Þjóðviljinn - 24.05.1966, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 24. maí 1960 — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA J
Uppreisnarmenn létu undan síga í Danang, en
leiðtogar búddatrúarmanna herða andróðurinn
Saigonhersveitir hafa mestalla Danang á sínu valdi, en uppreisnarmenn verjast áfram
í Hue, og búddatrúarmenn hafa boðað til mótmælaaðgerða í Saigon og öðrum borgum
SAIGON 23/5 — Herforingjaklíka Kys í Saigon lét um helgina til skar-
ar skríða gegn uppreisnarmönnum sem búið höfðu um sig í tveim hofum
búddatrúarmanna í Danang í norðurhluta Suður-Vietnams og voru bæði
hofin tekin eftir harða og blóðuga bardaga. Enn munu uppreisnarmenn
þó ekki að fullu sigraðir í Danang og þeir hafa einnig háskólabæinn Hue
á sínu valdi. Augljóst virðist eftir þessa síðustu atburði að engar sættir
geti tekizt með herforingjunum og leiðtogum búddatrúarmanna sem hafa
boðað mótmælaaðgerðir í Saigon og öðrum borgum landsins.
Það var á laugardaginn sem
Saigonhersveitirnar gerðu á-
hlaup á Tan Ninh-hofið í Dan-
ang og tókst þeim að ná því á
sitt vald eftir bardaiga sem
stóð í fjórar klukkustundir.
Uppreisnarmenn urðu að gefast
upp fyrir ofureflinu og voru 700
þeirra teknir höndum. Talsmenn
þeirra sögðu á sunnudag að síð-
an Saigonstjórnin sendi hersveit-
ir sínar norður fyrir einni viku
hefðu 215 menn fallið í Danang
fyrir vopnum þeirra, en um 800
manns hefðu særzt í bardögun-
um.
munu hafa sett það skilyrði fyr-
ir að leggja niður vopn að þeim
yrði fyrirfram veitt uppgjöf saka.
Þær viðræður munu ekki hafa
borið árangur, því að í dag
réðust aðkomusveitirnar á hina
aðalbækistöð uppreisnarmanna,
sem var í Tinh Hoi-hofinu í Dan-
ang.
1 einni frétt var sagt að upp-
reisnarmenn hefðu veitt lítið
viðnám og hefði það ekki skipt
neinum togum að hofið félli í
hendur Saigonhernum. Brezka
útvarpið hafði það hins vegar
eftir fréttaritara sínum að harð-
Um helgina fóru fram samn- ir bardagar hefðu orðið um Tinh
ingaumleitanir milli fulltrúa Hoi-hofið og hefði orðið mikið
uppreisnarmanna og Saigon- mannfall í liði beggja.
stjórnarinnar, en þeir fyrrnefndu Leiðtogi búddatrúarmanna,
Thich Minh Chieu, sem hafzt
hefur við í Tinh Hoi-hofinu
meðan átökin hafa staðið yfir,
var þar ekki þegar hofið féll í
hendur Saigonhernum.
Borgarstjórinn í Danang, Ngu-
yen Van Man, sem stutt hefur
uppreisnarmenn í átökunum við
Saigonklíkuna hefur verið hand-
tekinn og mun hafa verið farið
meg hann til Saigons í dag.
Uppþot í Saigon.
Enn í dag urðu sprengingar og
uppþot í Saigon og voru það
búdd.atrúarmenn sem stóðu fyrir
þeim til að mótmæla aðförunúm
í Danang. I sprengingu sem
varð í hinu þéttbýla kínverska
hverfi borgarinnar eyðilögðust
sex hús.
mönnum í borginni að vera á
ferli á götum hennar eftir kl.
20,30 á kvöldin og fram á morg-
un.
Ky og Thieu fari
Enda þótt herforíngjaklíkan
hafi, a.m.k. um sinn, tekizt ■ að
bæla niður mótspyrnuna í Dan-
ang að mestu, eru engar horfur
a skjótum sigri hennar yfirand-
stæðingunum. Leiðtogar búdda-
trúarmanna í hinum hernumdu
héruð.um landsins virðast sem
fyrr staðráðnir að berjast til
þrautar. Þeir sögðu í dag að
engin önnur lausn kæmi til
greina eftir árásimar á hofin í
Danan.g en að Þeir Ky ..forsæt-
isráðherra“ og Thieu ,,forseti“
yrðu látnir víkja.
Þeir hafa þverneitað að taka
þátt í ráðstefnu sem þeir Ky
og Thieu hafa boðað til í Sai-
gon á morgun, en þar á að fjalla
um „stjómmálaástandið“ í land-
inu.
En þótt fréttamönnum og
fréttaskýrendum komi saman um
að engin ástæða sé til að ætla
að leiðtogar búddatrúarmanna
muni láta af andstöðu sinni gegn
herforingjaklíkunni og húnmuni
þvert á móti fara síharðnandi og
ástandið í hinum hernumdu hér-
uðum S-Víetnams því verða
stöðugt ótryggara, er sagt 'að
ráðamönnum í Washington hafi
létt mjög við að heyra tíðindjn
frá Danang. „Varfærnisleg bjart-
sýni“ ríkir í Washington eftir
að fréttirnar bárust frá Danang
í dag, segir fréttaritari Reuters.
Ekkj vejtti af, því daginn
áður hafði fréttaritarinn það eft-
ir háttsettum mönnum í Was-
hington að Johnson hefði þung-
ar áhyggjur út af gangi máli
í Suður-Vietnam og . áhrifum
þeim sem atburðirnir þar gætu
haft á almenningsálitið í Banda-
ríkjunum. Síðasta Gallupskoðun
hefði leitt í ljós að 54 prósent
Bandaríkjamanna vildu ag banda-
ríski herinn yrði fluttur frá Suð-
ur-Vietnam ef „borgarastríð
brytist út í- landinu.“
Aukið herlið.
Bandaríska fréttatímaritið
„Newsweek" skýrir frá því að
ætlunin sé að f jölga enn í banda-
ríska hernum í Suður-Vietnam
um 125.000 fyrir næstu áramót.
Þá yrðu um 400.000 bandarískir
hermenn í Suður-Vietnam.
Vietnamstríðinn
mótmæli í Aþenu
AÞENU 23/5 — Um 40.000 manns
tóku í gær þátt f fjöldafundi f
Aþenu til að mótmæla hemaði
Bandaríkjanna í Vietnam og.
fylgja á eftir kröfunni um að
staðsetning kjamavopna verði
bönnuð í Evrópu. Fyrir fundinn
höfðu um 10.000 manns tekið
þátt í mótmælagöngu frá Mara-
þon.
---i—■ ■ ■■■— . -
Jarðskjálftar í
Kongó, M fórust
LEOPOLDVILLE 23/5 — Jarð-
skjálfti sem varð í norðaustur-
hluta Kongós i síðustu viku
mun hafa orðið um 90 manns
að bana. Mest varð tjónið í bæn-
um Beni þar sem hundruð húsa
hrundu. Beni er í eldf jallahéraði
þar sem jarðhræringar eru al-
gengar._________________
ÖR hafnaði kröfu
Afríkuríkjanna
NEW YORK 23/5 — Tillaga
Afríkuríkja um að Bretar yrðu
skyldaðir til að beita stjórn Ians
Smiths í Ródesíu valdi fékk ekki
nægilegt fylgi í öryggisráðinu.
Tillagan fékk sex atkvæði. en
níu er lágmark. Með tillögunni
greiddu atkvæði Mali, Nígeria,
Oganda. Sovétríkin, Búlgaría og
Jórdan, en Nýja Sjáland á móti.
Fulltrúar annarra rikja sátu hjá.
Friðsamleg sambúð aðeins
eftir hrun heimsvaldastefnu
PEKING 23/5 — Kínverjar reiða
sig ekki á að Sovétríkin muni
koma þeim til aðstoðar ef stríð
brýzt. út með þeim og Banda-
ríkjamönnum, segir Sén Ji. utan-
ríjsisráðherra Kína, í skriflegu
viðtali sem hann hefur átt við
hokkra blaðamenn frá Norður-
löndum og birt var dag.
— Við erum við því búnir að
verða að komast af án aðstoðar
annarra. Sovétríkin kunna að að-
stoða okkur — en ef til ‘ vill
munu Sovétríkin hefja stríð á
hendur okkur samtímis Banda-
ríkjunum. Við treystum á okkur
sjálfa. sagði Sén Ji.
Þegar hann afhenti svör sín
við tíu spumingum blaðamann-
anna sagði hann að svo virtist
sem ekki yrði hjá því kömizt að
i odda skærist með Kína og
Bandaríkjunum. — Við munum
ekki hefja stríð. en við erum
undir stríð búnir af þvi að hin-
ir bandarísku heimsvaldasjnnar
búa sig undir árásarstríð á
hendur Kína.
Hann sagði það skoðun Kín-
verja að lönd sem byggju við
ólik þjóðhagskerfi gætu búið
saman í friði, en forsenda þess
væri endanlegt hrun heims*-
valdastefnunnar.
Mikil uppþot urðu við Hoa
Dao-hofið, þar sem eru aðal-
stöðvar búddatrúarmanna í bar-
áttu þeirra gegn herforingja-
klíkunni. Vietnamskur hermaður
féll fyrir byssuskoti og rétt í
því áttu- bandarískir herbílar leið
þar fram hjá. Múgurinn réðst á
bílana og kveikti í tveimur1
þeirra. Bandarísku hermennimir
lögðu á flótta og leituðu hælis í
aðalbækistöð hins erlenda her-
liðs í S-Víetnam, en hún er þar
í grenndinni.
Fallhlífaliðar Saigonstjórnar-
innar voru sendir á vettvang,
Bandaríkjamönnunum til aðstoð-
ar og beittu þeir táragasi til að
halda aftur af mannfjöldanum.
Eftir þennan atburð og aðra
svipaða undanfarna daga hefur
bandaríska herstjórnin í Saigon
bannað öllum bandarískum her-
%
Wilson lýsir neyðarástandi
vegna farmannaverkfallsins
Bænda- og verklýðsf lokkar
mynda stjórn í Finnlandi
Gengið um helgina frá stjórnarsamstarfi Miðflokksins,
sósíaldemokrata, símoníta og Lýðræðisbandalagsins
HELSINKI 23/5 — Gengið var um helgina frá' myndun
nýrrar ríkisstjómar í Finnlandi, samsteypustjórnar Mið-
flokksins og verklýðsflokkanna þriggja, Lýðræðisbanda-
lagsins, símoníta og sósíaldemókrata. Samkomulag tókst
þá um stefnuskrá hinnar nýju stjórnar, sem sennilega
mun taka við á föstudaginn.
Það voru sósíaldemókratar
sem höfðu forgöngu um myndun
þessarar „Alþýðufylkingarstjórn-
ar“, eins og hún er nefnd. enda
höföu þeir unnið mikinn si,gur
í síðustu þingkosningum. Talið
er víst að forsætisráðherra verði
leiðtogi þeirra, Rafael Paasio,
nýkjörinn forseti finnska þings-
ins.
ar flokksins voru hlynntir slíku
samstarfi. Sérstaka athygli vakti
afstaða Leskinens, sem á sínum
tíma átti hvað mestan þátt í að
upp úr samvinnu verklýðs-
flokkanna slitnaði. Hann beitti
sér nú eindregið fyrir því að sú
samvinna yrði aftur tekin upp.
Samningaviðræður um stjórn-
armyndun hafa staðið yfir í
margar vikur og þrátt fyrir aug-
ljósan samstarfsvilja samninga-
manna gekk erfiðlega að koma
saman stefnuskránni og ná sam-
komulagi um skiptingu ráðherra-
embætta. Kekkonen forseti
skarst sjálfur í leikinn á föstu-
daginn þegar hann sendi flokk-
unum fjórum bréf, þar sem hann
hvatti þá til að hraða samning-
unum svo að rikisstjómin hefði
verið mynduð áður en Dean
Rusk, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna. kemur til Finnlands
nú í mánaðarlokin og fyrir opin-
bera heimsókn Kosygins, for-
sætisráðherra Sovétríkjanna, sem
væntanlegur er til Finnlands í
næsta mánuði.
Tekur sér með því heimild til að koma í veg fyrir að
verðlag fari upp úr öllu valdi og til annarra aðgerða
LONDON 23/5 — Harold Wilson, forsætisráðherra Bret-
lands,. lýsti í dag yfir neyðarástandi í landinu vegna verk-
falls sjómanna á brezka kaupskipaflotanum sem nú hefur
staðið í rúma viku. Með því hefur hann fengið heimild
til að gera ýmsar ráðstafanir án þess að biðja um sam-
þybki þingsins 1 hvert skipti.
Farmannaverkfallið er farið
að segja til sín. þótt almenning-
ur hafi enn lítið fundið fyrir
því. Um 500 skipum hefur nú
verið lagt í brezkum höfnum af
þvi að áhafnirnar hafa gengið
af þeim bg hefur þetta m. a.
haft í för með sér að útflutnings-
vörur að verðmæti um 5 milj-
arðar króná hafa hrúgazt upp í
höfnunum.
Reynt er að fá erlend skip til
að annast ■ þessa flutninga svo
og aðflutninga á ýmsum nauð-
synjum sem Bretar geta ekki
verið af án, bæði matvælum og
þá ekiki síður hráefnum til iðn- j
höfnum þar sem allt legupláss
við hafnarbakkana er nú óðum
að fyllast. Auk þessa mun leiga
fyrir erlend skip hafa óhagstæð
áhrif á greiðslujöfnuðinn og
mega Bretar þó sízt við því.
Búizt er við að Wilson ætli
sér að nota þá heimild sem
neyðarástandstilskipunin gefur
honum m.a. til þess að láta
brezka sjóliða flytja til brezk
skip í höfnum svo að erlend
komist að. Formaður farmanna-
sambandsins sagði í síðustu viku
að ef sjóliðar yrðu notaðir til
verkfallsbrota gæti svo farið að
öll brezka verklýðshreyfingin risi
upp gegn stjórninni sem þá
mætti eiga yon á allsherjarverk-
gengur ekki í gildi fyrr en þingið
hefur samþykkt hana, og verður
það að gerast innan sjö daga.
Það er þó aðeins formsatriði þar
sem Wilson hefur öruggan þing-
meirihluta.
Tilskipunin um neyðarástand
er gefin út samkvæmt lögum
sem sett voru í hinu mikla alls-
herjarverkfalli brezkrar verk-
lýðshreyfingar 1926, en með þeim
lögum var verkfallið brotið á
bak aftur með þeim afleiðing-
um að verklýðshreyfingin í Bret-
landi hefur varla enn náð sér
eftir það áfall.
Farmenn krefjast styttingar
vinnuvikunnar úr 56 í 40 klukku-
stundir með óskertum launum.
Þeir hafa nú 15 sterlingspund
(1.800 kr.) í vikulaun. 1 Far-
mannasambandinu sem stendur
einhuga að baki verkfiallinu eru
um 65.000 félagar og er búizt við
að í lok þessarar viku muni um
22.000 þeirra hafa gengið í land
og um 700 skip verða bundin
vegna verkfallsins.
Traustur meirihluti
Stjórnin mun hafa traustan
meirihluta að baki, 152 þingsæti
af 200. Eins og áður segir er
búizt við að ríkisstjóm Paasios
taki við völdum á föstudaginn
og er talið að sósíaldemókratar
muni fá sex ráðherra í henni,
Miðflokkurinn (áður Bænda-
flokkurjnn) fimm. Lýðræðis-
bandalag kommúnista og vinstri-
sósíalista þrjá og flokksbrot só-
síaldemókrata sem venjulega er
kennt við leiðtoga þess. Simon-
en, einn. Talið er að núverandi
forsætisráðherra, Virolainen frá
Miðflokknum, muni taka við
. þingforsetaembættinu af Paasio.
Eftir 17 ár
Lýðræðisbandalagið fær nú
aftur aðild að ríkisstjóm í Finn-
landi eftir 17 ára hlé og þessi
stjómarmyndun táknar tímamót
í samskiptum verklýðsflokkanna
og finnskum stjómmálum yfir-
leitt. Það var Paasio sem beitti
sér fyrir því í sósíaldemó-
krataflokknum að leitað yrði
eftir samstarfi við kommúnist-
ana í Lýðræðisbandalaginu, og
þótt það kostaði nokkur átök
innan flokksins var frá upphafi
Ijóst að mikill meirihlutl flokks-
manna og einkum helztu leiðtog-
aðarins, en bæði er það að erfitt
er að útvega skjp með stuttum j
fyrirvara og hitt að þau eiga erf- fialli.
itt með að athafna sig í brezkum 1 Tilskipunin um neyðarástand
Tii sölu
Moskvitch árgerð 1957. — Góður bíll.
Verð kr. 20 þúsund.
HELLUVER SF
Bús'taðabletti 10.
Bókbindarar
%
Óskum að ráða verkstjóra á bókbands-
vinnustofu.
Ríkisprentsmiðjan
Gutenberg.