Þjóðviljinn - 10.05.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.05.1966, Blaðsíða 10
ÍQ SlöA — íajCtoVILJINN — Þriðjudagur 10. mai 1966 WILLIAM MULVIHILL IFLUGVÉL I HVERFUR| En þau voru ekki svöng, því sð þau höfðu fengið fylli sína af tsamma-melónuim og góðu vatni. Þau voru á iífi. þau áttiu helli og þau höfðu eld. Graee leit af eldinum og á búskmanna-mynd- imar. Smith tók eftir því og hann gerðj sér ljóst, að Grimm- elmann hafði kveikt bálið þarna til þess að Það eyðilegði ekki hina frumstæðu list, en þó nógu naerri ti! þess að þau gætu horft á myndimar. Logarnir dönsuðu, og það var eins og litlu, verumar yrðu lifandi fyrir aug- um þeirra; þær hlupu, hoppuðu. dönsuðu og börðust. — Koma þeir aftur? spurði Graee. Smith sneri sér við og sá að hún var að tala við hann. Hann varð hissa. Þrátt fyrir alit sem þau höfðu orðið að þola í sameiningu, var ljóshærða stúlkan enn fáskiptin, næstum drembileg. — Koma aftur? sagði hann. Hver getur sagt um það? Þessi málverk eru sennilega hundrað ára gömul. En eftir því sem ég Íef lesið þá eru enn tjl villtir úsíkmenn . á þessum slóðum. Hann sneri sér að gamla mann- inum. svo að hann gæti stað- ftegt þetta, — Já, sagði Grimmelmann og kinkaði kolli, — Kannski nokk- ur hundruð, ef þú átt við hreina búsfcmenn. En það eru til aðrir, af blönduðu kynj að hálfu villt- ir. að hálfu með vestræna menn- ingu. Þeir eru hvorki fugl né fiskur. — Það voru búskmenn í Thod- esíu, sagðj Graeé. Afi mjnn tal- aðj oft um Þá. Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu oíi Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyfta) ______SÍMI 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SlMT 33-968. D 0 DI U B Hárgreiðsla við ailra hæfi TJARNARSTOFAN Tjarnarg"tu 10 Vonarstrætis- megin — Sími 14-6-62.” Hárffreiðslustofa Austurbæiar Maria Guðmundsdóttir Laugavegi 13 Sim) 14-6-58 Nuddstofan er á sama stað. — Ég hef þekkt búskmenn, sagði Grimmelman n. — í suð- vestur-Afrífcu. fyrir fimmtíu ár- um, þegar hún var þýzk nýlenda. Við kölluðum þá Standlopers. Þeir bjuggu meðfram ströndinni. Og aðrir inni í landi. Öríitlir menn. Innan við fimm fet. Alveg furðulegt að hugsa ,til þess. Steinaldarimenn í veröld sem 6 sendir eldflaugar út í himin- geiminn. —> Hvemjg í fjandanum geta þeir dregið fram lífið? spurði Bain. —• Á sama hátt og allt ann- að fólk sagði Smith. — Þeir þefckja umhverfi sitt og laga sig eftir aðstæðum. — Þú gerir þetta svo einfalt. andmælti Bain Hann vafði sig inn i ullarteppi og settist við bálið hjá hinum. Fyrix stundu hafði honum verið í’Skalt. i Smith hló. — Ég tala kannski stundum eins og prófetssor, en þetta er rétta svarið. Grimmel- mann er mér áreiðanlega sam- mála. — Hann hefur rétt fyrir sér, sagði Þjóðverjinn. — Þeir eiga heima í Kalahari og í Suðvest- ur-Afríku. Þeir eru enn á stejn- aldarstigi, Veiðimenn, Eins og Ástralíusvertínsjamir, frum- stæðir esk; >r og pygméamir í Kongó. Veiðimenn eftir alda- langa akuryrkju. þorp. borgir og heimsstyrjaMÍT. — En af hverju endiléga hér? spurði Bain — Af hverju gera þeir sér lífið svona erfitt? . — Ég hef lesið að sterkari ættbálkar hafi flæmt þá burt, svaraði Smith — Það er gamla sagan. Sterk þjóð gerir innrás einhvers staðar og frumbyggj- amir eru ýmjst drepnir, gerðir að þrælum eða flæmdir út í næstu fen, upp í fjöllin, út í eyðimörkina. Þeir hafa ekki um neitt að velja Aðkomuþjóðin tekur við frjósamri jörðinni og hinum þægilegu lifnaðarháttum. Sturd’evant kastaði spreki á eldinn og þau sáu hvernig eld- urinn blossaði upp. — Kannski hafa Bantú-negramir drepið þá sagði hann. — Það er álitið að þeir hafi komið frá mið-Afríku, fcannski frá Níigeríu eða þeim slóðum, og haldið suður á.bóginn. Það 'var um svipað leyti sem van Rieberk og hollendingamir komu fyrst á höfðann Við dráp- um þá Hka eða gerðum þá að þrælum. Svo að t>eir Hafa ver- ið milli tveggja elda. Búanna og Bantú-negranna. Þeir voru flæmdlr í stórum stíl til Karoo og Kalahari og á álíka staði. Ég er sjálfur kominn af Búum og ég skammast mín ekki fyrir það. en við höfurp sýnt búsk- mönnum Og hottintotturn hræði- loga grimmd. Það var beitt veiði- hundum, eitri og ég veit ekki hverju. Þeir voru brytjaðir nið- ur eins Qg meindýr. Ég held að ástæðan hafi verið sú að þeir gátu ékki skilið húsdýr eða tamdan fénað Þeir drápu dýr- in gátú ekki skilið eignarréttinn, eignarétt á heimskum dýrum sem höfðu ekki vit á að strjúka. Þau horfðu á hrjúfa, rauð- hærða flugmanninn og sfcildu að hann var siðmenntaður maður. gæddur umburðariyndi. Síðan þau kynntust honum hafði hann verið þungbúinn, gefið fyrirmæli Og talað hörkulega. Nú var hann 'rólegur og öllum leiðbetur, allir voru öruggari. — Við flæmdum þá alla leið út í eyðimörkina, sagði Grimm- eteann. — Mér dettur í hug hliðstæða, hélt Sturdevant áfram. — Ég á við. að vera milli tveggja elda. Síðar gerðist nákvæmlega hið sama. nema í það skiptið bitn- aði það á Búunum sjálfum. Zúlú- amir komu að norðan Qg Bret- amir fóru að sækja á. Búamir flýðu á svæði sem ekki var eins eftirsótt, en það vildi svo til að þar var að finna guli og dem- anta. Þá vildu Englendingamir fá það Kka, — Það er huigsanilegt að búsk- menn séu hér í grennd. sagði Bain. — Við gætum kannski náð sambandi við þá og beðið þá að hjálpa okfcur héðah. — Ég hef ekfcj séð nein merki um þá, sagði Grimmelmann. — Hvaða merkj ættu það að vera? — Að minnsta kosti bein. sagði Þjódvérjinn og benti út í hellinn — Leifar af eldstæð- um. Eitthvað. Ef til vill skjátl- ast mér, en mér finnst einhvem veginn sem það séu mörg hundr- uð ár síðan fólk var í þessum helli. x — Kannski gefur það okkur gætur núna, sagði O’Brian og starði inn í eldinn. Hin sneru sér efcki til hans, heldur að munnan- um, þar sem efckert sást nema kolsvart næturmyrkrið. Grale Monckton skalf. , — Við komúm í hellinn af ævagamalli eðlishvöt, hélt 0‘- Brian áfiram. — Ef búskmenn- imir hafa verið flæmdir hingað, er ekki víst að Þoir hafi haft þessa hellisbúahvöt, Þeir voru vanir að sofa hverja nótt á nýj- um stað og undir beru lofti. — Það gera þeir sagði Grimm- elmann. — Þetta er skynsamleg ályktun. Hann kinkaði kolli þeg- 1 ar Q’Brien hélt áfram. — Það getur verið að þeir hafj farið framhjá þessum helli í vifcunni sem leið, drufckið af vatninu. drepið dýr. etið það og haldið áfram. Hví skyldu þeir setj.ast að á þessum guðsvolaða stað, fyrst þeir gátu rásað um eyðimörkina án þess að þurfa að óttast að deyj.a úr þorsta? Við miðum við okkur sjálf hvað við hefðum tekið til bragðs — Kannski er þessi myndlist- armaður samtímamaður okkar, sagði Smith. Þeir horfðu á vegg- myndimar og sfcuggana sem dönsuðu um þær. Það var dá- samlega fagurt. — Hvemig í ósköpunum geta •þeir dregið fram Hfið í Eyði- mörkinni? spurði Bain. — Hvemig geta þer haldizt þar við? — Þeir em beztu veiðimenn í heimi, svaraði Grimmelmann. — Þeir eru næstum eins og dýr í veiðiaðferðum sinum. Þeir hafa boga Oo örsmáar örvar og þeir nota eitur sitt óspart. Þeir læð- ast að dýrinu, skjóta á það og fyl'gja slóðinni tímunum sám- an, já, oft dögum saman; ,ef þeir hafa einu sinni komizt á slóð dýrs, tapa þeir henni aldrei Eins er það meg ástralíusvert- ingjana. Allir veiðimenn á stein- aldairstigi verða að vera þann- ig, því að þeir ljfa erfjðu lífi. Vopn þeirra eru frumstæð og mega sím lítils gegn stórum villidýrum. Þeir geta aðeins sært dýrin Htlu sári, Þess vegna skiptir eitrið svo miklu máli, Þegar ekki er veiðidýr hafa lifa þeir á melónum eins og þeim sem við vorum að borða og ýmsu öðru; rótum, ýmiskonar rótarhnýðum, berjum, ávöxtum, eðlum og slöngum og hunangi, maura- og fuglaeggjum. eink- um strútseggjum, kjömum, lirf- um. í stuttu málj öllu sem melt- anlegt, er . . Setjig ekki upp skelfingarsvip, vinir mínir. Ef til vill verður allt þetta fljótlega á matseðlinum okkar. Ég vona það að minnsta kosti Á morg- un verðnm við að rannsaka hvað dalurinn hefur annars upp á að bjóða. — Á morgunn verður síðasti dagurinn okikar hér, sagði Sturd- evant. — Ég fer upp á tindinn og svipast um. Við fyllum vatns- könnutmar og förum á næsta stag sem vjrðist þolanlegur Við ÚTGERÐARMENN! Gúmmíklæðum kraftblakkarhjól Vönduð vinna Fljót afgreiðsla GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F. Skipholti 35, Reykjavík — Símar 31Ö55 og 30688 4749 — En Ethel batnar ekki þoit hún fari upp á þilfar. Hún et náföl og skelfur af kulda. ,9‘anley dregur strax úr ferðinni Jæja, það verður þd ekkert úr keppninni. Bara að Ethel batní nú. — Maud og Fred verða hissa á, að hin skuli hafa dregið úr ferðinni og Maud tekur kíkinn og beinir honum að hinum bátn- um. ,,Ég held að Ethel sé sjóveik .... “ „Þá verður þetta nú eng- in skemmtiferð fyrir hana“, segir Fred, „og bezt að hún verði eftir.“ HJOLBARÐAR frá RASNOIMPORT MOSKVA MARS TRADIIMG OO KLAPPAR STÍG 20 SÍMI 17373 Barnaregnfatnaður Regnúlpur — regnsett.— regnbuxur — pollabuxur. R.Ó. búðin Skaftahlíð 28. — Sfmi 34925. VORUTRYGGINGAR TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIRf LINDARGÖTU 9 REYKJAVfK SIMI 22122 — 21260

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.