Þjóðviljinn - 28.05.1966, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.05.1966, Blaðsíða 12
I Hvemig er hugur þeirru til samningunnu, Q Næsta þriðjudag renna út samningar hjá ófaglærðu verkafólki um allt land gagnvart at- vinnurekendum. Þjóðviljanum þótti rétt að senda fréttamann á vettvang til þess að heyra hljóðið í verkamönnum við þessi tímamót og fara hér á eftir stutt viðtöl við fimm hafnarverkamenn. O Hvemig er hugur þeirra til komandi samn- inga? Hvernig líta þeir á lífskjör sín í dag? Hvem- ig vilja þeir bregðast við baráttunni næstu vikur til þess. að rétta við hlut sinn? MYNDIR OG TEXTI G.M. Þetta eru siðferði- legir aumingjar Hann heitir Þorkell Þórðar- son og v.ar að búa sig undir að stíga niður í lest um borð í Gullfossi til þess að vinna fyrir daglegu brauðl sínu. Hann hefur unnið sem hafn- arverkamaður í áratugi við Reykj avíkurhöfn. Kannski sér maður ranglæti þjóðfélagsins hvergi eins skýrt í hnotskurn eins og í álögum skatta og útsvara á þegnana, sagði Þorkell. Það hefur verið dýrt sport hér við höfnina síð- ustu árin að bera sig saman við peningastólpana og atvinnurek- endur hér í borginni og allsstað- ar höfum við hafnarverkamenn haft vinninginn í þeim efnum á undanfömum árum. Það þarf heldur enginn að furða sig á vilja þessara manna að skammta kaupið naumt og Það ber að leggja víðari merk- ingu í þesSa baráttu. Við erum ekki síður að berjast fyrir per- sónulegri reisn erfiðismannsins í þjóðfélaginu, en siík reisn hef- ur sett niður á undanförnum ár- um og það ber að rétta við virð- ingu þeirra. ■ Verkamannsvinna í þjóðfélag- inu er göfugri vinna heldur en að skríða sem undirmálsmaður fyrir bankastjórum til þess að bruðla með fé lánastofnana í brask; árig um kring og þar er oft svo klaufalega haldið á mál- um að þes9ir menn þurfa að fá undanþágur frá opinberum gjöldum. Þolinmæði verka-' manna er ekki endalaus Á tímum góðæranna undan- farin ár héfur kaupmáttur verkamannalauna farið sífellt Laugardagur 28. maí 1966 — 31. árgangur — 118. tölublað. Hér eru þeir Þorkell og Magnús vift lestina hafa af yerkamönnum réttlátan skerf þeirra af þjóðartekjunum á sama tíma og hvert góðærið hefur riðið í garð undanfarin ár. En svo koma þessir menn og krefjast þess að fá að skipa mál- um í þjóðfélaginu og stjórna landinu að eigin geðþótta, — bústólparnir og landstólparnir, sem vikja sér undan byrðunum að viðhalda hér íslenzku lýð- veldi. Mér finnst þessir menn sið- ferðilegir aumingjar og eiga sízt að h’afa áhrif á stjórn lands- mála og það á að víkja þessum mönnum til hliðar. Auðvitað ber að sýna hörku í komandi átökum og verkamenn eiga að taka upp vægðarlausa baráttu gegn þessum herrum og eiga að beita þar öllum sam- takamætti sínum. Barátta í komandi átökum á ekki eingörifu að markast af bærra kaupi og er þó nauðsyn- i-i brýn fyrir lífsþurftunum. versnandi, sagði Magnús Guð- mundsson, hafnarverkamaður og var hann líka að búa sig undir að stíga niður í lest á Gullfossi. Undanfarna daga hef ég verið að líta í kringum mig um íbúð- arkaup og gengið milli fast- eignasala hér í borginni. Meðal annarra áttj ég kost á því að kaupa áttatíu og fimm fermetra íbúð og kostar hún kr. 635 þús- und undir tréverk og tilbúin ekki undir einni miljón krón. Fasteignasalinn heimtaði hundrað þúsund á borðið og hitt ber manni að ráðstafa í lánum og ósköp verður þetta þungur róður á næstu árum með 45 krónur á klukkutímann í dag- vinnutíma hér við höfnina. Fasteignasalinn spurði mig meðal annars um atvinnu mína og það er ekki beinlínis hægt að segja, að maðurinn hafi orðið hrifinn af þeim efnahagslegu tækifærum, sem felast í því að vinna sem hafnarverkamaður. Hver heldur því fram að JÖN VALBY — skæruhemaður vinna okkar sé þýðingarminni en önnur störf í þjóðfélaginu og ber okkur ekki sami hlutur og áður? Forystumenn verkalýðsfélag- anna hafa komið til móts við at- vinnurekendur og stjórnarherr- ana á undanförnum árum til þess að halda verðbólgurini í skefjum og það gekk meira að segja svo langt síðastliðið sum- ar, að þeir sömdu um vísitölu- bjndingu á húsnæðismálalánum og stilltu kaupkröfum í hóf á þeim forsendum að nú ætti að stöðva verðbólguna. Hvernig stóðu stjórnarherrarnir við gjörðir sínar. Kaupmáttur verkamannakaupsins nú stendur lægra gagnvart öllum lífsnauð- synjum borið saman við sama tíma í fyrra. Hvernig ber okkur verka- i mönnum að bregðast við svona svikum. Okkur ber að taka upp baráttu og það verður að vera vægðarlaus barátta með hörku- legum aðgerðum. Þessum mönn- um verður að sýna í frvo heim- ana með samtakamætti fjöldans og kenna þeim að umgangast samfélagsþegna sína eins og sið-. uðum mönnum sæmir. Gróðaröflin vilja ekki slaka til Hann heitir Finnbogi Finn- bogason og hefur unnið sem hafnarverkamaður yfir tuttugu ár yið Reykjavíkurhöfn. Síðustu árín hefur hlutur okkar verka- manna farið sífellt versnandi og er meira en lítið að þjóðfélag- inu. Maður er alltaf að lesa um góðærin og þau virðast alltaf fara vaxandi frá ári til árs á sama tíma og verkamannakaup- ið hefur verið á niðurleið og kaupmáttur þess dvínandi með árunum. Hvað verður af öllum þessum peningum? Ekki sýnir skattskráin þessa velmegun hjá peningastólpunum hér í borginni og þetta sýnast vera kjökrandi aumingjar upp til hópa og flestir undir hafn- arverkamönnum í álögðum op- inberum gjöldum. Manni hefur oft flogið í hug, hvort þessir menn séu raunar færir að stjórna landsmálum og allir viðurkenna stórfelld vand- ræði á sama tíma og hvert góð- ærið á fætur öðru ríður yfir landið. FINNBOGI — neita að slaka til Ætli sannleikurinn sé ekki auðfundinn í þessum efnum og margur gerir sér grein fyrirhin- um raunverulegu orsökum. Það eru nefnilega til staðar gróða- öfl í þjóðfélaginu, sém aldrei hafa mokað af annarri eins heimtufrekju til sín af anði þjóðarinnar og neHa að slaka á klónni. Hverjir hafa afl til þess að kenna þessum herrum hin réttu sannindi í lífinu og þjóðfélags- málum almennt. Það er samtakamáttur hinna smáðu í þjóðfélaginu og vilji þeirra til þess að rétta við hlut sinn. Það er fólkið } ófaglærðu félögunum og enginn virðist bera á móti rétti þeirra á hærra kaupi. Mér er kunnugt um það, að hafnarverkamenn eru oft sein- þreyttir til vandræða og engir hafa sýnt meiri ábyrgðartilfinn- ingu fyrir heill þjóðarinnar í heild á undanförnum árum, — meira að segja hefur verið geng- ið á hlut þeirra í þessum leik. En við getum ekki endalaust látið bjóða okkur upp á þennan skollaleik, sem viðgengizt hefur undanfarin ár og okkur ber að mæta harðsnúnir til átaka á komandi vikum. Hér á allt að loga skæruhernaði Hann heitir Jón Valby Pg er ( að hefja þriðja áratuginn sem i hafnarverkamaður vjð Reykjavik- urhöfn. Hér áður fyrr vann hann við losun og lestun á togurum hér í höfninni, — vann lengst við togarana Maí, Júní og Júli og hefur fengið ómældan skerf af hlutskipti erfiðismanns- ins. Þá var hann nokkur ár við sementsuppskipun í höfninni. 1 Við höfum alltaf orðið að i sækja hlut okkar með baráttu, 1 ságði Jón um borð í bandarísku herflutningaskipi í gærdag. Mikið hefur hlutur okkar selt niður á undanförnum árum og hver skollaleikurinn hefur verið settur á svið af öðrum, — samn- ingarnir við atvinnurekendur eru ekki fyrr þornaðir en síga tekur á ógæfuhliðina aftur í verðbólg- unni og kaupmáttur launa okk- ar hefur ekki lengi staðið svo lágt eins og hann gerir í dag. Hvemig ber okkur að mæta svona svikum. Ætlast atvinnu- rekendur og verðbólguþjónarnir í ríkisstjórninni til þesS að við sitjum með hendur í skauti og höfumst ekkert að. Nei, — hér ber að snúast við af hörku og sýna þessum mönn- um í tvo heima. Hér á allt að loga í skæruhemaði á ótal vinnu stöðum. þar sem hægt er að koma því við, sagði Jón Valby og steytti hnefann. Kannski slaka þeir á klónni á óréttmætum ránsfeng sínum Pg ég vona, að viðkomandi aðil- ar skilji það rétt. • Lífsharhingja fjölda heimila hér í borginni er í veði með linnulausum vinnuþrældómi ■ myrkranna á milli og allir við- urkenna hið nauma kaup hjá launþegum og ekki sizt hjá ó- fagiærðu fólki. Við getum ekki sætt -okkur vjg lífskjör þrælsins á komandi árum og heimtum réttmætan skerf til okkar. Ef þetta fæst ekki með góðu og það hefur aldrei fengizt með góðu. Þá ber að sýna hörkufullar aðgerðir og það er skæruhemaður á vinnu- stöðunum. Þetta svokallaða bónusfólk Hann heitir Gísli Þorleifsson Framhald á 3. síðu. GÍSLI — bónusfólk ÓDÝR SKÓFATNAÐUR frd Englandi og Frakklandi FYRIR KVENFÓLK OG BÖRN • Nýjar sendingar - Stórglæsilegt urval Skébúð Austurbæjar Skéval Austurstræti 18 Laugavegi 100 Eymundsonarkjallara

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.