Þjóðviljinn - 10.05.1966, Blaðsíða 7
r
Þriðjudagur 10. mai 1966
Þ.TÖÐVILJINN — SlÐA
Stefna Sjalfstæðisflokksins í húsnæðismál-
um er að gera eins lítið og mögulegt er
ÍhaldiS felur ekki verkefni borgarst]órnar oð hafa forusfu um
lausn ibúSaskorfsins og fryggja oð IbúSabyggingar svari fil þarfa
Æskulýösnefnd Alþýðu-
bandalagsins gekkst fyrir
umræðufundi um húsnæð-
ismál í Lindarbæ s.l.
sunnudag. Fundurinn hófst
'kl. 3 og stóð yfir fram
undir kl. 7. Guðmundur
Vigfússon flutti framsögu-
erindi um húsnæðismál-
in en að því loknu hófust
fyrirspurnir þátttakcnda
og svör frummælenda og
annarra. Auk frummæl-
enda urðu fyrir svörum
Guðmundur J. Guðmunds-
son, fulltrúi ASÍ í fram-
kvæmdanefnd byggingar-
áætlunar, Geirharður Þor-
steinsson, arkitckt, full-
trúi Alþýðubandalagsins i
skipulagsnefnd Reykjavík-
ur. Björn Ölafsson, verk-
fræðingur og Skúli H.
Norðdahl, arkitekt. Marg-
ar fyrirspurnir bárust og
urðu umræður fjörugar
og margt fróðlegt kom
fram.
Fundarstjóri á fundin-
um var Sigurjón Péturs-
son, ritari Trésmiðafélags
Reykjavíkur.
Hér er birtur fyrri hlut-
inn af. framsöguerindi
Guðmundar Vigfússonar
borgarfulltrúa. Fjallar
hann um afskipti borgar-
stjórnar af húsnæðismál-
um á liðnu kjörtimabili og
það sem fram undan er
í þeim efnum. 1 síðari
hluta erindisins ræddi
Guðmundur meir um hús-
næðismálin almennt, skipu-
lag þeírra og lánsfjármál
og gerði grein fyrir þeim
nýju félagslegu leiðum
sem Alþýðubandalagið
beitir sér fyrir að farnar
verði til lausnar á þessu
mikla þjóðfélagsvanda-
máli.
Ég hef verið beðinn að hefja
hér umræður um húsnæðismál,
en bau verða umræðuefni þessa
fundar að frumkvæði æsku-
lýðsnefndar Alþýðubandalags-
ins.
Húsnæðismálin eru svo um-
fangsmikil og margþætt að
langt mál og ítarlegt byrfti til
' að géra þeim einhver viðhlít-
andi skil. Ég ætla mér ekki þá
dul í þeim fáu orðum sem ég
‘segi hér, nánast til að vekja
fyrirspurnir og umræður. Ég
mun fyrst / víkja, að bví. sem
gerzt hefur af hálfu borgar-
stjórnar í húsnæðismálum á bví
kjörtímabili, sem er að líða.
Framkvæmdir
Borgin 'hefur á kjörtímabil-
inu keypt 48 íbúðir í tveimur
sambýlishúsum, sem Aðalverk-
takar reistu við Meistaravelli.
Þá hefur borgin sjálf byggt 54
íbúðir í þrem sambýlishúsum
við Kleppsveg. Þessar íbúðir
eru 2ja—4ra herb. að stærð og
eru leigðar fjölskyldum sem
áður bjuggu í lélegu eða heilsu-
spillandi húsnæði. Byggingar-
sjóður Reykjavíkurborgar greið-
ir hálft kostnaðarverö íbúð-
anna, en hinn helming kostn-
aðarverðsins fær borgin sem
lánsfé frá Húsnæðismálastjórn,
samkvæmt 4. kafla laga nr. 19
frá 1965 um Húsnæðismála-
stofnun ríkisins.
Þetta eru fyrstu leiguíbúð-
irnar, sem Reykjavíkurborg
hefur byggt eða keypt til ráð-
stöfunar allt síðan Skúlagötu-
íbúðirnar voru reistar fyrir
rúmum 20 árum. Allar aðrar i-
búðir sem reistar hafa verið á
vegum borgarinnar hafa verið
seldar, svo sem Hringbrautar-
húsin, Lönguhlíðarhúsin, Bú-
staðavegshúsin, raðhúsin við
Réttarholtsveg og Tunguveg,
sambýlishúsin við Gnoðarvog,
og Grensásveg ,og sambýlis-
húsin við Álftamýri. Þessum í-
búðum hafa við sölu fylgthærri
lán en almennt hafa þekkzt
hér á landi, enda þorri þeirra
byggður í því skyni að' útrýma
herskálum og öðru heilsuspill-
andi húsnæði.
Auk íbúðanna við Meistara-
velli og Kleppsveg voru á kjör-
tímabilinu hafnar framkvæmdir
af hálfu borgarinnar við há-
hýsi við Austurbrún. í því húsi
eru 69 íbúðir, litlar íbúðir, nán-
ast eitt gott herbergi og lítill
svefnkrókur og eldhús. Þessar
íbúðir eiga að verða tilbúnar
í júní eða júlí n.k. og eru
samkvæmt samþykkt borgar-
stjómar ætlaðar sem leiguí-
búðir handa öldruðu fólki, ör-
yrkjum og einstæðum mæðrum
með börn á framfæri.
300 íbúðir
\
Samtals er hér um að ræða
171 íbúð sem borgin hefur sjálf
reist á liðnu kjörtímabili.
Ibúðaþörfin í Rvík. á ári er
samkvæmt áætlun bórgarhag-
fræðings um 700 íbúðir og
mun sú áætlun varleg. Á kjör-
tímabilinu hafa verið reistar í
Reykjavík alls um 2500 íbúðir,
þannig að um 300 íbúðir vant-
ar á þessum fjórum árum til
þess að fullnægja áætlaðri og
nauðsynlegri fjölgun íbúða.
Sú vöntun nýrra íbúöa sem
hér kemur fram á að sjálfsögðu
sinn þátt í íbúðaskortinum, en
einnig koma hér til greina
eldri syndir. Hér hafa örsjaldan
s.l. rúm 20 ár verið byggðar
nægilega margar fbúðir til þess
að fullnægja fjölgun fjölskyldna
í borginni og útrýma um leið
á hæfilegum tíma lélegum og
óhæfum íbúðum. Beztur árang-
ur náðist í þessu efni á ný-
sköpunarárunum og svo í tíð
vinstri stjórnarinnar. Utan þess-
ara tveggja tímabila hefur í-
búðabyggingum hrakað og sum
árirl fallið niður fyrir helming
þess sem byggja þurfti til að
anna íbúðaþörfinni.
Ég þarf ,ekki að taka það
fram hér, að því er varðar þátt
borgarinnar í sjálfum íbúða-
byggingunum, , að hann hefur
alla tíð verið með öllu ófull-
nægjandi. Þó skyldi því ekki
gleymt að flokkur meirihlutans
hefur fyrir alllöngu hrakizt frá
þeirri gömlu og yfirlýstu að-
stöðu, að húsnæðismálin væru
borgarstjórninni óvi'ðkomandi og
bezta Iausnin væri að hafa af
þcim engin afskipti. Sterkt al-
mennipgsálit og barátta sósíal-
ista og Alþýðubandalagsmanna
í borgarstjórninni, hefur fyrir
löngu haft þau áhrif, að á
slíkri afstöðu þykir ekki stætt
lengur. Segja má, að núverandi
afstaða og stefna Sjálfstæðis-
flokksins byggist nánast á því
að gera eins lítið í húsnæðis-
málum og unnt er, að komast
af með á hverjum tíma. Alger-
lega er snúizt gegn þeirri stefnu
okkar Alþýðubandalagsmanna
að borgarstjórnin eigi að hafa
forustu um lausn húsnæðismál-
anna og tryggja sjálf að nægi-
lega margar^ íbúðir séu reistar |j
árlega, sé því marki ékki náð *
á vegum einstaklinga eða fé-
lagssamtaka.
Fúabletturinn
Eins og ég drap á áðan hafa
þær íbúðir, sem borgin hefur
reist á undanförnum árum, fyrst
og fremst farið til þess að út-
rýma heilsuspillandi húsnæði og
þá einkum herskálunum, sem
húsnæðislausu fól>i voru fengn-
ar sem vistarVerur upp úr síð-
ustu heimsstyrjöld. Þessar svo-
kölluðu „íbúðir“ urðu á tíma-
biii hátt á sjötta hundruð og
í þeim bjuggu um 3000 manns.
Baráttan fyrir borgarbygging-
um í því skyni að útrýma
herskálunum hefur nú loks
borið þann órangur ' að
mega heita næstum horfnir. Þó
er enn búið í um 30 herskála-
íbúðum og er fullum árangri
á því sviði auðvitað ekki náð
fyrr en síðasti bragginn er rif-
inn og þessi fúablettpr á borg-
arlífinu með öllu afmáður.
En sá þáttur húsnæðisvanda-
málsins, sem veit að útrým-
ingu heilsuspillandi húsnæðis
er þó langtum víðtækari en
svo, að hann takmarkist við
herskálana eina. 1 borginni er
mikill fjöldi lélegra og heilsu-
spillandi íbúða, bæði í eigu
borgarinnar sjálfrar og ann-
arra. Heilsuspillandi borgar-
íbúðir, sem í notkun ei-u, munu
ekki færri en um 200 talsins
og lélegar eða lítt hæfar borg-
aríbúðir miklu fleiri. Heilsu-
spillandi borgaríbúðir eru flest-
ar í Höfðaborg, eða 100 talsins,
auk þess kemur svo borgarhús- |
næði eins og Selbúðir, Grimsþy "
og Bjarnaborg og fjöldi ein-
stakra íbúða í gömlum og nið-
urníddum húsum, sem borgar-
sjóður hefur fest kaup á á
löngu árabili. Hinir svonefndu
Pólar tilheyrðu þessum flokki
íbúða, en þeir voru loks rifnir
til grunna £ sambandi við kaup-
in á húsunum við Meistaravelli.
Af borgarinnar hálfu er því k
hér ólokið miklu og aðkallandi "
verkefni. Og það er vissulega
ekki vansalaust, að höfuðborg
landsins bjóði fátækum barna-
fjölskyldum, öryrkjum eða
sjúklingum sem eru í húsnæði-
ishraki og hvergi eiga höfði
sínu að að halla og 1 ekkert
skjól að venda, upp á þröngar,
þægindasnauðar, kaldar og
rakar íbúðir, sem varla geta
talizt mannabústaðir og eru í
raun og sannleika hættulegar
heilsu manna, ekki sízt barna, "
en barnafjölskyldur eru ein- k
mitt oft fjölmennar í slíku borg- "
arhúsnæði. Hefði verið farið að
ráðum og tillögum sósíalistaog
Alþýðubandalagsmanna í bæj-
arstjórn og borgarstjórn um efl-
ingu Byggingarsjóðs borgarinn-
ar og í framhaldi af því gert
stærra átak í íbúðabyggingum
borgarinnar, væru þessar íbúð-
ir allar horfnar og aðrar. og
heilsusamlegri komnar £ þeirra
stað. Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur séð um að svo yrði ekkl og
þess vegna biður þetta verk-
efni enn úrlausnar og mjög
Framhald á 9. siðu.
Enn er búið í um 30 herskálaíbúðum hér í Reykjavík.
H
! Höfðaborg, sem rcist var á sínum tima að forgöngu núverandi forsætisráðherra Bjarna Bene- ^
diktssonar, eru um 100 hcilsuspillandi íbúðir.
r4
V
t