Þjóðviljinn - 26.05.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.05.1966, Blaðsíða 6
0 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 26. maí 1966 Iðnsýningin 1966 Þátttaka Iðnsýningarnefnd vill hér með vekja athygli á því, að frestur félagsmanna í Félagi ísl. iðnrek- enda og Landssambandi iðnaðarmanna til að til- kynna þátttöku í Iðnsýningunni 1966 rann út 10. þessa mánaðar. Enn er örfáum sýningarrýmum óráðstafað og er aðilum utan þessara samtaka því hér með einnig gefinn kostur á þátttöku í sýningunni. t>eir, er hug hafa á þátttöku, snúi sér hið fyrsta til framkvaemdastjóra sýningarinnar í síma 15363 eða utan skrifstofutíma í síma 50600 og veitir hann nánari upplýsingar. Endanlegur frestur til að skila þátttökutilkynning- um rennur út föstudaginn 3. 'júní n.k. og verður sýningarrými úthlutað í þeirri röð. er þátttöku- tilkynningar berast meðan rými endist. Iðnsýningarnefndin. FuHtrúi óskast til starfa á Raforkumálaskrifstofunni. Upplýsingar um menntun og fyrri störf, sendist starfsmannadeildinni. Raforkumálaskrifstofan, starfsmannadeild Laugavegi 116. Sími: 17400 — Reykjavík. (gníineníal Útvegum eftir beiðni flestar stærðir hjólbarða á jarðvinnslutæki Önnumst ísuður og viðgerðir á flestum stærðum Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 — Sími 30688 og 31055 Bifreiðarstjóri óskast Þvottahús Landspítalans óskar eftir að ráða bif- reiðarstjóra til afleysinga í sumarleyfum. Upp- lýsingar veitir forstöðukona þvottahússins á staðn- um og í síma 24160. Skrifstofa ríkisspítalanna. • Farfuglinn kominn út • Farfuglinn, tímarit Bandalags íslenzkra Farfugla. 1. tbl. 10. árgangs, er nýlega komið út. Meðal efnis í ritinu má nefna ferðaáætlunina fyrir sumarið. Áætlaðar eru 25 einsdags- og helgarferðir og tvær lengri sumarleyfisferðir. önnur sumarleyfisferðin verður á Fjallabaksvcgj syðrj og nyrðri, þar sem einnig verð- ur komið að Langasjó og geng- ið á Sveinstind. Lengri ferðin verður í Arnarfcll hið mikla. Ástæða er til að vekja sérstaka athygli á þcirri ferð; þangað var ekki farið síðastliðið sum- ar. en sú ferð hefur ávallt not- ið mikilla vinsælda, og er nú tekin upp f feröaáætlunina sð nýju. 1 Amarfellsferðinni verð- ur auk þess farið í Vonarskarð og gengið á Bárðarbungu á Vatnajökli, ef veður og ástæð- ur leyfa. t helgarferðum er helzta nýmælið ferð á Hattfell og Emstrur og sautjándajúní- ferðin í Ljósufjöll og Drápu- hlíðarfjall. Ólafur Björn Guámundsson skrifar aðra grein sína um ís- lenzkar jurtir. Fjallar hann að þessu sinni um hnoðrana. Þá ræðir Óttar Kjartansson við Sigurjón Rist, vatnamæl- ingamann um vetrarferðalög. Snýst talið mcðal annars um farartæki og ferðabúnað, og ýmis atriði sem varast ber í slíkum ferðatögum. Sigurjón leggur mikla áherzlu á hætfcu þá. sem stafað getur af vatni sem safnast oft í djúpa polla á hraunasvæðunum, þar sem afrennslisnet vantar á yfirborð landsins. Er mjög erfitt að var- ast þessa pytti, þegar þeir eru huldir ís- og snjólagi. Hann segir þetfca svo algengt fyrir- bæri á hálendinu. að merkilegt megi teljast, að þetta skuli ekki hafa valdið alvarlegum slysum. 1 blaðinu er skemmtilegt dagbókarbrot eftir Björgvin Óiafsson, veðurathugunarmann á Hveravöllum. Segir hann þar frá lífi þeirra hjónanna þarna inni á hálendinu, sem ekki reyndist eins einmanalegt og margur gæti haldið. Annað efni eru fréttir frá aðalfundum Farfugladeildar R- víkur og BandaJags íslenzkra Farfugla og smágreinadálkur- inn „Úr maipokanum." • Þankarúnir • Hún komst ekki að því að hann drakk fyrr en hann kom «inu sinni edrú heim, hálfum mánuði eftir brúðkaupið. Prentarar Prentarar Handsotjari óskast strax, Prentsmiðja ÞJÓÐ ViLJANS • Sýning Péturs Friðriks Pétur Friðrik: Kvöld við Grindavík, Pétur Friðrik: Strandgata í Hafnarfirði. i Strickland stjómar. M. Call* as. M. Elkins, F. Tagliavini, P. Cappuccilli og Fílharmon- íusveit Lundúna flytja atriði úr Lucia Di Lammermoor eftir Donizetti; T. Serafin stjórnar. Hljómsveit R. Frúh- becks De Burgos leikur þætti úr Síberíusvítunni eftir Al- baniz. Robert Shaw kórinn syngur óperulög. 16.30 Síðdegisútvarp. F. Scaria, B. Streisand, hljómsveitin 101 strengur, P. Robeson, Melachrinohljómsveitin, H. Simeone kórinn og M. Gold og hljómsveit leika og syngja. 18,00 Lög úr söngleikjum og kvikmyndum. S. lÆwrence, S. A. Howes, R. Alda o.fl. syngja lög úr What Makes Sammy Run? 20.00 Ðaglegt mál. 20.05 Frönsk þjóðlög í útsetn- ingu Seibers. P. Pears syng- ur við gítarundirleik J. Breams. 20.15 Baldur Guðlaugsson stj. þætti með blönduðu efni. 21.00 Tónleikar Sinfóníusveitar Islands í Háskólabíói. Stjóm- andi B. Wodiczko. Einleikari á pianó; Wilhelm Kempff a) Adagio íyrir flautu, hörpu og strengjasveit eftir Jón Nor- dal. b) Píanókonsert í a-moll op. 54 eftir R. Sohumarm. 21.50 Ljóð eftir Guðmund Þórðarson Steingerður Guð- mundsdó u’ les. 22.15 Skeiðklukkan, síðari hhiti smásögu eftir Paul Gallico. Guðjón Guðjónsson les þýð- ingu sína. 22.35 Djassþáttur. Ólafur Step- hensen flytur. 23.05 Brigeþáttur. Hallur Sí- monarson flytur. • Gátan • Skrifið töluna 60 með því að nota töluna 3 sex sinnum. • Sýning Pcturs Friðriks Sigurðssonar í Listamannaskálanum var opnuð á laugardag, og höfðu í gær scð hana um 1500 manns. Selzt höfðu 34 myndir af þeim 56 sem á sýningunni eru. • Myndirnar scm Pétur Friðrik Sigurðsson sýnir nú eru flcstar málaðar síðastliðin tvö ár, cinungis fjórar eða fimm eru eldri. Þetta er sjötita sýning Pcturs í Rcykjavík. • Þcgar Þjóðviljinn hringdi til Péturs í gær og spurðist fyrir um sýninguna kvaðst hann mjög ánægður með aðsóknina og söluna, Sýningin verður opin þar til á annan í hvítasunnu. • Vlð komum af fjöllum • Við komum sem von er af fjöllum eftir kosningabaráttuna — nú er til að mynda þáttur sem heitir .,Ungt fólk í útvarp- inu“ við vitum ekki meir, ekki einu sinni hvort þessi þáttur er að fæðast í kvöld eða ekki. Wilhelm Kempff leikur mcð Sinfóníunni, víðfrægur snilling- ur. Líklega höfum við ekki veitt því athygli að Reykjavík fær fleiri tónsnillinga í heim- sókn en allar aðrar smáborgir heimsins samanlagðar, þetta fólk er alltaf á flakki austur og vestur, og því ekki að koma við á Islandi? 13.00 Eydís Eyþór.sdóyír stjórn- ar óskalagaþætti fyrir sjó- menn. 15.00 Miðdegisútvarp. Sinfóníu- sveit Islands leikur íslands- forleik eftir Jón Leifs; W. • Svar: 09=E-r-E4-£S-i-ee • Leiðrétting Vegna misfcaka í prentsmiðju birtist þessi mynd ekki með minningarorðum um Þórarin Kristbjörnsson í blaðinu í gaer. Eru hlutaðeigendur beðnir vel- virðingar á mistökunum. • Síðbúin fréttamynd • Þessir þrír öldnu hciðursmenn heita, talið frá vinstri, Nikulás Jónseon, Bjarni Guðmundsson og Sigirrður Þórðarson. Og þeir ciga það sameiginl egt að vcra allir gamlir sjómenn scm voru hciðr- aðir á sjómannadaginn hcr í Rcykjavík fyrra sunnudag. Er myndin tckin við það tækifæri en vegna þrengsla í blaðinu 1 kosningahríðinni héfur hún beðið birtingar til þessa — (Ljósm. A. K.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.