Þjóðviljinn - 03.07.1966, Side 1

Þjóðviljinn - 03.07.1966, Side 1
r Sunnudagur 3. júlí 1966 — 31. árgangur — 1145. tafcublað. nmmnMuuuiHimiiminminmiiiiiiiimuiiiHiiiiiiiHiiniii|iiiiiiyiuuiumiiuuiiuiiiiiiiiiiiiimHuui»mimNiiini Kaffikvöld MÍR með sovézku æskufólki • Það er í kvöld kl. 8.30 að Reykjavíkurdeild MlR gengst fyrir kaffiifcvöldi með ungu ferðafólki sem nú gistir iandið. • Þar verður sýnd Surtseyj- arkvifcmynd Ósvaldar, Jónas og Heimir skemmta með þjóð- lagasöng, og vafaJaust munu fleiri góðir menn grípa í til- • tæk hljóðfæri. • Gefst þarna tækifseri til að kynnast við ungt fólk úr ýms- um starfsgreinum >— verk- fræðingum, tónlistarfólki, sjónvarpsmönnum tveim frá Moskvu o.fl. Þá er og með í förinni framkvasmdastjóri Sovézk-íslenzka félagsins í Moskvu, Gerasimof. . • Félagar eru hvattir til að fjölmenna og tafca mteð sér gesti. (■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■«■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■ ■ ■ I Mótmælaalda | ■ □ Franska stjórnin lýsti í dag andstöðu sinni við j sprengjuárásir Bandaríkjamanna á borgimar Hanoi og Haiphong í Norður-Vietnam. Gagnrýnin á stefnu Bandaríkjamanna var birt eftir ríkisráðsfund, sem de Gaulle stjómaði. — Upplýsingamálaráðherrann lét svo um mælt eftir fundinn, að franska stjóm- j in fordæmdi þessar spreng’juárásir, árásir, sem að- j eins þýddu versnandi horfur á lausn Vietnam- j vandamálsins. ■ ■ ■ □ f Ósló verður efnt til mótmælaaðgerða við sendi- ■ ráð Bandaríkjamanna vegna stefnu þeirra í Viet- nam, og verða mótmælaaðgerðimar á þjóðhátíðar- degi Bandarík'janna, 4. júlí. ■ p ■ j □ I gær og í fyrradag hefur komið til mótmælaað- j gerða og átaka við bandarísku sendiráðin í Kaup- mannahöfn, Varsjá, Tókíó, London og víðar. Svo mikill er kurrinn í Verkamannaflokknum brézka, að Wilson óttast um aðstöðu sína. Jafnt Kosygin, forsætisráðherra Sovétríkjanna, sem Robert Kenn- edy, bróðir hins myrta Bandaríkjaforseta, fordæma loftárásirnar og telja þær verða til þess eins að torvelda lausn málsins. Nokkur hinna. sósíalistísku ríkja hafa heitið vietnömsku þjóðinni auknum j stuðningi í baráttu hennar, nú síðast heitir Norð- j ur-Kórea að senda sjálfboðaliða. ■ ■ •■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■• Drepa stjórnarvöld- in togaraú tgerSina? jk' Senn verður þetta reykháfs- merki horfið úr íslenzka tog- araflotanum — merki Kletts- verksmiðjunnar sem nú hefur ákveðið að selja alla sína tog- ara eins og skýrt hefur ver- ið frá í fréttum. — 1 Fiski- málum þriðjudagsblaðsins víkur Jóhann J. E. Kúld m.a. að þessum málum o.g spyr „Ætlar ríkisstjórnin að drepa íslenzka togaraútgerð?" rk Við minnum knattspyrnuunn- cndur og aðra áhugamenn um íþróttir á að FÍímann Helga- son skrifar í þriðjudagsblaðið um landsleik Dana og Is- lendinga, sem háður verður á Laugardalsvelli annað kvöld. I þriðjudagsblaðinu kynnum við einnig Ú Þant fram- framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem kemur hingað til Iands síðar í vikunni eins og kunnugt er. I Falsanir MorgunblaSsins: \ Bandaríkjamenn sökkva þrem varðskipum. Norður-Vietnam Andúðin magnost nú óðfluga um allan heiminn á morð- œði Bandaríkjamanna og Saigonleppanna SAIGON 2/7 — Flugvél-^ ar frá bandaríska flotan- um sökktu í gær þrem varðskipum frá Norður- Vietnam. Þetta átti sér stað í Tonkin-flóanum að því er talsmaður banda- ríska flotans sagði í Sai- gon í dag. Átta menn voru teknir til fanga af þessum þrem skipum og fluttir um borð í banda- rískt skip. — Um allan heim magnast nú andúð- in á morðæði Banda- ríkjamanna í Vietnam, nú síðast hafa Svíar lýst yfir andúð sinni á stefnu þeirra austur þar. Það var sjöundi bandaríski flotinn sem hér var að verki á alþjóða siglingaleið • en milli klufckan sex og sjö að staðar- tíma. Talsmaður bandaríska flot- ans gaf þá skýringu á þessari árás flugvéianna. að skipin þrjú hefðu siglt með miklum hraða að bandarísku herskipi og skot- ið fyrsta skotinu. Ein bandarísk flugvél hefði lasfcazt, en þó kom- izt aftur að skipi sínu. Þetta' er fyrsta viðureignin í Tonkin-flóa frá því til átaka kom þar milli tundurspillanna „Mad- doz“ og „Tumer joy“ og skipa frá Norður-Vietnam í ðgúst 1964. Flugvélar skotnar niður Einnig er frá þvi skýrt í Sai- gon í morgun, að bandarísk Skyhawk-flugvél hafi verið skot- Fnamhald á 9. síðu. ALMENNINGUR GREIÐ-i IR AÐSTÖDUGJÖLDIN ★ Morgunbiaðið grípur í gær til gamal- kunnra blekkinga til þess að verja rang- sleitnina í útsvarsmálum. Segir blaðið að Þjóð- k viljinn beiti fölsunum með því að reikna að- ^ stöðugjöldin ekki með tekjuútsvörum fyrir- tækja.' ★ En aðstöðugjöldin eru á engan hátt sam- bærileg við útsvör. Þau eru reiknuð út frá umsvifum fyrirtækja án tillits tii afkomu þeirra, og fyrirtækin láta þau fara beint út í verðlagið — viðskiptavinimir borga. Aðstöðu- I I gjöldin eru hliðstæð söluskatti, fyrirtækin greiða þau gjöld ekki S raun og veru heldur innheimta þau aðeins fyrir borgarsjóð. Ef reikna á aðstöðugjöldin með væri miklu rök- réttara að bæta þeim við útsvarsupphæð þá sem almenningur greiðir. I •k Tckjuútsvörin eru eini rétti samanburður- inn. Þar hefur hlutur fyrirtækja minnkað úr X9n/o í 13% á einu ári — eða um því sem næst þriðjung. •;•!..........•••••!• ■ -— i FerSamannatjöld í Laugardal Allmörg undanfarin ár hefur Akureyrarbær skapað ferðamönnum, sem til bæjarins hafa komið, ágæta aðstöðu til tjaldgistingar á bæjarlandinu. I fyrrasumar tóku borgaryfirvöld í Reykjavík Akureyringa til fyrirmyndar og komu upp góðu tjaldstæði fyrir ferðamenn á túnbalanum sunnan og austan við nýju sundlaugina í Eaugardal. Ferðamenn, sérilagi útlendingar sem ekki hafa haft álltof mikil auraráð, hafa kunnað vel að meta þessa þjónustu og oft liefur mátt sjá fjölda tjalda þaraa á svæðinu á góðviðrisdögum. Myndimar voru teknar nú fyrir helgina. (Ljósm. Þjóðv. A. K.)

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.