Þjóðviljinn - 17.09.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.09.1966, Blaðsíða 2
2 SfÐA — Þ.TÖÐVILJINN — Laugardagur 17. september 1966. Gítarskóli Ólafs Gauks færir út starfsemina Gítarskóli Ólafs Gauks, sem nú héfur starfað í nokkur ár, tekur í vetur upp talsvert fjöl- breyttari starfsemi. Hefur skól- inn fram að þessu aðallega starfað sem bréfaskóli og hafa nemendur fengið tilsögnina senda heim til sín i átta kennslu- bréfum með viku millibili, en hvert bréf hefur verið miðað við það, að nemandinn ætti auðvelt með að tileinka sér innihald þess í frístundum sín- um á einni viku. Mörgum hefur fallið vel þessi þægilega aðferð til þess að kynna sér nánar hið hand- hæga og vinsæla hljóðfæri gít- arinn, án þess að þurfa að ganga til kennara á ákveðnum tímum, enda hefur t.d. fólk úti á landsbyggðinni lítil eða eng- in tækifæri til þess. Bréfaskól- inn mun því halda áfram í vet- ur, eins og áðui?, en með hon- um fylgja ókeypis aðferðir til þess að leika nýjustu dægur- lögin á hverjum tíma, auk þess sem kennslubréfin sjálf inni- haida fjölda eldri laga, sem allir þekkja. 1 vetúr mun svo verða bætt við hópkennslu á vegum Gítar- skólans. Hefur sú aðferð gefið prýðilega raun þar sem hún er tíðkuð. Kennt er þrem eða fleiri nemendum í einu, og við þ'rj' skapast möguleikar á sam- leik, sem eigi eru fyrír hendi áð öðrum kosti. Innritun í þessi námskeið er hafin (i síma 10752), en kennslan hefst 19. þ.m. Er hópkennslan eink- um ætluð yngri nemendum, þar sem bréfaskólinn á hinn bóginn getur komið hvaða aldursflokki sem er, að gagni og veitt fólki auðvelt og ódýrt áhugamál til dundurs í einrúmi, jafnt og í fjölmenni. Hægt er að skrifa eftir. ókeypis og skuldbindinga- laúsum upplýsingum um bréfa- skólann. en utanáskriftin er: Gítarskólinn, Pósthólf 806, Reykjavík. (Frá Gítarskólanum). í < neytendaumbúðum Oft hefur verið að því vik- ið hér í blaðinu að öll með- ferð utanríkismála er hérlend- is með þeim endemum að hliðstæður munu vandfundn- ar; er þá ekki aðeins átt við stefnuna heldur málatilbún- að allan. Utanríklsmál eru aldrei rædd á alþingi fslend- inga, ráðherra sá sem um þau fjallar gerir aldrei neina grein fyrir störfum sínum, stjórn- arskrá fslands hefur verið þverbrotin árum saman með því að leggja utanríkismála- nefnd alþingis niður. fslenzk stjórnarvöld líta auðsjáánlega svo á að utanríkismál séu af fslendinga hálfu aðeins veizlu- höld og hégómaskapur, en um stefnuna þurfi ekki að hugsa; hún komi í neytendaumbúð- um frá Washington. Auka- sumarleyfi Á þetta er minnt sökum þess að nú hefur verið gert uppskátt hverjir eigi að skipa sendinefnd fslendinga til Sam- einuðu þjóðanna að þessu sinni. Sú nefnd ber sama blæ og mörg undanfarin ár, að bví undanskildu að nú fær Rafgeymaverksmiðjan Pólar hf. hefur nú starfað í 15 ár og framleitt citthvað á annað hundraö þúsunda af rafgeymum. Við fyrirtækið vinna nú fjórtán manns við framlciðslu á öllum stærðum rafgeyma. Pólar er aðalframleiðandi rafgeyma hérlcndis og að sögn fyrirtækisins notar um 80% af vélbátaflotanum rafgeyma þess — hvað sem svo verður þegar þess er gætt að innflutningur hefur nú verið gefinn frjáls á erlendum rafgeymum og tollvernd sáralítil. — Stúka Póla er nr. 327 og sýnir auk rafgeyma efni þeirra svo sem blý, blýduft, éinangrun og svo framvegis. Elzti rafall landsins á Fyrirtækið Ljósvirki er framhald af Uönning hf. Fyrixtækið hefur að jafnaði 30—40 manns í vinnu og framleiðir cinna helzt töfluskápa allskonar fyrir verksmiðjuhús, svo sem síldar- og fiskimjölsverksmiðjur, frystihús, skólaliús og hótel. Einnig sér fyrirtækið um raflagnir, teikningar og aðra tækniþjónustu auk þess scm það hcfur opnað nýja raftækjaverzlun. Stúka Ejósvirkj- ans er nr. 323. Iðnsýningunni í dag 1 dag er dagur raftækjaiðn- aðarins á Iðnsýningunni í R- vík, og jafnframt er dagurinu í dag næstsíðasti dagur sýning- arinnar, sem af þessu tilefni verður opin til kl. 23 í kvöld. Sex fyrirtæki raftækjaiðnaðar- ins sýna að þessu sinni vörur Sínar á Iðnsýningunni, þau eru Ljósvirki h.f., Stálum- búðir,. Rafgeymir hf., Radíó- verkstæðið Hljómur, Raf- geymaverksmiðjan Pólar h.f. og Raftækjaverksmiðjan h.f. ■-fS ■11 iÉr . í dag verður sýndur á Iðn- sýningunni merkisgripur. Hér er um að ræða fyrsta rafalinn á landinu, rafal Jóhannesar Reykdals í Hafnarfirði, en sá Framsóknarflokkurinn íull- trúa á nýjan leik, enda er val- inn maður sem hingað til hef- ur ekki gefið utanríkismálum neinn gaum svo vitað sé. Ut- anríkisráðherra setur í nefnd- ina þrjá embættismenn sína, fastafulltrúann hjá Samein- uðu þjóðunum, sendiráðsritar- ann í Washington, og Kristj- án AlbertSson sem um langt árabil hefur verið á framfæri ráðuneytisins. Auk þess eru í nefndinni fulltrúar frá her- námsflokkunum þremur, Benedikt Gröndal, Jóhannes Elíasson bankastjóri og Frið- jón Þórðarson sýslumaður; virðist mannvalið við það miðað að tryggja Benedikt Gröndal óvefengjanlega yfir- burði að því er*þekkingu varð- ar og má það raunar teljast umtalsvert afrek. Ef að vanda lætur munu þessir þremenn- ingar dveljast á allsherjar- þinginu sem svarar einu auka- sumarleyfi til þess að kynnast stórborginni og dýrð hennar með eiginkonum sinum, en síðan tekur nýr hópur við og þannig koll af kolli meðan þingtíminn endist. Ferðir <il Sameinuðu þjóðanna hafa ár- um saman verið lystireisur. ætlaðar stjómmálamönnum sem þurftu á sérstökum glaðn- ingi að halda. og kjörin hafa tekið langt fram því sem aðr- ar ferðaskrifstofur hafa boðið upp á. Sparn- aðartillaga Aðrar þjóðir taka aðild sína að Sameinuðu þjóðunum alvarlega. Annarstaðar á Norðurlöndum tíðkast til að mynda sá háttur að fjórir stærstu stjórnmálaflokkarnir tilnefna menn til starfa á alls- herjarþinginu, alveg án tillits til þess hvort þeir eru sam- mála stefnu stjórnarvaldanna í utanríkismálum eða ekki. Ætlazt er til að flokkarnir tilnefni fróða menn sem geri síðan störf Sameinuðu þjóð- anna að sérgrein sinni, venju- legast ár eftir ár. Vandamál Sameinuðu þjóðanna eru jafnan rædd á þjóðþingunum og ákvarðanir teknar á lýð- ræðislegan hátt. í Danmörku hefur SF-flokkurinn til dæm- is átt fulltrúa í sendinefnd Danmerkur til Sameinuðu þjóðanna árum saman, þótt hann sé mjög ósammála dönsku stjórninni í utanríkis- málum. Hér á fslandi þykir stjórnarvöldunum hins vegar hlýða að sniðganga andstæð- ingaflokk sem er þrefalt öfl- ugri, Alþýðubandalagið, vegna þess að þá yrði erfiðara að komast hjá þeim umræðum um alþjóðamál sem stjórnar- völdin vilja umfram allt forð- ást. En haldi svo áfram fer að verða tímabært að leggja til að íslendingar hætti að senda fulltrúa á þing Sam- einuðu þjóðanna; unnt vær' að spara stórfé með því nð fela Bandaríkjunum að far" með atkvæði íslendinga, or hver veit nema bau vildn greiða fyrir það nokkra doll ara. — Austri. gripur er nú nær hálfsjötugur, var settur upp 1904. Fyrstu rafljósin á fslandi voru eftir þessu að dæma upptendruð í Hafnarfirði. Rafalnum verður komið fyrir á virðulegasta stalli Iðnsýningarinnar. >ess má geta, að rafstöð Jóhannes- ar Reykdals stóð allt fram á síðasta ár í húsi Trésmiðjunn- ar Dvergs hf. við lækinn í Hafnarfirði, og var rafallinn tengdur í nokkur næstu hús, 10—12 talsins. Þetta hús var svo rifið á síðasta ári þegar Trésmiðjan Dvergur var flutt, En raftækninni fleygir fram, og Axel í Rafha lætur ekki fremur en drottinn að sér hæða og ætlar í dag að sýna 500 kva spenni frá fyrirtæki sínu. Auk þess verður ókeypis happdrætti, miðar afhentir við innganginn. Vinningarnir eru Rafha elda- vél, þrír flúorlampar frá Stál- umbúðum og rafgeymar frá Pólum hf. og Rafgeymum 'nf. — Iðnsýningunni lýkur svo á morgun kl. 23. Rafmsgiisiðnaðni' Framhald af 5. síðu. í mörgum tilvikum er fram- leiðslan að meira eða minna leyti fólgin í því að setja sam- an og fullvinna hluta, sem fluttir eru inn erlendis frá. Lokaorð Af þessu stutta yfirliti sést að rafmagnið, sem á undanförn- um áratugum hefur orðið æ ríkari þáttur í llfi og starfi þessarar þjóðar, hefur haft í för með sér'ýmsan nýjan iðn- að, þótt allt verði það eðlilega að teljast í fremur smáum stíl. Eins og að framan segir, er Rafha stærsta iðnfyrirtækið á þessu sviði. I riti, sem gefið var út í tilefni af 25 ára af- mæli Rafha 1961, er þess getið, að starfsmannafjöldi hafi að meðaltali verið 54 manns, en síðustu 5 árin 80 manns. Hjá öðrum þeim fyrirtækjum. sem hér hafa verið talin upp. hefur starfsmannafjöldinn ver- ið um 10—20 mánns, og hiá sumum þeirra ennþá færri. Sum þessara fyrirtækja hafa einatt átt við ýmsa örðugléika að etja, svo sem gjaldeyrisskor'. bröngan markað og, einkum sfð - ustu árin, harða samkeppni V'ð erlenda innflutta framleiðslu. Gnðmundur Marteinsson. Stálumbúðir hf. sýna að þessu sinni um 30 gerðir af flúrlömp- um, sem þó er. aðeins hluti þeirra lampagerða sem fyrirtækið framleiðir. Flúrlampar komu fyrst á markaðinn í sambandi við heimssýninguna í New York 1939 og ollu þá gerbyltingu í Ijós- tækni, cnda sparnaður mikill að þcim miðað við glóðarperurnar að því er fyrirtækið segir. ísland er eitt af fyrstu löndum í Evrópu sem framleiðir flúrlampa. — Stúka fyrirtækisins er nr. 324. Önnumst viðgerðir á RAFRÖST H.F. Ingólfsstræti 8 Qimi 10240.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.