Þjóðviljinn - 26.05.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.05.1966, Blaðsíða 8
/ g SfÐA’ — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 26. maí 1966 WILLIAM MULVIHILL Þau sátu góða stund án þess að segja neitt. Grace fleygði nýj- um viðarbút á bálið og neistarn- ir þutu upp í loftið og siokkn- uðu hátt uppi í myrkrinu. Þau fundu kuldann úti, kuldann sem tók skyndilegá við af hita dags- ins. — Af hverju komstu hingað aftur? spurði O'Brien. , Grimmelmann leit upp frá eldinum. — Til þess að sleppa, sagði hann. Ég kom hingað til að hitta bróður minn. Hann á héma býli. stóran búgarð. Ég ætlaði að setjast þar að hjá honum og fjölskyldu hans. Hann á fimm syni. Ég ætlaði að deyja þar. — Frá hverju varstu að flýja? spurði Grace. — Frá Evrópu, sagði gamli maðurinn. Evrópa er sjúk. Hún hefur verið sjúk síðan 1914. — Af hverju beiðstu svona lengi? spurði Bain. Gamli maðurinn sneri sér að honum. Ég skal segja þér það. Ég var í heimsstyrjöldinni fyrri eins og allir aðrir. Hún vnr skelfileg. á margan hátt skelfi- legri en hin styrjöldin. Hún var aðeins blóðbað, gegndarlaust blóðbað .... Allan tímann dreymdi mig um að komast aft- ur til Afríku, í friðinn, á stóru, opnu víðátturnar, til frelsisins. En þegar stríðinu lauk var Suðvestur-Afríka tekin af okkur i Versölum. Og svo tóku við erfið ár fyrir Þýzkaland. Bróðir minn og ég unnum þegar við gátum og reyndum að halda lífi í okkur og fjölskyldunni. Það var ómögulegt að leggja nokkuð fyrir. Peningamir voru verðlaus- ir. Árin liðu. Fnreldrar okkar dóu. Okkur hafði tekizt að spara dálítið saman, og eitt köldið komum við okkur saman um að annar okkar skyldi fara. Við vörpuðum hlutkesti og hlutur bróður míns koin upp. Honum tókst að fá far til Swakopmund. Ég hef ekki séð hann síðan. Það var árið 1928. Bain teygði sig eftir viðarbút, kræklóttri, hálfrotinni grein, 20 FÁraifiíxSslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Laugavegi 18 III. hæð (lyftal SÍMI 24-6-16. P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SlMT 33-968. D Ö M U R Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10 Vonarstrætis- megin — Sfmi 14-6-62. HámireiIslHslola BwnfTorbfleiar María Guðmundsdóttir Laugavegi 13 Simi 14-6-58. Nuddstofan er á sama stað. sem hann mundi að hann hafði tínt upp daginn áður. Það var furðulegt að taka eftir og þekkja aftur smá trjábút, en þeir voru þýðingarmiklir. — Og næsta ár var 1929. sagði Smith. — Já, sagði Grimmelmann og starði inn í eldinn. Það var upp- lausn í Þýzkalandi. Það var engin atvinna, engin peningar. Ég gat ekki farið. Ég fór til Bremerhaven og einhvern veg- inn tókst mér að ná mér í vinnu. Ég fór að læra ensku á kvöldin. Spyrjið mig ekki hvers vegna; sennilega hef ég haldið að það kæmi mér að haldi í Suður-Afr- íku. Ég hitti stúlku á námskeið- inu. Ég var á fimmtugsaldri, en áður en ég veit af, erum við gift og mér finnst lífið dásam- legt, eins og manni gat þótt það fyrir stríðið. Við erum ó- sköp hamingjusöm og við eign- umst bam. Ég fæ bréf frá bróð- ur mínum og hann segir mér að hann sé búinn aði ná í jörð í Afríku. Honum hafði tekizt að sannfæra yfirvöldin um að hann væri hollendingur og hann hafði fengið stóra spildu af hrjóstr- ugu landi. Ég hugsa mér að fara með fjölskylduna og setjast að hjá honum, en fyrst þurfum við að eignast einhverja peninga og barnið verður að stækka. — Og svo kemur Hitler, sagði Smith. — Já, sagði Grimmelmann. Adi kemur og það verður ekki úr Afríkuferð; við reynum ekki að komast frá Þýzkalandi. Þessi maður gerir okkur ringluð og áður en við vitum af, er öllum dyrum lokað. Og ég skal ekki ljúga, vinir mínir. Ég studdi hann' frá upphafi; ég lyfti hand- leggnum hátt. Ég var í SA þang- að til morðin hófust; þá fór ég svolítið að átta mig og kom mér smám saman út úr því. Ég gerði mér upp heilsuleysi og með tím- anum gleymdu þeir mér. Ég vann við loftvamimar og fékk að halda lífi, meðan hinir urðu SS-hetjur og hemámsforingjar. En ég'hélt lífi. I Hann sat þögull langa stund. | Hin biðu. ! — En það gerðu þær ekki, i konan mín -og dóttir. Þær fór- ust 1 einni af stóru loftárásun- um. Litla stúlkan mín .... Bain ræskti sig. — Slíkt er gjaldið sem við verðum að greiðþ sagði Grimm- elmann. Hið grimmilega gjald. Ég held ég hafi hálfpartinn tap- að mér um tíma. ég veit það varla. Ég fór burt úr borginni og flæktist um landið. vann á búgörðum og reyndi að gleyma. Það varð aðeins verra. Rússam- ir nálguðust og allt i einu eru Bandarikjamenn í Evrópu og flugvélar yfir Þýzkalandi nótt og dag. Þeir finna mig og ég er neyddur til að fara í Volks- sturm. Gamlir menn og drengir. Nú er þetta ekki lengur styrj- öld; það er þjóðarsjálfsmorð. Við erum sendir af stað til að tefja fyrir Bandaríkjamönnum, ogþeg- ar hinn eiginlegi her yfirgefur okkur til að verja bæ í nánd við Rín, tekst mér að koma lagi á hlutina og við gefumst upp. Drápin eru, úr sögunni. Banda- ríkjamennimir eru sanngjarnir. Þeir hlæja að Okkur, en það skiptir engu máli. Við erum að- eins fegnir því að fá að vera fangar um tfma. Ég man að mat- urinn var góður. — Þú segir það. sagði Smith. Grimmelmann brosti. Stríðinu er lokið. Ég ér gamall maður og þreyttur. Ég get talað ensku og ég fæ góða vinnu hjá ameríkön- unum. Hernáminu lýkur og einn góðan veðurdag fæ ég bréf frá bróður mínum. Það er þriggja ára gamalt og hefur gengið milli manna sem þekktu mig í Brem- erhaven. Ég ákveð að yfirgefa Þýzkaland fyrir fullt og allt. Það tekur meira að segja tvö ár að koma því í kring. Og nú er ég hér með ykkur. — Bróðir binn verður undr- andi, sagði Grace. — Já, sagði gamli maðurinn. Hann verður undrandi. Bain geispaði. Nýr dagur. Honum iéið betur. Smith leit á hann. Er það gott eða ekki? — Ekki. sagði O'Brien. — Gott, sagði Grace. Við erum degi nær björguninni. Bráðum kemur-.flugvél----- Smith kinkaði kolli. Það væri svo tilgangslaust að deyja hér, svelta í hel meðan þau biðu eft- ir hjálpinni sem aldrei kom. Og hann mátti ekki deyja; hann var alltof ungur og átti alltof margt ógert. Hann var líka furðufugl. svartur prófessor við stóran háskóla, lærður maður, tákn. Hann var nauðsynlegur. Hann teygði fram hendumar og sneri lófunum að eldinum. Von. Það var lyfið sem hélt þeim uppi. Dauðadæmdir fang- ar fluttu vonina með sér að gálg- anum og jafnvel lengra. Lífið var svo ótraust að fólk fann upp alls konar þjóðsögur til að halda óttanum í skefjum. Það var það sem hann var' að gera með því að ímynda sér sjálfan sig nauðsynlegri en þau hin, vegna þess að hann var tákn velgengni, maður sem þörf var fyrir. Ef til vill var þörf fyrir hann, en ef svo var þá stóð það ekki í neinu sambandi við það að hann var blökkumaður. Sú stað- reynd að hann var svertingi, hafði aldrei skipt neinu megin- máli í lífi hans hann hafði aldr- ei fengið að kenna alvarlega á hatri og hleypidómum. Á ung- lingsárum hafði hann þó stöku sinnum orðið yitni að atburðum sem komið höfðu honum úr jafn- vægi, en það hafði verið mjög sjaldan. Hann var af vel stæðu íólki kominn. Faðirinn var mikils metinn læknir við Lincoln- sjúkrahúsið. Móðirin var mennt- uð og víðlesin; hún var upphaf- lega kennslukona við háskóla í Suðurríkjunum en hafði síðar unnið við tímarit í N.ew York. Hann hafði alizt upp á skemmti- legu og menningarlegu heimili, innanum bækur, tónlist og upp- byggilegar samræður. í fyrstu hafði hann gengið í lítinn einkaskóla, síðan í Stony BroOk á Long Island. Hann hafðd ekki fundið fyrir neinum óþægindum í sambandi við að ganga í skóla þar sem flestir nemendanna voru hvítir. Hann kom úr svipuðu umhverfi og flestir hinna piltanna; hann var orðhepi inn, vel upp alinn og duglegur í rþróttum, eirikum tennis. Hann var einn úr hópn- um. Það voru fleiri svartir nem- endur í skólanum, siðfágaðir piltar frá yfirstéttarheimilum og í þessu frjálslynda samfélagi unglinga var lítill greinarmunur gerður. Honum leið eins og blóma í eggi. Laugardaga og sunnudaga dvaldist hann hjá foreldrum sínum í borginni og þegar hann eltist fór hann að sækja leikhús og samkvæmi. Hann var orðinn hár og liðugur og var búinn að opna ávísanareikning í banka. Hann notaði gleraugu og las linnulaust. Þau ’ áttu sumardvalarstað lengra úti á Long Island. þar sem hann dvaldist í leyfinu á- samt móður sinni en faðirinn kom um helgar. Hann lék tenn- is, synti og gróf upp saridskelj- ar. Hann eignaðist nýja vini meðal hvítu nágrannanna og las fram á nætur. Faðirinn keypti handa honum notaðan bíl Og hann lærði að aka á óendanleg- um þjóðvegunum í Suffolk. Hann tók próf frá Stony Brook og byrjaði á Comell. Þá kom Kóerustríðið. Hann gaf sig fram til herjónustu, en var ekki tek- inn. Um skeið las hann læknis- fræði; allir höfðu talið víst að hann myndi feta í fótspor föður- ins. En læknisfræðin átti ekki við hann. Hann hafði kannski kynnzt henni of mikið. Eða þá að hann setti hana í samband við dauða og deyjandi. lyfjaþef og örvæntingarupphringingar að næturlagi. Hann sneri sér að sögu og hafði jafnvel í huga að taka lögfræði og komast í utan- ríkisþjónustu. Hann lauk prófi í Cornell og byrjaði í Harvard. Allt var svo þægilegt, og fyrir- hafnarlaust. Lífið var dásamlegt. Hann hafði litlar áhyggjur af kynþáttavandamálum; hann hugs aði ekki um sjálfan sig sem svertingja og honum leiddist það stundum og hann hafði sam- vizkubit vegna þess. Honum fannst hann eiga kynþætti sín- um skuld að gjalda, að hann ætti að verða talsmaður, bar- áttumaður gegn óréttinum, stjómmálaforingi. En hann hélt sig í hinum akademíska heimi og varð um kyrrt í Harvard sem kennari og síðar dósent. Þegar þau voru komin frá bálinu og lögzt fyrir, lá Grace Monckton lengi og starði út í myrkrið. Hana langaði til O'- Briens; henni fannst hún vera þördur sjjóari BRUNAIRYGGINGAR TRYGGID ÁÐUR EN ELDUR ER LÁU$ Á EETIR ER ÞAD OF SEINT TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRf LINDARGÖTU 9 • REYKJAVfK • SÍM» 22122 — 21260 ABYRGÐ A HUSGOGNUM Athugið, oð merki þetta sé ó husgögnum, sem óbyrgðorskírteini fylgir. Kauþið, rönduð húsgögn. HUSGAGNAMEISTARAFELAG REYKJAVIKUR LEDURJAKKAR RÚSKINNSJAKKAR fyrir herra fyrir drengi Verð frá kr. 1690,00 VIDCÍRDIR LEÐURVERKSTÆÐI ÚLFARS ATLAS0NAR Bröttugötu 3 B Sími 24678, 4761 — I Norfolk a Ethel við erfiðleika að etja. Hún hittir móður sína oft og ásökununum linnir ekki. — 1 dag er það sér- staklega slæmt. — Ég þarf að tala við þig, byrjaði móðirin ströng á svip. Ég hef látið rannsaka fjármál fyrirtækisins og útkom.an er ánægjuleg. En áður fyrr lét stjórn fyrirtækisins alltaf leggja til hliðar varasjóöi þegar viðskiptin gengu vel. Það lítur ekki út fyrir að Stanley hafi hugsað út í þetta! Ethel stillir sig um að svara þessari ásökun. * BILLINN Rent an ícecar Sími 1 8 8 3 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.