Þjóðviljinn - 26.05.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.05.1966, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVItJINN — Fimmtudagur 26. mal 1966 Otgefandi: Sameiningarflolctour alþýdu —. Sósialistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurdur Guðmundssoö, Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson, Auglýsingastj.: Þorva’dur JJkannesson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skóiavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 35.00 á mánuði. Kjaramálin f^yrir kosningar hvatti Alþýðubandalagið launa- menn til þess að veita sér aukið brautargengi og efla þannig alþýðusamtökin í þeim kjarasamn- ingum sem nú eru framundan. Launamenn tóku undir þetta sjónarmið með verulegu auknu fylgi, ekki sízt í höfuðborginni; er ekki efa bundið að taflstaða verklýðsfélaganna hefur styrkzt 'til muna af kosningasigri Alþýðubandalagsins ann- arsvegar og tapi atvinnurekendaflokksins hinsveg- ar. Enginn skyldi þó ætla að árangurlnn komi sjálfkrafa eins og manna af himnum; því aðeins gera hinar nýju aðstæður gagn að þær séu hag- nýttar af þrótti og atorku af verklýðssamtökun- um og laumafólki á hverjum vinnustað. Ýmsar undirbúningsviðræður eru þegar hafnar milli al- mennu verklýðsfélaganna annarsvegar og at- vinnurekenda og ríkisstjórnárinnar hinsvegar, em verkafólk þarf að búa sig undir að fylgja þeim formlegu viðræðum eftir með afli samtaka sinna og þróttmiklum og áhrifaríkum baráttuaðferðum líkt og gert var á síðas'ta sumri. rr\ J kosningabarát'tunni var margsinnis á það minmz’t að á undanförnum árum hefði vöxtur þjóðar- teknanna á fslandi verið örari em víðast hvar arm- arstaðar, og væru íslendingar nú þriðju í röð þjóða í Evrópu að því er varðar þjóðartekjur á mann og þar með ein efnaðasta þjóð í heimi. En með þessa ánægjulegu staðreynd að bakhjarli verður enn Ijósara en fyrr hversu ramglát skipting þjóðar- teknanna er og hversu mikil sóun viðgengst í þjóðfélaginu. Tekjur verkafólks fyrir venjulegan dagvinnutíma eru miklu lægri hér en annarstað- ar þar sem þjóðartekjur á mann eru hliðstæðar; 7 - vinmutíminn hér er miklu lengri en ýfirleitf er tal- ið sæmandi annarstaðár. Eigi verkamenn að njóta hinnar auknu velmegunar í tekjum verða þeir að ieggja á sig vinnuþrælkun. sem er háskaleg og ó- sæmileg í nútímaþjóðfélagi. Að vísu má segja að miklar vinnuskorpur eigi simn þátt í aukningu þjóðarteknanna, einkanlega í sambandi við fisk- veiðar og fiskiðnað, en að allt of miklu leýti stafar hinn langi vinnutími af skipulagsleysi atvinnurek- emda og stjómleysi á framleiðslunni. En sé um áð ræða langan vinnutíma af þjóðfélagslegri nauð- syn ber að tryggja þeim mun lengri leyfi á móti. Það er eitt meginverkefni alþýðusamtakanna að l?ysa þennan vanda, stytta raunverulegan vinnutíma og hækka dagvinmukaupið. Aðstæður til að ná árangri eru nú betri en oftast áður; at- vinnurekendur á fjölmörgum vinnustöðum viður- kenna í verki með yfirborgunum að umsamdir kauptaxtar eru til muna of lágir, og framundan er auðsiáanlesa stóraukin eftirspurn eftir vinnu- afli. Þau hagkvæmu skilyrði ber að hagnýta til hins ýtrasta. — m, Minning: Þórdís Albertsdóttir Drag skó þína af fótum þér — kannski hefur þú gott af því í önnum og ysi hversdagsleik- ans að staldra við andartak: Samferðamaður þinn hverfur af sviðinu — fyrir fullt og allt, þetta eru þín síðustu orð til hans: Þórdís Altoertsdóttir, sem jarðsungin verður í dag frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði var fædd á Vestdalseyri við Seyð- isfjörð 10. júlí 1898. Voru for- eldrar hennar Albert Sigurðs- son, sjómaður og kona hans Helga Jónsdóttir. Þau Albert og Helga eignuðust 7 börn og eru nú eftir af þeim að>eins þrjár systur. Á öðru ári flyzt Þórdís með foreldrum sínum suður í Garða- hrepp og síðan til Hafnarfjarð- ar bg ólst þar upp í foreldra- húsum. Um tvítugsaldur veiktist Þór- dfs af illkynjaðri liðagigt og bar aldrei sitt barr til fulls síðan, en lá heilt ár algjörlega rúm- föst. Eftir að hún komst til nokkurrar heilsu átti hún at- hvarf sitt og heimili hjá systr- :jm sínum, sérstaklega Maríu, sem búsett hefur verið alla tíð í Hafnarfirði og manni hennar Kristni Magnússyni, málara- meistara. Mun samband þeirra systra háfa verið óvenjutraust og tryggð Þórdfsar við systur sína og afkomendur hennar frábært. 1 október 1948 gekk Þórdís að eiga eftirlifandi eiginmann sinn Jóhann B. Guðmundsson, ættaðan af sömu slóðum og hún. Heimi'i þeirra var alla tíð í Ytri-Njarðvík. Þetta er örstutt saga eins einstaklings i miljónahafinu, en samt sem áður sérstök saga bundin aðeins við þennan eina sem hann á, kannski lærdóms- rík fyrir okkur hin sem stönd- um álengdar. Gefum okkur að minnsta kosti tóm til að kveðja. Ef til vill er eðlilegasta krafa ökkar til lífsins sú. að guð gefi okkur þrek og heilsu til full- kominna starfa meðan dagur telst á lofti. Sú er þó raunin á, að á þessu er allmikill mis- brestur, stundum alvarlegur. Sú samferðakona okkar, sem við kveðjum hér í dag fékk að reyna þetta í ríkum mæli. í blóma lífs síns. þegar von- irnar eru hvað bjartastar um hamingju og heilsu, er hún svipt starfskröftum að verulegu leyti og fær þá aldrei til fulls. Á seinni árum stendur dauðinn jafnan á næsta leiti, liggur stöðugt í leyni tilbúinn að hremma bráð sína. ef ekki er gætt nægilegrar varkárni. En þess gætti ekki í daglegri framkomu Þórdísar, að þessi væntanlega heimsókn yllihenni neimvn kvíða, hún tók hinu óumflýjanlega ekki einungis með fullkominni ró, heldur með stöðugu brosi á vör og hugarjafnvægi að því er virtist. Hversu oft, sem við syngjum: Veri dauðinn velkominn .... brestur okkur að jafnaði þá hugarrósemi, þegar á reynir, sem sýni að allur hugur fylgi máli. Þess vegna stöndum við lítiltrúaðir álengdar og undr- umst stórlega, þegar við sjá- um lífstrúna ná svo áþreifan- lega út yíir gröf og dauða eins og raun bar vitni í lífi Þórdís- ar Albertsdóttur. Það er reynsla út af fyrir sig að koma í heimsókn tií þess er árum saman hefur verið merktur dauðanum — óg veit að svo er. Hin frábærlega gestrisna kona veit, að sá gestur, er næst ber að dyrum. getur verið hinn síðasti. Eigi ' að síður breytir hún í engu háttum sínum og rólegu fasi. Með brosi á vör, ekki hvers- dagslegu, tilbúnu, heldur því sérstæðrar tegundar, er hin fullkomnasta gestrisni ein leið- ir í ljós, rís hún á fætur. er barið er að dyrum og býður gestinn velkominn, — jafnvel hinn allra síðasta gest. er tek- ur húsráðanda með sér í ferð- ina dularfullu, serp fyrr og síðar hefur vakið spuminguna: Er nokkuð hinum megin? En þannig hefði ekki þurft að spyrja Þórdísi — hjá benni hafði efinn þokað algjörlega til hliðar fyrir vissunni, þeirri fullkomnu trúarsannfæringu, að á bak við hið dularfulla ógagn- sæja tjald, sem aðskilur líf og dauða, þar biði annar og full- komnari heimur. Þessvegna var heimpóknin' síðasta í hennar augum kannski hjn allra á- nægjulegasta, ef ekki hefði komið til hin takmarkalausa umhyggja hennar og fórnar- vilji fyrir maka sinn og skyld- menni. Það var lærdómsríkt fyrir heimiliskunningja að fylgjast með viðbrögðum hinnar elsku- legu húsmóður, sem að síðustu treysti sér ekki til að rí.sa úr sæti og fagna gestum sínum við heimsókn. Brosið var óbreytt, og að- spurð um heilsu var allt i lagi — hún þurfti bara að fara svo- lítið varlega, yfir engu var kvartað, sízt eftir að öllum var ljóst að ört dró að ævilokum. Efalaust hefur hugsunhennar 1M &+ B. Kjartansson Fáein kveðjuorð Fyrir nokkrum dögum bár- ust mér þau hörmulegu tíð- indi, að skólabróðir minn, Kjartan B. Kjartansson lækn- ir, hefði látizt eftif skammvinn veikindi. Mig setti hljóðan við þessa óvæntu harmafregn. Eg hafði skömmu áður haft óljós- ar fregnir af veikindum hans, en vissi ekki gjörla, hversu al- varlegs eðlis þau voru. Leiðir okkar K'.jartans lágu fyrst saman í Menntaskóla Reykjavíkur og síðan áttum við samfylgd í læknadeild Háskóla íslands, allt til lokaprófs í læknisfræði. I læknadeildinni tókust með okkur góð kynni. Kjartan reyndist mjög áhuga- samur og ágaptur námsmaður, enda étti læknisfræðin húg hans. Hann sótti víða fanga utan námsbókanna. At- hygli fians en jafnframt gagn- rýni á það, sem hann las, var skörp. Hann var ódeigur í orð- ræðum við okkur námsfélaga^ --------------------------------- Þriðjungur allra olíubirgða heims í Sovétríkjunum? i MOSKVU 24/5 — Það’ kann að koma í ljós að meira en þriðj- ungurinn af öllum olíubirgðum heims sem enn eru í jörðu sé í Sovétríkjunum, sagði Valentín Sjasjin olíumálaráðherra dag. Hann kvað miklum fúlgum verða varið til þess að nýta 300 nýjar olíulindir fyrir ársíok 1970 þeg- ! ar yfirstandandi fimm ára áætl- un lýkur. Olíuframleiðslan myndi aukast um 20—22 milj- j ónir lesta á hverju ári á tíma- j bilinu 1966—1970, 1 sína, rökvís í betra lagi, fylg- inn sér og varð ekki komizt upp með moðreyk í orðaskipt- um við hann, þegar talið hneigðist eins og reyndar oftast á þeim árum að aðalviðfangs- efninu, læknisfræðinni. Oft brá hann fyrir-sig þurrlegri kýrnni,®- sem afvopnaði andstæðinginn, enda hafði hann þar á valdi sínu hvasst vopn, sem hann að vísu beitti af hófsemd. Því fer fjarri, að Kjartan hafi ver- ið rykfallinn bókao/mur. Hann kunni vel að meta góðan fé- lagsskap og hristi gjaman af sér hversdagsleikann við skál í kunningjahópi og var þá jafnan glettinn og spaugsamur. Það voru glaðir og reifir sexmenningar, sem luku prófi á þorra 1960, enda að baki langt og oft á tíðum strangt nám og framundan heillandi starf. Sízt varði okkur þá, að svo skjótt yrði höggvið skarð í hóp okkar. Að loknu prófi tvístr- aðist hópurinn, flestir leituðu framhaldsnáms. Það lýsir nokk- uð Kjartani, að hann valdi sér að viðfangsefni þá grein lækn- isfræðinnar, sem mannleg þekk- ing nær hvað skemmst og einna flestum spurningum er enn ó- svarað. Víst er, að sú raun hefur freistað hans, enda minn- ist ég þess, hversu glaður og reifur hann var, er fundum okkar bar síðast saman fyrir tæpum þremur árum, en þá hafði hann nýlega tekið þessa ákvörðun og hafjð starf í sér- grein sinni. Svo sem vænta mátti vandaði hann undirbún- ing fyrir ævistarf sitt sem bezt og hafði nærri lokið þeimund- irbúningi, er hann féll svosvip- lega frá. íslenzk læknástétt er snauðari en áður, en mestur harmur er þó að ástvinum hans kveðinn. Orð mega sín lítils á slíkum raunastundum, en þó vildi ég ljúka þessum fátæklegu kveðjuorðum með því að tjá konu hans og börn-, um, foreldrum og öðrum ætt- ingjum dýpstu samúð mína. Guðmundur Georgsson. fetað í fótspor trúarleiðtogans, sem sagði; Því er gott að taka, ég. á góða^ heimvon .... I sögu lands og þjóðar köll- um við slíka ró æðruleysi gagn- vart óumflýjanlegum örlögum hetjuskap, — hver sem í hlut á. Það er ekki öllum gefið að berast mikið á eins og það ^r orðað — hinn svokallaði nafn- lausi múgur verður ævinlega fjölmennastur í sögupni. Eigi að síður heldur hver einstak- lingur sínum sérkennum, minn- isstæður þeim, sem honum kynntust. Heimili þeirra Þórdísar og Jóhanns Guðmundssonar var ein sú vin í eyðjmörk hvers- dagsleikans, — ef um hann má fara svo óvirðulegum orðum — sem undragott var að hvílast við. Þar> réði ríkjum þessi ó- skilgreinanlega alúð gestrisn- innar af hálfu beggja húsráð- enda sem gerði hið vistlega heimili þeirra svo aðlaðandi. Þessvegna gat ein kvöldstund á heimili þeirra verið svo ótrú- lega mikils virði. Sá, semeinsk- is virðist krefjast sjálfum sér til handa í önn dagsins, sá. sem leggur fram alla krafta sína líí’sförunautum sínum til hag- sa'ldar til hinztu stundar, skyldi hann fyrirfinnast lengur í velferðarþjóðfélaginu og öllu kapphlaupinu um lífsgæðin? Ekki er mér kunnugt um einn eða neinn. sem hræsnis- laust á skilið þann dóm að leiðarlokum, að erfitt muni reynast að fyrirfinna fullkomn- ari gerving fórnarviljans en I’órdísi Albertsdóttur. Stundum lítur sannleikurinn út eins og hræsnin einber — sérstaklega er maðurinn er kvaddur hinztu kveðju. Eigi að síður skal hann hér sagður, kunnugir vita, að hér er ekki ofsagt. Mætti ég ekki að síðustu segja það, sem daglega er okk- ar feimnismál að votta virð- ingu og þakklæti mitt og konu minnar til þessarar samferða- konu okkar, sem - hitti okkur á förnum vegi gekk með okkúr tiltölulega stuttan spöl — vákti aldrei á sér athygli með há- vaða og búmbuslætti, tranaði sér ekki fram umfram verð- leika — í stuttu máli: lifði lífi sínu í ró og kyrrð, helgaði þáð umhyggju sinna nánustu, — mætti ég að leiðarlokum fyrir- okkar hönd flytja inniJegustu. þakkir fyrir stutta en elskulega samfylgd. Maka hennar og systrum, sem eftir standa, vottum við innilegustu samúð. Sigurbjörn Ketilsson. laust embætti er forseti íslands veitir, Héraðslæknisembættið í Reykhólahéráði er laust til umsóknar. Laun samkvæmt hinu almenna launa kerfi opinberra starfsmanna og staðaruppbót sam- kvæmt 6. gr. læknaskipunarlaea np 43/1965. Um- sóknarfrestur til 25. júní 1966. — Veitist frá 1. júlí 1966. í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 25. maí 1966.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.