Þjóðviljinn - 07.09.1966, Síða 1
Miðvikudagur 7. september 1966 —-31. árgangur — 202- tölublað
fÐNlSÝNH4GINl
w
Tízkusýningin endurtekin
★ Sl. sunnudag, á degi fataiðnaðarins á Iðnsýningunni, var
★ efnt til tízkusýninga kl. 4 og 8.30 siðdegis. Greysileg aðsókn
★ var að sýningunni þdiman dag og gátu miklu færri en
★ vildu séð nýjustu haust- og vetrartízkuna. Þvi hefur ver-
★ ið ákveðið að endurtaka tízkusýninguna kl. 8.30 í kvöld.
★ Alis munu 13 fyrirtæki sýna þar framleiðslu sína.
VERWOERD MYRTUR
Þingþjónn stakk hann þremur hnífsstungum í háls og bringu þegar
hann beið þess í ráðherrastól sínum að þingfundur væri settur
HÖFÐABORG 6/9 — Hendrik Verwoerd, forsæt-
isráðherra Suður-Afríku, var myrtur í þinghúsinu
í Höfðaborg í dag. Einn af þingþjónunum, maður
á fimmtugsaldri, gekk að .Verwoerd þar sem hann
sat í ráðherrastól sínum og beið þess að þing-
fundur haefist, rak hriíf þrívegis aftan í háls og
í bringu honum og lézt hann skömmu síðar. Þing-
menn hlupu til og tókst þeim að handsama til-
ræðismanninn.
Morðið átti sér stað einmitt í
þann mund að hringt var til
þingfundar. Margir þingmann-
anna höfðu þegar tekið sér sæti
í þingsalnum, en tilræðið bar
svo brátt að að þeir fengu ekki
að gert. Verwoerd hné þegar
niður í stól sínum þegar hánn
hafði verið stunginn, en blóð
spýttist úr sárum hans.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■'
Eldur
Fjöldi Keykvíkinga veitti
því athygli á tólfta tíman-
um í gærkvöld að allt stóð
i björtu báli í Engey. Höfðu
lögregla og slökkvilið varlá
við að svara fólki sem vildi
tilkynna þeim brunann: —
að leyfi hefði verið veitt til
að kveikja í hú'sunum!
Það er ríkið sem ttx eig-
andi Engeyjar, en þar var
alit í niðurníðslu og voru
húsin að hrynja. Þótti ekki
svara- kostnaði að rífa þau
og tekið það ráð að fjar-
lægja þau með eldi.
Kristinn Sigurjónsson
byggingameistarí fékk það
verkefni að sjá um að
brenna húsin og tilkynnti
hann lögreglunni þetta í
gærkvöld, en hins vegar
gleymdist að tilkynna brun-
ann opinberlega fyrirfram
og því von að fólki brygði
í brún.
'Gefið hefur verið upp að
morðinginn heiti Dimitri Staf-
endas og er talið að hann sé af
grískum og portúgölskum ætt-
um. Enn hefur ekkert vitnazt
um það hvers vegna hann
framdi tilræðið.
Fjórir læknar sem allir eiga
sæti á þingi reyndu að veita
Verwoerd björg og reyndi einn
þeirra að blása lofti í lungu
hans. Rétt á eftir var Verwoerd
borinn á börum út í sjúkrabíl.
Þremur - stundarfjórðungum
síðar reis forseti neðrideildar-
innar, Ben Schoeman samgöngu-
málaráðherra, úr sæti sínu og
sagðist ætla að forsætisráðherr-
ann væri ekki lengur á lífi og
^kömmu síðar var það staðfest
að hann væri látinn. Hann hafði
látizt áður en komið var með
hann til sjúkrahússins.
Greinilegt var að Verwoerd
átti sér einskis ills von og hélt
augsýnilega að þingþjónninn
væri að færa honum einhver
skilaboð. Hann hallaði sér fram
eins og til að heyra betur hvað
þingþjónninn hefði að segja.
Skyndilega dró Stafendas upp
stóran rýting. Verwoerd reyndi
að bera hönd fyrir höfuð sér,
en það var of seint. Blóðið
streymdi niður bringu hans og
rann niður á grænt gólfteppið.
Hægriofstækismaður?
Enda þótt ekkert hafi verið
látið uppi um tilgang morðingj-
ans, virðist mega ráða það af
ummælum þingfréttaritafa
blaðsins „Die Vaderland" að
hann hafi verið úr hópi þeirra
ofstækismanna sem telja að Ver-
woerd háfi ekki gengið nógu
langt í ofsóknum sínum á hend-
ur Afríkumönnum.
Þingfréttaritarinn segir að til-
ræðismaðurinn hafi heyrzt
kvarta yfir því að Verwoerd
gerði of mikið fyrir þeldökkt
fólk, en of lítið fyrir hvita
menn.
Dimitri Stafendas hafði hafið
starf í þinghúsinu fyrir tæpum
mánuði. Hann er 'sagður hafa
sagt starfsfélögum sínum að
faðir hans væri grískur en móð-
Ilendrik Verwoerd og kona hans
irin portúgölsk. Hann er talinn
vera hálffimmtugur, er hávax-
inn maður og ber sig vel. Hann
mun hafa búið um tíma í portú-
gölsku nýlendunurp Angóla og
Mosambik og hafa verið dóm-
túlkur í Durban. Þá er sagt að
hann hafi dvalizt langdvölum í
Frankfurt. í Vestur-Þýzkalandi.
Hann er sagður kunna átta
tungumál.
Víðasthvar hafa stjórnarleið-
togar, einnig Afríkuríkja, harm-
að og fordæmt morðið, en sum-
staðar í Afríku hefur það vakið
fögnuð manna, t.d. í Lagps, höf-
uðborg Nígeríu, þar sem fólk
dansaði af fögnuði á götunum
þegar fréttin barst.
Formaður apartheid-nefndar
Sameinuðu þjóðanna sagði að
menn mættu vera tilræðismann-
inum þakklátir ef verknaður
hans leiddi til þess að Suður-
Afríka skipti um stefnu í kyn-
þáttamálum.
í aðalstöðvum Reuters í Lon-
don er aftur á móti sagt að
þangað hafi borizt af því fréttir
úr mörgum höfuðborgum að
menn óttist að morðið muni
verða til þess að stjórn Suður-
Afríku verði enn öfgafyllri en
áður í kynþáttamálunum og að
enn muni versna sambúð henn-
ar við önnur ríki Afríku.
Fréttaskýrandi brezka útvarps-
ins taldi í dag að morðið á Vei;-
woerd myndi enn veikja aðstöðu
Wilsons til að leysa RódeSíu-
málið. Eftirmaður Verwoerds
myndi verða enn ófúsari en
hann til hvers konar tilslakana.
Afríski þjóðþingsflokkurinn,
stjórnmálasamtök Afríkumanna
í Suður-Afríku, sem hefur að-
alstöðvar í Álgeirsborg, sagði-að
morðið myndi verða til þess að
auka baráttuþrek skæruliða í
sveitahéruðum landsins og allra
þeirra sem ættu um sárt að
binda af völdum Verwoerd-
stjórnarinnar. — (Sjá 3. síðu).
Fagrar stuðlabergssúlur
fallegu stuðlabergss'
Snæfetlsnesi
en það er einn þeirra sérkennilegu og fögru stáða sem farið verð-
ur um í skemmti- og berjaferð Alþýðubandalagsins í Keykjavik um
næstu helgi, en nánar er sagt frá ferðinni á 8. síðu blaðsins í dag.
(Ljósm.: Gunnar Guttormsson).
Haft eftir Sén Ji utanríkisráðherra:
| Úrskurður fallinn í sjónvarpsmálinu: |
I
Lögbannskröfunni syn/að
í gær var kveðinn upp af Jóni Óskarssyni fulltrúa bæjar-
fógetans í Vestmannaeyjum úrskurður í máli Ríkisútvarps-
ins gegn Félagi sjónvarpsáhugamanna í Vestmannaeyjum,
en Ríkisútvarþið hafði krafizt lögbanns við sjónvarps-end-
urvarpsstarfsemi þeirri sem rekin hefur verið á vegum fé-
lagsins að undanförnu.
Úrskurður dómarans var á þá leið að synjað var um lög-
bannið og var sá dómur byggður á þeirri forsendu að Rík-
isútvarpið hefði framselt einkarétt sinn til endurvarps-
starfsemi til annars aðila, þ.e. pósts og síma. Hefur lög-
fræðingur Ríkisútvarpsins ákveðið að áfrýja þessum 'úr-
skurði til Hæstaréttar.
Dómur hefur enn ekki verið felldur í máli Landsíma ís-
lands gegn Félagi sjónvarpsáhugamanna í Vestmannaeyj-
um, en Landsíminn hefur krafizt þess að endurvarpsmastr-
ið verði fjarlægt af lóð Landsímans á Stóra-Klifi ásamt
öllu því tilheyrandi.
Kínverjar eru ekki alls ófúsir til að
semja vii Bandaríkin um Vietnam
Tekur um lejð fram að engm önnur lausn komi til greina en sú að
Bandaríkjamenn fari frá Vietnam — Orð hans vekja mikla athygli
TOKIO og PAíJÍS 6/9 — Sén Ji, utanríkisráðherra Kína,
er sagður hafa 'skýrt japönskum þingmönnum sem voru í
heimsókn í Peking frá því að Kínverjar hafni ekki af-
dráttarlaust viðræðum við Bandaríkjamenn um Vietnam,
en Sén Ji ítrekaði að engin lausn væri hugsanleg fyrr en
allt bandarjskt herlið hefði verið flutt burt frá Suður-
Vietnam.
Það er fréttaritari japönsku
fréttastofunnar Kyodo í Peking
sem hefur þessi tíðindi eftir
nefnd þingmanna úr stjórnar-
flokknum japanska, Frjálslynda
demókrataflokknum, sem ræddu
í þrjár klukkustundir við kín-
verska utanríkisráðherrann. For-
maður nefndarinnar var Zentaro
Kosaka, fyrrverandi utanríkis-
ráðherra Japans.
Sén Ji hafði í viðræðunum sagt
að grundvallarhugmynd alh-ar
milliríkjaþjónustu væri að leitast
við að leysa öll alþjóðleg deilu-
mál. En slík lausn á Vietnam-
stríðinu væri óhugsandi sem
stæði vegna þess að Bandarík-
in beittu ölium ráðum til að
þvinga fram hernaðarlega lausn.
Sén Ji er sagður hafa nefnt
sem dæmi um að Kínverjar væru
ekki ófúsir að ræða við Banda-
ríkjamenn að sendiherrar beggja
hittust alltaf annað slagið til við-
ræðna í Varsjá. Hann hafði hald-
ið uppi vörnum fyrir „menning-
arbyltingunni", en tók um leið
fram að hún hefði engin áhrif á
utanríkisstefnu Kína. Henni væri
ætlað að tryggja það að þróun
sósialismans yrði ekki með sama
hætti í Kína og í Sovétríkjunum
og Júgóslavíu.
Þá er Sén Ji borinn fyrir því
að sambúð Kínverja og Banda-
ríkjamanna muni ekki ævinlega
vera jafnslæm og hún gé nú. Á-
tökin milli þeirra muni ekki
standa að eilífu.
Vekja athygli
Þessi ummæli sem höfð eru
eftir Sén Ji, vekja athygli í Par-
ís, segir franska fréttastofan AF manna. Henni myndi ljúka með
P, einkum þau að Kínverjar séu
fúsir til samninga um Vietnam.
Menp veiti þeim athygli ekki sízt
fyrir þá sök að Sén Ji sé ekki í
hópi þeirra kínverskra ráða-
manna sem taldir séu vilja fara
varlega í sakirnar. Á það er
minnt að hann hafi áður lýst yf-
ir að Kínverjar væru alveg,ó-
hræddir við innrás Bandaríkja-
fullum ósigri þeirra.
,AFP segir að talið sé í París
að samhengi sé milli þessara
ummæla Sén Jis og ræðu de
Gaulle í Pnom Penh þar sem
hann hvatti til samninga, enda
þótt hann segði Bandarikja-
menn eiga alla sök á hvemig
komið væri í Vietnam og ættu
að fara burt með allan her sinn
þaðan.
Hrakningar við Surtsey — 6
menn veðurtepptir i eynni
Sex menn urðu veðurtepptir í
Surtsey í fyrrakvöld eftir nokkra
hrakninga og tilraunir til að
komast um borð í Lóðsinn frá
Vestmannaeyjum. Ætlaði Árni
Jölinsen gæzlumaður í eynni að
ferja fólkið milli eyjar og skips
í gúmbát, en bátnum hvolfdi
með hann um einn km. frá
eynni og 100 metra frá Lóðsin-
um. Árna tókst að halda sér við
bátinn þar til skipsmenn á Lóðs-
inum tóku hann um borð og fór
hann með þeim til Eyja.
Þjóðviljinn átti í gserkvöld
tal við skipstjóráiin á Lóðsin-
um, Einar Sv. Jóhannsson, og
sagði hann að fólkið, fjórir
þýzkir kvikmyndatökumenn og
tveir nátlúrufræðingar íslenzkir
hefðu komið með þeim frá Vest-
Framhald á 6! síðu.