Þjóðviljinn - 17.06.1966, Page 7

Þjóðviljinn - 17.06.1966, Page 7
Pöstudaguar K. jám 1966 — ÞJÓÐVTLJlVBf — StÐA J NÚ ERU ÞEIR ALLIR BUNIR AÐ YF- IRGEFA HEIMINN NEMA ÉG «=INN Raett við Halidór Júlíusson fv. sýslumann, 70 ára stúdent □ Hvítir kollar nýstúdentanna lífga þessa dagana upp götumynd Reykjavíkur og lífsgleði þessa unga fólks, sem nýlega er laust undan fargi strangra prófa, smitar frá sér, fólk lítur upp í dagsins önn og getur ekki gert að sér að brosa þeim til samlætis. Q Og þessa sömu daga koma eldri árgangar stúdenta saman, 15 ára, 20, 25, 30 og 40 ára, víða eru höggvin skörð í hópana, en þeir sem geta því við komið, hittast og gleðjast og verða jafn umgir í anda og nýstúd- entamir þegar þeir rifja upp minningarnar frá liðnum æskudögum. Q Þjóðvíljinn hefur hitt að máli þann, sem nú á elzta stúden'tsafmæl- ið, Halldór JúlíuSson, fyrrverandi sýslumann Strandasýslu. .Hann er 70 ára stúdent, en hann hittir engan bekkjarbræðranna þetta vor, hann er orðinn einn eftir af þeim 17 sem útskrifuiðust árið 1896. Halldór Júlíusson býr nú á Melbæ við Sogaveg. Hann verður 89 ára á þessu ári, en er ern vel og hress og ókunn- ugir myndu gizka á að hann væri 70—75 ára. Loðnar auga- brýrnar og hárið er orðið hvítt, hann er svipmikill, en stutt í bros og hlátur, og þegar hann hlær ljómar allt andlitið. — Já, já, ég vgrð stúdent 1896, þá var bara kennt í gamla skólahúsiriu, við vorum víst 17 og ég er sá cini af þeim árgangi sem enn er á lífi. — Finnst þér ekki hafa orð- ið breyting á skólanpm síðan þú varst í honum? — Jú, það er mikil breyting, aðallega þó stúdentafjöldinn, og nú verða líka stúlkur stúd- entar. 1 minni tið hafði ein kona tekið próf við skólann, hún var færeysk og hét Jak- obsen, en hún sat aldrei í bekk — ég veit ekki hvort hún sótti nokkurntíma um það. Það var algerlega óvanalegt að stúlkur sæty á skólabekk. — Hvað er þér minnisstæð- ast frá skólaárunum? — Minnisstæðast!? Asj! Haha! Halldór skellihlær. — Ég véit nú ekki hvort ég segi frá svoleiðis! En uppáhalds- kennararnir mínir voru þeir Geir Zoéga og Steingrímur Thorsteinsson. Geir kenndi okkur latínu og Steingrímur þýzku. — Þetta hafa kannski líka verið uppáhaldsfögin? — Já, líkast. til. Þar var mál- fræðin. Ég hef alltaf verið hneigður til málfræðináms. — Þó lagðir þú fyrir þig lögfræði, en ekki málvísindi. — Já, það er nú ein af ^it- leysunum í lífinu. Ég hefði átt að verða kennari, það hefði látið mér betur, en ég gerði það nú ekki. Heyrðu, hvað ertu nú að skrifa? Ertu að skrifa upp allt sem ég segi eða hvað? Já, það var af heimsku sem ég fór í lögfræði. Það þóttu góðar stöður, þessar sýslu- mannsstöður! — Að hvaða leyti voru þeir Geir og Steingrímur svo góðir kennarar? — Þetta voru góðir menn, ég segi það að hinum kennur- unum ólöstuðum, og skemmti- legir kertnarar. Steingrímur sa_gði okkur bft smásögur i tímum, það var ansi skemmti- legt. Hann fór fyrst í gegn um lexíuna og var oft fljótur að því, notaði helming tímans i það og síðan spjallaði hann við okkur og sagði sögur. Á ég að segja þér eina sögu sem hann sagði okkur? Nei, ann- ars, hún er víst ekki fyrir kvenfólk. J— Jú, jú, segðu mér hana! — Einu sinni var Steingrím- ur að segja okkur frá Reykja- vík fyrri tíma, en þá var hér mikið af dönskum . og hálf- dönskum kaupmönnum og fínu fólki og þettg fór oft í reið- túra. í Íatínu er fall sem heit- ir dativus eticus, þú þekkir það, og Steingrímur vildi skýra það út íyrir okkur. Jæja, þetta danska verzlunar- fólk var semsé í útrieiðartúr og einn hafði tekið sprett í áning- arstað og á eftir keniur fröken Petersen, þá segir Daninn: Ríð ég yður of hart, fröken Peter- sen? Halldór hker. — Síðan hef ég alltaf vitað hvað dativ- us eticus er! Geir Zoega kenndi mér líka undir skólann. Þetta var mikill indælismaður. — Hvað gerðuð þið ykkur til skemmtunar, þegar þið voruð ekki að iæra í skólan- um. — O, eldri bekkirnir fóru stundum á böll, annars var nú ekki um mikð skemmtanalíf að ræða í Reykjavík þá. Þá var ekki talað um samkomu- staði fyrir unglinga, enda datt okkur ekki slíkt í hug. Nei, nei, við vorum ekkert að skemmta okkur! — Aldrci? — Jæja, það var misjafnt. Ég var mjög ungur í skóla, ekki nema tólf ára þegar ég byrjaði, sumir voru miklu eldri, jafnvel fullorðnir menn. — Eitthvað hafið þið þó leikið ykkur eða gert ykkur til dundurs annað ep að læra? — Stundum á vorin. Bolta- leikir voru algengir á skóla- túninu þegar þítt var orðið og gott veður. Það var eini sam- eiginlegi leikvöllurinn okkar. Svo var eitthvað leikið í skólanum, en ég tók engan þátt i því. Við héldum eitt skólaball á ári með kurt og pí, buðum dömum á það og þeim þótti mikið gaman að. En ég vaý svo ungur .... Heyrðu, ég er nú binn að segja þér alveg nóg! Ætlarðu kannski að spyrja mig um trúlofanir?! Ifaha! En ég læt það nú alveg ósagt! Haha! — Varstu í heimavistinni? — Nei, ég var aldrei í heimavist. Ég er jiæddur á Breiðabólstað í V-Húnavatns- sýslu,.og faðir minn bjó síðan á Klömbrum og þar var é alltaf á sumrin, en á veturn: bjó ég hjá ömmu minni og af;> í Reykjavík. Afi minn vav Halldór Kr. Friðriksson yfir- kennari og átti heima í Kirkju- stræti 12. Húsið stendur enn, það er við hliðina á alþingis- húsinu. Listamannaskálinn stendur þar sem kálgarðurinn hennar ömmu minnar var. Já, svona var nú það. Á vet- uma var ég í latinuskólanum og á sumrin í sveitavinnu, ég var við sláttinn og í milliferð- um og öll mín skólaár var ég blautur í fæturna á hverjum degi á sumrin. Það voru notað- ir ísienzkir skór í sveitinni, gúmmíslcór þekktust þá ekki. Oft fór ég í kaupstaðarferðir til Blönduóss og lá þá leiðin yfir Bjargós og Húnavatn. Já, það er annað núna! Þetta var sjö tíma lestargángur og oít erfilt, t.d. með trjáflufning þegar hvasst var á vatninu. Þá skelltust öldurnar á borðunum og fóru í eyrun á hestunum. Þeir urðu þá órólegir og erfið- ir. Heyrðu, þetta er nú asskot- ans nóg sem ég er búinn að segja þér. Nú tala ég ekki meira! — Ifverjir voru helztu fé- Mynilin hér að efan var tekin af Halldóri og bekkýirbræðrum hans veturinn 1893 þegar þeir voru í þriðja bekk. A lienni sjást, talið frá vinstri, í fremstu röð: Þórður Páisson læknir I Borg' arncsi, Þorbjirrn Þórðarson læknir, síðast í Bíldudal, F.ðvald Miiller verzlunamiaður, lengst mt á Akureyri, Halldór Júlíusson sjálfur. Miðröð: Jónas Kristjánsson læknir og náttúruiækningafrömuð- ur, Sveinn Hallgríinsson bankamaður í ReykjavSk, Andrés Fjeldsted læknir, Ámi Þorvaldsson málfræðingur og kennari á Akureyri. Aftasta röð: Magnús Þorsteinsson prestur á Patreksfirði, Guðjón Fjeldsted, scm dó á skólaárunum, Guðmundur Finnbogason landsbókavörður, Jónmundnr Halldórsson prestur á Stað í Grunnavík, Steingrímur Matthíasson iæknir á Akureyri, Guðmundur Björr.sson landlæknir, Stefán Kristinsson prestur í Eyjafirði, Ingóifur Gíslason læknir í Borgamesi og Þorsteinn Björnsson frá Bæ. lagar þínir á þessum árum? — Við vorum nokkrir skóla- piltar úr sveitinni minni, Þver- árhreppi í Ifúnavatnssýslu, og við héldum saman. Þetta voru Jón Þorláksson, Halldór Gunn- iaugsson og Sigurjón Jónsson, hann var heimilismaður hjá föður mínum. En við vorum ekki í sama bekk. — Þið voruð 17 í bekknum. Fóru allir í lengra nám? — Ekki alveg, en flestir. Tveir fóru í iögfræði, nokkrir í læknisfræði og nokkrir urðu prestar. Við Guðmundur Björnsson lásum við sama skóla í Kaupmannahöfn og vorum miklir mátar. Ég las lögfræSi og var þarna í mörg ár. Ég var ekki iðinn! — Hvernig líkáði þér við Dani? — Ég hafði nú heldur lítið^. af þeim að segja. Við lifðum mikið út af fyrir okkur, land- arnir. Það voru undantekning- ar, þeir sem lögðu sig eftir Dönum. — Fékkstu svo strax sýslu- mannsstöðu þégar þú komst heim að loknu námi? -— Nei, fyrst var ég fulltrúi bæjarfógeta í Reykjavík í fjögur ár. Svo varð ég sýslu- maður í Strandasýslu og var þar alltaf á sama stað þangað til árið 1938 að ég íluttist til Reykjavíkur og hætti að þjóna sýslunni. Ég keypti þá Melbæ og hef búið hér síðan, hafði kýr íyrstu árin. Nú geri ég ekki nokkurn slcapaðan hlut lengur nema les og tek á móti börnunum þegar þau koma í heimsókn. — Hvað áttu mörg börn? — " Ég er tvíkvæntur og á sex börn á lífi með seinni kon- unni. Með þeirri fyrri átti ég eitt: i Hjört Halldórsson menntaskólakennara. — Og barnabörnin? — Uss! Ég get ekki fylgzt með því öllu! Og hættu nú að spyrja mig! Þetta er orðið al- veg nóg sem ég er búinn að segja þér. — Bara eina spurningu enn. Hafið þið stundum hitzt, bekkj- arbræðurnir, síðar á ævinni? — Mikil ósköp. Við komum saman nokkrir á 25 ára afmaeb inu 1921. í>að voru gleðidagar. Ég get sýnt þér myndir. En. nú eru þeir allir búnir áð’ýíir- gefa heiminh nema ég einn. vh Keppir a5 því að verða 200 ára gamall Elzti Sovétborgarinn er frá Azerbajdan og heitir Sjirali Mislimof, en fæddur er hann 1805. Mislimof er tvikvæntur og er kona hans „aðeins" 87 ára gömul. Samtals á Mislimof um 200 afkomendur á iífi. Hann er við beztu heilsu, fer í lang- ar gönguferðir og skreppur gjarnan á hestbak. Hinsvegar er hann enginn sérstakur á- hangandi bifreiða; þolir ekki benzínlykt. Sjálfur telur Mislimof á- ' stæðuna fyrir háum aldri sín- um vera heilbrigt fjallaloftið serri hann hefur búið við, á- samt góðu vatni og hollri vinnu. Framan af aldri gætti hann sauða og tekur enn til hendi, enda þótt hahn sé löngu kominn á eftirlaun. Hann fylg- ist vel með í veröldinni og hefur einkum áhuga á bók- menntum og stjórnmálum. Sér- staklega finnst honum gaman er barnabörn hans lesa fyrir hann úr sígildum bókmenntum landsins og dagblaðið les hann fyrstur manna á morgnana, Gevafoto opnar í Austurstr. Gevafótó hf. er tíu ára um verzlun líka innan skamms við þessar mundir og kannast margir næstu dyr. Reykvíkingar við vöruverzlunina við ljósmynda- Á vegum fyrirtækisins er líka Lækjartorg. rekin Ijósmyndavinnustofa und- er þetta fyrirtæki að færa ir stjórn Ingimundar Magnús- út kvíarnar og opnaði nýl. frá- crlega smekklega verzlun í ,\ ju húsnæði við Austurstræti sonar og starfa nú um tuttugu manns við fyrirtækið. Innrétting hinnar nýju ljós- Halldór Júlíusson , — þar sem áður var Síld og myndavöruverzlunar hefur ann- iskur, — hefur á íurðu skömm- azt og teiknað Helgi Hallgríms- um tíma risið þama upp nýtt son, húsgagnaarkitekt, og hún I verzlunarhúsnæði og mun Skó- er smíðuð af Birni Ólafssyni verzlunin Ríma opna þama skó- trésmíðameistara i Hafnarfirði. <s

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.