Þjóðviljinn - 08.05.1966, Blaðsíða 6
7
0 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 8. maí 1966
I
*
I
ÞORSTEINN VALblMAR'SSON:
Draumur í
dags brum
Ökklar læstir í gull,
tungur þungar af þorsta.
Líkneskja í eldkeilu draumsins
liggur fyrir dimmum stalli
innan sjónmáls •—
utan kennsla.
Hvað er hér staða
Heitir Torg.
Hvað stunda?
/
Nóttin Sorg
á eykt hins þunga þorsta.
Inn í þungan, andvana drunga
slær leiftrum af lífi
hinn lífvana eir —
lýstur gneistum og skelfur —
báknið rís upp — hún rís upp,
hin auðkennda mynd: hans, er forðum
var eldstólpi lands vors um nótt
og um daga sverð vort og skjöldur —
rís upp —
gnæfir í ljósílæði keilunnar —
gengur að diirnmum stalli sínum,
gerir skip af lófum sér
og sökkvir því í dökkva bergsins,
fyllir það svölun uppsprettunnar
og eys á þyrstar tungur vorar,
úðar tæru regni
yfir fölva lömurl,
svefnhöfgar brár —
og hverfur
sem stjarna í logúm óttusólar,
er steypt hefur gliti á Austurvöll
og er tekin að dansa —
Ö, ökklar læstir í gull,
og óttusólin tekin að dansa-------
\ Armann Halldórsson
fimmtugur
!
1
\
\
k.
í
Nú er, sem betur fer, lið-
inn sá tími þegar atvinnuleysi
í'íkti á Austuriandi. Silfur hafs-
ins hefur skapað efnahagslegt
góðaeri við sjávarsíðuna og þrátt
fyrir kal í túnum og mikil
snjóalög síðastliðinn vetur, mun
hagur þeirra, sem landbúnað
stunda, mun betri en áður var.
Því veldur fyrst og fremst
meiri ræktun og aukin vinnu-
tækni.
Skyndileg breyting á kjörum
fólks og afkomumöguleikum
veldur jafnan róti i hugum
manna. Fólkið gerir meiri
kröfur til lífsins, ekki sízt yngri
kynslóðin og ber slíkt varla að
harma, ef kröfurnar eru skyn-
samlegar. Vegleg íbúðarhús
rísa nú víða í þéttbýli á Aust-
urlandi og gljáfægðir bílar
teljast til sjálfsagðra lífsþæg-l
inda, þrátt fyrir misjafna vegi.
Á sama tíma nýta sum hrepps-
félögin ekki til fulls tekju-
möguleika sína, vegna skorts á
vinnuafli og tregðu á nauðsyn-
legum leyfum til framkvæmda
að því er sagt er. Víða vantar
þó íullnægjandi skólahús og
viðunandi aðstæður til íþrótta-
iðljana og félagsstarfsemi. Far-
skólar eru enn við lýði og kenn-
araskortur tilfinnanlegur, enda
lítill síldargróði í embættistekj-
um þeirra.
Ekki eru allir jafn viðkvæmir
fyrir örum breytingum samtíð-
arinnar: náttúruhamförum, há-
vaðanum, hraðanum og dans-
inum í kririgum gullkálfinn.
Sumir láta ekki glepjast og
halda fullu jafnvægi. Einn
slíkur situr að Eiðum, mennta-
setri Austurlands. Hann er þétt-
ur á velli og þéttur í lund,
glottir við tönn, bítur góðlát-
lega á jaxlinn, brosir við og
gerir tvíráðar athugasemdir um
tilveruna, þó ií fullri vinsemd
og án allrar græsku. Hann les
fræði sín af samvizkusemi og
hógværð og miðlar nemendum
Eiðaskóla með stóiskri ró á-
kveðnum skammti af málfræði
og sögulegum fróðleik til and-
legs viðurværis og uppbygging-
ar.
Maður þessi er Ármann Hall-
dórsson, kenriari við Eiðaskóla.
Hann er nú fimmtugur. Ármann
er fæddur á Snotrunesi í Borg-
arfirði eystra 8. maí 1916. For-
eldrar hans, Gróa Björnsdóttir
og Halldór Ármannsson, eru
bæði ættuð af Fljótdalshéraði.
Ármann stundaði nám við al-
þýðuskólann á Eiðum árin
1934—’36. Gagnfræðaprófi lauk
hann frá Flensborg 1937 og
kennaraprófi frá Kennaraskóla
Islands 1939. Hann dvaldi við
nám í „Den Intemationale
Höjskole" Helsingjaeyri sum-
arið 1947. Ármann hefur aflað
sér mikillar viðbótarmenntunar.
Iíann hefur t.d. sóttmörgnám-
skeið, bæði hér á landi og er-
lendis. Hann er viðurkenndur
ágætis kennari og farsæll. Ár-
mann hefur lengst af verið
kennari við Eiðaskóla eða frá
1944. Þar af eitt ár skólastjóri,
meðan Þórarinn Þórarinsson
skólastjóri, var í orlofi. Árin
1939—41 var hann kennari í
Eiðahreppi og 1941—44 í Seyð-
isfjarðarhreppi.
Ármann hefur mikið sinnt
félagsstörfum eystra. Ég þekki
bezt til félagsstarfa hans fyrir.
Ungmenna- og íþróttasamband
Austurlands og Kennarasam-
band Austurlands. Ármann var
í mörg ár ritari ungmenna-
sambandsins og um skeið rit-
stjóri Snæfells, tímarits þess.
Snæfell var viðurkennt gott
tímarit, og var það fyrst og
fremst að þakka ritstjóra þess,
en Ármann er ágætlega ritfær.
Ármann átti sæti í fram-
kvæmdanefnd 8. landsmóts
Ungmennafélags íslands, sem
haldið var að Eiðum sumarið
1952. Landsmótið að Eiðum
var mikill viðburður eystra og
vakti raunar athygli um land
allt. Ármann hefur einnig
starfað í mörgum nefndum
fyrir U.Í.A. Þá hefur Ármann
einnig átt sæti í stjórn Kenn-
arasambands Austyrlands og
starfáð í nefndum á vegum
þess. Bæði þessi samtök eiga
Ármanni mikið að þakka.
Hann er jafnan hinn trausti,
hógværi og tillögugóði félagi.
Léttur í lund og drjúgur á
sprettinum þótt hann láti ekki
mikið yfir sér.
Margar ánægjustundir hef-ég
átt á heimili Áymanns og hinn-
ar ágætu konu hans, Ingibjarg-
ar Kristmundsdóttur. Þau hjón
kunna vel að fagna gesjtum. í
tilefni af fimmtugsafmælinu
tjái ég Ármanni beztu þakkir
mínar og fjölskyldu minnar
fyrir liðin ár og árna honum
allra heilla. — Sk Þ.
M-Mn.BSffiTI (I|yJ U|^|
FRAMKVÆMDIR
AlbvSuhanðalaeið vill beita sér Tyrir eftiríar-
andi ráðstöfumim að hví er varðar framkvæmdir
hnrg-armnar og rekstur:
i /
T Að samTn verði heilSaraaeíltin um framTáraemðir
• bnrwþrinnar t.'d. til Áæstu 4ra ára o? har eerð
grein fvrir aesTcilegri roð framlcvæmda a hínum
ýmsu sviðum, svo og fjármagnsmöguleikum og
fjármagnsþörf.
■ O Að Hraðað verði enaurskoðun á reglum um
stióm borgarmálefna og þeim komið í skynsam-
legt og hagkvæmt horf.
O Að gagnger athugun fari fram á rekstri borg-
arinnar og borgarstofnana í því skyni að koma
að aukinni hagkvæmni og spamaði í öllum vinnu-
brögðum. Einkum sé lögð áherzla á að hindra
aukna oe óþarfa útþenslu yfirbyggingar og skrif-
ttofuhalds.
I BORGARMALUM
8.
I Að gaumgæfileg athugun fari fram á véla- og
"• tækniþörf vegna gatnagerðar og áherzla lögð á
að fullnægja henni sem bezt.
Að framkvæmdir borgarinnar séu Ifafnan svo
'• vel undirbúnar og skinulagðar að komizt verði
hjá óþörfum og stórfelldum aukakostnaði.
L Að vélamiðstöðin komi unp fullkomnu viðgerð-
• arverkstæði, er annist viðgerðir og viðhald bif-
reiða og vinnuvéla í eigu borgarinnar.
f Að -hraðað verði ráðsföfunum til að koma aðstöðu
• og rekstri pípugerðar bæjarins í nútíma horf.
4ð eftirlit verði aukið með vélum og tækjum í
' ;! skyni að draga úr óeðlilegum viðgérðarkostn-
aði.
) Rannsókn fari fram á öllum rekstri Rafmagns-
• veitunnar í því skyni að draga úr óhóflegum
kostnaði við rekstur hennar ov koma hnnnm á
eðlilegan crrundvöll, þannie að drecn'ð verði úr'
þeim óhófleva r.eksturskosfnaði sem revníst a
m.k. tvöfalt meiri en í sarnbærile’mm bæium i
náerannalöndunum Með Hessu sé að bvl stpfnf að
hindra hinar tíðu ov endurteknn Vi»Wnnir raf-
magnsverðs og sérstök áherzla lö«ð á að balda
niðri verði á rafmagni til heimilisnotkunar.
1 rt Tekin verði upp nýtízku véltækni við hreinsun
gatna og sorphreinsun.
1 1 Borgin skapi sér aðstöðu til beinna kaupa á olíu
“ B * og benzíni án milligöngu olíufélaganna.
1 ^ Ráðstafanir séu gerðar til áð spara veruleea bif-
B » reiðakostnað hjá borginni og stofnunum hennar.
1 Að gætt sé fyllsta hófs i risnu og áfengi. ekki
veitt á vegum borgarinriar.
1