Þjóðviljinn - 26.05.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.05.1966, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJOÐVILJINN — Fimmtudagur 26. maí 1966 SKÁKÞÁTTURINN Tal og Ciric eru efstir og jafnir í Sarajevo Friðarskákmótinu í Sarajewo í Júgóslavíu, sem haldið er ár hvert til minningar um lok heimsstyrjaldarinnar síð^ri. lauk fyrir skömmu. Úrslit mótsins urðu þau að þeir Mikael Tal og júgóslavneski stórmeistarinn Ciric skiptu með sér efsta sætinu, hlutu 11 v. hvor, 3—4 Ivkoff og Pachmann 10 v., 5—6 Matulowic og Pietzsch (A-Þýzkal)) 9 v Þátt- taikendur voru alls 16. A-Þjóðverjinn Pietzsch hafði fbrustuna lengst af eða allt fram £ 13. umf. en þá varð honum á mjög slæmur fingur- brjótur í unninni stöðu gegn Ivkoff og virtist brotna gjör- samlega við það, a.m.k. tókst honum ekki að vinna skák það sem eftir var. Við skulum nú líta á eina skemmtilega skák frá þessu móti en það eru einmitt sigur- vegararnir sem eigast þar við. Hvítt: M. Tal Svart: Ciric ★ Það hefur orðið að samkomulagi milii Þjóð- viljans og stjórnar Taí’lfé- lags Reykjavíkur. að blaðið birti einu sinni í viku skákþátt á vegum félagsins. Tveir kunnir skákmenn úr hópi taflfélagsmanna munu skrifa þættina, þeir Bragi Kristjánsson og Jón Þór. SkákþáttuT T.R. mun fram- vegis birtast i sunnudags- blaði Þjóðviljans. Sikileýjarvörn 1. e4 2. Rf3 3. Bb5 c5 Rc6 I (Þegar þessi skák var tefld í 12.umf. hafði Ciric 1% v. for- skot fram yfir Tal, svo það er vel skiljanlegt að Tal vilji forð- ast hin margþvældu afbrigði sem koma upp eftir 3. d4.) 3. — Db6 4. Rc3 e6 5. 0—0 Rd4 6. Ba4 Da5(?) (Lítur vel út en reynist ekki eins vel, bezt var sennilega 6. Rxf3 7. Dxf3 — Re7 og siðan Rc6.) 7. a3! b5 8. b4! Db6 (Þar með viðurkennir svartur mistök sín í 6. leik, en eftir t.d. — Rxf3, 9. Dxf3 — cxb4 10. axb4, Bxb4, 11. Rxb5, stæði hvítur, betur.) 9. bxc5 Bxc5 10. Hbl a6 11. Rxd4 Bxd4 12. Re2 Rf6 13. d3 Be5 14. c4! Bxh2t 15. Kxh2 Dc7t 16. Bf4 e5 17. Bg5 bxa4 18. Bxf6 gxf6 19. Rc3 Bb7 20. Df3 — (Leiki svartur nú t.d. Bc6held- ur hvítur betri stöðu með Dxf6 — Hg8 og Rd5.) 20. — 21. Dxf6 22. Df5 23. g3 24. Hxb7! 25. Hbl 26. Dxe5t 27. Rxd5t 28. Df4 29. Kg2 30. Hhl Hg8. Hg6 Ke7 Hag8 Dxb7 Dc8 . He6 Kf8 Kg7 Dc5 Dxa3 -<$> Aðalhluti Sundmeistaramóts íslands háður í Neskaupstað Fyrri hluti Sundmeistaramóts Islands fer fram í Sundhöll Reykjavíkur mánudaginn 6. júní 1966 kl. 8,30 e.h. Keppt verður í eftirtöldum greinum. 1500 m skriðsund karla, 800 metra skriðsúnd kvenna, 400 metra bringusund karla. Þátttökutilkynningar berist Sundsambandi Islands, íþrótta- miðstöðinni í Laugardal fyrir 1. júní 1966. Síðari hluti Sundmeistara- móts íslands verður haldinn á Neskaupstað laugardaginn 25. júní o£ sunnudaginn 26. júní 1966. Keppt verður í eftirtöld- um greinum. Fyrri dagur: 100 m. skriðsund karla, 100 m. bringusund karla. 200 m bringusund kvenna, 200 metra flugsund karla. 400 m skriðsund kvenna, 200 m bak- sund karla, 100 m baksund kv., 200 m fjórsund karla, 4x100 m skriðsund kvenna, 4x100 m fjórsund karla. Síðari dagur: 400 m skriðsund karla, 100 m flugsund kvenna, 00 metra bringusund karla, 100 m bringusund kvenna, 100 m baksund karla, 100 m skriðsund kvenna, 100 m flugsund karla, 200 m fjórsund kvenna, 4x200 m. skriðsund karla, 4x100 m skriðsund kvenna. Keppt er um Pálsbikarinn er forseti Islands, hr. Ásgeir Ás- geirsson, gaf og vinnst hann fyrir bezta afreli mótsins sam- kvæmt gildandi stigatöflu. Þátttökutilkynningar berist til Stefáns Þorleifssonar, sjúkra- húsráðsmanns, Neskaupst., fyr- ir 13. júní 1966. Einnig verður sundþing Sundsambands Is- lands haldið um leið og meist- aramótið. — Sundsamband Islands. Morgun- blaðinu samsinnt I Reykjavík tapaði Sjálf- stæðisflokkurinr. meirihluta sínum meðal kjósenda, missti einn borgarfulltrúa, og litlu munaði að annar glataðist. I Hafnarfirði tapaði flokkurinn nærri 300 ' atkvæðum og ein- um bæjarfulltrúa. I Kefla- vík var tap flokksins um 200 atkvæði. og hann bætti eng- um bæjarfulltrúa við sig þótt þeim fjölgaði um tvo. Á Isafirði minnkaði íylgi flokks- ins um 100 atkvæði. Á Sauð- árkróki helmingaðist fulltrúa- talan úr fjórum í tvo. Á Siglufirði munaði aðeins tíu atkvæðum að Sjálfstæðis- flokkurinn tapaði manni til Alþýðubandalagsins. Á ól- afsfirði reyndist Sjáltstæðis* flokkurinn í verulegum minnihluta meðal kjósenda og meirihluti hans í bæjar- stjóm lafir á broti úr at- kvæði. Á Akureyri tapaði Sjálfstæðisflokkurinn fylgi og einum bæjarfulltrúa. I Vest- mannaeyjum missti Sjálfstæð- isflokkurinn meirihluta sinn í borgarstjóm. Morgunblaðið segir i gær að þessi úrslit sýni að Sjálf* stæðismenn haldi yfirleitt fylgi sínu og auki það sum- staðar verulega; því séu knsn- ingamar sigur fyrir þá. Skal sízt amazt við þeirri niður- stöðu heldur tekið undir gleði Morgunblaðsins; megi fram- tíðin færa Sjálfstæðisflokkn- um marga þvílíka sigi-a. Stað- bundnar ástæður Morgunblaðið viðurkennir þó að -"-’ámunir hafi ,farið mjður“ £ kQsningunum, og þar þurfi að „kryfja or- sakimar til mergjar". Þeirri krufningu er þegar lokið, strax í þriðjudagsblaðinu hafði Bjami Benediktsson nið- urstöður sínar tiltækar: „stað- bundnar ástæður hafa víða ráðið úrslitum“. Sú skýring hefur síðan verið endurtekin í Morgunblaðinu af miklu kappi. Það sem „miður hefur farið“ starfar semsé ekki af heildarstefnu Sjálfstæðis- flokksins og störfum ríkis- stjórnarinnar, heldur af stað- bundnu dugleysi Sjálfstæðis- flokksmanna. Eflaust hafa forsætisráð- herrann bg áróðursmenn hans fyrst og fremst Reykjavík í huga. Nú á að kenna því um að það hafi verið mikil mis- tök að hampa Geir Hall- grímssyni eins og gert var, gengi hans sé svo takmarkað að jafnvel hin makalausa lýð- hylli Bjama Benediktssonar hafi ekki hrokkið sem lyfti- stöng; störf Geirs eru hin „staðbundna ástæða“. Maður- inn sem ætlaði að láta kósn- ingaúrslitin gera sig að mikl- um flokksleiðtoga á nú sjálf- ur að taka á sig skellinn. Skyldi ekki fljótlega losna sendjherrastaða einhverstaðar í veröldinní? — Austri. Mihail Tal (Ef nú e5, þá Dxd3, 32. Rf6 — Hxf6, 33. Dxf6 og Kf8.) 31. Dg5f Kf8 32. De3 Dd6 33. Hxh7 a3 34. Hhl He5 35. d4 Hxd5 (Svartur ákveður að fórna skiptamuninum aftur til þess að reyna að nýta frípeðið á a3 en til þess hefur hann því miður engan tíma.) 36. exd5 Db4 37. c5 a2 38. De5! Dbl 39. Hh8! al—D 40. Dd6t. Svartur gafst upp. (Stuðzt hef- ur veriðf við skýringar Pach- manns úr Schach Echo en rúmsins vegna hefur orðið að stytta þær allmikið.) Jón Þ. Þór SmdnámskeiB Sundnámskeið verða haldin fyrir börn og unglinga ; júní- mánuði og lengur ef næg þátt- taka verður. Námskeiðin fara fram Sund- höll Reykjavíkur, Sundlaugum Reykjavíkur og Sundlaug Breiðagerðisskóla. Þau böm sem voru í 8 ára bekk s.l. vetur, en ekki nutu sundkennslu, geta nú, endur- gjaldslaust, sótt þessi nám- skeig sem standa yfir í 20 , diaga. Þátttökugjald fyrir aðra er kr. 150,00 og greiðist við inn- ritun. Námskeiðin hefjast miðviku- daginn 1. júní en innritun fer fram á viðkomandi sundstöðum þriðjudaginn 31. maí kl 10— 12 f.h, og 2—4 e.h. ÚTBOÐ Sýndur körfu- knaitleikur í kvöld, fimmtud. 26. maí, heldur körfuknattleiksdeild KR eins konar sýni- og kynn- ingarkvöld á körfuknattleik og er öllum þeim,. sem áhuga hafa á íþróttinni, heimill aðgangur. Þjálfari deildarinnar Mr. Thomas Curren, mun stjóma kvöldinu og honum til aðstoðar verða tíu leikmenn úr meistara- flokki deildarinnar Sýnd varða öll helztu undirstöðuatriði 7 í körfuknattleik, ennfremur margvíslegar knattgjafir allar tegundir skota, knattrek og grip svo nokkuð sé nefnt. Þá verða sýndar nbkkrar leikaðferðir bæði í vöm og sókn og svo að lokum svæðispressa. Sýni- og kynningarkvöld þetta er eins og áður er sagt fyrir þá, sem áhuga hafa á körfuknattleik. piltar og stúlkur, ©Idri ssm yngri. Sérstaklega vill” deildin hvetja meðlimi sína til að koma. Hefst kynningarkvöldið klukkan 20.00 og stendur vænt- anlega til 22.00 og fer fram f í- þróttaheimili KR við Kapla- skjólsveg. Tilboð óskast í fullfrágengna raflögn, efni og vinnu, 1 40 íbúða sambýlishús. — Teikninga og útboðslýsinga má vitja í skrifstofu B.s.f. atvinnu- bifreiðastjóra, Fellsmúla 14, gegn 1000,00 króna 'skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 18 fimmtudaginn 2. 'júní 1966 og verða þau opnuð þá. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Stjórn Byggingasamvinnufélags atvinnubifreiðastjóra. Húsnæðismálastofnun ríkisins er flutt að Laugavegi 77, 4. hæð (bygging Landsbanka íslands). HÚSNÆÐISMÁL ASTOFNUN RÍKISINS. EINKAUMB MARS TRADING KLAPPABSTÍG 20 SÍMI 17373 Frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur: Hannes Finnbogason læknir hættir heimilislæknisstörfum hinn 1. júní. — Þeir samlagsmenn, sem haft hafa hann að heimilislækni þurfa að snúa sér til afgreiðslu samlagsins og velja heim- ilislækni í hans stað. Hafið samlagsskírteinið meðferðis. SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR. Lögtaksúrskurður samkvæmt beiðni bæjarritarans í Kópavogi. — Vegna bæjarsjóðs Kópavogskaupstaðar. úrskurðast hér með lögtak fyrir ógreiddum fyrirframgreiðsl- um útsvara ársins 1966 til bæjarsjóðs Kónavoss- kaupstaðar. Samanber 47. gr. laga nr. 51. 1964 Fari lögtak fram að liðnum 8 dögum frá birtingu þessa úrskilrðar, án frekari fyrirvara, ef eigi verða gerð skil fyrir þann tíma. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 11. maí 1966.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.