Þjóðviljinn - 10.05.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.05.1966, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 10. maí 1966 —(31. árgangur 103. tölublað. Dularfull heimsokn bandarískq flofamála- ráSherrans til íslands síðast liðínn sunnudag: Ræddi hann um hernaðarframkvæmdir % í Hvalfirðinum við íslenzka ráðamenn? n Sl. sunnudag kom Paul H. Nitze flotamálaráðherra Bandaríkjanna í heimsókn hingað til lands og átti harín viðræður við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra, Emil Jónsson utanríkisráðherra og auk þess nokkum *hóp ann- arra ráðamanna hér. □ Einkennileg leynd virðist hafa hvílt yfir þessari komu bandaríska flotamálaráðherrans hingað. Þannig hafði hún ekki verið boðuð fyrir- fram eins og títt er um slíkar heimsóknir og ekki var hennar að neinu getið í fréttum Ríkisútvarps- ins á sunnudaginn né í hádegisfréttum í gær, og ekki gat Vísir hennar einu orði í gær. Og þegar Þjóðviljinn leitaði frétta í gær hjá einum af deild- arstjórum utanríkisráðuneytisins um viðræður ráðherrans við íslenzka ráðamenn fékk blaðið þau svör að deildarstjóranum væri alls okunnugt um að hann hefði rætt við íslenzk stjómaryöld! Þjóðviljmn fékk fyrst fregnjr af heimsókn biandaríska filota- mála-ráðherrans er upplýsinga- þjónusta Bandarí-kjanna sendi blaðinu í gær myndir er tekn- ar höfðu verig við komu ráð- herrans til Keflavíikurflugvall- ar. Sagði í skýringu með einni myndinni, að ráðherrann hefði farið til Reykjavíkur .,til við- ræðna við íslenzika ráðamenn“ Blaðið snéri sér þegar til ís- lenzka utanríkismálaráðuneytis- ins til þess að leita upplýsinga um ferðalag flotamálaráðherrans og erindi hans hingað til lands. Varð einn af deKdarstjórum ráðuneytisins fyrir svörum og vissi hann þag eitt að ráðherr- ann hefði komið hingað ein- hverntíma um helgina en var alls ókunnugt um hvort hann hefði átt viðræður við íslenzka ráðamenn. Vísaði deildarstjór- inn blaðinu á upplýsingaþjón- ustu Bandaríkjanna til þess að fá frekari fréttir af heimsókn- inni. Hjá upplýsingaþjónustunni fékk Þjóðviljinn þær upplýsing- ar, að Nitze flotamálaráðherra hefði komið til Keffavíkurflug- vallar á sunnudagsmorgun og farið Þaðan aftur um kl. 10 um kvöldið en um daginn hefði hann farið til Reykjavíkur og átt viðræður við um 20 manna hóp íslenzkra ráðamanna, þar á meðal Bjarna Benediktssón forsætisráðherra Og Emil Jóns- son utanríkisráðherra. en hverj- ir hinir ,,ráðamennirnir“ hefðu verið vissi sá ekki er fyrir svörum varð hjá upplýsingaþjón- ustunni. Ei-ns og áður segir er það mjög óvanalegt að koma slíks stór- mennis sem Nitze flotamálaráð- herra skyldi ekkj vera boðuð fyrirfram og ejnkennilegt er að hún virðist alveg hafa f-arið framhjiá Ríkfsútva-rpinu og Vísi eins og Þjöðviljanum. Sýnir þetta að af ejn'hverjum ástæðum hefur verig farjg meg heimsókn Weymouth aðmíráll, yfirmaður bandaríska hernámsliðsins hér á landi, og Paul H. Nitze flotamálaráðherra Bandaríkjanna. Er myndin tekin við komu hins síðarnefnda til Keflavíkurflugvallar sl. sunnudagsmorgun. þessa af mikilli launung, a.m.k. af hálfu íslenzkra stjómarvalda. Má í þessu sambandi benda á. að er Nitze flotamálaráðherra kom hingag til lands í fyrra var gefin út frétta-til'kynning um komu hans fyrirfram og hún send öllum daigblöðum, eþrnig Þjóðviljanum. Vafalaust hefur erindi fí.ota- málaráðherra Bandaríkjanna vig íslenzka ráðamenn nú staðið í sambandi við þær miklu hemámsframkvæmdir sem nú eru hafnar í Hval- firði og mun þeim hafa þótt ráðlegra svona rétt fyrir kosningar að halda leynd yf- ir því ráðaþruggi sem oddvit- ar íslenzku hernámsflokk- anna eiga í við bandaríska húsbændur sína um auknar hernámsframkvæmdir hér/ á landi og enn frekara afsal landsréttinda í hendur Banda- ríkjamönnum Umrœðu- fundurinn um hús- nœðismal Æskulýðsnefnd Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík gekkst fyrir umræðufundi um húsnæðismál í Lindarbæ á sunnudagfinn. Guðmundur Vigfússon hafði framsögu á fundinum, en síðan urðu miklar umræður. Fundar- menn báru fram fjölmargar fyrirspumir sem þeir svöruðu Guðmundur J. Guðmundsson, fulltrúi Alþýðubandalagsins í byggingaráætlun v ríkisins, Geirharður Þorsteinsson arki- tekt, Björn Ólafsson verkfræð- ingur og Sigurjón Pétursson trésmiður, auk framsögu- manns. — Nánar er sagt frá fundinum á 7. síðu blaðsins í dag, en myndin var tekin er Guðmundur Vigfússon fiutti framsöguræðu sína. Auk hans sjást á myndinni. Frá vinstri: Jón Baldvin, Geirharður, Guð- mundur J„ og Sigurjón fund- arstjóri. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.>. issgirenging í Kína Rúmu hálfu öðru ári eftir að Kína sprengdi fyrstu kjarnasprengju sína varð þar vetnissprenging — Sá stutti frestur vekur athygli -<s> PEKING 9/5 —- Þriðja kjarnasprengjan var sprengd í Kína í dag og af líkum má ráða að þar hafi verið um vetnissprengju að ræða. Frá því var skýrt í Wasihington í síðustu viku að Kínverjar myndu bráðum sprengja fyrstu vetnissprengju sína, í fyrsta Reuterssikeytinu um þessa sprengingu var sagt að um vetnissprengju hefði verið að ræða, og í tilkynningu kínversku stjórnarinnar var tekið fram að í sprengjunni hefðu verið vetnissprengjuefni. í fyrsta skeytinu um kjarna- sprenginguna sem haft var eftir kínversku fréttastofunni var sagt að Kínverjar hefðu í dag sprengt fyrstu vetnissprengju sína. Sþrengingin hefði orðið „í gufu- hvolfinu‘‘ yfir Vestur-Kína kl. 8 í morgun á íslenzkum tíma. . 1 skeyti sem síðar barst var ekki talað beinlínis um kjarna- sprengju, heldur, sagt að kjama- hleðslan hefði haft að geyma „vetnissprengjuefni“ („thermosríu- clear elements“), svo að ekki var af þvi hægt að fullyrða hvort um. hefði verið að ræða vetnis- sprengju eða úraníum- eða plútóniumsprengju. ! Washington var sagt í dag að sprengingin hefði átt sér stað í gufuhvolfinu (þ.e. ekki á jörðu niðri) og styrkleiki hennar hefði verið svipaður og hinna tveggja kjamasprenginga Kínverja. Haft var eftir frönskum sér- fræðingum að þessi kínverska sprengja væri ekki raunvemleg vetnissprengja, heldur venjuleg Útvarpsumræður um borgarmál Reykjavíkur Áikveðið hefur verig ag út- varpsumræður um borgarmál Reykj'avíkur í sambandi við borgarstjórnarkosningarnar 22. þ.m farj fram næs'tkom-andi mánudags- og þriðjudaigskvöld. 16. og 17. þ.m. Fyrra kvöldig verða tvær umferðir, 25 Og 15 mínútur á fl'okk. og er röð flok'kann,a þá þessi: Alþýðuflokkur. Fram- sóik'narflokkur, Alþýðubandal'ag og Sjálfstæðisfloikkur — Síðara kvöldið verða þrjár umferðir, 20. 10 og 10 mínútur og er rög flokkanna þá þessi; Sjálf- stæ ðisf lok'kur, Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur kjarnasprengja, „styrkt með“ þungu vetni, tvíþungu (deuteri- um), þríþungu (tritium), eða þá litium.' Af þessu má ráða að enn er óvíst hvers konar spréngju Kín- verjar hafi sprengt í Vestur- Kína (Sinkiang) í dag, en þó virð- ist augljóst að sú sprengja hafi verið sambærileg við fyrstu vetn- issprengjur kjarnorkuveldanna. . Það vekur athygli hve stuttan tíma það hefur tekið Kínverja að brúa bilið milli' úransprengj- unnar og vetnissprengjunnar. Það tók Bandaríkjamenn sex ár að gera það, Sovétríkin fjögur, Breta hálft fjórða og Frakkar hafa ekki gert það enn. Kínverjar sprengdu kjarnasprengju sína í ' miðjurn október 1964, og síðan er því að eins liðið rúmt hálft annað ár. Fischer var í ævilangt fangelsi PRETORIA 9/5 — Abram Fischer, suðurafríkanski lög- maðurinn, sem í síðustu viku var af dómstól í Pretoria, höfuðborg Suður-Afríku, fundinn sekur um fimmtán ákær- ur fyrir brot gegn lögunum sem banna „kommúnistíska starfsemi“ var í dag dæmdur í ævilangt fangelsi. Fischer sem nú er 58 ára að aldri varð heimskunnur maður fyrir málsvörn sína í hinum svoköll- uðu Rivonia-réttarhöldum gegn Nelson Mandela op öðrum leið- togum Afríkumanna í Suður- Afríku, var handtekinn skömmu eftir að þeim réttarhöldum lauk. Honum var sleppt aftur gegn tryggmgu í október 1964, komst ,þá til London, en fór aftur til Suður-Afríku til að standa fyrir máli sínu þegar það var tekið fyrir í janúar 1965, en ákvað mánuði síðar að reyna að kom- ast undan „réttvísi“ Verwoerds, fór huldu höfði frá því í febrúar fram í nóvember í fyrra, þegar upp á honum hafðist aftur. Framhald á 3. síðu. nanar Munið kjósendafund Alþýðubandulugsms ~Sjá / Austurbæjarbíói á fimmtudagskvöldið á 3 síðu \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.