Þjóðviljinn - 05.06.1966, Síða 3

Þjóðviljinn - 05.06.1966, Síða 3
Sunnudagur 5. júnf 1-966 — ÞJÓÐVTIJTNN — SfDA 3 HVERS VEGNA ÞESSI ÞOGN? w- A HVÍLDAR- DACIN N Rökræður í Svíþjóð Kunningi minn sænskur sendi mér á dögunum bók sem heitir „Vietnam i svensk press- debatt sommaren 1965“ — rök- ræður sænskra blaða um Víet- nam í fyrrasumar. Bókin er gefin út af stúdentafélaginu Verdandi í Uppsölum, þeim á- gætu samtökum sem í meira en átta áratugi hafa stuðlað að menningarlegum rpkræðum í heimalandi sínu. 1 bókinni er safn greina um styrjöld Banda- ríkjanna í Víetnam úr fjórum • sænskum dagblöðum sem sizt af öllu verða kennd við komm- únisma. Dagens Nyheter, Stock- holms-Tidningen, Expressen og Sydsvenska Dagbladet, og grein- amar birtust í júni og júlí i fyrra. Greinarnar eru .allar tengdar hver annarri, spunnust raunar upphaflega af bréfi sem rithöfundurinn Lars Forssell skrifaði Dagens Nyheter 1. júní 1965, þar sem hann gagnrýndi sænsku blöðin fyrir skort á hugrekki gagnvart Bandaríkj- unum, en síðan tóku þátt í rök- ræðunum ýmsir kunnir sænsk- ir menntamenn; í hópnum munu margir Islendingar til að mynda kannast við Olof Lager- crantz, Artur Lundkvist, Söru Lidman og Östen Undén fyrr- verandi utanríkisráðherra. Höf- undana greinir á um margt, en samt kemur í ljós að enginn, ekki einn einasti maður, treystist til þess að verja stefnu Bandaríkjanna í Víetnam fyrir- varalaust, og langsamlega flest- ir skrifa raunar í því skyni að krefjast þess að sænsk stjóm- arvöld og sænsk dagblöð beiti áhrifum sínum til þess að tor- velda Bandaríkjunum ofbeldis- verkin. Eökræður þessar vöktu þeim mun meiri athygli sem mikill meirihluti greinanna birtist í Dagens Nyheter, því blaði sænsku sefn til skamms tima hefur verið helzti mál- svari bandarískrar utanríkis- stefnu. Og , rökræðurnar höfðu raunar áhrif á þá sem að var stefnt; málsvarar sænsku ríkis- stjómarinnar létu tvi'Yegis { sér heyra á þessum tíma, í síðara skiptið Torsten Nils- son utanríkisráðherra og er ræða hans prentuð í bókarlok og hefur að geyma mjög þung- an áfellisdóm um framferði Bandaríkjanna í Víetnam í fáguðu sænsku formi. Einnig • bandarísk blöð veittu þessum rökræðum athygli og greindu frá þeim. sum með bungum á- hyggjum. Þögn á íslandi 1 Sá rithöfundur sem á einna snjallastur og einarðastar grein- ar í þessari bók, Folke Is- aksson, kom hingað tii íslands í vor, og ég spjallaði við hann eina dagstund. Hann sagði mér þá frá þessum sænsku rökræð- um og áhrifum þeirra og bað mig að greina sér frá hliðs.tæð- um umræðum í blöðum hér- léndis. En ég varð að viður- kenna það. með sárri blygðun að málflutningur af þessu tagi væri óþekkt fyrirbæri á Islandi. Þegar Þjóðviljinn er undan- skilinn minntist ég þess ekki að í dagblöðunum hér hefði birzt nokkur grein eftir íslenzk- an mann um styrjöldina í Víet- nam, nema til væru tíndir þeir br.ióstumkennanlegu atvinnu- menn sem hafa það verkefni að láta ofstæki og fáfræði ganga í efnasamband og kalla árang- urinn forustugrein. Ég gat sagt honum að Þjóðviljinn hefði rætt mikið um styrjöldina í Víetnam og birt greinar og ræð- ur eftir kunna rithöfunda og menntamenn. en þar með væri upptalið, í málgögnum rikis- stjórnarinnar hefði enginn orðið til þess að láta í ijds efasemdir um stefnu Bandaríkjanna í Víetnam, hvað þá gagnrýna hana. Rithöfundar, mennta- menn. háskólamenn, stúdentar hefðu yfirleitt þagag af alefli; Alþingi íslendinga’ — hið mjögmalandi — hefði ekki séð neina ástæðu til að ræða þann vanda sem stórfelldastur er í alþjóðamálum; ríkisstjórn ls- lands hefði ekki gert neina grein fyrir stefnu sinni, ekki heldur utanríkisráðherrann. Ég sá að rithöfundurin* sænski undraðist stórlega þessa frá- sögn mína, enda hefði ég aldrei látið þessa svívirðu uppi ótil- kvaddur við útlendan mann. Kalnir á hjarta? Hin ragmennskulega þögn Is- lendinga um Víetnam má telj- ast til einsdæma. Hvarvetna í nálægum löndum hefur grimmd- arleg styrjöld hins vestræna stórveldis gegn einni af fátæk- ustu smáþjóðum jarðar orðið nærgöngulli við samvizku hugs- andi manna en nokkur annar atburður sem gerzt hefur síð- an heimsstyrjöldinni lauk. Um- ræðurnar í Svíþjóð eru engin undantekning heldur almenn regla; ekki sízt hafa ýmsir þeir sem áður aðhylltust banda- rfska utanríkisstefnu tekið skoð- anir sínar til endurmats; { ger- vallri Vesturevrópu. myndi það hvergi hugsanlegt nema hér að hin stærstu borgarablöð létu sér nægja að bergmála þann á- róður bandarískra stjórnarvalda sem fjarlægastur er skynsemi og réttlætiskennd heilbrigðra, manna. Viðbragðsleysi ísleVizkra borgara er þeim mun kynlegra sem þeir hafa margsinnis áður talið sig geta metið alþjóðlega atburði af siðferðilegum sjón- arhóli. 1 ár er til að mynda liðinn árátugur síðan uppreisn í Ungverjalandi var brotin á bak aftur með rússnesku her- valdi. Þá var Morgunblaðið dag eftir dag barmafullt af ástríðu- fullum greinum um frelsi, sjálfstæði og rétt smáþjóðar gegn stórveldi, og skal sízt dregið í efa að þá hafi ýmsir talað frá innsta hjartans gi’unni. En hvað hefur kr>mið fyrir hjartað siðan? Hvers vegna þegir Tómas Guðmunds- son, Ijóðskáldið góða, málsvari mannúðar og mannhelgi? Hvers vegna heyrist ekkert til Matt- híasár Johannessens, sem var flestum öðrum djarfmæltari og heitari fyrir einum áratug; voru hugsjónirnar dýru aðeins skiptimynt til að tryggja pólitískan og menningarlegan frama? Ég spyr vegna þess að ég ætlazt til að fá svar, einlægt og heiðarlegt. Er ekki þessi lág- kúrulega og heimóttarlega þögn ein af þeim freistingum borg- aralegrar tilveru sem Matthías Johannessen segir réttilega í nýjustu ljóðabók sinni að „valdi krabbameini í sálinni“? Aðeins hér Á meðan beðið er eftir svari læt ég uppi þá tilgátu að ýms- ir íslendingar hafi ekki enn áttað sig á þvi að kalda strið- inu er lokið. Það var einkenni þeirrar ísaldar að frjáls og persónuleg skoðanaskipti vpru drepin í dróma; andkommún- ismi og kommúnismi voru mælikvarði á öll mál og yfirskyggðu hverskyns persónu- S> leg viðhorf. Sannfæring einstak- lingsins var einvörðungu metin eftir því hvort hinn pólitíski áttaviti var talinn sýna austur eða vestur; hver talandi og skrifandi maður var nauðugur viljugur gerður að akneyti stór- veldanna. Þettá var um skeið ömurlegt alþjóðlegt fyrirbæri, en þessari ísöld er fyrir löngu lokið allt umhverfis okkur. Það er aðeins hér sem menn ganga enn um með hraðfrystar sálir. En þeir menn sem endilega vilja sýna Bandaríkjunum hollustu ættu að átta sig á þeirri staðreynd, að einnig þar í landi eru skoðanaskipti nú frjálsari en verið hefur í tvp áratugi; styrjöldin í Víetnam hefur vakið víðtækari andstöðu en nokkurt annað atriði banda- rískrar utanríkisstefnu. Há- skólamir hafa logað í mótmæl- 'um, sameiginlegri baráttu stúd- enta Og prófessora. Miki’lsvirt- ustu dagblöð landsins hafa flutt mjög afdráttarlausa gagnrýni á ógnarverkunum f Suðaustur- Asíu. Þeir menn íslenzkir sem leyfa sér að draga í efa rétt- mæti bandarískrar utanríkis- stefnu geta haft að bakhjarli vesturheimska stjómmálaleið- toga eins og Morse, Gruening, Clark, Church, Mansfield. Ful- bright og Kennedy-bræður. menntamenn eins og Linus Pauling og Lewis Mumford, eða skáld eins og Arthur Mill- er og Robert Lowell, sem báð- ir neituðu að þiggja gestaboð í Hvíta húsinu til að mótmæla styrjöldinni í Víetnam. Það er ekki óamerískt atferli að ganga til liðs við þau öfl vest- anhafs sem heilbrigðust eru og mannlegust, nema menn telji ekkert amerískt utan fasismann En okkur ber ekki aðeins að ræða styrjöldina í Víetnam vegna samvizku okkar og til þess að vera lifandi þátttak- endur í samtíð okkar; á okkur hvílir örlagarik ábyrgð. Við þykj- umstverasjálfstæðþjóðog tök- um þátt í margvíslegu alþjóðlega eða samþjóðlegu starfipí þeim at- höfnum eru ekki aðeins fólgin tækifæri til skemmtilegra ferða- •f.ga fyrir pólitíkusa sem ef til vill fá að sitja í veizlum með frægum mönnum, heldur höf- um við tekið á okkur skyldur sem okkur ber að rækja af beztu samvizku. Við erum meðal annars aðilar að Atlanz- hafsbandalaginu, . samherjar stórveldisins sem beitir herafla bandalagsins til ógnarverkanna í Víetpam; við höfum léð bví hluta af landi okkar undir her- sveitir sínar; það er algengt að menn séu sendir beint héðan til manndrápanna í austurvegi. Með þögninni gerumst við samábyrgir stórveldinu; með heimóttarskapnum erum við að kalla yfir okkur blóð þeirra sem tætast sundur fyrir sprengjum eða brenna í bensín- hlaupi. Enginn skal ímynda sér að órð okkar hafi engan þunga. Bandarikiastjóm- hefur ekki eins miklar áhyggjur af neinu og lækkandi gengi sínu meðal samþerjanna; Frakkland erbeg- ar glatað: ekkert Nátóriiki hef- ur viljað ljá Bandarikjunum liðsafla til innrásarstríðsins; forustumenn Vesturevrópuríkja npta hvert tækifæri til þess að reyna að fá hið vestur- heimska stórveldi til að breyta um stefnu, fyrir skemmstu t. d. Jens Otto Krag forsætis- ráðherra Dana begar hann var gestur Bandaríkjaforseta. Is- lenzkir valdamenn gætu haft á takteinum sterkari röksemdir en orðin ein, þar sem eru her- stöðvar Bandaríkjanna hér á landi. En þeir einir þegja. Hættulegt Tilgangurinn með þessum greinarstúfi var sá að vekja athygli á því hvað opinberar umbæður á Islandi eru yfirleitt einstaklega lágkúrulegar; hér koma naumast fyrir frjálsskoð- anaskipti um þau mál sem mestu varða. En séu mál ekki rædd á frjálslegan og heiðar- legan hátt fást aldrei neinar markverðar niðurstöður. Það sem kallað er skoðanaskipti hérlendis er yfirleitt bundið við þetta andlausa og geðlausa pex sem leigupennar kald- hamra á ritvélar sínar eg nefna; forustugreinar eða Reykjavík- urbréf. Menntamenn okkar grúfa sig flestir yfir sérsvið sín og forðast að taka þátt í almennum umræðum á frjáls- legan og málefnalegan hátt; umræðurnar um dátasjónvarpið hafa verið ánægjuleg undan- tekning þótt tilþrifin væru þar raunar öll í eina átt. Sé reynt að skrifa rökvíslega og per- sónulega er þvi ekki anzað með öðru en gjammi. Þetta ástand er ekki aðeins hvimleitt heldur og stórháska- legt. Oft er um það rætt hvort smáþjóð eins og íslendingar fái staðizt til frambúðar sem sjálfstætt samfélag. Svarið við þeirri spurningu er ekki aðeins bundið stjómarfarslegri stöðu okkar, atvinnumálum og tungu. heldur og ekki sízt því hvprt við höfpm andlegt þrek til þess að fjalla á sjálfstæðan hátt um vandamál samtímans, hvort okkur tekst að öðlast þjóðlega dómgreind og vilja til að fram- fylgja henni, hvort við höfum eitthvað til mála að leggja af eigin rammleik. Eigi —afstaða okkar til þjóðmála að vera sú ein að veita viðtöku hverj- um þeim óhroða sem kemur frá bandarískum valdamönnum mún ágætur efnahagur og fom tunga lítt stoða til þess að tryggja sjálfstæðið; margúr verður af aurum api, og því að- eins hefur tungan gildi að menn hafi eitthvað að segja sem máli skiptir. Ef við ætl- um til frambúðar að vera and- legt leppríki hins vestræna stórveldis er það fyrirhöfnin einber að stunda innlendan at- vinnurekstur og basla við að býða fyrirmæli húsbændanna á tungutak Morgunblaðsins. — Austri. sjálfan. Örlagarík ábyrgð

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.