Þjóðviljinn - 10.05.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.05.1966, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 10. maí 1966 Adolf Petersen verkstjóri sextugur Jón Adolf Petersen mun vera einn þeirra núlifandi manna. sem lengst og mest hafa unnið að því að ryðja nýj- ar brautir um nágrenni höfuð- staðarins. Hann er fseddur norður á Akureyri fyrir rétt- um 60 árum, næst yngstur átta systkina og bróðjr Tryggva Emilssonar Dagsbrúnarmanns, eins og sumir segja. Þeir vita ekki betur en þeir séu albræð- ur, sýnir Emils Petersens verkamanns á Akureyri. Móðir þeirra Þurður Gísladóttir frá Hófsstöðum i Hálsasveit dó frá þejm ungum og fjölkyldan sundraðist. Þannig vildi það til, að annar bróðirinn var kenndur við föðurinn að ís- lenzkém haetti en hinn dönsk- um. Þeir, sem ólust upp á hrak- hólum f þann tíð, eiga fæstir glæstar bernskuminningar. a Mín var bernskan myrk og röm. mædd af reynslu' þungri, sálarfátækt. kvöl og kröm, kulda, skít og hungri. — Æskutap pg ævitjón enginn vill mér greiða; skipaðj mjg skófluþjón skapanomin leiða. Svo kvað ' Adolf einhvem tíma, og hann mun oft hafa kosið að'géta eytt fleiri stund- um í lestur en kostur var. Hann * á bókasafn á við meðal lestrarfélag í sveit og býr í dá- litlu tilhugalífi við bækur sín- ar, ljóð og fræði. Hann er fyr- ir löngu orðinn sáttur við skófluna og hefur beygt sig fyr- ir þeirri staðreynd, að hún mun að lókum standa yfir höf- uðsvörðum hans og annarra. en engar æskuástir tókust með þeim i fyrstu. Eftir að Adolf komst á legg, stundaði hann álmenna verka- mannavinnu til sjós og lands, og tók mikinn þátt í verkalýðs- baráttunni. Hann barðist í Krossanesi 1930, og við Gúttó 1932. Fyrir framgönguna á síð- ari staðnum hlaut hann 60 daga óskilorðsbundið fangelsi, en Kristján konungur X náð- aði hann og rúmlega 20 aðra kappa, sem höfðu orðið ís- lenzkri réttvísi að fótakefli. Hún var löng og þreytandi at- vinnuleysisbaráttan um og eft- ir 1930 og lék marga grátt, öll spjót voru á lofti, ok menn féllu á ýmsán hátt í valinn. Aðþrengdur heimilisfaðir með þrjú, ung börn á framfæri sínu gekk í hvítliðig, fyrir bæjar- stjórnarfundinn fræga 1932 gegn loforði um fasta .framtíð- aravinnu. Þetta var mikill sómamaður að dómj allra, sem til hans þekktu. Atvinnu fékk hann til sumarmála, en afrek hans í liðinu dugðu honum ekki til lengri vistar. Þá hraktist hann á eyrina að nýju, en varð Þá fyrir því hnjaski að verkamennimir neituðu að vinna með þonum. Að lokum gafst hann upp og flýði nórður í land og þar drukknaði hajm einn á skekktu tæpu ári eftir atburðinn við Góðtemplarahús- ið. — Það var bitur reynsla, sem mótaði kynslóð kreppuár- anna og setur mark sitt á mennina enn í dag. Einn þátturinn í baráttunni fyrir bætturri kjörum á neyðar- tímum var stofnun Pöntunarfé- lags verkamanna 12. jan. 1934. Þá komu stofnendurnir 12 sam- an í Mjölkurfélagshúsinu, og formaður og pöntunarstjóri var kjörinn Adolf Petersen/ Pönt- unarfélaginu óx skjótt fiskur um hrygg, svo að í marz árið eftir var framkvæmdastjóri ráðinn, Jens Figved, Og það hélt áfram að eflast og varð að Kron. Þegar Adolf hafði hrundið Pöntunarfélaginu af stokkun- Að bera byrðarnar :*'”^~Þégar ríkisstjórnin þúrfti að veita sjávarútveginum fá- tækrastyrk fyrir skemmstu — eftir mesta afla f sögu þjóð- arinnar, hagstæðasta útfl-utn- ingsverð sem um getur og beztu viðskiptakjör — svipað- ist hún um í hinu auðuga íslenzka þjóðfélagi til þess að kanna hvar bera skyldi niður til þess að ná fjármun- um upp í fátækrastyrkinn. Og niðiirstaða hennar var sú að það væri í beztu sam- næml við stefnu stjórnarflokk- anna að taka peningana a£ i hversdagslegustu lífsnauðsynj- j um almennings, soðningu og I makaríni. Þetta var mat rík- isstjómarinnar á því hverjir j skyldu bera bjrrðarnar í þjóð- félaginu, og gat hún naumast kynnst stefnu sína öllu skýrar í einni sjónhendingu. Um það verður ekki deilt að þessi verðhækkun er langsamlega nærgöngulust við þá sem hafa minnst efni, tekjulágar fjöl- skyldur með stóran barnahóp sem þurfa að nota mikið hlut- fall af tekjum sínum til kaupa á matvælum. Frum- leg hagspeki Mikið var rætt um þessa nýjustu viðreisnarráðstöfun í eldhúsumræðunum á dögun- um; m.a. benti Einar Ol- geirsson á að f henni væri ekki aðeins fólgið stórfellt þjóðfélagslegt ranglæti heldur og efnahagslegt glapræði. Nú myndi taka við einskonar keðjusprenging í þjóðfélaginu, stighækkanir á vfsitölu og kaupi. Bjami Benediktsson forsætisráðherra hendir í fyrradag á lofti í Reykjavíkur- bréfi sínu nokkrar tölur sem Einar Olgeirsson nefndi í þessu sambandi. Segir Bjami að hækkanir á fiski og maka- ríni jafngildi um 80 miljón- um króna á ári. Hækkun vísi- tölu af þeim sökum muni hins vegar valda kauphækk- unum sem f þjóðfélaginu öllu jafngildi 240 miljónum króna á ári. Launafólk græði þannig 160 miljónir króna á óri, seg- ir forsætisráðherra Islands af alkunnri hagspeki sinni;hækk- unin á soðningu og viðbiti er í rauninni hin mesta kjarabót. öllu frumlegri hagfræðikenn- ing hefur naumast sézt hér á landi og þarf þá ekki að leita viðar. Milli vasanna i Sú vísitölukauphækkun sem Bjami flokkar til mikilla kjarabóta hefur þá náttúru að enginn mun borga hana. Atvinnurekendur munu velta henni af sér út í verðlagið jafnskjótt og hún kemur til framkvæmda, vöruverðið hækkar á nýjan leik og þann- ig koll af kolli. Verðbólgu- hjólið heldur aðeins éfram að spúast, og landsmenn vita nú af langri reynslu að ágóðinn rennur að lokum til atvinnu- rekenda, sem orðið geta rík- ustu menn landsins þó þeir séu alltaf 'að tapa, til fjár- málamjanna og spekúlanta. Meg óðaverðbólguþróun eins og hér eru vísitöluuppbætur fyrst og fremst í því fólgnar að launa- menn greiða sjálfum sér svo- kallaða kauph^ekkun með þvi að flytja fé úr hægrivasa f vinstrivasa, en peningamenn þjóðfélagsins hafa raunar að- gang að báðum vösum. Bjarni hagnast vel Hins vegar kemúr ' þetta kerfi mjög misjafnt við launa- fólk. Eins og áður er sagt bitnar stórfelld verðhækkun á fiski og smjörlíki þyngst á tekjulágum barnafjölskyldum — en þær fjölskyldur fá einnig langminnstar kaupupp- bætur. Ríkismenn á háu kaupi — sem að mestu leyti eru búnir að leggjá niður þann forna íslenZka alþýðusið að . borða soðningu í flest mál — fá hins vegar hséstar bætur fyrir álögur sem bitna naum- ast á þeim. Ef við tökum dæmi af vísitölufjölskyldunni hefur hún nú rúmar 10.000 krónur á mánuði í kaup, en til þess að ná þvi marki þarf Dagsbrúnarmaður að vinna mikla eftirvinnu og helgidaga- vipnu. Ef hækkunin- á soðn- ingunni veldur 2% vísitölu- uppbót, hækkar kaup, vísitölu- fjölskyldunnar um 200 krónur á mánuði. En til eru launa- menn sem eru hátt hafnir yf- ir vísitölufjöldskylduna — til að mynda Bjarni Benedikts- son forsætisráðherra. Hanil hefur í ráðherralaun og þing- mannslaun 40—50 þúsundir króna á mánuði. Hækkunin á vísitölunni mun færa hon- um uppbætur sem nema 800— 1.000 kr. á mánuði, ferfalt eða fimmfalt meira en vísi- tölufjölskyldunni. Hækkun á soðningu og makaríni er tví- mælalaus kjarabót fyrir hann, ekki sízt þar sem útgjöld hans vegna þeirra fæðutegunda munu hafa verið i algeru lág- marki. Övipað ep ástatt um sam- ráðherra hans og býsna stóran hóp hátekjumdnna, en þéir fá með þessari ráðstöfun þeim mun rýmri kjör sem efna- hagur lágtekjufólks þrengist. Ekki að undra Ekki skal því haldið frain að ástæðan fyrir nýjustu efna- hagsaðgerðum ríkisstjómar- innar sé sú að Bjama for- sætisráðherra hafi langað til að hagnast persónulega um nokkrar þúsundir króna á ári, enda þótt alkunnugt sé að hann er ákaflega smár í stjórnarforustu sinni og nær- sýnn í mati. öllu heldur er þessi máflutningur Bjarna til marks um það að hann gerir sér enga raunverulega grein fyrir samhengi efnahagsmála; hann er að verja stefnu yfir- boðara síns, Jóhannesar Nor- dals, án þess að skilja hana. Það er sannarlega ekki að undra, að Jóhannes biðst undan því, sóma sfns vegna, (að vera nefndur í sömu and- I ránni og stjórnmálamenn. — Austrl. um. fluttist hann til Síberíu, gerðist verkstjóri við landnám ríkisins f Flóanum, og réðst nokkru síðar til vegagerðar ríkisins, og nú hefur hann rutt brautir um nágrenni höfuð- borgarinnar í full 30 ár. Fyrst hafði hann lengi umsjón með svæði því, sem Kópavogskaup- stað var síðar helgað, og þar nam hann fyrstur manna land við Nýbýlaveg. 1 stjóm verk- stjórasamtakanna hefur hann verið frá 1949, þá kjörinn í blaðstjóm og fræðslunefnd, rit- stjóri Verkstjórans frá 1949 og í stjóm Verkstjóranámskeið- anna frá 1949. Geir Zoega og verkstjórasambandið gekkst fyrir verkstjóranámskeiðum öðru hverju frá 1938, og urðu þau regluleg annaðhvort ár eftir ‘49, og veitti Adolf nám- skeiðunum forstöðu ‘57 og ‘59. Árið 1961 voru námskeiðin gerð að menntastofnun á vegum Iðnaðarmálastofnunarinnar. og eru þau til húsa f Skipholti 37. . Þar er kennd skipulagstækni, vinnueinföldun, rekstrarhag- fræði, hollustuhættir á vinnu- stað, ' vinnurannsóknir, lýsing D.fl. .,Sú þjóð, sem nýtir ekki rækilega vinnuafl mannsins, hún verður seint fær um að skapa merkilega. menningu“, sagði Adolf við mig eitt sinn, „Vinnan er grundvöllur menn-> ingarinnar og verður að færa fólki góð kjör“, en þau hafa verið og eru með ýmsu móti hér á landi. Hæsta kaup sitt um dagana mun Adolf hafa hlotið á eyrinni 1924. Þá voru honum útborgaðar að vikulok- um 176 krónur, en fyrir auð- æfin keypti hann sér reiðhjól í Fálkanum og spariföt á ein- hverjúm öðrum stað. Kaupið var hlutfallslega engu lægra i gamla daga, en nú. ef greitt var eftir taxta. Það var at- vinnuleysið. sem var óþolandi. Adolf hóf starf sitt við vega- gerðina með hjól- og handbör- um og hestvögnum, þótt bílar væru einnig notaðir. Það þótti svo hátt að moka á þá fyrst í stað, að mönnum féllust hend- ur og krökuðu heldur mölinni í trog, sem tveir menn hvolfdu sfðan úr á bflpallinn, en það var fyrir hans daga. Hins vegar bisaði Adolf grjóti á handbörum á farartækin, og voru fijnm um börumar, einn um hvem kjálka, en sá fimmti til vara. Þá lágu menn oft f flatsæng á jörðinnj í tjöldum og mötuðust í óupphituðum skúrum á vetrum. Árið 1942 keypti Adolf kolaofnsræfil í einn skúrinn og kol fyrir 15 krónur til bess að kynda upp íyrir máltíðir og þótti mikið bruðl. „Það er fjandi hart að þurfa að segja það, en því er ekki að neita, að stríðið leysti at- vinnuvandræði Vesturlanda, færði mönnum betri tækni og betri kjör; þeim sem lifðu. Þá fengu margir Brétar fyret al- mennilega í sig um dagana, og hér varð gjörbylting í tækni á ýmsum sviðum. Vinnuskúrarn- ir .okkar nú á dögum hefðu ýmsum þótt dágóðar íbúðir í þann tíð“, segir Adolf, ov hugsunarháttur fólks hefur einnig breytzt. „Sósíalismanum er líkt farið og guði almáttug- um. Þegar allt leikur 1 lyndi, þá má guð eiga sig á sínum stað, og menn eru ekki að ó- náða hann á neinn hátt með bænum og kvabbi. En ef eitfc- hvað bjátar á, þá er hann þrautalending ærið margra. Eins finnst mér það vera með sósalismann. Margir leiða »lítt hugann að samfélagsmálum, meðan ýelgengni ríkir, og rót- tækar stefnur eru geymdar uppi á hillu, jafrivel þótt vel- gengnin sé vöxtur hinnar rót- tæku baráttu. Hvernig væri umhorfs í dag, ef Sovétríkin hefðu ekki orðið til árið 1917 og haldið velli á hverju sem gekk? Það hefðú eflaust orðið einhverjar framfarir í samfé- lagsmálum. en smátt skammt- aðar víða og eru þó numdar við nögl.“ Adolf hefur skrifað talsvert í blöð og tímarit og haldið tryggð vjð lausavísuna: ,.hún er svo þægilegt glingur, og málið liggur svo vel við“. Hann er talsverður ferðalangur bæði um Skandinavíu, Sovétríkin og hér innanlands, og náttúruskoð- ari, og þykir „lifandi skelfing fallegt á Kili“. Fjalla grætur feldur blár. foldu vætir kinnar, drjúpa lætur daggartár drottning næturinnar. Þetta stef ætti vist að heita náttfall við Hvítárvatn. Það er margt sem hefur bor- ið fyrir Adolf við vegbrúnina. Hann hefur stökkt bandarískri herdeild á flótta, hagrætt kúpu Steinunnar Guðmundsdóttur frá Árbæ í svörtu hári í dys- inni við Kópavogslæk, og lær- leggsbort úr þjófadys á Kjalar- nesi liggur í skrifstofuskúffu hans og gejrir ekkert af sér. Fræðimenn byltu dysþmi, én fundu engar minjar um haug- búa. Hins vegar rakst Adolf á greinileg mannabein í umrót- inu, þegar hann fór að skoða spellvirkin. Hann er gætinn maður og' glögskyggn og giftur sinni góðu konu, Hólmfríði Benediktsdóttur frá Erpsstöð- um í Dölum, 6g þakka honum fróðleiksferðir hér um nágrenn- ið. Bjöm Þorsteinsson. Kaupmenn — Kaupfélög Veiðistengur, 5 gerðir. — Laxa- og silungaflugur, mikið úrval. 20 tegundir af annarri gervibeitu. LÁRUS INGIMARSSON, heildverzlun, Vitastíg 8a — sími 16205. Kaupmenn — Kaupfélög Enskir bama- og unglingasundbolir nýkomnir. LÁRUS INGIMARSSON, heildverzlun, Vitastíg 8a — sími 16205. 3» uW’v- Útgerðarmenn - Skipstjórar Síldarverksmiðjan er tilbúin að taka á móti síld. Mjölnir hf. síldar- og fiskimjölsverksmiðja. Þorlákshöfn. Útgerðarmenn - Skipstjórar Öskum eftir viðskiptum við humar- og togbáta á komandi sumri. — Kaupum síld til frystingar. Meitillinn hf. V Þorlákshöfn. Ódýrir pólskir barna og unolinga gúmmískór með hvítum sólum 50 pör í kassa. Stærðir frá 25 upp í 39. Verð per kassi aðeins kr. 2.934,15. Birgðir takmarkaðar. íslenzk-erlenda verzlunarfélagið hf. Tjamargötu 13, símar 20400 og 15333.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.