Þjóðviljinn - 28.05.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.05.1966, Blaðsíða 1
Svo íór eins og við var búizt að Norðmenn sigr- uðn á NorCurlandamót- inu í bridge. Islenzku sveitunum gekk ekki vel í síðustu umferð- inni og höfnuðu í þriðja sæti á eftir sænsku sveitunum en það má raunar teljast ágætur árang- ur. Myndin er af I. sveit Noregs sem stóð sig mjög vel en varð þó að bfta í það súra epli að tapa fyrir I. sveit lslands með 6:0. Myndina tók Bjarnleifur. — Sjá frétt um úrslit mótsins á 6. síðu. Gerið skil í kosningahappdrætti Alþýðubandalagsins í dag. Tek- i.l á móti skilum í skrifstofunni í Tjarnargöitu 20 klukkan 10—12 cií 1—7 e.h. Vinningsnúmerin verða birt í fyrsta blaðinu sem út kemur eftir hvítasunnu, miðvikudaginn 1. júní. Icesta biað er á miðvikudag í dag, laugardaginn fyrir hvitasunnu, er ekkert unnið í prent- .miðjum og þar af ieiðandi koma engin dagblöð út á morgun, sunnudag. — Þjóðviljinn kemur því ekki næst út fyrr en á mið- vikudaginn kemur, 1. júní. 1966 Laugardagur 28. maí 31. árgangur — 118. iölublað. ,Sigurhátíð" Sjálf- stæðismanna fásótt Aflýsa varð „hátíðinni" í veitingahúsinu Klúbbnum ^ \Merkum áfanga náð — eigin \ myndamátagerð Þjóðviljans i ■ í fyrrakvöld hugðist Sjálfstæðisflokkurinn efna til mikillar ,sigurhátíðar‘ 1 þrem af veitingahúsum bæjarins, Hótel Borg, Klúbbnum og Sigtúni og átti þar að fagna úrslitum þorgarstjórnarkosn- inganna hér í Reykjavík — meirihluti fulltrúanna náðist bótt naumt væri og þeir hafi minnihluta kjósenda á bak við sig. ■ En svo virðist sem sig- urgleðin hafi verið eitthvað blendin í brjóstum Sjálfstæð- ismanna, þótt Morgunblaðið og Vísir hafi reynt að bera sig vel yfir úrslitunum. Að minnsta kosti varð aðsóknin svo lítil að algerlega varð Píanótónieikar Wil- helms Kempfí # dag Hinn heímsfrægi þýzki píanó- snillingur Wilhelm Kempff hefur nú tvívegis leikið með Sinfón- íuhljómsveit fslands á tónieik- um í Háskólabíói við mikla að aflýsa hátíðinni í einu húsanna, Klúbbnum, og í hinum tveim mun hafa ver- ið fremur þunnskipað og samkomumar fremur borið því vitni að menn væru að drekkja sorgum sínum en faffna unnum sigri. H Svona getur raunveru- leikinn stundum verið nötur- legur. Wilhelm Kempff hrifningu áheyrenda. I dag held- ur hann sjálfstæða tónleika. Á fyrri hljómsveitartónleik- unum i Háskólabíói í fyrrakvöld lék Kempff á einleikshljóðfærið í píanókonsert Schumanns í a- moll, en önnur verk á efnis- skrá hljómsveitarinnar voru Ad- agio cftir Jón Nordal og svítan Gullhaninn eftir Rimsky Korsa- koff. I gærkvöld lék Kempff svo á píanóið í fjórða píanókonsert Becthovens, cn önnur viðfangs- efni hljómsvcilarinnar voru Di- vertimento K 251 eftir Mozart og sinfónía nr. 88 cftir Haydn. Á píanótónleikunum í dag leikur Wilhclm Kempff sónötu í B-dúr eftir Mozart, sónötu í As- dúr opus 110 eftir Beethoven. Die Davidsbiindlertánze op. 6 eftir Schumann og fjögur píanó- lög opus 119 eftir Brahms. Ragnar Lár Ragnar Lár opnar í dag kl 4 sýningu á svartlistar- og á- lÍTnmgarmyndum í húsakynnum Iðnskól'ans á Akranesi Sýningin verður opin daglega frá kl, 2 til 10 fram á þriðju- dagskvöld. Ný;a Fokker Friendship- vélin kemur kl. 4 í dag I DAG KL. 4 er væntanleg hinr- að til Reykjavíkur síðari Fokker Friendship flugvél Flugfélags Islands. en fyrri vél félagsins af þeirri gerð, BUkfaxi, kom til landsins fyr- ir ári og hefur reynzt sérlega vel. NÝJA FLUGVÉLIN var afhent í Amsterdam í gær og veitti Sigurður Matthíasson henni viðtöku fyrir hönd Flugfélags- ins. Flugvélin á svo að fljúga heim í dag með viðkomu í Glasgow. Flugstjóri verður Henning Bjamason en að- stoðarflugmaður Gunnar Árt- húrsson. SVF.INN SÆMUNDSSON blaða- fulltrúi Flugfélagsins skýrði Þjóðviljanum svo frá í gær að nýju flugvélinni yrði gefið nafn strax við komuna til Reykjavíkur og vcrður hún síðan þegar í slað tekin í notkun í innanlandsflugið. Er vélin m.a. búin sterkri ratsjá. hinni fyrstu sem sett er í flugvélar sem notaðar eru hér í innanlandsflugi, cn slík rat- sjá vcrður sctt í Blikfaxa inn- an tíðar. H i Þegar Þjóðviljinn hóf göngu sína fyrir nær þremur tugum ára þurfti í flestu ef ekki öllu er snerti ytri gerð blaðs- ins að leita til annarra, svo sem um setningu, pjrentun, myndamótagerð o. fl. Ekki liðu þó ýkjamörg ár frá stofnun blaðsins þar til eigin prentsmiðja var sett á lagg- irnar, prentvél keypt og setn- ingarvélar. Prentsmiðja Þjóð- viljans bjó yið afar frumstæð skilyrði og gamlan og úrelt- an vélakost og .búnað lengi framan af, en smám saman hefur verið unnið að endur- nýjun vélanna og tækjanna og stórfellt átak gert fyrir 4—5 árum er núverandi hverfiprentvél var kgypt á- samt nauðsynlegum búnaði, svo og fyrirsagnaleturssteypu- vél o. fl. Jafnframt þessari endurnýjun á vélakosti prent- smiðjunnar hefur smám sam- an verið unnið að endurbót- um og lagfæringu á húsnæði ritstjórnar og prentsmiðju á Skólavörðustíg 19. Allt hafa þetta verið ærin verkefrii og þessvegna hefur dregizt að Þjóðviljinn eignað- ist eígin myndamótagerð. Blaðið hefur ' alla tíð frá stofnun orðið að leita til ým- issa myndamótafyrirtækja um gerð mynda í blaðið; um langt árabil héfur blaðið átt ágæt skipti við Litróf, það fyrirtæki sem nú býr við einna fullkomnastan vélakost hér á landi. En nú heíur bað gerzt að blaðið hefur ejgnazt vél til rafmyndamótagerðar. Þetta er vestur-þýzkt tæki, af gerð- inni Héll, en þau tæki hafa nú hvað mesta reynslu að baki á þessu sviði, bæði hér á landi og víðast hvar ann- arstaðar. Yélin kom til lands- ins fyrir skömmu og hefur1 verið sett upp í blaðhúsinu á Skólavörðustíg 19 — og i gær voru fyrstu myndamótin grafin í henni og eru flestar myndirnar í blaðinu, þar á meðal þessí, í dag prentaðar eftir þeim. Eyjólfur Árnason hefúr verið ráðinn til að veita myndamótagerð Þjóð- viljans forstöðu og sést hann hér á myndinni ásamt nýju véljnni. — Ljósm Þjóv. A.K i Fánamái" / Straumi H ÞJÓÐVILJINN fékk fregnir af því i gær að fyrir úm. það bil hálfum mánuði hefði maður nokkur er á-tti leið um Straumsvík veitt því eftirtekt að þar þlöktu á mælinga- stöngum litlir íslenzkir fánar í staðinn fyrir gular veifur sem venja er að nota til þess að einkenna slíkar mælinga- stengur. Tók maðurinn einn fánann og fékk hann í hend- ur lögreglunni í Hafnarfirði og skýrði henni frá málinu. Kvikmyndasýningin er í dag '• I dag klukkati þrjú síðdegis býður Alþýðubandalagið börnum t»g unglingum sem unnu fyrir G-Iistann á kjördag og báru út blað Alþýðubandalagsins fyrir kosningarnar til kvikmyndasýn- ingar í Tjarnargötu 20. Þurfa bömin enga miða að sækja heldur ér nóg að koma beint á sýninguna. Sýndar verða skemmtilegar myndir við hæfi bama og unglinga. Verið skil í happdrætfinu! .Vegná þessarar fréttar snéri Þjóðviljinn sér í gær til lög- reglunnar í Hafnarfirði og spurðist fyrir um málið. Fékk blaðið þær upplýsingar að tveir litlir íslenzkir fánar hefðu fund- izt á stöngum þeim sem mæl- ingamenn alúmínverksmiðjunn- ar hefðu sett þar niður og tók lögreglan þá ,í sína vörzlu. Rannsókn málsins mun ekki enn lokið og hefur það ekki komið fram að mælingamennirnir hafi notað fánana sem merki eða hvort aðrir aðilar hafi sett fán- ana á stengurnar siðar. En að sjálfsögðu. varðar það við lög aj óvirða íslenzka fánann með því að nota hann sem merkjaflagg. SIGRUÐU /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.