Þjóðviljinn - 28.05.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.05.1966, Blaðsíða 7
4 J Laugardagur 28. mai 196« — ÞJÓÐVILJINN — SÍBA 7 indælt stríð'' Sigrídur Þorvaldsdóttir f hlutverki sinu. Þóroddur Guðmunds- son formoður F. I. R. Aðalfundur Félags íslenzkra rithöfunda var haldinn 26. apr. sl. Fundurinn samþykkti að kjósa þá Þorstein Jónsson (Þóri Bergsson) og Jakob Thoraren- sen heiðursfélaga, en þeir vorn meðal stofnenda félagsins. Stjórn Félags íslenzkra rit- höfunda skipa nú: Þóroddur Guðmundssón for- maður, Ingólfur Kristjánsson ritari, Ármann Kr. Einarsson gjaldkeri og meðstjórnendur Stefán Júlíusson og Jón Björns- son. 1 varastjórn eru Jóhann Hjálmarsson og Margrét Jóns- dóttir. 1 stjóm Rithöfundasambands Islands voru kjömir: Stefón Júlíussbn. Ingólfur Kristjánsson og Indriði Indriðason, og til vara Matthías Jóhannessen og Jón Bjömsson. 1 stjórn Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins var kjörinn Helgi Sæmundsson. Aðalfundurinn ræddi marg- ' vísleg málefni rithöfundasam- takanna og fögnuðu fundar- menn þeirri yfirlýsingu menntamálaráðherra að ríkis- stjómin hafi ákveðið að bera fram á hausti komanda frum- varp til laga um réttindi höf- unda í sambandi við útlán bóka úr alrpenningsbókasöfn- um. —■ (Frá FÍR). Inæstu viku verður frum- . sýnt í Þjóðleikhúsinu verk sem ekki er ólíklegt að verði einhver helztur hamingjuauki þeim Þjóðleikhúsmönnum á þessari vertið. Verk þetta er söngleikur — með nokkrum hætti — t>g nefnist „Ö, þetta er indælt stríð“. Leikrit þetta vaoð til fyrir þrem árum í leikhúsi í London sem Joan Littlewood hefur stýrt það heitir Theatre Work- shop, og hefur staðið fyrir ým- iskonar róttækni í brezku leik— inni fyrri í Bretlandj, verða þeir tilefni til að segja frá ýmsum miður fallegum stað- reyndum um stríðið og hina opinberu föðurlandsást — og þá sérstaklega um þann bisness sem andstyggilegastur er af Öllum bisness, hermangið. Er mjög frægt til að mynda það atriði, er peningafurstar styrj- aldarþjóða koma saman undir yfirskini rjúpnaskytterís til að leggja á ráðin um það hvemig því megi koma fyrir með gróða að þýzkir hermenn drepist á við höfum haft aðsetur, heldur verið fluttar yfir á East End — þar er betur borgað. Theat- er Workshop er fátækt, hefur ekki notið neins styrks sem um- talsverður væri, húsakynni eru lítil og þar að auki vill Joan Littlewood þetta sé alþýðlegt léikhús: verði aðgöngumiða verður að stilla í hóf. Leikur- um er því illa borgað. Og það sorglega er, að þegar sýn- ing gengur vel, þá þýðir það oftast, að leikararnir, sem hefur verið kennt að gera góða Heræfing: I vændum lús, rotta, gas og hlóð. húsi og verið þar mikill líf- gjafi (Eru þess dæmi að virðu- legir leikskólar hafi varað nem- endur sína við samskiptum við þetta leikhús vegna þess að þar væru helvitis kommar fyrir). „Ö, þetta er indælt stríð“ er spunnið utan um söngva sem vinsælir urðu í heimstyrjöld- Hitler heiðurs- borgari 26 vest- ur-þýzkra borga! Enn þann dag i dag — rúmlega 21 ári eftir að Bandamenn yfirbug- uðu nazistaherina þýzku — er „foringi“ Þriðja ríkisins heiðursborgari í 26 vestur-þýzkum borgum og bæjum! Þessar ótrúlegu upp- lýsingar er að finna í bók eftir einhvern ' dr. Spielmann. Bók þessi er gefin út í Dortmund og fjallar um heiðurs- borgara og virðingar- stöður, í Samhanlslýð- veldinu Þýzkalandi. ]> Vestur-Þýzkalandi. Og hér virðist ekki vera um neina glcymsku að ræða. Dr. Spielmann hefur upplýs- ingat sinar úr opinberum, plöggum og skjölum í þeim borgum sem um ér að ræðaj þýzku eiturgási og franskir á frönskum gaddavír og þarfram eftir götum. Leikstjóri er Kevin Palmer, sem tók þátt í tilorðningu fyrstu sýningar á þessu verki, sem víðfræg er orðin: traustvekjandi maður og er ánægjulegt að fylgjast með æfingum hjá hon- um — virðist í honum fara saman myndugleiki, þekking ágæt og nákvæmni. Það eræft nótt og dag — i stuttu hléi leggjum við íyrir Palmer nokkrar spumingar. Og þó fyrst um Theater Workshop og afdrif þeirrar ágætu stofnunar. Joan Littlewood setti þenn-^ an flokk saman skömmu eftir sti’íð, en sumt af því fólki hafði unnið með henni í á- hugaleikhúsi áður. Leikhúsið hafði í fyrstu engan fastan samastað, var mest á flakki um Norður-England, það var ekki fyrr en 1953 að flokkurinn kom sér fyrir í London. Leik- hús þetta hefur lengst af verið skínandi fátækt en þó aldrei sem fyrstu þrjú árin í London. Það bjargaði þó miklu,,að við ferðuðumst um Evrópu, The- atre Workshop náði vinsældum bæði í París og Svíþjóð, mikiu meiri en heima fyrir. Við náðum okkur fyrst vemlega á strik 1956 með „Quare Fellow‘‘ eftir Brendan Behan — árið eftir fórum við til Moskvu og var nú um hríð lítið aðhafzt heima fyrir — á þessum tíma unnu nokkrir atkvæðamenn í hópnum um alllangt skeið í Maxím Gorkí-i’ikhúsinu í A- Bei-lín. Árið 1958 vann leik- flokkurinn sér enn mikið nafn með „A Taste of Honey“. Þær sýningar scm bezt hafa gengið hafa ekki aðeins verið sýndar á West End, þar sem hluti, em glataðir — þeim standa allar dyr opnar á East End með miklu betri kjörum. Þetta er vítahringur, sem virð- ist því miður ekki nokkur leið að rjúfa. / Hvernig varð „Ó, þetta er indælt stn'ð“ til? — Þetta gerðist 1963, þá hafði ekkert verið unnið í The- atre Workshop í heilt ár er Joan ákvað að snúa heim og stjói’na þessu verki. Áðurhafði leikhúsið sýnt öðm hvoru dókúmentalþætti sem til urðu í því um merkileg atviki naut þetta vinsælda. Einn af stjói’n- endum hússins, Gerald Raffles, heyrði dagskrá í útvarpi sem byggð var á söngvum fyrra stríðsins — honum datt í hug að hægt væri að byggja leik- sýningu á þessum söngvum. Tvö leikskáld voru beðin um að glíma við verkefnið, en tókst ekki nógu vel. Þá voru allir leikarar hússins beðnir um að lesa það, sem þeir mættu yfir komast a£ heimildum um heims- styrjöldina íyrri. Síðan komu þeir til Raffles og Littlewood með staðreyndir og atvik, sem þeir álitu mögulegt að breyta i atriði í leikverki þar sem fyrr- greindum söngvum væri flétt- að inn í. Frumsýningin var í marz 1963 og sýndum viðverk- ið þrjá mánaði í lotu og æfð- um það jafnfrafnt á hverjum degi — það var alltaf að breyt- ast. Sýningunni var ljómandi vel tekið — bæði í Englandi og allstaðar, og, að því er virðist, af öllum kynslóðum, það virt- ist sama hvort menn hefðu upplifað styrjöld sjálfir eða að- eins heyrt frásagnir af stríði , Ji’á hinum elþri. Á leikhúshá- tið í París fengum við Grand Prix, okkur var mjög vel tekið í Austur-Evrópu og víðar. Við fórum til Bandai’íkjanna og síðan setti ég verkið á svið í New York og enn siðar í Tor- onto í Kanada — sú sýning var úrskurðuð hin bezta á því ári í Kanada. Þetta hefur ver- ið mikil sigurför allstaðar nema þá í Bandaríkjunum — ég held það sé vegna þess að Banda- ríkjamenn vita minna en Evr- ópuþjóðii’nar um stríð, það hef- ur verið of langt frá þeim, og margir eru þess sinnis að landa- mæri Bandaríkjanna og heims- ins fari saman. Við breyttum leiknum fyrir Bandarikjaförina, lengdum hann, en Islendingar munu sjá hann eins og hann var upp- haflegasýndur á Theatre Work- shop. Mér hefur líkað ágætlega að vinna hér — leikaramir þekkja hver annan, það þarf ekki eins og víða annarsstaðar að eyða miklum tíma í að þeir kynnist hver öðrum. Það get- ur verið að ég fái tækifæri til að koma hingað aftur nsesta vetur að stjórna sýningum og mér finnst ég hafa ástaeðu til að hlakka til. — Á.B. 340 félagsmenn Verkstjórafélags Reykjavíkur Verkstjórafélag Reykjavikur hélt aðalfund sinn 3. maí s.l. Hagur félagsins stendur með miklum blóma og hafði á árinu orðið nokkur aukning sjóða. Félagsmenn eru 340 talsins, þar af 257 gjaldskyldir. 24 nýir fé- lagar bættust við á árínu. Verkstjórafélagið á tvser hæðir í húseigninni Skipholti 3 x' Reykjavík og er hugmynd- in að þar verði framtíðarað- setur félagsstarfseminrtar. Á aðalfundinum kom það fram að mikill uggur er í verk- stjórum. þar sem í ljós hefur komið að ábyrgðartrygging fyr- irtækja nær ekki til greiðslu bóta vegna slysa á verkstjórum í starfi, og var þvi beint til stjómarinnar að beita öllum tiliækum ráðum til þess að koma þessum málum í viðun- andi horf. Fundurinn samþykkti að gera þá Jón G. Jónsson og Jón- as Magnússon að heiðurs- félögum Verkstjórafélagsins fyrir fórnfús störf f þágu verk-’ stjórastéttarinnar, Stjóm félagsins var öll emd- ui’kjöi’inn en hana skipa: Formaður Atli Ágústsson, rit- ari Hjörtur Jónsson gjaldkerí Gunnar Sigui’jónsson og rrxeð- stjórnendur Einar K. Gíslason og Guðmundur R. Magnússon. Abram Fischer og dóttir hans Fjársöfnun í Noregi fyrir má/stað Abrams Fischers OSLÓ 25/5 — Hafin er i Noi’egi málstaö hinna ofsóttu í Suður- alihenn fjársöfnun til styi-ktar Afriku og verður tilhögun söfn- unarinnar sú, að í öllum blað- söluturnum landsins verðahöfð til sölu bréfspjöld með mynd af Abram Fischer, hinum við- kunna suðurafríska lögmanni og kommúnista, sem nýlega var dssmdur af dómstól í Pre- toria í ævilangt fangelsi fyrir stuðning við málstað Afríku- manna. Fé þvi, sem safnast verður varið til að styrkja til náms flóttamenn frá Suður- og Suð\æstur-Afríku. ★ — Réttarhöldin og dómurinn yfir Abram Fischer hafa enn leitt í ljós það ranglæti. sem apartheid-löggjöfin í Suður- Afríku byggist á. Þessi maður var dæmdur vegna þess að hann hefur staðið óhvikulan vörð um þær hugsjónir sem okkar vestræna menning bygg- ir á, segir í ávarpi frá þeim sem standa að fjársöfnuninni. * Aftan á bréfspjöldin eru slcráð mótmæli gegn dómnum og þau eru stiluð til Verwoerds, forsætisráðherra Suður-Afriku. Spjall við Kevin Palmer leikstjóra , þetta er i k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.