Þjóðviljinn - 10.05.1966, Blaðsíða 8
3 SlÐÁ — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 10. maí 1966
Stenbergs Maskinbyrá AB
Stokkhólmi, bjóða enn sem fyrr alls konar tré-
smíðavélar og tæki til trésmíða, svo sem:
Sambyggðar vélar.
Sérstæðar vélar, alls konar.
Kílvélar.
Spónaplötusagir.
Spónlagningapressur.
Hitaplötur til spónlagninga.
SAMBYGGÐ VÉL, (eins og myndin sýnir) KEW,
með 61 cm. borði fyrirliggjandi.
SAMBYGGÐ STENBERGS-VÉL gerð KLA, með
31 cm.borði hentar vel fyrir einstaklinga — verk-
stæði og byggingameistara. — KRAFTMIKIL,
LÉTT OG AUÐVELD í FLUTNINGI.
Einkaumboð fyrir ísland:
Jónsson & Júlíusson
Hamarshúsinu, vesturenda.
Sími: 15-4-30.
Gæzlukonur
óskast til starfa á bamaleikvöllum í sumar.
Umsóknir sendist undirrituðum, fyrir nasstkom-
andi fimmtudag.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.
Verð fjurverundi
frá 10. þ.m. óákveðinn tíma.
Jóhanna Hrafnfjörð, ljósmóðir.
Ævintýri Hoffmanns
Framhald af 4. síðu.
lega frábrugðin hvert öðru.
Mér er torvelt að gera upp á
milli hlutverka hans, meta eitt
upi annað fram, og þó er hann'
ef til vill stórbrotnastur sem
hinn óhugnanlegi doktor Mira-
kel í þriðja þætti. Guðmundur
Guðjónsson hefur jafhan farið
með hlutverk elskendanna
fram að þessu og hlotið lof fyr-
ir sþng og leikr. Að þessu sinni
hlýtur hann loks gerólíkt við-
fangsefni góðu heilli, hann er
uppfinningamaður Spalanzani,
og leikur og syngur af lífi
og sál, frjálsmannlegur og
skemmtilegur og öruggur í
hverri raun.
Ástmeyjar Hoffmanns voru
upphaflega leiknar af einni
og sömu söngkonu og svo
mun oftast gert, enda
er Hoffmann látinn segja að
þær séu margar konur í einni,
listakonan, léttúðardrósin og hin
unga saklausa mær; að mínu
viti býr hin leiðin og sú sem
hér er farin yfir ýmsum kost-
um, skapar íjölbreytni og líf.
Ein þessara ástmeyja er raunar
vélbrúðan Olympia og við-
skipti þeirra Hoffmanns áhrifa-
mikið dæmi um draumóra og
sveimhygli skáldsins. Eygló
Victorsdóttir hefur ekki mikla
rödd, en beitir henni snotur-
lega og leikur af mestu prýði
— allar hreyfingar hennar eins
vélrænar og á verður kosið,
skýr og skemmtileg túlkun. 1
þriðja þætti kynnumst við
hinni sjúku, saklausu og ungu
söngkonu Antoniu, það er Svölu
Nielsen sem virðist eflast og
vaxa við hverja raun. Fram-
ganga hennar er mjög hugþekk
og látlaus, röddin mikil og
blæfögur, enda er það hún sem
vinnur mesta hylli leikgesta,
vekur óskipta og einlæga hrifn-
ingu. Tvísöngur þeirra Magn-
úsar Jónssonar tókst með á-
gætum, en mestri hæð og reisn
náði Svala i lokasöngnum mikla
sem getur vart hafa látið neinn
ósnortinn. Áður en Antonia
deyr heyrum yið snöggvast
rödd framtíðarinnar móður
hennar, og þau fáu orð söng
Þuríður Pálsdóttir mjög inni-
lega og fallega. Þuríður er líka
Gulietta í fjórða þætti, gleði-
konan feneyska, skartbúin og
myndarleg, jafnvíg á söng og
leik; en Þuríður hefur allra
söngkvenna mest komið við
sögu óperunnar íslenzku og
jafnan orðið til sóma.
önnur hlutverk eru minni og
þó mikilsverð á ýmsa lund. Jón
Sigurbjömsson er traustur og
fastur fyrir sem faðir Antoniu,
djúp og sterk bassarödd hans
nýtur sín vel á þessum stað.
Sverrir Kjartansson er liðtæk-
Sendum myndasýnishorn, ef óskað er.
Steingirðingar
H
svalahandrið
í fjölbreyttu og fallegu úrvall.
Sendum um allt land.
Vel girt lóð eykur verðmæti hússins.
Blómaker ávallt fyrirliggjandi.
MÖSAIK k f.
Þverholti 15 — SlMI: 19860
Póstbox 1339.
ur söngvari og leikari og á
mörgum skyldum að gegna;
hann leikur þjónana alla og er
mest vert um Franz, hinn
heyrnasljóa og hlægilega ná-
unga. Sigurður Franzson er
ekki verulega aðsópsmikil
Schlemihl, en hinn unga söng-
vara hef ég ekki áður heyrt
eða séð; Hjálmar Kjartansson
kemur allmikið við sögu í fyrsta
þætti og gerir skyldu sína.
Bryndís Schram er á réttum
stað sem Stella, en bregður
aðeins fyrir í lokin. Kórinn er
ærið fjölmennur og á mikil-
vægu hlutverki að gegna og
ætla ég sízt að kvarta yfir
frammistöðu hans; mest þótti
mér koma ti.l hins hressilega
og fjöruga söngs stúdentanna
í vínkjallara Luthers.
Viðtökur áheyrenda voru
hinar hlýlegustu, einkum að
leikslokum, öllum sem hlut
áttu að máli lengi og vel fagn-
að, og þó mest« hljómsveitar-
stjóra og leikstjóra, hinum
snjöllu listamönnum. „Ævintýri
Hoffmanns" er hugþekk og
glæsileg óperusýning og á eftir
að eignast marga og góða vini.
A. Hj.
útvarplð
13.00 Við vinnuna.
15.00 Miðdegisútvarp. Ólafur Þ.
JónssOn syngur. Claudio Arr-
au leikur Píanósónötu nr.
7. op. 10 nr, 3 eftir Beethov-
en. Konunglega fílharmoníu-
sveitin í Lundúnum leikur
Ófullgcrðu-'hljómkviðuna eft-
ir Schubert; Sir Malcolm
Sargent stjórnar.
16.30 Síðdegisútvarp. C. Rich-
ard, The Shadows. A. Previn
og félagar, N. Luboff kórinn,
V. Silvester og hljómsveit. S.
Franchi o.fl. syngja og leika.
18.00 Sharona Aart>n syngur
lög frá Israel. Erwin Halletz
og hljómsveit hans leika
syrpu af ungverskum lögum.
Winkler-systkinin syngja lög
frá Tyról.
20.00 íslenzkir listamenn flytja
verk íslenzkra höfunda; VI:
Svala Nielsen syngur lög eft-
ir Skúla Halldórsson. Höf-
undur leikur á píanó.
20.30 Dagskrá um skipsskað-
ana frönsku á söndum Aust-
ur-Skaftafellssýslu, saman
tekin af Sigurjóni Jónssyni
frá Þorgeirsstöðum. Flytjénd-
ur: Ingibjörg Stephensen,
Þorsteinn ö. Stephensen, Sig-
urður Benediktsson og
Tryggvi Gíslason sem stjórn-
ar flutningi.
21.50 Forleikur um hebresk
stef op. 34 eftir Prokafjeff.
Hljómsveit Monte Carlb ó-
perunnar leikur; L. Frémaux
stj.
22.15 Mynd í spegli, saga eftir
Þóri Bergsson. Finnborg öm-
ólfsdóttir og Amar Jónsson
lesa (1)
22.35 R. Glawitsch syngur ó-
perettulög.
22.50 A hljóðbergi. Bjöm Th.
Bjömssón listfræðingur velur
efnir og kynnir: Poul Reum-
ert les tvö kvæði eftir Adam
Oehlenschlager: Gullhomin
við tónlist Hartmanns og
Hákon jarl. r
23.25 Dagskrárlok.
úrogskartgripir
KORNELIUS
JÖNSSON
shálavöráustig 8
Veiðimenn
FRANSKIR VEIÐIJAKKAR.
Vinnufatabúðin
Laugavegi 76. — Sími 15425.
IÐNlSÝNINGIN r • • ÆT
‘KQ9ÉF lönsyningin 1966
Athygli er hérmeð vakin á að skv. bréfi
nr. 2 ber að póstleggja þátttökutilkynning-
ar í dag.
Loftorka sf. - tilkynnir
Tökum að okkur hvers konar jarðvegs- framkvæmdir, höfum til leigu öll tæki þeim tilheyrandi. — Gerum 'tilboð ef ósk- að er. (
Loftorka sf.
Verktakar, vinnuvélaleiga. Hólatorgi 2, sími 21450.
Leðurjakkar — Sjóliðajakkar
á stúlkur og drengi. — Terylenebuxur, stretch-
buxur. gallabuxur og peysur.
GÓÐAR VÖRUR — GOTT VERÐ.
Verzlunin Ó.L.
Traðarkotssundi 8 (móti ÞjóðleikhúsinuT.
I i míU lí m
iinii | iiiiii
iTi
Móðir mín,
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR.
Ljtlu-Brekku, Grímstaðaholti,
andaðist í Landakotsspítala 8. þ.m.
Fyrjr hönd tsystkina.
Eðvarð Sigurðsson
ÞÓRUNN ÁSTRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR
frá 'Grafarholti
andaðist í Kaupmannahöfn 8. maí.
Vandamenn.