Þjóðviljinn - 14.08.1966, Qupperneq 7
Stmmidagur P4. 1966 —- Í>JÓÐVILJINN — SÍÐA
NÝ RANNSÓKN Á MORDI KENNEDYS
□ í dag birtum við þriðja hluta þess kafla úr
hinni merku bók Epsteins, sem geymir kjam-
ann í gragnrýni hans á rannsókn forseta-
morðsins.
□ Eftir morðið fannst í sjúkrahúsinu í Dallas,
sem þeir Kennedy og Connally ríkisstjóri
voru fyrst fluttir til, kúla, sem hæfði morð-
vopninu. En á hvaða sjúkrabörum? Hafi
hún fundizt á sjúkrabörum forsetans, gátu
þeir Connally ekki hafa orðið fyrir sama
skoti — og því voru tilræðismennimir tveir.
^ Ef hún fannst hinsvegar á böram Connall-
ys, studdi það kenninguna um að Oswald
hefði verið einn að verki.
□ Epstein rekur í sambandi við þetta atriði
einstæða hlutdrægni í sambandi við rann-
sókn þessa þýðingarmikla atriðis og kemst
að þeirri niðurstöðu, að allt hafi verið gert
af hálfu Warrennefndarinnar til að sanna
kenningu sem menn höfðu gefið sér fyrir-
fram — þá kenningu að Oswald hafi verið
einn að verki. — Eða eins og sagði í formála
þessara greina: I»á lá á að sanna umheimi,
að Bandarikin væru ekki bananalýðveldi,
þar sem hægt væri að steypa stjórninni með
samsæri“.
Glugglnn sem skotið var út um: Stóðu hér tveir menn?
Specter, lögfræðingur Warren-
nefndarinnar: Hæpnar rök-
semdafærslur.
Mótsagnir
Sem fyrr var rakið gefa Yfir-
litsskýrsla FBI og Viðbótar-
skýrsla FBI annarsvegar og
Warrenskýrslan hinsvegar full-
komlega andstæða mynd af nið-
urstöðum líkskoðunarinnar að
því er varðar þá spurningu er
mestu skiptir: Hvort fyrsta
kúlan sem hæfði forsetann
hafi komið út um barka hans
eða ekki.
Ýmisleg sönnunargögn máls-
ins benda til þess að skýrsla
FBI sé ekki fölsuð. Ljósmynd-
in af skyrtu forsetans er sönn-
un sem er þung á metaskálum,
en hún sýifir greinilega, að
kúlan hefur hæft líkama for-
setans fyrir neðan kragalinu,
sem kemur og alveg heim við
skýrslu FBI (beint undir öxl-
ina)..
Ljósmyndin kemur hinsveg-
ar ekki heim við þá lýsingu
á sárinu, sem er að finna í
skýrslu Warrennefndarinnar.
Ef að skot, sem kemur að of-
an, hefur hæft forsetann um
fimmtán sentímetrum fyrir
neðan kragalínu og ekkert hef-
ur orðið til að breyta stefnu
kúíunnar, þá er óskiljanlegt
með öllu með hvaða hætti hún
hefði átt að geta gengið út
um háls hans.
Sú staðreynd, að læknarnir
sem framkvæmdu likskoðunina,
gátu ekki fundið far eða
„göng“ eftir þessa kúlu, er enn
ein sönnun fyrir því, að kúl-
an iór ekki í gegnum líkama
forsetans. Og öll önnur gögn
málsins sem lúta áð útferðar-
sárinu svonefnda, benda til
þess, þótt ekki sé um fullnað-
arsönnun að ræða, að barka-
sárið stafi af flis úr kúlu sem
skotið var síðar.
Ef að skýrsla Alríkislögregl-
unnar er rétt — og öll sönnun-
argögn benda til þess að svo
sé — þá hefur veigamiklu at-
riði í líkskoðuninni verið
breytt tveim mánuðum eftir
að hún fór fram, og samkvæmt
því er líkskoðunarskýrslan, sem
birt er í skýrslu Warrennefnd-
arinnar ekki hin upphaflcga
skýrsla.
Hvar fannst kúlan?
Kúlan 399 er nokkurnveginn
ósködduð kúla, sem hæfir
morðvopninu. Hún fannst á
sjúkrabörum í Parkland-sjúkra-
húsinu og var afhent FBI. Þá
gat það virzt þýðingarlítið,
hvort kúlan hefði fundizt á
sjúkrabörum Kennedys forseta
eða Connallys rikisstjóra; síð-
ar kom á daginn að það gat
skipt mjög miklu að finna rétt
svar ,við henni.,
Ef að kúlan fannst á sjúkra-
kenningu, að mennirnir báðir
hefðu orðið fyrir sömu kúlu
(kúlu 399) og að síðar hefði
þessi kúla fundizt á sjúkrabör-
um Connallys.
Fjórum dögum eftir að
Specter hafði lýst því yfir við
nefndina að „það munu finnast
sannanir fyrir því, að kúlan
hafi fundizt á sjúkrabörum
Connallys ríkisstjóra“ fór hann
til Dallas og yfirheyrði vitnið,
sem hafði fundið kúluna, Darr-
el Tomlinson.
Tomlinson, tæknilegur starfs-
maður við sjúkrahúsið, sagði,
að samkvæmt sinni skoðun
hefði kúlan ekki fundizt á þeim
börum, sem Connally hafði leg-
ið á.
Þótt Specter legði fyrir hann
ýmsar villandi spurningar, hélt
Tomlinson fast við þá skoðun
sína, þótt hann væri ekki „al-
veg fullviss“ um að kúlan hefði
verið á þeim börum, sem stóðu
fyrir framan börur ConnaUys
í slysavarðstofunni. Framburð-
ur Tomlinsons var með öðrum
orðum andstæður þeirri kenn-
ingu, sem Specter vildi sanna.
Specter sagði, að hann hefði
„eftir líkum" sannað að kúl-
an hefði verið á börum Conn-
allys, þar eð hann hefði getað
útilokað þann möguleika, að
hinar sjúkrabörurnar hefðu
verið börur forsetans. Fyrir
þessu tilfærði hann svofeUd
rök:
— Sjúkraborum Kennedys
hefði verið ekið inn í
„Trauma Room 2“ strax eft-
ir að líkami forsetans hafði
verið tekinn af þeim.
— Tvær hjúkrunarkonur
sögðu við yfirheyrslu, að
lökin hefðu verið tekin af
börum Kennedys. Tomlinson
hélt því hinsvegar fram, að
lak hefði verið til fóta á
þeim börum sem kúlan datt
niður af.
Hæpnar forsendur
Báðar þessar forsendur »ru
hinsvega^ mjög vesælar.
Sú staðreynd, að sjúkrabör-
um Kennedys hafi verið ekið
inn í Trauma Room 2, úti-
Warrenneíndin: Það var fyrirfram gengið frá því sem vísu, að tilræðismaðurinn hefði verið einn.
börum Kennedys, gat hún ekki
hafa farið í gegnum líkama
hans og hæft Connally. Conn-
ally hefði þá aðeins getað
særzt af annarri kúlu. Og það
hlaut óhj ákvæmilega að þýða,
að tilræðismennirnir hefðu
verið tveir.
Hinsvegar: Ef kúlan fannst
á sjúkrabörum Conallys, þá
kom það heim við þá kenn-
ingu að mennirnir hefðu báð-
ir orðið fyrir sömu kúlu.
Spurningunni um það, hvar
kúlan 399 hefði fundizt, skaut
fyrst upp þann sextánda marz,
þegar lögfræðingur Warren-
nefndarinnar, Specter, spurði
• James Humes, skurðlækni, sem
hafði tekið þátt í líkskoðun-
inni. Einn af nefndarmönnum,
Allen Dulles, var bersýnilega
þeirrar skoðunar, að kúlan
hefði fundizt á sjúkrabörum
Kennedys — sem var og eðli-
legt ef litið er á skýrslu FBÍ
og vitnisburð leynilögreglu-
mannanna. Dulles spurði, hvort
til væru nokkur önnur sönn-
unargögn þar að lútandi, og
Specter svaraði:
„Það voru til önnur sönn-
unargögn, herra Dulles. Ég
gæti nú þegar slegið því föstu,
að við munum síðar •— á
grundvelli annarra gagna •—
sanna, að kúlan fannst á
sjúkrabörum Connallys“.
I»að sem sanna átti
Specter gat þó aðeins gefið
Dulles útskýringu, sem var
langt frá því að vera nákvæm.
Þegar þetta samtal fór fram,
hafði hann enn ekki verið 1
Dallas sjálfur, og allar skýrsl-
ur FBI og leyniþjónustunnar
(Secret Service) bentu til þess,
að kúlan hefði ekki fundizt á
sjúkrabörum Connallys.
Fullyrðing Specters studdist
bersýnilega ekki við sönnun-
Morðvopnið sem fannst: A hvaða börum fannst
399?
argögn, heldur við það, við
hvaða niðurstöðum hann bjóst
af rannsókn sinni.
Dulles spurði hann þá, hvað
hefði orðið af kúlunni, sem
hæfði Kennedy, og Specter
svaraði: „Þetta er þungamiðja
ýmissa kenninga um málið, sem
ég ætlaði einmitt að fara að
tala um“.
Specter skýrði síðan frá þeirri
lokar engan veginn þann mögu-
leika, að þeim hafi síðar ver-
ið ekið út á ganginn fyrir
framan, én þar fannst kúl-
an.
Með því að allar sjúkrabör-
ur voru settar aftur á þennan
stað, þar sem hrein lök voru
sett á þær, hlaut að koma fram
mjög þýðingarmikil spurning:
Framhald á 9. síðu.
i
i
1