Þjóðviljinn - 26.05.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.05.1966, Blaðsíða 5
T Fimmtudagur 26. maí 1966 — ÞJÖÐVIU'XNIN — SÍDA J HANSHOFMANN listmálari og kennari Hann stundaði nám í Munch- erf óg París og hafði einka- skóla í Mtinchen 1915 — 32. Þýzkir skólar, einkum frasg- ir, voru kenndir við Bauhaus, Blaue Reiter og Brucke. Kenn- arar við Bauhaus voru sumir mestu myndlistarmenn aldar- innar, t.d. Klee, Kandinsky og fléiri. Hans Hofmann vann Ohagstæður vöru- skiptaiöfnuður Samkvæmt bráðabirgðayfir- liti Hagstofu Islands var vöru- skiptajöfnuðurinn í apríl óhag- t<«ss;ður um 70,8 milj. kr. en var hagstæður í sama mánuði í fyrra um 79,9 milj. kr. Inn voru fluttar vörur fyrir 505,7 milj. kr. (402,2) en útflutning- urinn nam 434,9 milj. kr. (482,1) Frá áramótum til aprílloka í ár hefur vörusviptajöfnuðurinn verið óhagstæður um 55,6 milj. kr. en var á sama tímabili í fyrra óhagstæður um 77,8 milj. kr. Inn vtu-u fluttar vörur fyrir 1804,5 milj. kr. (1392,7) en út fyrir 1748.9 milj. kr. (1470,5). ’iðræðnr M»lasíu og Indénesíu DJAKARTA 24/5 — Enn hefur ekki verið tilkynnt hvcnær þær viðræður hefjist sem eiga að binda endi á fjandskap Indónes- íu og Malasíu en utanríkisráð- herra Indónesíu, Adam Malik, sagði í dag að þær myndu hefj- ast fyrir lok mánaðarins. For- -•■^tisráðherra Malasíu. Srezkir kommúnistar: Hert sé barátta gegn fordómum í i*?rð »vðiil!*a uONDON 24/5 — Kommúnista- flokkur Bretlands fór þess í dag á leit við sovézka kommúnista- flokkinn að hann gerði sér far Uffl að herða baráttuna gegn léifum af gyðingahatri sem enn gera vart við sig í Sovétríkjun- um. Framkvæmdanefnd flokks- irjs segir að ástæða sé til að ætla að gyðingar í Sovétríkjunum eigi erfiðara með en trúbræður þeirra í Póllandi að afla sér nauðsynlegra helgisiðagripa. einnig um tíma við Bauhaus. Því nefni ég þessa skóla, að þeir eru saga þýzkrar málara- listar þessarar aldar, upphefð- ar hennar og tvístrunar. Frá því um 1918 fram til 1933 hafði nútímalist verið við- urkennd í Þýzkalandi framyfir það sem þekktist f öðrum löndum. Svo langt voru Þjóðverjar komnir á braut nútímalistar á öndverðri öldinni að 50 gallerí í Þýzkalandi sýndu nútíma- myndlist móts við England og Frakkland þar sem voru bara 2—3 gallerí sem þorðu að sýna hana. 1933 kom>t Ilitler lil valda. Árið eftir var Bauhaus lagt niður. Eftir tvö til þrjú ríkis- stjórnarár nazista höfðu þeir náð að losa söínin við flest skapandi verk merkustu mynd- listarmanna Þýzkalands á tutt- ugustu öldinni. Mesli bjartsýnismaður aldar- innar, Hans Hofmann, list- málari og kennari, andaðist í New York í febrúar 1966. Hann var íæddur í Bæjaralandi í Þýzkalandi árið 1880 og mun því hafa verið orðinn 86 ára er hann lézt. Mér skilst á þeim sem sáu myndir hans nýlega að keriing Elli hafi svo mjög gengið þennan öldung, að í myndlist sinni hafi liann ver-^ ið nútímalegastur allra nú- tímamanna. Þeir semsáumynd- ! ir eftir hann á Tate Gallery fyrir tveimur árum þóttust þekkja mark ungs manns á nýj- ustu myndufn hans máluðum á því ári. Hann var fæddur og alinn: upp í því Þýzkalandi sem átti J merkilcgri málaraskóla þá en | aðrar þjóðir og ruddi brautnýj- ( ungum i listastefnum. Sjálfur , var hann barn þeirra tíma. Aldrei í sögunni hefur þekkzt1 sorglegri hreinsun á skapandi verkum og iistamönnum: naz- istarnir úlbásúneruðu þetta yndislega tímabil Klee og Kan- dinsky sem skammartímabil Þýzkalands.v Myndlistarmenn- irnir tvístruðust fyrir öllum vindum. I landinu ríkti örygg- isleysi gagnvart tilraunum í myndlist. Um það bil sem nazistarnir óðu uppi í Múnchen voru Hans Hofmann og kona hans þar , búsett. Frú Hofmann sagði mér einu sinni söguna af ástandinu • þar og það með að hún hafi fengið taugaáfall. Þau flúðu land. Hans Hofmann fór vesturum haf og settist að í New York og kom sér þar upp skóla árið 1934 og hélt hann þar til yfir lauk. Hann gerðist fljótt umsvifa- mikill kennari; hann var afl- gjafi nemendum sínum og veitti þeim þann innblástur sem um munaði, og má telja að enginn annar maður hafi staðið í eins ríkum mæli bak- við nútíma ameríska málara- list og hann. Hann var óþrjót- andi lind hugmynda og upp- örfunar, óhræddur, óþreytandi. Myndlist Bandaríkjanna hefur auðgazt mikillega af skóla hans og Bandaríkjamenn eiga í dag mjög skcmmtilega nútíma- myndlist. Nemendur Ilofmanns eru margir. Sumir eru málarar í heimalandi sínu, enn eru þeir sem náð hafa heimsfrægð, má þar nefna málarana Jackson Pollock og de Kooning, auk margra manna sem gerzt hafa kennarar í málaralist út um öll Bandaríkin. Islendingar sem notið hafa tilsagnar hans eru Nína Tryggvadóttir og Louisa Matthíasdóttir og eflaust fleiri bæði beint og óbeint. Sem kennari var hann stór í sniðum. Hann var fljótur að átta sig á hvar var efni í mál- ara. Minnsta atriði gat valdið honum hrifningu og með því ýtti hann mjög undir sköpun- argleði nemenda sinna án þess þó hann gleypti allt hrátt sem Hofmann: Glugginn — olíuinálverk 1950. þeir gerðu; því vitanlega hafði hann kunnáttu eða snilli til að leiðbeina og hjálpa áleiðis. Hann var orðinn rígfullorð- inn maður þegar sú er þetta rifar kynntist honum, slitiegur, hvíthærður maður. En alls ó- þreyttur þó. Hann kom í vinnu- stofuna á degi hverjum og sagði nemendum sínum til, sumir fengu klapp á öxlina, aðrir strigann sinn eða pappír- inn stórskemmdan af útstrikun- um eða nýjum hugmyndum, Þegar hann fór burt úr vinnu- stofunni hljóp alltaf einhver á eftir honum til að vekja at- hygli hans á því að hann væri með kolsvart nef eða grænt hár, svo hann færi ekki, svona út á götu. Helzta orð sem bar á góma hjá honum og eftirlætisorð hans var orðið: skapandi. Ein- hversstaðar segir hann f rit- aðri heimild: „Gildi listaverks- ins er ókvarðað af grundvall- arskilningi þess.“ Ein hugmynd hans var sú að listin væri ekki fyrir fáeina útvalda heldur ættu all- ir að geta átt hlutdeild í henni; allir ættu að geta verið list- málarar. Myndflöturinn sjálfur skipti hann mestu máli og sveigjan- leiki myndbyggingarinnar, eða öðrum orðum plastísk bygging myndar. Höfuðatriðið var hvem- ig svæðið var nýtt, sjálft rým- ið. Ég frétti ekki af honum í mörg ár og vissi ekki hvort hann var lífs eða liðinn, þar til ég las nýja hugmynd hans í listatímariti að „opna leið á fletinum til rannsókna á tilvilj- unum“ (hazard). Finnst mér líklegt að Hofmann hafi verið hvatamaður tacheismans. Hvort sem sú leið ber í sér nokkurt framhald eða ekki hefur t.d. •Tackson Pollock skapað ófor- gengileg listaverk í þeim anda. Sú stcfna er líka rökrétt fram- hald af hinum skapandi vilja Hofmanns og kenningum þar sem allt var hægt, allt leyfi- lcgt (innan vissra grundvallar- rcglu) og þúsundir litasam- stæðna og byggingarmöguleika standa listamanninum tjl boða. Hann hafði miklu og mörgum að miðla með kennslu. Myndir hans sjálfs hafa eflaust setið á hakanum, svo mikið af fjöri hans fór í að leiðbeina öðrum og gefa þeim kraft. Samt hélt hann sýnirvgu á hverju ári. Á seinni árum fóru myndir Hcfmanns að seljast háu verði. En nú, þegar ■ hann er allur, hefur óhlutlæg list misst höf- uðfrömuð sinn, aflgjafa og ó- gleymanlega persónu. Drífa Viðar. á>- 1. maí í Moskvu 1966 Við búum á Hótel Moskvu, þaðan er mjög stutt á Rauða torgið, þar sem aðalhátíðahöld- in fara fram. Við Islendingam- ir höldum hóp með Dönum, Svíum, Norðmönnum og Rúm- enum. I hópnum eru 8 Danir, 5 Svíar, þar af ein kona, 5 Norðmenn, 2 Rúmenar og við 2 frá Islandi. I-Iópurinn gekk frá hótelinu og upp á torgið. Við komum það seint þangað, sem okkur var ætlaður staður, að her- deildir voru farnar að „mars- éra“ um torgið og hátíðahöld- in voru raunverulega byrjuð. Þau byrjuðu á því að her- deildir gengu inn á torgið í fylkingu. Þær voru með margs- konar stöðu og útlit, bæði sjó- her og landher. Þessar her- deildir gerðu alls konar æfing- ar og stilltu sér síðan upp í margfaldar raðir. Þá þeystu tveir opnir bílar inn á torgið, .' □ Verkalýðssamtökin í Sovétríkjunum bjóða arlega íjölmörgum sendinefndum verkalýðs- félaga víðsvegar að úr heiminum að vera við hin miklu 1. maí hátíðahöld í Moskvu. Tveir fulltrúar Alþýðusambands íslands fóru til Sovétríkjanna á þessu vori og segir annar þeirra, Baldvin Sigurðsson, frá hátíðahöldun- um í grein þeirri, sem hér fer á eftir og hann hefur sent Þjóðviljanum. HEILSULINDARBÆRINN Þórunn MaBnúsdóUir hef- ur dvalizt / í Rúmeníu um nokkurra vikna skeið, að undanförnu. Hér segir hún frá Tusuad Bai, heilsu- lindabænum kunna. Tusnad Bai 14/5 — Hejlsu- lindabærinn Tusnad Bái á sér langa sögu. Þorpið stendurvið ána Oet og er í þjóðbraut þeirri, sem liggur um hrikalegar kleif- ar Karpatafjalla. austan úr Moldavíu norðanverðri til Transilvaniu. Leið þessi var að fomu nefnd ..háls djöfulsins“ og má marka af nafngiftinni. að landslag er þarna erfitt yf- irférðar og áhrif þess ógnþrung- in Nú er þarna áeætur vegur. Það var venja skógarhöggs- manna og annarra ferðaianga að hvílast við ölkelduna „Mof- ata“ þegar þeir komu niður úr „hálsi djöfulsins‘‘. Þeir áðu í skógarjaðrinum við ána og lauguðu þreytta, auma og sára fætur í lækjarsytru sem renn- ur frá lindinni. Þetta varðupp- haf þess, að þarna reis bað- staður. Tusnad Bái er rekið allt ár- ið og tekur aðallega á móti giktarsjúklingum. Venjulegur dvalartími er þrjár vikur og kostnaður við dvölina er 900 lei. Þar er innifalið herbergis- leiga, böð, nudd, o.s.frv., og fæðiskostnaður. Gestir fá fæði í sameiginlegu mötuneyti, en geta fengið matinn sendan í herbergin. Sé móðir hér undir læknis- hendi og hafi barn með sér, er dvalarkostnaður barnsins ekki reiknaður. Læknar eru iier 7—8 og eru launaðir af rfkinu. Launafólk fær lyf einnig ókeypis. Verkafólk, námumenn og sveitafólk greiðir aðeins 150 lei, en sjúkrasjóður greiðir mestan hluta dvalarkostnaðar- ins. Bygging nýs baðhúss ér nú í undirbúningi. Húsið verður reist á næsta ári og á að geta tekið á móti 600 baðgestum samtímis. Ætlunin er, að búa þetta baðhús fullkomnustu tækjum sem fáanleg eru, til baða, rafmagns- og ljóslækn- inga. — Þórunn. sinn frá hvorum enda, og mættust á miðju torginu. I öðrum bílnum stóð hermála- ráðherrann, en í hinum stóð yfirhershöfðingi Sovétríkjanna. Þeir heilsuðu að hermannasið, síðan óku þeir meðfram fylk- ingunum, heilsuðu og fögnuöu hátíðisdeginum. Eftir þessa at- höfn byrjaði herinn ótrúlega skipulagðar og fágaðar göngu- æfingar. Ég taldi í einni fer- hyrndu fylkingunni fjöldann. Þar voru 50 menn hlið við hlið og 50 hver fram af öðrum. Ekki þori ég að gizka á hvaö fylkingai'nar voru morgar, því að bæði var það að þærbreyttu um stöðu í sífellu og einnig var það að ég átti dálítið erf- itt með að sjá vegna fólks, sem skyggði á, en eitt er víst að þær voru geysimargar og allar álíka stórar. Þessu atriði fylgdi feiknalegur lúðrablástur, sem tnörg ’hundruð manns tók þátt í. Næsta atrjði byrjaði með óg- urlegum fallbyssudrunum, og inn á torgið streymdu margs konar vfgtæki. Fyrst æddi fram- hjá fylking dreka, sem bæði gátu öslað láð og lög. Síðan komu skriðdrekar og þar á eftir vélknúðar fallbyssur með gínandi hlaupum, brynvarðir vagnar og alls konar tæki, sem ég kann ekki að nefna. Inn á milli alls þessa þustu menn á hjólum á ofsahraða. Síðan komu eldflaugavopn af margs- konar gerðum, allt frá tiltölu- lega litlum eldflaugum og upp í ægilega risa, ösluðu fram með óskaplegum gný svo loftog jörð titraði. Þegar þessi ósköp voru gengin hjá lá þykkur mökkur yfir torginu, sem þó þynntist fljótt því gola var á. Þá komu sýningar íþrótta- fólks, það var ollt f skraut- klæðum og bar blævængi eða veifur, sem voru í mjög sterk- um litum og sinn litur á hvorri hlið fyrir sig, þannig að með því að snúa þeim yfir höfðum sér gerði fólkið ótrúlega fal- leg litbrigði og alls konar munstur, bókstafi, rósir og jafnvel öldugang. Eftir að þetta dásamlega sjónarspil hafði staðið langa stund leyst- ist allt upp og allar þessar tugþúsundir skrautklædds fólks dönsuðu fagnaðardans eftir hljómlist tröllaukinnar hljóm- sveitar, sem sumir töldu að hafi verið 1000 manns. Er ég ekki í vafa um að það gæti verið rétt því að hljómlistin fyllti svæðið gjörsamlega, svc mikið var tónamagnið. Þegar íþróttafólkið hafði rýmt torgið var allt hljótt. Þá gullu allt i einu við þúsundir barnaradda og geysilegur fjöldi þeirra hentist með fagnaðar- látum á harðaspretti yfir torgið. Þau hurfu öll eins snöggt og þau birtust. Eftir þessar hamfarir var torgið autt og hljótt, en þó heyrðist þungur niður, sem kom frá kirkjunni við enda torgsins. Allir litu þangað í eftirvæntingu og þá byrjaði stóra hljómsveitin að leika „int- ernationalinn" og í því seig fánahafið inn á torgið. Elfan streymdi beggja vegna kirkj- unnar inn á miðsvæðið og varð þar að stóru fljóti, sem barst áfram með söng og fagn- aðarlátum. Þar sá maður alls konar spjöld með slagorðum svo og myndir en mest bar á blómum sem fólkið veifaði. Þarna var sjálft fólkið að fagna unnum sigrum. Miljónir streymdu þarna fram á sigur- göngu sinni. Enginn getur gert sér í hugarlund hvað þetta er stórkostlegt, nema hann hafi séð og heyrt. Við stóðum á annan klukku- tíma og horfðum á gönguna. Þá var klukkan orðin tólf og mál að fara heim. Mér var síðan sagt að gangan hafi stað- ið yfir í 4 tíma og gizkað var á að 4 til 6 miljónir hafi tek- ið þátt í göngunni. Eftir atburðina á torginu tók við sú feiknalegasta máltíð, sem ég hef nokkurn tímann verið þátttakandi í. Máltíðin stóð í 3 tíma, síðan tók við hvíld, sem ekki var vanþörf á eftir allt, sem á undan var gengið. Fyrir kvöldmat fórum við á skautasirkus; þar sá ég það sem ég hélt að væri ómögulegt, skógarbirnir fóru þar á skaut- um alveg eins og menn. Á bak við slikt hlýtur að liggja ótrúlegt starf. Svo læt ég þessu lsta maf rabbi lokið, vonast til að hafa efni í fleiri frásagn- ir. — B.S. i 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.