Þjóðviljinn - 29.07.1966, Síða 3

Þjóðviljinn - 29.07.1966, Síða 3
I Föstudagur 29. júlí 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 3 Hervirkjageri í Norður- Noregi ógnar heimsfriii Segir sovézka blaðið Izvestía og deilir harðlega á varnarmálaráðherra Norðmanna og hershöfðingja Nato HernaSarástandið í Ródesíu standi enn í jtrjá mánuSi Háskólaráð og Rektor telja háskólann óstarfhæfan vegna ráðstafana ríkisstjórnar hvíta minnihlutans MOSKVU 28/7 — Höfuðmálgagn sovézku ríkisstjórnarinn- ar, Ísvestía, gagnrýnir norska vamarmálaráðherrann Otto Grieg Tidemann, harðlega og kallar hann einn „hinna áköfustu Natosinna11. Blaðið segir að varnarmálaráðherr- ann sé „fullur beiskju“ vegna þeirrar stefnu Norðmanna að leýfa ekki erlendar herstöðvar né kjarnorkuvopn á norskri grund á friðartímum. I f grein eftir Júrí Golosjúbof segir að Norður-Noregur hafi verið gerður að andsovézku hernaðarsvæði. Sovézka þjóðin getur ekki, segir í greininni, setið með hend- ur í skauti og horft aðgerðar- laust á það sem gerist í nágrenni hennar. Ógnarjafnvægi Tidemann ráðherra er sakað- ur um að aðhyllast kenninguna um ógnarjafnvægi. Hvers vegna er einmitt þörf á að sýna tryggðina við Nato, spyr Golosjúbof og bætir við að Nato veroi æ óvinsælla í Noregi. Þrátt fyrir það hafi Natovinir ekki aðeins haldið fast við göm- ul sjónarroið sín, en reyni einn- ig að fá landið til að gefa enn frekar eftir við Nato hershöfð- ingjana. Hernaðarundirbúningur Natohdrshöfðingjarnir hafa i aukið hernaðarundirbúning veru- lega í Noregi, sérstaklega norð- urhluta landsins, sem er í' raun og veru orðið stríðsbirgðasvæði Nato á Norðurlöndum, segir í greininni. Ógnun Ízvestía segir að þar séu byggð hernaðarmannvirki sem séu miklu viðameiri en þaffir Nor- egs gefi tilefni til og nú líti út fyrir að hernaðarundirbúning- urinn verði einnig hafinn á Sval- barða. Vestur-þýzku hernaðarsinnarn- ir taka sífellt meiri beinan þátt í herstefnu Natohershöfðingja á N orðurlön dum. Þetta er ógnun við öryggi þjóðanna á Norðurlöndum. Það er undir Norðurlöndum sjálfum . komið og þá einkum Noregi og Danmörku hvemig á- standið i Skandinavíu breytist í framtíðinni, segir í greinarlok. nú.l Portúgalar unnu lið Sovétríkjanna 2:1 LONDON 28/7 — Portúgal tryggði sér bronsverðlaunin í heimsmeistarakeppni í knattspymu í leik við Sovétrikin í dag. En það munaði mjóu, því það var ekki fyrr en tveim mínútum .fyrir leikslok að miðherji Portúgala, Jose Torres, tókst að sfcort eftir sendingu fró Augusto á stuttu -færi og var alveg vonlaust fyrir ,hinn heimsfræga Lev Jashin, markvörð sovézka liðsins, að verja. Staðan í hálfleik.var 1:1. Leikurinn var tiltölulega jafn og varð aldrei verulega góður. Hvorugt liðið sýndi þá réttu baráttugleði og var leikhraða mjög ábótavant. Sagt er, að hinir 70.000 á- horfendur hafi verið ánæg^ir með sigur Portúgala eftir hinn frábæra leik þeirra á þriðjudag, en enginn hefði haft neitt við það að athuga þó úrslitin hefðu orðið öfug. því leikurinn var svo jafn og atburðalaus. Eusebio skoraði fyrsta markið fyrir Portúgala úr víti eftir að 12 mínútur voru liðnar af leikn- um. Þetta var níunda markið sém Eusebio setur í heimsmeistara- keppninni í ár og getur hann farið að renna hým auga til 120.000 krónanm sem sá ieik- maður fær í verðlaun er setur flest mörkin í keppninni. Sovézka liðið átti vel skilið að geta jafnað einni mínútu áður en hálfleik lauk, er Banishevski skallaði í mark. I seinni hálfleik átti sovézka liðið meira í leiknum og var sóknarleikur þeirra margbrotnari en leikur Portúgala og vörnin var betri. Allir höfðu búizt við að leik- urinn yrði framlengdur þegar ekki vom nema örfáar mínútur í leikslok, en þá gerði Torres sem sagt óþarft að framlengja leikinn. Torres var yfirleitt miklu betri en í mörgum fyrri leikjum og náði betri árangri en Eusebio, en hann var vandlega „dekkað- ur“ allan tímann. Sovézka liðið lék með fimm varaliðsmönnum, vömin var á- líka góð og áður en Tsjíslenko var saknað í framlínunni. Sovézknr hundur til tnnglsins WASHINGTON 28/7 — Dr. Werner von Braun hinn þýzki yfirmaður bandarísku geimferða- áætlunarinnar Satumus, sem miðar að því að koma geimför- um til tunglsins hefur sagt, að svo virðist sem Sovétríkin séu að því komin að senda geimfara á braut um mánann, eða þeir muni láta geimfar lenda þar með hundi innanborðs. Ég er viss um að Sovétríkin muni bráðlega framkvæma ann- að hvort, segir von Braun ^ við- tali við Washington Post og Los Angeles Times. Ólafsvíkurhöfn Che Cuevara á lífí RIO DE JANEIRO 28/7— Utanríkisfáðherra Argen tínu, Juracy Magalhaes sagði á blaðamannafundi > dag, að byltingarmaðurinn heimsfrægi, Ernesto Che Guevara hefði sézt á landa- mærum Argentínu og Bras- i'líu. Guevara sem- var áður einhver nákomnasti félagi Fidels Castro forsætisráð- herra Kúbu, hvarf fyrir 15 mánuðum og hefur oft ver- ið skýrt frá því að hapn væri að skipuleggja skæru- hernað kommúnista í ýms- um heimshomum. Magalhaes utanríkisráð- hema sagði, að Guevar; hefði sézt á landamærun um fyrir tveim mánuðun og hefði hann verið hand- leggsbrotinn. La Prensa, dagblað sem gefið er út í Liima hélt því i fram í marz síðastliðnum, að Guevara væri staddur í landamærahéruðum Brasil- íu og Argentínu og hefði hann einnig verið í Chile. Framhald af 10. síðu. hvaða veðri sem er og fá góða afsetningarmöguleika fyrir miíli- landaskipin. Gert er ráð fyrir að þessi lenging verði fram- kvæmd vofið 1967 en ker steypt í sumar og haust. Er undirbún- ingur þegar hafinn. Þegar þeirri framkvæmd er lokið er langþráðu marki náð, að skapa góða höfn i Ólafsvík, sem er og hefur verið í fremstu röð útgerðarstaða landsins. Yfir 20 bátar eru nú gerðir >it frá Ölafsvík. Síldveiðin Framhald af 10. síðu. 12. maí til 31. maí var síldar- aflinn hér ; sunnanlands alls 4.597 lestir. Alls hafa 63 skip fengið ein- hvern afla, þar af 55 50 lestir eða meira. Aðeins 5 skip hafa það eru ísleifur IV. Vestmanna- aflað 1000 lestir eða meira en eyjum 1614 lestir, Gullborg Vest- mannaeyjum 1369, E»gey Rvík 1205, Ársæll Sigurðsson II. Hafn- arfirði 1149 og Sigurður Bjarni Grindavík 1066 lestir. NEW YORK 28/7 — Þingið í Ródesíu féllst í kvöld á til- lögu um að framlengja herlög í landinu um þrjá mánuði. Alan Milton settur rektor við háskólann í Salisbury mót- mælti í dag handtöku níu háskólakennara og 10 stúdenta í gær. Ég mótmæli harðlega aðgerð- um, sem ekki eru aðeins framd- ar á óheppilegum tíma, en eru einnig ótimabær íhlutun um mál, sem háskólinn á sjálfur að fjalla um samkvæmt há- skólareglunum, sagði Mflton. Rektor lokaði háskólanum i gær eftir að lögreglan hafði skyndilega ráðizt inn í skólann og handtekið níu háskólakenn- ara og 10 stúdenta. litsiénvarp París 28/7 — Ríkisstjórnir Frakk- lands og Sovétríkjanna hafa a- kveðið að vinna að frekari end- urbótum á franska Secam litsjón- varpinu. Sjónvarpsviðtæki fyrir litsjón- varp verða til sölu í Paris strax í september. Undir venjulegum kringum- stæðum lýkur háskólamisserinu 20. ágúst. Þingið Allir þingmenn stjórnarand- stöðunnar í Ródesiu greiddu at- kvæði gegn tillögunni um að framlengja hernaðarástand í landinu. En tillagan var sam- þykkt með 39 atkvæðufn gegn 11. Hætta Desmond Lardner-Burke dóms- málaráðherra sagði að ástæðan væri til til að óttast auknar at- logur að sjálfstæði Ródesíu, og án herlaga hefðu líf og eignir saklausra mann verið í mikilli hættu síðastliðna níu mánuði. Stjórnarandstaðan Leiðtogi stjómarandstöðunnar Chad Chipunza sagði að ekki væri nein nauðsyn að hafa her- lög í landinu. Allt og sumt sem rikisstjórnin þarf að gera er að framkvqpma breytingar, sem geta fengið stuðning allrar þjóðarinn- ar. Eini óháði hvíti mað- urinn á þingi, Pealey sagði að svo virtist sem dómsmálaráð- herrann gæti ekki leyst vandamál landsins með öðru móti en því að framlengja hernaðarástand. Rektor I yfirlýsingu sinni í dag segir Milton rektor, að handtökurnar hafi skapað ástand sem geti leitt til ofbeldisverka. Þá væri ekki lengur hægt að veita fullnægjandi kennslu. íhlutun ríkisstjórnarinnar hefði eyðilagt þá möguleika sem há- skólinn hefði sjálfur haft til að halda uppi nauðsynlegum aga. Enginn háskóli getur starfað ef honum er ógnað eða verður fyrir svipuðum aðgerðum og ríkis- stjómin hefur nú gripið til, seg- ir í yfirlýsingunni. Háskólaráð hefur einnig mót- mælt handtökunum, sem það segir brot á einföldustu mann- réttindum. HIN VINSÆLU AMERISKU BLONDUNARTÆKI I ELDHÚS OG BAÐHERBERGI. Lsndsmét skáta 1966, Hreðavatni, Borgarfirði Sunnudaginn 31. júlí n.k. frá kl. 13.30 verður mótssvæðið opið fyrir foreldra skátanna og aðra þá, sem vilja heimsækja mótssvæðið og sjá tjaldbúðirnar. Þennan dag' verða ýmsar sýningar í gangi, bæði úr starfi skátanna, sýning á úti- lífsvörum og sýningar tengdar ramma mótsins, hafinu. Þennan sama dag er einnig heimsóknardagur ylfinga og ljósálfa á Landsmótið, og hvetjum við eindregið alla foreldra þeirra að koma með börn sín í heimsókn á mótið á sunnudaginn. Um kvöldið verður gestavarðeldur. , MÓTSSTJÓRN.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.