Þjóðviljinn - 26.05.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.05.1966, Blaðsíða 10
! b I Geng/ð um Krlsuvikurbjarg Fuglar, egg og urðarhörn I nágrenni höfuðborgarinn- ar er fjölskrúðugt fuglalíf — fjölskrúðugra en marga grun- ar. — Þó eru margir Reyk- vikingar áhugasamir fugla- skoðarar og fuglavinir. Bezti tíminn til fuglaskoð- unar er á vorin, þegar farfuglarnir koma í stórum hópum, setjast á haestu hús og trén í görðunum — eða í fjöruborðið, — hvíldar þurfi eftir langferðina yfir hafið. Vorið líður og varptíminn hefst. — Reykvíkingar þurfa ekki endilega að fara iangt til að fylgjast með heimilis- lífi fuglanna. — Til dæmis verpir svartbakur í Esjunni, kría á- Seltjarnarnesi, æður- in á Álftanesi og hettumáv- urinn sömuleiðis. Hreiður þess- ara fúgla er auðvelt fyrir hvem og einn að finna, og þótt ýmsir hinnasmærri fugla' séu lagnari við að fela sín hreiður, þá finnast þau líka með þolinmæði og eftirtekt. Og ef einhvern langar til að fylgjast með svartfuglin- urn þá má benda á Krísu- víkurbjarg, sem er paradís fuglanna, og einmitt þangað lögðum við leið okkar. dag einn fyrir skömmu í veðri eins og bezt gerist á íslenzku vori. Við göngum hægt niður Krísuvíkurhraunið og virðum fyrir okkur svipbrigði hrauns og landslags — hlustum á fuglana syngja. — Allt í einu skýzt rjúpa úr gjótu fyrir fótum okkar. — Fleiri fela sig í hraungjótum á þessum stað en rjúpan, — lágfóta læðist hér um stigu, — hér býr hún við konungskjör.' Það er sagt að hrafninn sé allan varptímann að stela eggjum — og steli miklu meiru en hann torgi, og grafi afganginn — og finni aldrei aftur. En tófan finnur eggin, og þegar þröngt er í búi verða þau henni til bjarg- ar, — og trúi ég að seint þrjóti eggin á Berginu. Og mitt í þessum hugleið- ingum nærri hnjótum við um Rússajeppa niðri í einum hraunbollanum. Þegar við svipumst um sjáum við tvær þústur í mannsmynd bogra í urð skammt frá, og þeg- ar komið er nær sést aðþetta er versti óvinur rebba — „maðurinn með eldprikið" — grenjaskyttan. Við færum okkur nær, heilsum og tök- um skytturnar tali., Þetta reyndust vera þeir Guðbjörn Guðmundsson tré- smiður og ísólfur Pálsson frá Isólfsskála,' þekktar grenja- skyttur. Kváðust þeir hafa legið á greninu í sólarhring, skotið kvendýrið og náð þrem yrðlingum, vita með nokkurri vissu um tvo yrð- linga í viðbót í greninu og hugðust ná þeim. — Karl- dýrið höfðu þeir hvorki heyrt ' \ ísólfur til vinstri og Guðbjörn til hægri, með yrðlingana Iitlu í fanginu. MYNDIR OG TEXTh Jóh. Eiríksson Guðbjörn Iiggur á greninu og kallar á yrðlingana, en tófan k iiggur helskotin hjá. né séð, en ætlan þeirra var að bíða þess — bjuggust þeir við að ná þvi þá um nóttina. k Aðspurðir sögðu þeir þess- I ar veiðar útheimta mikla þol- b inmæði og þrautseigju — en spennandi eru þær sagði Guð- björn, sem er búinn aðstunda þetta í uro tuttugu ár, Yrðlingarnir voru hinir sprækustu og bara fallegir, sakleysislegir og vinalegir, með einstaklega greindarleg augu, ekki ólíkir móleitum kettlingum — en þeir félag- ar sögðu þá fljóta að breyt- ast og fyllast grimmd. Tófan, sögðu þeir félagar, á þetta fjóra til fimm yrð- linga, flesta meðan hún er ung, en slappast í bameign- unum eftir því sem aldurinn færist yfir hana. Aðspurðir sögðust þeir fé- lagar eiga eftir að leita grenja þar í fjöllunum í kring og allt ögmundarhraun. Guð- björn leitar auk þess Laugar- dal i Árnesþingi á hverju vori. Töldu þeir félagar þetta að líkindum vera með fyrstu grenjum sem ynnust á þessu vori og vonuðust eftir því að vinna mörg enn — og það vonum við með þeim, þótt hálft í hvoru kenndum við í brjóst um urðarbömin smá. Síðan kvöddum við þessa harðgerðu og veðurbitnu menn og gengum áfram út á bjarg, Eggin sem krummi felur þama í vor finnast kannski aldrei meir. Karlakórinn Vísir syngur í Reykjav. □ Karlakórinn Vísir frá Siglufirði kom nýlega til lands- ins úr 12 daga söngför til Danmerkur, þar sem hann söng víða og við ágætar undirtektir. □ Karlakórinn er nú að leggja upp í söngför til Reykja- víkur og nágrennis og syngur í félágsheimilinu Stapa í Njarðvíkum og á annan í hvítasunnu og á þriðjudagskvöld í Gamla Bíói í Reykjavik. í þessari ferð syngur kórinn einnig inn á hljómplötu fyrir Fálkann. Kona dettur í strœtisvagni Síðdegis í gærdag datt eldri kona í strætisvagninum Njáls- götu Gunnarsbraut. þegar vagn- inn var að aka eftir Njálsgöt- unni og marðist konan við fall- ið í gólfið. Strætisvagninn stöðv- aðist á mótum Njálsgötu og Frakkastígs og beið eftir sjúkra- bifreig og var konan flutt á Slysavarðstofuna. Laus hverfi KÓPAVOGUR: Kársnes I . Hringið í síma 40753. Þjóðviljinn. í ferðalaginu til Danmerkur hélt Karlakórinn Vísir sérstaka söngskemmtun fyrir Carlsberg í þakklætisskyni fyrir það að Carlsberg sjóðurinn gaf út þjóðlagasafn séra Bjarna Thor- steinssonar 1909. í verki þessu eru nær 300 sönglög og er það uppselt fyrir löngu og hefur komið til tals, að Carlsberg endurprenti útgáfuna. Kórinn kemur til Reykjavík- ur á föstudagskvöld og á efnis- skrá tónleikan-na eru lög eftir innlenda og erlenda höfund-a: Karlakórinn Vísir var stof-n- aður 1924, en stjómandj er nú Gerhard Sehmidt. sem ráðinn var kennari við Tónlistarskóla Siglufjarðar 1961. Einsöngv-arar með kómum eru Guðmundur Þorláksson, Sigurjón Sæmunds- Gerhard Schmidt son og Þórður Kristinsson og sóló-kvartett skipa Guðný Hilm- arsdóttir Guðmundur Þorláks- son, Magðalena Jó-hannesdóttir og Marteinn Jóhannessan. Hljóð- færaleikarar með kómum eru Eílías Þorvald-sson, Gerhard Schmidt, Jónmundur Hilmars- son, Tómas Sveinbjörnsson og Þórhallur Þorláksson. íslenzka kvenna- sveitin sigraði dönsku sveitina í fimmtu umferð opna flokks- ins sem spiluð var á þriðjudags- kvöld á Norræna Bridgemótinu urðu úrslit þessi: Noregur II-ls- land I 147-39 6—0. Island II — Svíþjóð I 152-56 6—0. Svíþjóð n — Finnland II 120-94 6—0. Finn- land I — Danmörk I 75-107 0—6. Danmörk II — Noregur I 90-96 2—4. Staðan í opna flokknum er nú þannig: Noregur 1048-714 50, Svíþjóg 852-1008 27 ísland 843- 908 26, Danmörk 930-923 25 og Finnland 914-1036 23. 1 kvennaflokki urðu úrslit í annarri umferð þessi: Danmörk — Sviþjóð 76—151 0—6. Island- Noregur 81-182 0—6. Finnland sat hjá. — Þriðju umferð í kvennaflokki lauk þannig: Finn- land-Noregur 205-127 6—0. ís- .land—Danmörk 135—96 6—0. Svíþjóð sat hjá. ■Islenzka kvennasveitin komst upp í þriðja sætið með því að vinna dönsku sveitina í þriðju umferð. í gærkvöld var spiluð 6. um- ferð í opna flokknum og í kvennaflokki 4. umferð 1. t>g 2. hálfleikur. Þrjú frönsk herskip heim- sæk/a Reykjavik í lok maí Dagana 27. til 31. maí n.k. heimsækja Reykjavík þrjú frönk herskip undir stjórn Salmons aðmíráls. Skip þessi eru frá franska sjóhemum, „Marine Nationale Francaise". Nöfn skipanna eru: ,.Sureouf“, ,,Bouvet“ og Le Picard“ Tvö hin fýrrnefndu eru tund- urspillar 2.750 tn. 13o metrar á lengd og 13 metrar á breidd. ,,Sureouf“ er sérstaklega útbú- ið sem aðmírálsskip, og var tek- ið í þjónustu flotans árið 1955. ,.Bouvet“. sem tekið vax í þjónustu 1956. er búið vopna- kerfj bæði til loftvama Qg fyr- ir sjóorustur. ,,Le Picard“ er hraðskreiður tundurspillir, 1.290 tn og 100 m á lengd Qg 10.30 m á breidd. Skjpið var tekið í þjónustu 1956. Áhafhir þessara þriggja skipa eru samtals 821 maður. Almenningur mun fá taeki- færj til þess að skoða skipin ,,Bouvet“ og ..Le Picard'- 28. og 29. maí eftjr hádegi báða dagana. Finnskir sósíaldemókratar ósammála um stjórnarstefnu HELSINKI 25/5 — Þingflokkur sósíaldemókrata í Fjnnlandi sam- þykkti í dag með 35 atkvæðum gegn 13 það uppkast að stefnu- skrá nýrrar rikisstjómar sem formaður filokksins, Rafael Paa- sio þingforseti, hefur samið. Stefnuskráin er samin með til- liti til þess að stjómaramstarf takist með venklýðsflokkunum þremur Miðflokknum. Fyrjr hádegi í dag höfðu allt í ein,u orðið hortur á að fyrir- hugað ' stjómarsamstarf færi út um þúfur. Framkvæmdastjóm sófííaldemókrataflokkeins felldi þá stefnuskráruppkastið me^ 6 gegn 4 atkvæðum. Þar sem þingflokkurinn oa framkvæmda- stjómin eru á öndverðum meið verðú,- að leggja málið fyrir 19. var frestað, MOSKVU 25/5 — Nítjándu skák- inni í einvígi Spasskís og Petro- sjans um heimsmeistaratitilinn var í dag frestað um tvt> daga vegna lasleika heimsmeistafans. Eftir átján skákir er staðan Petrosjan 9,5 og Spasskí 8,5. I þeim fimm skákum sem eftir eru að tefla arf Petrosjan aðeins að fá 2,5 vinning til að halda titlin- um. en Spasskí verður að fá 4 vinninga til að öðlast hann. Gerið skii Munið aft gera skil í kosn- ingahappdrætti Alþýðubanda- Iagsins f.rrir helgi svo að hægt sé að birta vinningsnúmerin. Tekið á móti skilum á skrif- stofunni í Tjamargötu 30. miðstjórn flokksjns og kemur hún saman á morgun til að fjalla um það. Fastlega er gert ráð tyrir að 'hún munj samþykkja típpkastið. svo að hin nýj,a samsteypu- stjóm verðí mynduð einhvem næstu daga. Fyrr í dag höfðu bæði Miðflokkurinn Qg Lýðræð- isbandalag kommúrrista og vinstrisósíalísta samþykkt upp- katið, en símonítar taka afstöðu til þess 4 morgun. Smjörsalan eyksf Þjóðviljinn snéri sér í gær til forstjóra Osta- og smjör- sölunnar, Sigurðar Benedikts- sonar, og innti hann eftir þvi hvaða áhrif verðlækkunin á smjörinu hefði haft á sölu þess. Forstjórinn sagði, að enn væri of stuttur tími liðinn frá því verðið var lækkað til þess að hægt væri að segja um það með nokkurri vissu, hvort hún hefði orðið til þess að auka smjömeyzluna í land- inu. Hins vegar væri það Ijóst að sala á smjöri hefði aukizt verulega frá því sem áður var, hvort sem það stafaði af neyzluaukningu eða „hömstr- un“. Þá sagði forstjórinn að enn mundi óráðið hve langan tíma smjörið yrði selt á þessu lága verði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.