Þjóðviljinn - 26.07.1966, Page 5

Þjóðviljinn - 26.07.1966, Page 5
Þriðjudagur 26. júh' 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlDA g kvikmyndir Ingibjörg Haraldsdóttir: Kvikmyndataka i Axarfirði Einu sinni voru kóngur og drottning í ríki sínu. Þau áttu sér 3 syni og eina dóttur. Kóng- urinn hét Sigvarður, synirnir Sigvaldi, Álfur og Algeir, dótt- irin hét Signý. Endur fyrir löngu hafði Sig- varður vegið í einvígi konung nokkurn, Hámund að nafni. heim til móður sinnar og sagði henni hin illu tíðindi. En Hagbarður gat ekki án Signýjar verið. Hann klæddi sig í kvenmannsföt og fór heim á Sigvnrðarbæ. Signý þekkti hann auðvitað strax og kynnti hann fyrir foreldrum sínum sem Gunnhildi nokkra, er kom- f|l .......■•■■■ Leikstjórinn danskur hcitir Aksel. Hámundur þessi átti einnig 3 syni: Hagbarð, Helvin og Há- mund. Þegar Hámundur ungi var orðinn 18 ára, var tími til kom- inn að hefna föðurins. Þá riðu Hámundarsynir úr garði til funda við Sigvarðarsyni. Þeir mættust í dögun og háðu bar- daga allt til kvölds, án þess að nokkur sýndi yfirburði, all- ir voru þeir jafnsterkir og eng- inn var drepinn. Þá bar Sig- varður kóngur fram sáttatil- lögu, bauð Hámundarsonum að koma heim með sér og þiggja beina. Hámundarsynir gengu að boði konungs. Saga elskenda í konungsgarði sá Hagbarð- ur Signýju Sigvarðardóttir í fyrsta sinn. Kviknaði með þeim ást. þegar við fyrsta augnatil- lit. Þetta sá Hildigísl hinn þýzki, gestur konungs og von- biðill Signýjar. Hann tók sér nú fyrir hendur að spilla hinni nýkviknuðu ást, og fékk í lið með sér blinda öldunginn Böl- vís, sem hataði Hámundarslekt- ið. Myrkraverk þeirra leiddu til þess að Sigvarðarsynir drápu Helvin og Hámund, með- an Hagbarður var fjarverandi. Þegar Hagbarður komst að því, drap hann alla Sigvarðarsyni. Hildigísl lét líta svo út sem Hámundarsynir hefðu rofið friðarsættina og var því Hag- barður útlægur og réttdræpur eftir þessa atburði. Hann reið in væri að læra kvenlegar dyggðir. Þannig komst Hag- barður inní svefnhús Signýjar. Um nóttina þekkti Hildgísl hest Hagbarðar í hesthúsinu og vissi þá hvernig í pottinn var búið. Sigvarður vakti alla hús- karla sína og þeir réðust til bardaga við Hagbarð. Hann varðist lengi, vel og drengi- lega, en loks var hann ofur- liði borinn og leiddur fyrir dóm konungs. Konungur dáðist að hreysti kappans unga og var á báðum áttum hvað gera skyldi. En drottningin gat ekki fyrirgefið. Hún sagði Hagbarði, að bráðum yrði hann í helvíti og bauð honum vín að drekka til að efla hugrekkið, ekki veitti honum af. Hagbarður tók við bikarnum og þeytti inni- haldi hans í andlit drottning- ar. Þá hikaði konungur ekki lengur. Hann lét léiða Hagbarð að stóru linditré, sem skyldi verða gálgi hans. Áður höíðu Hagbarður og Signý ákveðið að ef annað þeirra dæi, myndi hitt íremja sjálfsmorð. Nú bað Hagbarður böðulinn um að hengja upp skikkjuna rauðu, sem hann hafði borið, þóttist vilja sjá sinn eigin dauða. Böð- ullinn varð við þessari kynlegu bón, en þegar Signý sá skikkj- una hanga í trénu, hélt hún að þar væri Hagbarður, bar eld í svefnhús sitt og stakk rýtingi í brjóst sitt. Þegar Hagbarður sá eldtungurnar leggja útum glugga Signýjar, setti hann sjálfur snöruna um háls sér. Þannig bar dauða þeirra að á sama augnabliki og þannig mundu þau mæta fyrir dómar- anum á sömu stundu. Mörg þjóðerni Þetta er sagan um Hagbarð og Signýju, sagan sem nú er verið að kvikmynda norður í Axarfirði. Hin gamla, ein- falda þjóðsaga tekur á sig nú- tímaform: Ultrascope og East- mancolour. En sagan lifir í þessum glæsta búningi og ein- faldleikinn blífur, þrátt fyrir allt. Gabriel Aksel, kvikmynda- stjórinn danski, brýnir fyrir mönnum sínum sýknt og heil- agt, að hér sé ekki á íerð nein Hollywoodmynd á la The Vik- ings. Þessvegna eru allir litir í myndinni dempaðir, jafnvel rauða skikkjan, sgm myndin ber nafn af, cr ekki skær- rauð, hcldur rauðbrún. Kóngs- bærinn, sem risið heíur á skömmum tíma í Vesturdal, ná- lægt Hljóðaklettum, er ekkert tildurhús með gylltum turnum, Gunnar Bjömstrand sem lcik sinn I myndum löngu eftir Ingmar orðinn heimsfrægur viðurkenndur leikari heldur reisulegur bær í nor- rænum miðaldastíl. Allt er eins einfalt og verða má, ekkert óþaríaskraut, engin óþörf orð, ekkert sem leiðir athyglina frá spennu leiksins. Leikararnir eru af ýmsum þjóðernum. Hagbarður er leik- inn af Rússanum Oleg Vidov, Signý af Gittu Hænning. Bræð- ur þeirra eru leiknir af Danan- um Folmer Rubæk (Helvin), Gísla Alfreðssyni (Sigvaldi), Borgari Garðarssyni (Álfur), Norðmanninum Frederik Thar- aldscn (Algeir) og Svíanum Jörgen Lautz (Hámundur). Kóngur og drottning eru leik- in af hinum frægu sænsku leikurum Gunnari Björnstrand og Evu Dahlbeck. Hildigísl leik- ur Þjóðverjinn Manfred Redde- mann, Bölvís leikur Svíinn Hákon Jahnberg. Auk þessara koma við sögu sex griðkonur og sextán húskarlar. Tvær griðkvennanna leika dönsku leikkonurnar Lisbet Movin og Sisse Rcingárd. Fremstur í flokki húskarla er Flosi Ól- afsson, hann hefur yfirumsjón með hestunum, sem eru um 30 talsins. Kvikmyndatakan hófst 19. júlí. Áður höfðu farið íram æfingar, kóngsbærinn verið byggður og allt verið undirbéi- ið. Svíinn Per Lundgren hefur teiknað kóngsbæinn, alla bún- inga og vopn. Kóngsbærinn stendur í hárri brekku. umkringdur klettum á 3 vegu' og er tígulegt heim að lita neðan úr Vesturdalnum. Bergmann. leikur konunginn. Frá bænum blasa Hljóðaklett- ar við. Hér er náttúrufegurð mikilfengleg og ekki ofsögum sagt, að þetta sé með íegurstu stöðum á landinu. Fyrsta atriðið, sem var kvik- myndað, var heimreið Sigvarð- ar konungs, sona hans, Há- mundarsona og húskarla eftir fyrsta bardagann. Gunnar Björnstrand er í fararbroddi, tígulegur maður með gullkór- (Myndirnar tók sízt fyrir I. H.). J>uríti að endurtaka atriðið oftar. Meðan verið er að undirbúa næsta atriði sitja leikaramir í hesthúsi kóngsins og hvíla sig. Svo eru þeir kallaðir út, vinn- an heldur áfram, vélin suðar, Jens og Gabriel kalla stuttar skipanir til leikaranna. Á hádegi er matur í hest- húsinu: mjólk og smurt brauð. Allir eru í góðu skapi, vinnan Kússinn Vidov, hann leikur verður Hagbarð, hengdur tréð sem Þetta eru án efa fræguslu leikararnir í mynilinni, frá vinstri: strand og Eva Dahlbeck. Gitte Hænning, Gunnar Björn- ónu á höfði og síða skikkju á herðum. Hann situr stærsta hest á íslandi. Á eítir honum koma Hámundarsynir á dökk- um hestum, klæddir brynjum og alvopnaðir, síðan Sigvarðar- synir á gráum hestum, sömu- leiðis vopnaðir og í brynjum. Þar á eftir koma svo húskarl- ar Sigvarðar konungs. Klar til optagelse! Kvikmyndavélin er tilbúin á sínum stað, kvikmyndatöku- maðurinn Henning Bendtsen gefur merki um að hann sé til- búinn, aðstoðarleikstjórinn Jens Ravn kallar í hátalara til leik- aranna: Klar til optagelse! Svo kemur merki frá Gabriel: Kam- cra! Og aftur kallar Jens: Veskú, Gunnar Björnstrand! Vélin fer í gang, leikararnir ríða niður smábrekku í glæstri fylkingu. Vélin fylgir þeim eft- ir, þangað til Gabriel gefur nierkið: Stop! Svo er atriðið endurtekið. í seinna skiptið tókst atriðið svo vel, að Gabri- el Ijómaði af gleði, klappaði Gunnari á öxlina og sagði: Skidegodt! Það þýddi, að ekki gengur vel, sólin skín, mold- rokið fyllir að vísu nasir og munna, en við því er ekkert að gera. Gunnar Björnstrand hefur orð á því við konu Gabri- els, að maður hennar sé 6- venjurólegur núna, hann hafi alltaf verið svo „nervös" í gamla daga. Frúin hlær við: „Hann er orðinn íslendingur. Ef það gengur ekki í dag, þá gengur það á rnorgun". Kvikmyndaleikarar eyða mest- öllum tíma sínum í bið. meðan takan stendur yfir. Hvert atriði krefst mikils undirbúnings, sem þeir taka ekki þátt í. Þá sitjá þeir í hesthúsinu, sumir sofa uppi á heyloftinu, Eva Dahlbeck situr við prjóna. Unga fólkið situr umhverfis Gittu Hænn- ing, hún er lífið og sálin í fj öldasöng og öðru gríni. Á þeim skamma tíma sem liðinn er síðan vinnan hófst, hefur myndazt skemmtilegt andrúmsloft í hópnum. Þrátt fyrir mismunandi þjóðerni og óhjákvæmilega málaörðugleika ríkir einhugur og vinátta milli leikara, tæknifólks, hesta- sveina og byggingamanna. E'ramhald á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.