Þjóðviljinn - 08.05.1966, Page 3

Þjóðviljinn - 08.05.1966, Page 3
Sunnudagur S. maí 1966 — ÞJÖÐVIUINN — SlÐA J Ræða Jóhann- esar úr Kötlum á Vietnam- fundinum á Hótel Borg hópinn fyrir framan landshöfðingjahöllina og hrópað með þögninni: komi blóð hans yfir oss og börn vor! Ef við hinsvegar hefðum staðið vörð um hlutleysi okkar, full- veldi okkar, sæmd okkar — hvað þá? Hvað hefði verndari okkar og gjafarinn allra góðra hluta þá gert? Það skyldi þó ekki .vera sennilegast að hann hefði — í nafni frelsis og friðar — refsað okkur tilhlýðilega með svipuðum aðferðum og því fólki í Viet- nam'sem heldur hefur viljað deyja en selja frumburðarrétt sinn? Þessu skyldi hver svara fyrir sig. En hér hefur bara ekki þurft á slíku að halda: hinir vísu landsfeður okkar hafa séð svo um að við einangruðumst ekki frá fáránlegasta níðingsverki nútíma- sögunnar. Það væri synd að segja að þjið sé úrelt diplómatí að skríða í skjól brennuvargsins frá Hírósíma og breiða síðan yfir harmleikinn með dúfnaveizlu. Okkur er- borgið, íslendingum: við höfum ekki misst af strætisvagninum, við getum fett okkur og brett og verið fínir heimsborgarar — það eina slys sem helzt kynni að henda okkur er að hrapa af smjörfjalli niður í loðnu- kös. En bak við allt ííniríið og viðreisnina rymur þó kannski ert þú, sýkn er ég af blóði þessa réttláta manns! En hvernig sem stríðsgróðaevangelíum og fjölmiðlunarkúltúr varpa dýrðarljóma dollarans yfir ameríska árásarskrímslið, þá hefur enn ekki tekizt að stinga samvizku mannkynsins algert svefnþorn — það er eins og skáldið segir í lckakaflá fyrrnefnds kvæðis: líftaug ein varð aldrei seld innst í lýðsins barmi. ,Víðsvegar um heim — og ekki hvað sízt í Bandaríkjunum sjálfum — kveður nú við linnulaus krafan frá mótmælafundum og mótmælagöngum: stöðvið þetta viðbjóðslega stríð í Vietnam! ög hvernig sem reynt er að telja börnum okkar trú um að allt sé orðið tjrelt og leiði til einangrunar nema varðbergsstaða fyrir erlendan her og er- lent auðmagn, þá rísa alltaf einhver þeirra upp frá glápinu, slíta sig út úr netinu, og spyrja ósjálfrátt: hver skaut hann? Jafnvel á síðum Morgunblaðsins andvarpa nú ungir menn: hjaðn- ingavíg! það er blóðlykt af vindinum! — Ungt fólk á íslandi hefur staðið að árangursríkri herferð gegn hungri undanfarna mánuði og ungt fólk á einnig frumkvæðið að þessum síðborna skæruhernaði gegn stríði hér í dag. En eins og herferð gegn Frá hinum fjölsótta Víetnamfundi á Góðir fundarmenn: EINMITT nú, þegar umheimurinn hefur loksins opnazt okkur íslendingum upp á gátt og okkur hefur tekizt að hrófla upp svokölluðu velferðarríki, settu saman úr stríðsgróða, tæknivæðingu, góðæri og verðbólgu, þá bregður svo kynlega við að viðreisnarforkólfar okkar virðast vera með lífið í lúkunum út af því að við séum að missa af strætisvagni heims- menningarinnar. Reynt er að smygla því smámsaman inn í hugskot okkar að þau verðmæti, andleg og siðferðileg, sem eru sjálfur grundvöllurinn að sérstakri tilveru þjóðar, séu orðin úrelt — og i að við verðum að fórna þeim ’ef við eigum ekki að einangrast. Það er ýmist kvíslað eða hrópað: við verðum að fylgjast með þróuninni ef við viljum búa sómasamlega í haginn fyrir blessuð elsku hjartans börnin okkar! Eftir þessu ritúali bylgjast svo öll okkar lífshrynjandi. Það birt- ist ekki einungis í þeirri æðisgengnu eftirsókn eftir vindi sem ein- kennir hversdagslegt líf okkar hér heimafyrir, heldur er naumást til svo ómerkilegur klúbbur í heiminum — að maður nú ekki tali uni bandalög — að við þurfum ekki að þefa þar úr koppi. Við erum eins og þeytispjöld út um allar jarðir til þess að sitja mót og ráðstefnur og þing og hingað flæðir endalaus straumur útlendinga í samskonar erindagerðum — og góðglaðir valdhafar sitja með sveittan skallann við að undirrita samning eftir samning um • her, um. gúr, um ál, um yfirleitt.1 alla skapaða hluti sem að því mega stuðla að þjóðin geti haldið áfram að vera sæt og auð- sveip dollaraprinsessa. Við lifum nefnilega á tuttugu$tu öldinni, góðir hálsar! Heim með handritin í nyja þjófhelda skápa, sögurnar eru tilvalið hobbí fyrir grúskara — en úreltar! úreltar! okkar nútímasaga skal vera hót- el! Skáldskaparmál eru bezt komin út af fyrir sig, eddurnar eru hrein- asta rarítet fyrir sveitakarla — én úreltar! úréltar! okkar nútíma- edda skal vera skreið! Þjóðfrelsisglötun Sturlungaaldar og síðan •sjö alda áþján gat verið heppilegt víti til varnaðar á sínum tíma — en úrelt! úrelt! okkar nútímavíti skal vera kommúnismi! End- urreisn, sjálfstæðisbarátta, alþingishátíð, lýðveldisstofnun, allt gull- falleg fordæmi til skrauts í skálaræðum — en úrelt! úrelt! okkar nútímafordæmi skal vera loðinn leppur! 1 gær varð hlutleysið úrelt, í dag er sjálfsvirðingin úrelt, á morgun verður móðurmálið úrelt. Þróunin lætur ekki að sér hæða: öllum slíkum smámunum verðum við að fórna ef við eigum ekki að einangrast og missa af strætisvagninum. I ' , ' .: ’■ V\; f Ntj MUN spurt verða: en hvað kemur þetta fundarefninu við — styrjöld austur í Asíu? Því er fljótsvarað: þrátt fyrir allan heimsmenningarvaðal hafa leiðtögar okkar ástundað/dyggilega vissa einangrunárstefnu — þeir hafa sem sé reynt að loka sém ven'dilegast öllum skilningarvitum okkar fyrir örlögum þess meirihluta • mannkyns sem berst örvilnaðri baráttu fyrir tilveru sinni, sundurkraminn í helgreipum þess voðavalds sem auðhringar veraldarinnar hafa komizt yfir í jesú nafni. Vel- ferðarríki sem leitar heimsmenningar í vélknúnum, sprengjuvernd- uðum bissness — það hræðist úrelta veröld hinna hungruðu og .undirokuðu. Áratugum saman hefur þjóðarkjarninn í Vietnam varizt inn- lendum og erlendum böðlum sínum án þess frá okkur hafi heyrzt hósti eða stuna á almannafæri. Við höfum sannarlega haft öðru að sinna. Við höfum stritazt við að sitja, sléttir og mettir, í banda- lagi við aðþlböðulinn, herveldi Bandaríkjanna, og þ'ar með tekið á okkur oþinbera aðild og fulla samábyrgð á því hryllilega þjóð- armorði sem verið er að fremja þar austurfrá. Með því að þola að vera gerð undirlægja amerísku krossfaranna hefur okkar há- kristilega þjóð, þjóð séra Hallgríms og meistara Jóns, slegizt í stundum í eyrum okkar hinn óhugnanlegi eiðstafur Lægrefils úr djöfladansinum i Heklusýn Einars Bencdiktssonar er svo hljóðar: Ég á hrekksins og hrœsninnar mátt, —- ég er hrópari í kvalarans gátt, en er hjrgað að hhndgömlu mati Ég heimta á sjálfmm mér nývirðing. í helvítis gapandi gati yfpr grafmaðksins úthrennda hrati, ó, djöflar, ég sver, ég er leigður of lágt, ég, lifandi myndin af íslands svívirðing. HVAÐ er það sem háþróuðustu þegnar velferðarríkisins okkar líta upp til af mestri lotningu í dag? Er það hin. silfurblikandi Venus ellegar kannski þjóðfáninn? Oseiseinei: slíkt væri úrelt! slíkt væri einangrunarmerki! Nei — það eru loftnet fyrir amerískt hermannasjónvarp! I þessari neta- trossu sitja nú tugþúsundir íslenzkra sálna þrælfastar og mega sig ’hvergi hræra upp í hæðirnar til þess að biðja ó guð vors lands að véra hvern morgun sitt ljúfasta líf. Þess í stað mæna' þær fram til miðnættis á hina stórkostlegu heimsmynd káboj- anna, gangsteranna og súpermannanna sem eru að saxa niður fólkið í Vietnam og umhverfa landi þess í nistir og rjúkandi auðn. Og svo hjartfólgið er þessum sálum að meðtaka slíkt sakra- menti undir svefninn að þegar við, úreltir einangrunarsinnar, biðj- um svokölluð stjórnarvöld að taka þennan kaleik niðurlægingar- innar frá okkur, þá láta þær blessuð elsku hjartans börnin sín undirskrifa áskorun um að tryggja þeim fullt og óskorað frelsi til að heim'smenntast! Er svo nokkur furða þó guðfræðiprófessor við Háskóla íslands segi þessa skrýtlu í Lesbók Morgunblaðsins nýlega: Frá fjórum heimildarmönnum hér í borg hef ég heyrt, að þegar litlum börnum er sagt að einhver maður sé dáinn, þá spyrji þau: hver skaut hann? JÁ hver skaut hann? Ekki við! ekki heldur Johnson, ekki Bjarni Ben, ekki McNamara, ekki Guðmundur í. — ekki einn einasti þeirra sem ábyrgðina bera hafa hleypt af einu einasta skoti! Það eru samskonar mömmudrengir og kúra nauðugir hér suður á Velli sem eru skikkaðir til að varpa eldi, dauða og djöfli yfir Vietnam. Það eru lögbundin verkfæri húsbænda okkar í pentagoníunni sem eru látin fram- kvasma glæpinn. Sýknir’ eru forsetar, sýknir eru ráðherrar, sýkn Hótel Borg s. 1. sunnudag, L maí. hungri skyldi fyrst og fremst beinast gegn þeim sem hungrinu valda, 'eins skyldi skæruhernaður gegn stríði fyrst og fremst beinast gegn þeim sem stríðinu valda. Hvört heldur ungir eða gamlir megum við aldrei linna látum fyrr en við höfum firrt þjóð okkar þeiri;i smán að vera fótaþurrka þeirra sem vega með báli og brandi að soltnum og þrautpíndum þjóðum í heim- inum. — Burt með herinn! burt úr Nató! skal í senn vera heróp okkar eigin þjóðfrelsisbaráttu og liðveizla okkar og samhljóman við þjóðfrelsisbaráttuna í Vietnam! F .YRIR þrem áratugum samdi engilsaxneskt stórskáld harm- leik um morð í dómkirkju. Kannski er verk hans orð- 1 ið úrelt — en manni verður þó spurn: er ekki jörðin ein svívirt dómkirkja, þar sem verið er að» drýgja ógnþrungið morð í dag? Er ekki einnig okkar land óhreint, okkar vatn óhreint, við sjálfir saurgaðir af blóði, útataðir af óþverra sem við verðum að má burt? Eru ekki þessi lokaorð kórsöngsins eins og til okkar töluð: . » Hreinsið loftið! Hreinsið skýin! Þvoið storminn! Takið stein af steini, sviptið húð af armi, sljtið hold frá beini, og þvoið það! Þvoið steininn, þvoið beinið, þvoið heilann, þvoið sál- ina, þvoið það, þvoið! ' Tilkynning frá Sjómannatfagsráði Sjómannadagsráð efnir til hófs í Súlnasal Hótel Sögu á sjómannadaginn. sunnudaginn 15. maí n. k. kl. 20. . Nánari upnlýsinear og míðapantanir i aðalumboði Happdrættis D.A.S., Vesturveri, sími 17757. Stjórnin i é

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.