Þjóðviljinn - 10.05.1966, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. maí 1966 — ÞJÖÐVILJINN _ SÍÐA 3
Guðmundur Vigfússon
Sigurjón
Jón Snorri
Guðmundur J. Guðmundsson
Guðrún
Jón Baldvin
Björn
Svavair
Þórarinn
REYKVÍKINGAR
OPINBER
FUNDUR
G-LISTANS
um borgarstjórnarkosningarnar
verður haldinn í Austurbæjarbíói fimmtudaginn
12. maí og hefst klukkan 9 síðdegis
Stuttar ræður og ávörp flytja 8
efstu menn á G-listanum í
Reykjavík:
• l
Guðmundur Vigfússon, borgarfulltrúi
Sigurjón Björnsson, sálfræðingur
Jón Sn. Þorleifsson, formaður Trésmiðafélags
Reykjavíkur
Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður
Dagsbrúnar
Guðrún Heigadóttir, menntaskólaritari
Jón Baldvin Hannibalsson, hagfræðingur
Björn Ölafsson, verkfræðingur
Svavar Gestsson, stúd. jur.
Fundarstjóri: Þórarinn Guðnason, læknir.
Reykvikingar! FjölmenniS á fundinn!
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ - G-LISTINN
Ky segist ekki munu víkja
fyrir þjóðkjörinni stjórn
Ný átök í uppsiglingu í S-Vietnam eftir yfirlýsingu
hans, Rusk utanríkisráðherra ítrekar stuðning við Ky
SAIGON og WASHINGTON 9/5 — Ky, formaður her-
foringjaklíkunnar í Saigon, sagði á laugardaginn á fundi
með blaðamönnum í Saigon að herforingjarnir hefðu ekki
í hyggju að afsala sér völdum þegar kosningar þær hefðu
farið fram sem þeir hafa neyðzt til að lofa að halda fyrir
haustið.
Eitt ár a.m.k. myndi líða þar
til þeir afsöluðu sér völdum í
hendur þjóðkjörinna fulltrúa.
Ky og félagar hans neyddust
fyrir þremur vikum að lofa leið-
togum búddatrúarmanna að
haldnar yrðu K-~»ningar til lög-
gjafarþings í landinu innan
þriggja til fimm mánaða. Þing
þetta ætti að setja landinu ný
stjórnlög svo að þjóðkjörnir full-
trúar gætu tekið við stjórnar-
taumunum. Búddatrúarmenn settu
það skilyrði fyrir samþykki sínu
við að herforingjarnir færu á-
fram með völdin að sinni, að
þeir afsöluðu sér þeim þegar
að kosningum loknum. Herfor-
ingjarnir létu þá sem þeir hefðu
fallizt á þetta skilyrði,
En á fundi sínum með blaða-
mönnum á laugardaginn sagði
Ky að herforingjarnir myndu
fara áfram' með völd, meðan
þingið væri að semja landinu
ný stjórnalög.
Ný átök
Leiðtogar búddatrúarmanna
hafa enn ekki látið í ljós álit
sitt á þessum ummælum Kys,
en enginn vafi er talinn á að
ef hann tekur þau ekki aftur
muni ný átök hefjast í þeim
hlutum Suður-Vietnam sem eiga
að beita á valdi Saigonstjórnar-
innar. Búddatrúarmenn hafa áð-
ur lýst því yfir að þeir muni
hefja mótmælaaðgerðir þegar í
stað, ef horfur verða á að her-
foringjarnir ætla að tefja fyrir
myndun þjóðkjörinnar stjórnar.
— Verði úrslit kosninganna
þau að mynduð verði hlutlaus eða
kommúnistísk stjóm, munum
við berjast gegn henni. Mig
várðar það engu hvort slík stjórn
er kosin eða ekki, sagði Ky,
Á móti kosningum
Fulltrúar „stjórnmálaflokka“
og sértrúarflokka í Suður-Viet-
nam komu saman á fund í Sai-
gon í gær, sunnudag, og lýstu
þar einróma andstöðu sinni við
að kosningar yrðu haldnar. Þeir
sögðu að slíkar kosningar væru
ekki í þágu þjóðarinnar, vegna
þess hve ótryggt ástandið væri
í landinu, í sveitum sem í
borgum.
Fundur þessi var haldinn í
ráðhúsinu í Saigon, en samtím-
is komu búddatrúarstúdentar
saman til að lýsa yfir andstöðu
sinni við viðleitni herforingj-
anna til að spilla fyrir því að
kosningar verði haldnar.
Rusk styður Ky
Rusk, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, var spurður í sjón-
varpsviðtali í gær hvort hann
teldi ekki að Kv hershöfðingi
ætlaði að svíkja loforðið um
kosningar. Rusk sagði að blaða-
menn hefðu misskilið Ky. Það
væri ekki ástæða til að ætla að
herforingjarnir ætluðu að koma
í veg fyrir kosningar til stjórn-
lagaþings. Ky hefði verið var-
kár í svörum síhum til blaða-
manna, en þeir hefðu þjarmað
mjög að honum. — Mér finnst
ekki að við ættum að kippa okk-
ur upp við þetta, sagði Rusk.
Morse ómyrkur í máli
Wayne Morse öldungadeil^ar-
þingmaður sagði í New York á
laugardag að hernaðaraðstoð
Bandaríkjanna við önnur lönd!
hefði átt meiri þátt í framgangi
kommúnismans en nokkuð ann-
að. Morse sem er Demókrati og
á sæti í utanríkismálanefnd öld-
ungadeildarinnar sagði að aðstoð
Bandaríkjanna væri allt of oft
notuð til að halda harðstjórum
við völd. — Þannig hefur það
verið í Suður-Vietnam og róm-
önsku Ameríku, sagði Morse.
Hann var spurður um þau um-
mæli Kys sem áður voru rakin
og sagði þá:
— Ky er harðstjóri sem Banda-
ríkjastjórn heldur uppi. Það er-
um við sem höldum honum og
leppstjórn hans við völd. ,
Annar bandarískur öldunga-
deildarmaður, Ernest Gruening
frá Alaska, sem einnig er Demó-
krati, sagði í ræðu við háskól-
ann í Lewisburg í Pennsylvaníu:
— Mér virðist það augljóst að
við höfum sjálfir boðið okkur
til Vietnams. Það er sárt að þurfa
að viðurkenna þetta, en ég get
ekki komizt að neinni annarri
niðurstöðu en þeirri að við séum
árásaraðilinn í Vietnam. Það er-
um við sem höfum ruðzt inn í
landið, við erum framandi aðili
sem skiptir sér af.deilum Viet-
n'ama, sagði Gruening.
Fischer dæmdur
Framhald af 1. síðu.
Síðan hefur hann verið í fang-
elsi, sakaður um margvísleg brot
gegn lögunum sem banna „komm-
únistíska starfsemi1' en svo nefn-
ist öll frelsisbarátta hinna kúg-
uðu Afríkumanna. Fischer játaði
fúslega að hann væri félagi i
hinum bannáða kommúnista-
flokki, en neitaði ákærunni um
að hann hefði tekið þátt í sam-
særi í því skyni að fremja
skemmdarverk.
Þegar réttarhöld hófust fyrst
í máli Fischers, í nóvember 1964,
komst brezka borgarablaðið
„Observer" svo að orði:
„Á morgun hefjast í Jóhann-
esarborg réttarhöld í máli ein-
hvers merkasta og hugrakkasta
mannsins af Búaættum. Bram
Fischer lögmaður, maðurinn sem
var verjandi Nelsons Mandela,
hefur verið ákærður fyrir að
vera í kommúnistaflokknum og
stunda bannaða fundi hans. , .
Það mætti segja að hetjulíf hans
sé harmsaga Suður-Afríku í
Fram vann FH
Framhald af 6. síðu.
að FH mundi jafna og taka
forustuna, en Framarar voru
engin lömb að leika sér við
fyrir FH, með Karl Ben, sem
hálfgert „leynivopn‘‘, og aftur
breikkaði bilið í 23:20, fyrir
Fram. Það var greinilegt að
FH-ingar kunnu þessi illa og
sóttu hart og komust í 23:24,
og í því var dæmt vítakast á
Fram, en Páll, sem annars er
ákaflega örugg vítaskytta, skaut
í markmann, og í stað þess að
jafna svona rétt fyrir leikslok-
in, sem hefði verið sanngjarnt,
skorar Gunnlaugur 25. mark
Fram og þannig endaði þessi á-
gæti leikur méð sigri Fram
25:23.
Bæði liðin tefldu ekki fram
öllum sínum beztu mönnum,
því þannig vantaði SigurðEin-
arsson og Tómas í lið Fram,
og Geir og Ragnar úr liði FH.
Eigi að síður náðu bæði liðin
góðum leik, og sannarlega lofar
það góðu um leiki fyrstu deild-
arinnar næsta vetur í þessum
nýju húsakynnum, og segja má
að þetta hafi verið nokkurs-
konar vígsluleikur íslenzkra
liða á sérstöku keppniskvöldi í
þetta sinn.
Beztu menn Fram voru þeir
Gunnlaugur, Guðjón, Þorsteinn
í márkinu, og enda Gylfi. Fram
á góð efni í Sigurbergi og Arn-
ari. Það var líka gaman að
sjá leik Karls Benediktssonar.
og hvemig hann umbreytti lið-
inu meðan hann var inná.
1 liði FH voru beztir Birgir,
Öm, Páll, og enda Auðunn og
Einar. Hjalti slapp sæmilega,
en það var eins og hann ætti
erfitt með að átta sig á skotum
úr hornum, en þaðan fékk hann
nokkur mörk, eins og stundum
áður.
Dómari var Björn Kristjáns-
son og slapp sæmilega.
— Frímann
hnotskurn. Hann er frá Bloem-
fontein, hjarta Búadómsins, afi
hans yar forseti Oranje-nýlend-
unnar og faðir hans var dóms-
forseti Oranje-fríríkisins. Hann,
ólst upp á árunum eftir Búa-
stríðið, þegar mikil beizkja var
í garð Bretá. . . Hann gekk í
háskólann í Höfðaborg, gerðist
sósíalisti og lét sig várða velferð
Afríkumanna, þótt honum væri
þá um og ó að heilsa þeim með
handabandi. Hann fór til Ox-
fords á Rhodes-styrk og sneri síð-
an heim til Jóhannesarborgar,
þar sem hann varð mikils met-
inn lögmaður, . En þegar líða
tók á fjórða tug aldarinnar, of-
bauð honum kreppan, Grástakk-
arnir og þjáningar Afríkumanna
og hann ggkk þá í kommúnista-
flokkinn, sem þá beitti sér gegn
kynþáttakúguninni einn allra
flokka og var í honum opinskátt
til ársins 1950, þegar flokkurinn
var bannaður.
Hann komst í nánari kynni
við stjómmálasamtök Afríku-
manna og var fyrir verjendum
þeirra, fyrst í landráðaréttarhöld-
unum sem stóðu yfir í tvö ár
og síðan í réttarhöldunum yfir
Mandela og félögum hans á þessu
ári. . . Aðeins nokkrum vikum
síðdi- var hann handtekinn, aftur
látinn laus og enn handtekinn,
ákærður samkvæmt lögunum um
útrýmingu komm^nismans“.
Fischer tók dómhum með karl-
mennsku og ró, brosti og rétti
upp þumalfingurinn, en það er
merki sem félagar í Þjóðþings-
flokki Afríkumanna nota. Sonur
Fischers og dóttir voru í réttár-
salnum þegar dómurinn var
kyeðinn upp.
Dómsforsetinn, Wessel Boshoff,
sagði að Fischer væri engum holl-
ur og trúr nema kommúnista-
flokknum.
Einvígið
MOSKVU 9/5 — 13. skákinni
einvíginu um heimsmeistaratit
inn hefur verið frestað til mi
vikudags vegna lasleika Petr<
jans. 12. skákinni sem fór í b
á föstudaginn lauk með iafnte:
og heimsmeistarinn hefur þ
tvo vinninga yfir þegar einvígir
er að hálfu lokið.