Þjóðviljinn - 07.09.1966, Page 12

Þjóðviljinn - 07.09.1966, Page 12
 ! ! I ! ! Varan seht betur í fiignm umbúðum I»að er umbúðajðnaðurinn sem á daginn á Iðnsýning- unni að Þessu sinni. Alls taka sex fyrirtæki sem framleiða umbúðir þátt í sýningunni, en þau eru Piastprent, Kassagerð Reykjavikur, Etna, Dósaverk- smiðjan, Stálumbúðir og Sig- umlast. Voru blaðamenn sér- staklega boðnir að skoða þeirra deild á sýningunni i gger í tilefni dagsins. í>ótt tvö þessara fyrirtækja séu um og yfir þrítug að aldri er umbúðaiðnaður í nútíma merkingu tiltölulega ung iðn- grein hér á landi, með bætt- um og nýjum hráefnum, sí- feilt meira vöruúrvali og aukn- um kröfúm um uitlit og hrein- læti hefur þróunin í þessari grein iðnaðar orðið gífurlega ör, einkum á síðustu árum, enda stenzt íslenzk fram- leiðsla á þessu ' sviði fyllilega samkeppni við’ útlenda og er m.a.s. stúndum ódýrari. Þó nýtur iðngreinin lítillar eða engrar tollverndar og má nefna sem dæmi að tollur á hrápíni í pappírs- og plastum- búðir er 30 og 35%, en á fuHunfeum umbúðum úr sama efni aðeins 40%. Þegar keyptar eru dýrar vélar er að sjálfsögðu mikið atriði að reyná að nýta véla- kostinn eftir því sem hægt er, en hér er markaðurinn þröng- ur sem eðlilegt er og mætti ætla að mörg fyrirtæki i sama iðnaði ættu erfitt upp- dráttar. En í þessari iðngrein hefur orðið æskileg verka- skipting miUi fyrirtækjanna og er hvert með sína fram- leiðslu, eitt með blikk- og alúmíndósir, annað plastbrúsa og dósir, hið þriðja pappa- og pappírsumbúðir, fjórða aðal- lega með poka úr plasti og pappír o.s.frv. Mjjólkurkassarnir Elzta umbúðafyrirtækið er Kassagerð Reykjavíkur og er orðið 34 ára gamalt og fram- leiðir alls konar áprentaða kassa og öskjur fyrir íslenzka framleiðslu, bæði þá sem fer á innanlandsmarkað og eins það sem flutt er út, t.d. úr frystihúsunum. Þá framleiðir Kassagerðin hina frægu 10 Htra mjólkur- kassa. sem hægt er að fá mjólkina í á Akureyri og víð- ar norðanlands, en Mjólkur- samsalan hefur ekki fengizt til að nota þrátt fyrir mikinn áhuga af hálfu neytenda. Þessar mjólkurumbúðir eru IÐNISÝNINGINi w til sýnis á Iðnsýningunni og eins 25 lítra umbúðir af sömu gerð, sem ætlaðar eru fyrir mötuneyti, sjúkrahús, skip og veitingahús og passa tveir slíkir kassar í sérstakan kæli og þarf síðan aðeins að skrúfa frá krana til að ná í mjólk- ina. Eini aðilinn sem Mjólk- ursamsalan hefur fengizt til að fylla slík ílát fyrir er Keflavíkurflugvöllur. Margt fleira er til sýnis í stúku Kassagerðarinnar, t.d. er rétt að benda á aðra nýj- ung: einangrunarefni úr al- úmíni, sem lítur út eins og bylgjupappi og kostar fet- metrinn af þessu efni 32 krón- ur. 40 þús. dósir á 8 tímum Dósaverksmiðjan h.f. ^ar stofnuð 1937 og mun fram- leiða flestar þær dósir sem soðið er niður í hér og seld- ar á innanlandsmarkaði og hluta af því sem út er flutt. Eru þetta dósir úr bæði blikki og alúmíni og notaðar mjög hraðvirkar vélar við fram- leiðsluna, t.d. er hægt að fram- leiða 40 þúsund alúmíndósir á 8 tímum Á sömu vélinni. Þarna vinna uppundir 30 manns og hefur fækkað um helming starfsfólks á síðustu 20 árum en framleiðslan þó aukizt um ca. 20%. Allt meðalalýsi sem héðan er flutt til annarra landa er sent í tunnum frá Stálumbúð- um h.f. og eru þær sýndar á Iðnsýningunni, en auk þess framleiðir fyrirtækið stál- bakka og fleira fyrir mat- vælaiðnað og nýjustu gerð af sorptunnum með föstu loki fyrir rykfría sorphreinsun og er Reykjavíkurborg t.d. smátt og smátt að skipta um og farin að nota þessar tunnur. Ein aðalframleiðsluvara fyrir- tækisins er þó orðin flúor- lampar af 'ýmsum gerðum til notkunar bæði úti og inni. Plastið vinsælt Tvö fyrirtæki hafa skipt á milli sín plastumbúðunum og er annað með poka og fleira þessháttar á sínum vegum en hitt með brúsa og dósir úr plasti. Plastprent sér um pok- ana, en slíkar umbúðir eru nú notaðar í æ ríkara mæli útan um alls konar vörur, sælgæti, matvörur, fatnað, og jafnvel húsgögn. Fyrirtækið er átta ára gamalt og byrjaði í 30 ferm. bílskúr, en hefur nú 600 fermetra húsnæði til umráða. Slíkar umbúðir voru áður fluttar inn, en nú mun ' lítið sem ekkert vera um inn- flutning á þessu og mikið af hráefninu er framleitt á Reykjalundi. Auk plastumbúð- anna framleiðir fyrirtækið einnig alla pappírspoka fyrir pökkunarverksmiðjuna Kötlu. Þá eru framleiddir nokkrir hlutir fyrir almennan mark- að t.d. eldhúsplastpokinn, sem mjög margir nota, pokar til að hlífa fatnaði, laxapokar, plastsvuntur og stórir ferða- plastpokar. ! ! Sigurplast hefur starfað í sex ár og framleiðir nú flesta þá brúsa, dósir og glös úr plasti sem íslenzkur iðnaður k þarf á að halda, einnig pillu- ™ glös fyrir apótekin. Hafa mörg fyrirtæki fengið s£n. eigin mót og mun flestir kannast við t.d. þvolbrúsana og umbúðir Hreins og Mjallar. Etna er síðasta fyrirtækið í þessari deild en þar eru framleiddir allir öl- og gos- drykkj aflöskutappar sem not- aðir eru hér á landi, líklega 35—40 miljónir árlega — og höfum við þó ekki bjórinn! Sigurplast h.f. ! ! Nerskur línuveiðari strundur í Sundvík B Norski línuveiðarinn „Gesana“ strandaði í gærmorg- un í Sandvík, rétt sunnan við Norðfjörð, í aftakaveðri. Mannbjörg varð og kom björgunarsveit frá Neskaupstað og merin af varðskipinu Þór á strandstað, og aðstoðuðu skipverja hið bezta. Gésana er 28 ára gamalt skip, 168 rúmlestir. Skipið var á rek- netaveiðum og var að enda túr, með 1060 tunnur af saltsíld inn- anhorðs. Ætlaði það að koma við á einhverjum Austfjarðanna en lenti þá í Sandvík. Aftakaveður var á Norðfirði þriðjudagsnóttina, einkum frá kl. 2-5, og mun skipið hafa strandað um fimmleytið. Varð- skipið Þór náði neyðarkalli frá því og komu skilaboð um nótt- ina frá Slysavarnafélagi íslands til formanns Slysavarnadeildar- innar á Norðfirði, Reynis Zoega. Var þá þegar farið að undirbúa að senda björgunarsveit frá Nes- kaupstað og fóru þeir um borð í björgunarskipið Goðann sem lá þar við .bryggjú'. Nokkur óvissa var fyrst um hvar skipið væri strandað, því skipverjar sjálfir héldu að þeir væru við Dalatanga. Skipin sem reyndu að miða „Gesana“ héldu að það væri strandað við Barðs- nes, en í gærmorgun kom „Jón- Kjartansson“ til Neskaupstaðar og hafði farið fyrir Sandvík og séð skipið strandað þar. Goðinn flutti norðfirzku slysii- varnamennina og fimm menn af „Þór“ yfir að Stuðlum og þaðan gengu þeir yfir Barðsnesfjall um Sandvíkurskarð til Sandvík- ur, en það er hátfc í tveggja tíma gangur. Þegar þeir komu í víkina var þar háfjara og skipið nærri á þurru, lá þvert fyrir árósinn en við ósinn hafði myndazt sandrif sem skýldi því. Var skipverjum sagt að fara ekki úr skipinu fyrr en björgunarsveitin væri komin. Var byrjað að kveikja upp í skipbrotsmannaskýlinu, og þegar hafizt handa að .koma á- höfninni í land, mátti heita að hún gæti gengið í land þurrum fótum. Var skipverjum gefin hressing og veitt aðhlynning í skýlinu og haft samband með talstöð sem þar er við Hornafjarðar- radíó og varðskipið Þór, og síð- an lagt af stað yfir fjallið. Brátt Framhald á 6. síðu. Per Borten kemur í kvöld kl. 20.30 í kvöld klukkan 20J30 er Per Borten, forsætisráðherra Nor- egs, væntanlegur til íslands í boði ríkisstjórnarinnar. Á morg- un heimsækir Borten Bessastaði, ræðir við ráðherra og skoðar Reykjavík. Föstudag skoðar ráð- herrann Borgarfjörð og Akra- nes, en heldur á laugardag til Akureyrar og Mývatns. Á sunnu- dag svipast hann um í Eyjafirði, en kemur síðdegis til Reykja- víkur aftur. Mánudag er ætl- unin að haida til Þingvalla, en síðdegis ræðir Borten við frétta- menn. Utan heldur hann svo á þriðjudagsmorgun. Vék fyrir sjúkra- bíl og ók á annan Tveir bílar lentu í mjög hörð- um árekstri á horni Miklubraut- ar og Lönguhlíðar í gær og skemmdust báðir mikið, Öku- maður annarrar bifreiðarinnar, Jóhannes Guðmundsson kvartaði um þrautir í höfði og hné og var fluttur á Slysavarðstofuna, einnig fékk farþegi í bifreið hans höfuðhögg, en ekki er kunn- ugt hve alvarleg meiðsl þeirra reyndust. Slysið varð með þeim hætti að sjúkrabíll var á leið eftir Lönguhlíð inná Miklubraut og var með sírenurnar í gangi, en bílar stóðu á báðum akreinum á rauðu ljósi. Ætlaði fremsti bíllinn að hliðra til fyrir sjúkra- bílnum og fór inn á gatnamót- in með fyrrgreindum afleiðing- um. ------------?------------— Næstbezti kúlu- varpari í heimi kemur í kvöld í kvöld kemur hingað til lands annar bezti kúluvarpari heims, Bandaríkjamaðurin Neal Stein- hauer. Hann kemur hingað á vegum FRÍ og mun dveljast hér í fimm daga við að þjálfa ís- Ienzka kúluvarpara og e.t.v. taka þátt í keppni hér. Steinhauer hefur í sumar varpað kúlunni 20,44 m., en að undanförnu hef- ur hann verið í keppnisferð á Norðurlöndum, þar sem hann -að sjálfsögðu sigraði með miklum yfirburðum. Kona og barn duttu úr strætisv. í gær, rétt fyrir kl. 2, varð það slys á Sundlaugavegi, að kona og barn duttu útúr stræt- isvagni í götuna. Meiddist barn- ið, 4 ára drengur, eitthvað og var fluttur á Slysavarðstofuna. Heitmsðir Mar- grétar í Kltöfn KHÖFN 5/9 — Heitmaður Margrétar, krónprinsessu Dan- merkur, franski greifinn Henri de Laborte de Monpezant, kom á lapgardaginn til Kaupmanna- hafnar. Búizt er við að þjóð- þingið fjalli um — og samþykki — trúlofunirta 5. október og að brúðkaupið verði haldið næsta vor. Per Borten er fæddur í Þrændalögum 1913. Hann braut- skráðist frá búnaðarháskólanum í Ási 1939 og hefur frá því 1946 stjórnað tæknideild landbúnað- armálastjórnar í Suður-Þrænda- lögum. Afskipti af stjórnmálum hóf Borten að marki 1945 og var þá kjörinn forseti bæjarstjórnar í heimabæ sínum, Flá, aðeins 32 ára gamall. Um árabil var hann form. æskulýðssamtaka Bænda- flokksips í fylkinu og tók þátt í stofnun æskulýðssamtaka sveitafólks (Bygdefolkets Ung- domsfylking). Frá því 1950 hef- ur hann átt sæti á Stórþinginu sem þingmaður , Suður-Þrænda- laga fyrir Bændaflokkinn, sem nú hefur tekið upp nafnið Mið- flokkur. Hann hefur verið for- maður flokksins frá því 1955 og formaður þingflokksins frá því 1957. Frá 1961 hefur hann ver- ið forseti neðri deildar norska þingsins, Óðalsþingsins svo- nefnda. Borten var skipaður for- sætisráðherra Noregs 12. októ- ber 1965 en hefur gegnt fjöl- mörgum fleiri trúnaðarstörfum en hér hafa verið talin. Ragnhildur Thor- oddsen látin Síðastliðinn sunnudag lézt í Reykjavík frú Ragnhe'iðúr Thór- oddsen, ekkja Pálma heitins Hannessonar, rektors. Frú Ragn- hildur var fædd á Isáfirði 26. ágúst 1899 dóttir Skúla alþingis- manns Thoroddsen og Theodóru Thoroddsen; hún giftist Pálma Hannessyni árið 1926 og eiga þau fjögur uppkomin böm. íkviknun frá rafmagnsofni Slökkviliðið var kallað að Lindarbraut 2 á Seltjamamesi rétt fyrir hádegi í gær,, en þar hafði kviknað í út frá rafmagns- ofni, sem gleymzt hafði í sam- bandi. Urðu nokkrar skemmdir af völdum eldsins, sem hafði læstst í stól og gólfteppi, en fljótlega tókst að slökkva hann. BLAÐ- DREIFING Blaðburðarfólk óskast i eftirtalin hverfi: Mela Framnesveg. Laufásveg. Leifsgötu. * Grettisgötu • Njálsgötu. Miðbæ. Laugaveg. Hverfisgötu. Tjarnargötu Háteigsveg. Miklubraut HÖfðahverfi Múlahverfi Laugarnesveg. Brúnir Sólheima Skipasund. Langholtsveg. Sími 17-500

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.