Þjóðviljinn - 07.09.1966, Page 4

Þjóðviljinn - 07.09.1966, Page 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvi'kudagur 7. september 1966. Otgefandi: Sósíalistaflokk- Sameiningarflokkur alþýðu urinn. Ritstjórar: tvar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson, Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 7.00. Höfum við efni á því? • • fkðru hvoru birta stjórnarblöðin hátíðlegar grein- ar um þörfina á vísindanámi, vísindamönnum og vísindastörfum í nútímaþjóðfélagi. Sú þörf er brýnni en flest annað fyrir nútímaþjóðfélag og verður vart ofreiknuð. Hins vegar gæti mönnum virzt að mikið vanti á að íslenzk stjórnarvöld skilji þessa þörf eða hafi forgöngu svo um muni að full- nægja henni með stórauknum fjárveitingum. Há- skólanám er enn allörðug ganga fyrir efnalaus ungmenni, og verður ekki úr bætt fyrr en þjóð- félagið viðurkennir að slíkt nám er vinna unnin í þágu þjóðfélagsins alls og stúdentum sem og öðrum námsmönnum er leggja á sig langt framhalds- nám beri námslaun allan þann tíma sem þeir stunda námið. Og þegar löngu óg ströngu námi er lokið tekur við algjört vanmat ráðamanna þjóð- félagsins á launaþörf vísindamanna og fræði- manna, með þeim árangri að íslenzkir vísinda- menn geta fæstir sinnt rannsóknar- og úrvinnshr verkefnunum sem hrúgast upp í kringum þá, held- ur verða að vinna allt að tvöfaldan vinnudag við kennslu eða einhver störf sem hægðarleikur væri að leysa af hendi af öðrum en manni með vísinda- menntun. Sumir, og það ekki menn af verri end- anum, gefast hreinlega upp á því að vinna við slík kjör, og lejta ólíkt betri skilyrða og launa- kjara í öðrum löndum, en íslenzka þjóðin situr eftir sýnu fátækari vegna missis þess starfs og áhrifa sem ágætir íslenzkir vísindamenn gætu haft hér heima. Embættismaður sem gagnkunn- ugur er þessum málum, formaður Rannsóknarráðs ríkisins, lýsti fyrir nokkrum kvöldum í útvarpi þessu vandamáli og ættu valdamenn þjóðarinnar að hafa hrokkíð við. f^að er ekki nóg að Morgunblaðið og Vísir skrifi fjálglega um þörf vísinda 1 nútímaþjóðfélagi. Hér þarf að verða mikil breyting á. Gera þarf út- lægan hugsunarhátt núverandi valdamanna, að ís- lendingar hafi ekki efni á því að gera vel við æðstu menntastofnanir sínar og vísindamenn. Það nægir ekki að hökta við betlistaf framan í erlend- um þjóðum og sníkja framlög til rannsókna á nátt- úru íslands, og allra sízt er viðeigandi að erlendir auðhringar sletti í íslendinga einhverjum pening- um, jafnframt því að þeim eru ofurseldar auð- lindir íslands og náttúrugæði. Ríkisstjóm sjálf- stæðs íslands þarf að eiga meiri metnað en svo, að gera tandmælingar íslands að févana hjálpar- tæki erlends hers, sem kortleggur ísland allt til eigin þarfa. íslenzkir stjórnmálaflokkar og ríkis- stjórnir verða að gera það upp við sig, að sívax- andi hluta ríkistekna þurfi að verja til vísinda- náms og vísindastarfa, og ekki verður hjá því kom- izt að stórauka fræðslu í raunvísindum og tækni- vísindum við æðstu menntastofnanir þjóðarinnar. Þjóðfélagið hefur efni á því að búa vísindamönn- um sínum þau kjör að þeir kiósi hvergi fremur að vinna en heima Við hqfum ekki efni á hinu — að missa þá. — s. v________________ í . < vl \ '> -.vT' Nýju orði skýtur upp í viSrœðum manna og virð- ist eiga enskan uppruna eins og fleiri á hinum síð- ustu dögum. „Heldurðu að ég $é imbi?“ spyrja krakkar ef telja á þeim trú um eitt- hvað ótrúlegt. Og nú sé ég prentað í Alþýðublaðinu á sunnudaginn orðið „imba- kassi“, sem virðist orSið all- algengt nafn á sjónvarps- tæki. Mér skilst að „imbi“ sé notað í merkingunni auli eða fló,n og er líklega komið gegnum enska orðið „imbecile“ wr hinu latn- eska „imbecillus“, sem mun svipaðrar merkingar. OrðiS' imbakassi segir þá nokkra sögu um álit manna á her- mannasjónvarpinu, en það er eina sjónvarpið sem Is- lendingum hefur verið til- tækt. ☆ ☆ ☆ Annars œtlar sjónvarps- málið ekki að gera það endasleppt við valdsmenn í landinu og má nú ætla að sómi þeirra aukist sýnilega með viku hverri af með- höndlan þess máls. Nokkrir eigendur aulakassanna í Vestmannaeyjum hafa af alefli reynt að setja leið- indastimpil á Vestmanna- eyiúga almennt, enda þótt allur þorri íbúanna muni lítið hrifinn af bröltinu. Og svo kemur hver fáráðling- urinn öðrum verri í blöð og heldur að það sé sam- bærilegt ef íslendingar sjá einhverja sjónvarpsskímu frá öðrum löndum og hitt að erlendur her sem hreiðr- að hefur um sig í landinu í skjóli hernámsflókkanna skuli lauma áróðri Banda- rikjastjórnar og soranum af bandarísku „skemmtiefni“ inn á þúsundir íslenzkra heimila, hella þessu óféti yfir íslenzk börn, sem ékki hafa vit á að varast það. ☆ ☆ ☆ Þeir menn sem leggja þetta að jöfnu hljóta að hafa glatað dllri heilbrigðri þjóðerniskennd og þjóðar- metn.aði. Þeir virðast hafa aulakassann fyrir altari sitt og bandaríska her- mannadrafið sem andlega næringu. Og þetta breytist ekki þó íslenzka sjónvarpið hefjist, nema því aðeins að orðið sé við skilyrðislausri kröfu íslendinga í öllum stjórnmálaflokkum að bandaríska sjónvarpið verði bannað, og með því látið lokið smánarlegum kafla í undirlægjuhætti íslenzkra stjómarvalda við hinn er- lenda her. Fi veitír leiðbeiningar um fiskleiíar- óg siglingartæki Fiskifélagið hefur tekið upp þá uýbréýtni’ í starfsemi sinni að gefa útgerðarmönnum kost á tæknilegum leiðbeiningum um fiskileitar- og siglingatæki. Hörður Frímannsson rafmagns- verkfræðingur hefur verið ráð- inn í þetta starf frá og með 1. sept sl. og verður hann ofan- nefndum aðilum til ráðgjafar um þessi efni. Mun hann jafnframt slcipuleggja námskeið um við- gerðir og meðferð þessara tækja fyrir viðgerðarmenn og skip- stjórnarmenn. Óþarfi ætti að vera að benda á þýðingu starfs sem þéssa. í íslenzka fiskiskipaflotanum nem- ur verðmæti slikra tækja fleiri hundruð miljónum króna. Geta bilanir eða galíar í slíkum tækj- um eða óhentug tæki valdið út- gerðarfyrirtækjum og þjóðinni í heild miklum skaða. Fiskifélagið vonast til þess að s'tarfsemi þessi geti orðið við- komandi aðilum að liði og vænt- ir góðrar samvinnu við útgerðar- menn og skipstjórnarmenn. (Frá Fiskifélagi íslands). HeiBruBu viðskiptavinir IÐNISYNINGIN Vér viljum hér með minna yður á Iðnsýn- iijtguna ’66, sem jafnframt er kaupstefna. Vér sýnum þar framleiðslu vora, veitum allar upplýsingar og tökum á móti pönt- unum við STÚKU 207. Vinnufatagerð íslands hf. Nám oa atvinna Stúlkur, sem læra vilja gæzlu og umönmn van- gefinna, geta komizt að í slíkt nám á Kópavogs- hæli í haust. Laun verða greidd um námstímann. Nánari upplýsingar gefa yfirlæknir og fbrstöðu- maður. Símar 41504 og heima 41505. Reykjavík. 6. september 1966. Skrifstofa ríkisspítalanna. jLétt rennur G/teSoo FÆST i KAUPFÉLÖGUM OG VERZLUNUM UM LAND ALLT Bétagreiðs/ur almannatrygginganna Útborgun ellilífeyris hefst að þessu sínni fimmtudaginn 8. sgptýynber. rrrir^'fOrfi i. Bætur greiðast gegn framvisun nafnskír- teinis bótaþega, sem útgefið er af Hagstof- unni. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. Eitt námskeið — er ódýrt, og í það fer lítill tími. En það getur gert gæfumuninn þegar þú kemur út. ■ Kanntu að svara fyrir þig í tollinum? ■ Kantu að spyrja til vegar? Ef ekki, þá skaltu spyrja strax eftir nám- skeiði sem þér hentar við Málaskólann Mími. / Málaskólinn Mímir Brautarholti 4, sími 1000 4 (kl. 1—7 e.h.) Hafnarstræti 15, sími 2 16 55. Stretch-buxur stærðir 1-9 Verð frá kr. 139,00 til 188,00. R.Ó. búðin Skaftahlíð 28, sími 34925.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.