Þjóðviljinn - 28.05.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.05.1966, Blaðsíða 10
■•'Tjwrr" lö SlBA — i’JÖÐVTLJlNN — Laugardagur 28 .maí 1966. WILLIAM MULVIHILL IFLUGVÉL I HVERFURI 6em var reiðubúid til að láta tortíma sér fyrir ytri tákn mun- aðar og þjóðfélagsaðstöðu. Hann fór til Suður-Ameríku og reyndi áð finna gleymsku í villtu og eirðarlausu lífemi, en varð leiður á latnesku lundemi og fór aftur til Bandaríkjanna. Þar var ekkert fyrir hann að gera. Hann neitaði að vinna. Honum fannst það tilgangslaust af miljónamæringssyni að vinna; það var þarflaus fyrirsláttur. Honum leiddust stjórnmál;samn- ingamakk þótj;i honum óþolandi; hann hafði engan áhuga á vin- sældum. Loks ráku leiðindin hann til New York, þar sem hann flæktist í samkvæmislíf og kauphallarbrask. Hann lifði villlu lífi og pressaði hvern ein- asta dag eins og sítrónu, sem hann fleygði síðan frá sér. Hann átti tvaer ástmeyjar, sem vissu ekkd hvor um aðra, og stóð í vafasömum athöfnum. Honum ægði ekki tilhugsunin um lygar pg svindl. Allt var eintómt grín. 'í'átækt skildi hann ekki. og auð- aevi heilluðu hann ekki; og að kaupa og selja ósýnileg hluta- bréf með eignarrétti á ósýnileg- um og dauðleiðinlegum atvinnu- rekstri, var í augum hans leik- ur fyrir fullorðið fólk. Og það var svo auðvelt að vinna. Þú taldir sjálfum þér trú um að þú myndir vtnna, þú fjarlægðir áhættuna og heppnin var með þér. Hann átti fjármagnið og dirfskuna, aðrir höfðu sambönd- in, og hann þekkti smugumar og brögðin. Hann græddi pen- Inga. Honum þótti gaman. Nokkrum sinnum fór hann til Evrópu dvaldist vetrarlangt í Evrópu, reyndi nýtt umhverfi. Eitt sumarið var hann í Italíu Hárqreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinn on Dódó Laugavegi 18, III. hæð (lyfta) SÍMI 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968. DÖMUR Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10, Vonarstrætis- megin — Sími 14-6-62. Hárgreiðslustoía Austurbæiar Maria Guðmundsdóttir Laugavegi 13 Simi 14-6-58. Nuddstofan er á sama stað. og hitti stúlku, sem sagðist hafa gengið í Vassar, og hann tók hana með sér til Cannes og Biarritz. Árin liðu. Hann var myndarlegur rikur og hafði full- ar hendur fjár, en hann var ekki hamingjusamur. Þetta var allt svo auðvelt IV. Grimmelmann var að sofna; hann lá í mjúkum sandinum inni í hellinum og þar var svalt. Hann var að hugsa um Sturde- vant og eyðimörkina; hann fór aftur að hugsa um Herero-strið- in. 22 Þau voru smánarblettur á hvita manninum, eins og allar styrjaldir við frumstæðar þjóðir. Og sökin var hans, ekki föður- landsins. Hann hafði drepið fólk að tilefnislausu. Allar prusturnar, allar her- fesðimar runnu saman í minn- ingunni, brot úr dögum og nótt- um með þorsta og skelfingu. Einu sinni tóku þeir stóran krók í áttina að landamærum Bachu- anlands til að reyna að hindra flótta mörg hundruð Herero- manna með búpening sinn. Þeir höfðu ekki séð einn einasta ó- vin. Þeir höfðu verið fimm vik- ur á steppunni án þess að sjá nein merki þeirra. Þá var það jem einhver hafði komið auga á nokkra frumbyggjakofa, heimili sem minntu á býkúpur, gerð úr þymóttum greinum og leir. Þeir höfðu kveikt í þeim og haldið leiðar sinnar, en þungur reykur- inn hafði fylgt þeim eftir og þeim hafði Drðið illt, og þeir höfðu allir kastað upp í heitan sandinn þegar þeir reyndu að flýta sér burt. Það var aldrei nóg að borða. Ef þeir hefðu haft nægan mat, hefði herferðin ekki verið sem verst, því að þeir voru ungir menn. ákafir og sterkir. Með réttu mataræði, hefðu margir hinna sjúku lifað þetta af og hinar hefðu þraukað lengur. Þess i stað fengu þeir pönnukökur gerðar úr hveiti og vatni, sem var mjólkurlitað, af kalki eða rammt af söltum. Einstaka sinn- um. þegar uxi gafst upp vegna þreytu, ferigu þeir nýtt kjötið. Dýrunum var slátrað og kjötið étið áður en það skemmdist, en enginn hafði neina ánægju af matnum. vegna þess að kjötið var alltpf nýslátrað. Þetta var undarlegt stríð gegn óvini sem var næstum allt- af ósýnilegur. . Jafnvel könnun- arflokkarnir og búarnir á hest- baki sáu lítið til þeirra. Alltaf æddu þeir eftir sandinum í leit að óvinum sem þeir sáu aldrei, og höfðu ekki annað til saka unnið en að vera svartir og eiga góðan búpening sem þeir vildu ekki láta af hendi. Þýzka stjóm- in hafði gert kröfu um allt land- ið og sl»ipað HererD-þjóðinni að gjalda skatt í formi búfjár. Herero-þjóðin neitaði. Það varð stríð. Á morgnana var svalt enn og þeir þrömmuðu yfir grasið. Svo kom sólin upp og þeir siluðust eftir sandinum, venjulega þrjú- fjögur hundruð mgnna og tutt- ugu til þrjátíu vagnar. <jregnir af uxum, sem börðust við flug- urnar og hina þungu byrði. Ein- kennisbúningamir rifnuðu í tætl- ur á þyrnunum; ódýru stígvélin þomuðu og sprungu Dg fóru að liðast í sundur. Allir vom orðn- ir eins: gisið skegg á ungum gamalmennisandlitum, andlitum sem vom tærð og gul. ’Jakkarn- ir vom óhreinir. Þeir hirtu ekki byssurnar. Allir voru með ígerð- ir eftir bymastungur. Stundum fór einhver að gráta og enginn gat stöðvað hann. Sjálfsmorð komu fyrir. Loks beindist styrjöldin að einu einasta vatnsbóli. Þar sló í reglulegan bardaga og HererD- stríðsmenrtirnir skutu á þá með byssum. sem þeir , höfðu rænt, og réðust á þá með spjótum og kylfum. Þeir sigruðu. Hinir inn- fæddu hörfuðu austur á bóginn með konur sínar og böm og hú- fé; heil þjóð á flótta yfir auðn- ina eins og gyðingarnir á flótta undan reiði Faraós.' Þeir fleygðu sér útaf í sand- inn og sofnuðu innanum dauða og særða. Liðsforingjar og ó- breyttir veinuðu, en þeir lágu í sandinum og létu sem þeir væru dauðir. Um morguninn grófu þeir fjöldagröf og borðuðu morgun- verð. Daginn eftir söfnuðu þeir saman hestunum og þeir sterk- ustu voru sendir til riddaraliðs- ins. Þeir elta Hereo-þjóðina. Það var ekki erfitt.- Stígurinn sem þeir notaðu á undanhald- inu var hundrað metra breiður. Þeir héldu eftir honum á veikum hestunum og fljótlega rákust þeir á ýmislegt, sem flóttamenn- imir höfðu losað við sig; skart- gripi, ónýt vopn, jámkrukkur og alls konar verkfæri. sem þeir höfðu hirt frá þýzkum bændum. Þeir rákust á menn sem höfðu látizt af sárum, sem þeir höfðu hlotið við vatnsbólið. Þeir komu að mönnum sem sáta og störðu á þá sljóum augum — karla, konur og böm nær dauða en tífi af þorsta og örvílnun. Og alls staðar dautt og deyjandi búfé. sum dýrin óð af hita og þorsta, tryllt og hættuleg. Dauð- ir hundar, dauðir hestar. Smá- böm. Og hið versta af öllu: kon- ur sem sátu eða lágu í sandin- um. sumar lifandi aðrar dauðar með lifandi böm í fanginu .... Deyjandi þjóð. Ódaunn og flugur og kálfar sem bauluðu á mæðurnar. Um miðjan daginn komu þeir að fyrsta vatnsbólinu, en Hereo-fólkið hafði fyllt það af líkum og hræjum. Þeir drógu upp skrokkana einn af öðimm, en að því loknu var ekki eftir nema ögn af blóðugu vatni á botninum. Þeir grófu dýpra í sandinn. Ekki neitt. Sandurinn var of heitur til að leggjast í hann. Það var ekkert fóður handa dýrunum. Þeir urðu að halda áfram og rákust á hóp af eldgömlum konum. Þær sátu í hring og störðu á einhverja hluti úr þeini sem voru fyrir framan þær. Ein þeirra reyndi að biðja bæn. en það kom ekk- ert hljóð, þótt varimar bærðust. 1 annað skipti stóð ungur pilt- ur með spjót á stígnum fyrir framan þá. Þeir skuta á hann, en þeir voru ríðandi og of veik- burða til að halda byssunum stöðugum," og þeim tókst ekki að ráða niðurlögum hans. Tylft af skotam, tvær tylftir, piltur- inn stóð enn og beið. óskaddað- ur. Mennirnir fóru að hlæja, hrópuðu húrra. Þeir lögðu frá sér rifflana. Þá steig liðsforingi af haki, gekk til móts við piltinn með skammbyssu sína, miðaði vandlega og skaut. Pilturinn féll. Óráðshláturinn hætti; þeir héldu áfram. Piaslmo PLASTMO Ryðgar ekki þolír seltu og sót þarf aldrei að móla Plast þakrennur og niðurfallspípur fyrirliggjandi þórður , sjóari VORUTRYGGINGAN TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRS LINDARGÖTU 9 • REYKJAVtK -SÍMI 22122 — 21260 LEDURJAKKAR RÚSKINNSJAKKAR fyrir herra fyrir drengi Verð frá kr. 1690,00 ' VIDGERDIR LEÐURVERKSTÆÐI ÚLFARS ATLAS0NAR Bröttugötu 3 B Sími 24678, Leðurjakkar - Sjóliðajakkar a stúlkur og drengi. — Terylenebuxur, stretch- buxur. gallabuxur og peysur GÓÐAR VÖRUR - ^OTT VERÐ 4763 — Um borð em allir ánægðir og áhyggjulausir. Milli Stanley og Þórðar hefur ekki aðeins tekizt innileg vinátta, held- ur hefur Stanley þarna líka eignazt frábæran kennara. Nú fyrst skilur hann hve lítið hann veit í raun og veru um skip og sigl- ingar og hve mikið þarf að Kunna til að geta t.d. tekið þátt í siglingakeppni. — Nú ætlar hann að keppa við fyrsta tækifæri og notfæra sér aukna reynslu og kunnátta. Verzlunin Ö.L. Traðarkotssuodi 3 ■'móti ÞjóðleikhúsinuT-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.