöllina i Laugardal? — Við minntumst áðan á bætt skjpulag } ibúðabygging- um; vantar ekJ einnig betri samfélagslega þjónustu fyrir í- búanna í einstökum hverfum — Á því sviði er flest á frumstigi. Allir vita hvernig ástandið er í sambandi við leik- velli og barnaheimili, þar sem enn skortir þjónustu sem talin er sjálfsögð í öllum löndura umhverfis okkur, Og yfirleitt er lítið fyrir því hugsað að greiða fyrir eðlilegu mannltfi. í úthverfunum til að mynda fyr- ir okkur barnafólkið. Ég á til dæmis heima í einu slíku hverfi, smáíbúðahverfinu. Rétt hjá mér er barnaskóli með ágaetri kennsluiaug og prýðilegum sam- komusal. En börnin mega alls ekki fara í kennslulaugina ef þau langar i sund, þótt ekki sé verið að nota hana, heldur verða að fara með strætisvagni niður í bæ. Langi bömin í bíó verða þau líka að fara niður I bæ, þótt auðvelt væri að hafa kvikmyndasýningar í sam- komusal skólans um helgar, og íbúarnir vildu vafalaust borga þá þjónustu fullu verði. Ég held að það sé heilladrjúgt að börn og unglingar hafi aðstöðu til tómstundaiðkana og skemmt- ana sem næst heimilum símim, og það á að vera eitt af verk- um borgaryfirvaldanna að tryggja þvílíka aðstöðu. En þeir menn sem vanrækja þau verk- efni ættu sannarlega ekki að fjargviðrast yfir spillingu assk- unnar; sé léleg aðstaða til heil- brigðra tómstundastarfa, stuðl- ar það að rótleysi sem er ekki sprottin upp úr huga ung* fólksins heldur aðstæðunum. — Kannski að við vfkjura aftur að upphafinu, Jón Snorri, verklýðsmálunum. Ýms verk- lýðsfélög hafa sagt upp samn- ingum sínum að undanfömu, ogx vcrklýðshrevfingin £ heild þarf að endurnýja samninga sína á þessu ári. Telur þú að kosningarnar geti haft áhrif á samningana? — Alveg tvímælalaust. Það er sannarlega ekki aðeins kosiðum sveitarstjórnarmálin í þrengsta Skilningi, svo mikilvæg sem þau eru, heldur um þjóðmálin öll, styrkleika verklýðssamtakanna annarsvegar og atvinnurekenda hins vegar. Úrslit þau sem tal- in verða upp úr kjörkössunum munu hafa mikil áhrif á samn- ingsaðstöðuna. Telji ihaldið að- stöðu sína sterka mun það reyna að beita þeim styrk gegn sam- tökum launafólks; sé það hraett mun það bjóða tiislakanir — það eru ekki til meiri taeki- færissinnar en íhaldsmennimir, íslenzku. Fólk er sannarlega einnig að taka ákvörðun um kaupið sitt þegar það gengur að kjörborðinu. M.K. L

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.