Þjóðviljinn - 10.05.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.05.1966, Blaðsíða 4
4 SIDA — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 10. maí 1966 Dtgeíaudi: . ^ameirjingarflofckur alþýðu — Sósíalistafloklc- urinn. Ritstjórar: Ivar H. tónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorva’dur Jé'-'.annesson. Ritstjórn. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línúr). Askriftarverð kr. 95.00 á mánuði. Feluleikur IJjarni Benediktsson forsætisráðherra skrifar heilt Reykjavíkurbréf í fyrradag án þess að víkja að því einu orði að borgarstjórnarkosningar eru framundan. Ekki stafar þetta af því að for- maður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki áhuga á þeim kosningum, heldur er það aðferð í kosn- ingabaráttunni að láta eins og Sjálfstæðisflokk- / urinn komi þar hvergi nærri, og Bjarni Bene- diktsson er sá af óhreinu börnunum hennar Evu sem talið er nauðsynlegt að feli sig öðrum betur ef ekki á illa að fara. Kjósendurnir mega ekki hafa neitt ófagurt í huga á kosningadaginn, ekki ríkisstjórnina, ekki Sjálfstæðisflokkinn, ekki Bjarna Benediktsson, ekki þá sem skipa 2. — 30. sætið á íhaldslistanum — aðeins forkláraða á- sjónu Geirs Hallgrímssonar, snyrta samkvæmt bandarískti auglýsingatækni. Öll er þessi kynlega kosningabarátta til marks um sívaxandi átök inn- an Sjálfstæðisflokksins, efasemdir og glundroða. En þeir sem kynnu að vilja efla Geir til átaka við hinn misvitra og stórráða forsætisráðherra skylclu minnast þess, að Bjarni Benediktsson mun ekki halda sig í felum nema í tæpar tvær vikur enn, ag hann hefur á takteinum fjölmörg sendi- herraembætti sem hægt er að nota ef hánn þarf að senda eljará sinn á stjórnmálasyiðinu í póli- tíska útlegð. — m. > - KveSja ti/ húsmæSranna l^að kom skýrt fram á síðasta borgarstjórnar- * fundinum sem haldinn verður fyrir kosningar að íhaldið í borgarstjórn hefuí- litlar áhyggjur af fiskskortinum í borginni. Fulltrúar Alþýðubanda- lagsins lögðu til að Bæjarútgerð Reykjavíkur væri falið málið til gaumgæfilegrar athugunar með það í huga að tryggja Reykvíkingum nægan og góð- an neyzlufisk árið um kring. Tillaga Alþýðu- bandalagsfulltrúanna gerði m.a. ráð fyrir þeim möguleika að Bæjarútgerðin sjálf hséfi rekstur nokkurra fiskibáta til öflunar á nýjum fiski fyrir markaðinn í borginni. Ekki verður um deilt að hér er um mál að ræða sem mjög varðar alla borg- arbúa. Það er hneyksli að Reykvíkingar skuli ekki eiga þess kost langtímum 'saman og það jafnvel á hávertíðinni, að fá keyptan boðlegan neyzlu- fisk í soðið. Og þetta er tvímælalaust mál sem vakandi og ábyrgir fulltrúar fólksins í. borginni eiga að láta sig skipta og leitast við að leysa. tpn íhaldið reyndist ekki á þeirri skoðun. Hand- 7 ^ járnað lið Geirs Hallgrímssonar hafnaði tillögu Alþýðubandalagsins um úrbætur í fisksölumál- unum íhaldið lýsti því yfir að borgarstjórninni væri fiskskorturinn í borginni óviðkomandi og ekki í hennar verkahring að finna leiðir til úr- bóta. Þetta er hreinskilin yfirlýsing og athyglis- verð fyrir Reykvíkinga nú rétt fyrir kosningar til borgarstjórnar. Ekki er ólíklegt að húsmæðurnar í borginni minnist þessarar köldu íhaldskveðju með viðeigandi hætti á kjördegi. — g. ÞJOÐLEIKHUSIÐ Ævintýri Hoffmanns t ' Ópera eftir JACQUES OFFENBACH Leikstjórn, sviðsmyndir og búningar: Leif Söderström Hljómsveitarstjóri: Bohdan Wodiczko Það mun óhætt að fullyrða að almenn ánægja hafi ríkt í Þjóðleikhúsinu á föstudagskvöld þá er frumsýndur var hinn víðfrægi söngleikur Jacques Offenbachs „Ævintýri Hoff- manns", enda eflaust á meðal fremstu óperusýninga á landi öðlast hana aldrei; sár von- brigði og ósigrar verða einatt hlutskipti hans. Óperan greinist í fimm þætti og eru sá fyrsti og síðasti í raun og veru formáli og eftirmáli, umgerð. um ástarævintýri þau sem eru aðal leiksins. Þættir og ríkmannlega og fallega búninga, mikið verk og athygl- isvert í alla staði. Leiksviðin fjögur eru gerð af hugkvæmni og ærinni smekkvísi, skrautleg og ævintýraleg eins og við á, en þó einföld með sínumhætti, þar virðist engu ofaukið, allur búnaður hefur nauðsynlegu hlutverki að gegna. En leik- stjórinn hefur sýnilega yndi af frumlegum tilraunum, og má benda á fortjöld hans, kvik- myndina af skáldgyðjunni Sig- urveigu Hjaltested og ýmsar Ijósabreytingar sem um má deila. Carl Billich æfði kór og einsöngvara og reyndist leik- húsinu sem áður farsæll liðs- maður. Fay Wemer samdi fjör- uga og athyglisverða dansa, en kunnátta og hæfni dansmeyj- anna mætti raunar vera meiri. 1 óp.erunni er mikið um safa- ríka kímni,. én undirtónninn samt sorgiegur .og einn þáttur- inn ósvikinn harmleikur. Ýms- um leikstjórum hefur vístgeng- ið erfiðlega að sameipa hin ó- líkq stef, en Leif Söderström virðist skilja óperuna réttum skilningi, tekst vonum beturað rata hinn gullna meðalveg. Það er okkur Islendingum ó- lítið happ að fá ehn / að njóta skírrar listar Bohdans Wodic- zko, hins snjalla hljómsveitar- stjóra; hljóðfæraleikaramir njóta sín ágæta vel. undir myndugri, öruggri og gerhug- ulli stjórn hans. Þýðingin er verk Egils Bjarnasonar og gott verk að því ég fékk héyrf, en Egill hefur mörgum söngtext- um snúið á íslenzku, vel hag- mæltur og tónnæmur í senn. Hlutverkin em ipörg og vandasöm og ber fyrst að telja Hoffmánn sjálfan, það erMagn- ús Jónsson, hinn ágæta Ijóð- ræna tenórsöngvara, semstarfað Guðmundur Guðjónsson. hefur við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn um skeið og getið sér góðan orðstír. Magnús kom nokkrum sinnum fram á íslenzku sviði fyrr á ámm, mikill söngvari, búinn ýmsum leikrænum ókostum. Ég fæ ekki annað -'séð en hann hafi tekið nærri' ótrúlegum fram- fömm, fágaður heimsmaður í öllum háttum og framburður skýr -og viðfeldinn þó enn megi að finna. Áheyrendur hafá ef- laust búizt við miklu af hin- um velmetna söngvara, en tóku fögrum og vönduðum söng hans óþarflega fálega; ástæðan er sjálfsagt sú framar öðm að leikræna túlkun hans skórtir tilfinningahita og lifandi glóð, snertir mann ekki nóg; hanrí er þrátt fyrir allt ekki sá Hoff- mann sem ætlazt er til. Við hlið hans stendur Niklaus sem áður er getið, það er Sigur- veig Hjáltested, hin ástsæla og mikilhæfa söngkona. Gervið er að vonum ekki sannfærandi, en á blæbrigðaríkan og glæsi- legan söng hennar er oftlega unun að hlýða. Keppinautar Hoffmanns em fjórir talsins og jafnan faldir einum söngvara eins og hér er gert, þeir em ógeðfeldir menn og helztu varmenni í leiknum. Guðmundur Jónsson hefur allt 'frá upphafi . verið h'elztl' mátt- arstólpi ópemnnar íslenzku og honúm treystum við til stór- Xæðanna, enda bregzt ...hann, engra vonum. Það sópár vem- lega að honum sem fyrmm, hann er öruggur. og sviðsvan- ur leikari, mikilúðlegur og hæfilega skuggálegur ásýndum, og beitir mikilli og hljómfag- urri rödd sinni af óbrigðulli smekkvísi; gervi hansskemmti- Framhald á 8. síðu. Guömundur Jónsson. hér, fáguð og listræn umflesta hluti á okkap mælikvarða, vel og vandlega unnin, sungin á íslenzku og af íslenzkum söngv- umm einum. Því miður brestur mig öll skilyrði til að fjalla um atburð þennan, sem vert væri, um raunverulega gagn- rýni getur ekki orðið að ræða. Jacques Offenbach var þýzk- ur Gyðingur eins og margir áf- burðamenn, en fluttist ungur til Parísar og varð konungur franskra óperettuskálda sem kunnugt er; „Ævintýri Hoff- manns" er mesta verk haris og eina óperan sem honum auðn- aðist að semja. Að hennivann hann síðustu ár ævinnar, þrot- inn að heilsu og kröftum, hún var fmmsýnd í París árið 1881, fjómm mánuðum eftir andlát hins dáða tónskálds. Offenbach átti engan þátt í efni og texta, hann er verk þeirra Jules Barbier og Michel Carré, franskra kunnáttumanna á því sviði. Efnið sóttu þeir í ýmsar smásögur eftir E. T.A. Hoffmann, rómantíska skáldið þýzka sem var á meðal fræg- ustu höfunda sinnar tíðar og samdi ópemr að auki. Hoff- mann var jafrían draumóra- maður hinn mesti, veraldar- maður og ásta, drakk ósleitilega og dó aðeins fjörutíu og sex ára að aldri; en hafði ólítil á- hrif á bókmenntir síðari tíma. Þeir Barbier og Carré fóm mjog frjálslega með efnið og gerðu Hoffmann sjálfan að aðalhetju leiksins, draumamanni sem sí- fellt leitar hamingjunnar, en þessir gerast í vínkjallara í Berlín, hann fyllist lífsglöðum stúdentum og' öðruin ungum mönnum, þá kemur Hoffmann inn ásamt Niklaus, hinum raun- sæja förimaut sínum og vini. Skáldið bíður konunnar fögm sem hann ann þá stundina, frægrar söngkonu; glösum er lyft og sungið fullum hálsi, og loks skýrir Hoffmann fráþreni- ur furðulegum ástarævintýrum sínum, sem ekki er unnt að greina frá hér, en verður síðast ofurölvi; keppinautur hans leið- ir söngmeyna fögm út af svið- inu. Ævintýrin þrjú em ólík og margslungin, áhrifamikil og 1/trík, og auðsætt að sviðsetn- ing og túlkun ópemnnar er mikið vandaverk, enda um ýmsar leiðir að velja. Það mun flestra mál að tónlist Offen- bachs sé fögur og heillandi, og búi yfir miklu seiðmagni, glæsi- leg, létt og leikandi; en um leið innfjálg og dulúðug eins og hinu rómantíska og kynlega efni sæmir. Leikstjóri er Leif Söderström, ungur og fjölgáfaður sænskur listamaður, við minnumst þess með þakklæti er hann stjórnaði „Madame Butterfly‘‘ í fyrra með sönnum ágætufn. „Ævintýri Hoffmanns“ reynast vart eins sniðföst í höndum hans, en mjög glæsileg sýning engu síð- ur og heldur huganum föngn- um frá upphafi til loka, og hvergi slakað á listrænum kröf- um. Söderström annast ekki að- eins um leikstjórn og sviðsetn- ingu, hann teiknar leikmyndir Magnús Jónsson og Eygló Victorsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.