Þjóðviljinn - 17.09.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.09.1966, Blaðsíða 8
g SlDA — ÞJÖEWILJINN — Laugardagur 17. septembar 1-906. í HUSI MÓÐUR MINNAR Eltir JULIAN GLOAG óeðlilega rautt. Og hún kveink- aði sér næstum stöðugt. — Allt í lagi, ég skal koma. Hún reis á fætur, hikaði andar- tak, vissi ekki almennilega hvað hún átti að gera við bókina. Svo lagði hún hana á hvolf á rúm- teppið. Gerty byrjaði að gráta. — Þetta er allt í lagi, Gerty, ég kem aftur eftir andartak. Hún laut ,niður og kyssti telpuna á enniA Kveinstafir Gertyar ' jukust þegar Elsa fór út úr herberg- inu. Húbert fylgdi á eftir henni niður stigann. Elsa stanzaði á stigapallinum og sneri sér að honum. — Við verðum að kalla á lækni handa Gerty. Húbert stundi af feginleik, ég skal hlaupa til Meadows læknis strax og kerlingin er farin. — Elsa sagði: — Hann leyfir þér það aldrei. — Hver? — Nú Dunstan. Dunstan leyf- ir okkur aldrei að sækja lækni. Honum er sama hvað verður um Gerty. — Það er alveg sama hvað Dunstan finnst. Við segjum hon- um ekkert frá því. Það var erfitt að ráða í svip Elsu í hálfrökkrinu. Hún sagðí: — Hann segir að mamma sé á móti læknum. — En mamma .... — Það er satt. Þú veizt það er satt. Mamma vildi aldrei fá lækni inn í húsið. Manstu hvað frú Stork sagði. — En þú varst einmitt að segja að við yrðum að ná í lækni. Hún gekk aftur af stað niður stigann. Hún var komin tvö þrep þegar hún nam staðar og leit upp Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SÍMI 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968 D Ö M U R Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN rjarnargötu 10. Vonarstrætis- megin — Sími 14-6-62. á bróður sinn, sem vissi ekki sitt rjúkandi ráð. — Já, sagði hún. — Já, ég sagði það. tJngfrú Deke sat í sama stóln- um, þegar þau komu inn í stof- una, Ungfrú Deke kinkaði kolli. — Sæl Elsa. Hvernig líður ykk- ur? — Vel, þökk fyrir, ungfrú Deke. Mér þykir leitt að mamma skuli ekki geta tekið á móti yð- ur í dag. Hún er veik, eins og þér vitið. — Já, ég vissi að hún var veik. Ég var samt að vona að henni væri að batna. — Því miður er það yíst ekki. Nú er hún sofandi. 27 — Nei, við megum auðvitað ekki vekja hana, eða hvað. Ung- frú Deke neri fingurinn varlega, en hún hreyfði sig ekki úr stóln- um. Og hún leit ekki af Elsu. Hún góndi bara og góndi með þessum Deke-augum, sem gerðu mann tóman í höfðinu, svo að maður vissi hvorki upp né nið- ur. Elsa kreppti hnefana, svo að hnúarnir hvítnuðu. Ungfrú Deke lagði annan hanzkann ofan á hinn og sléttaði úr þeim báðum í einu. — Og ég var búin að hlakka svo til að heilsa upp á yngsta bróður ykk- ar —■ heitir hann ekki William? Hann á að byrja í skólanum í haust, er það ekki? — Ungfrú Deke. — Já, Elsa, vina mín? — Ungfrú Deke? Hann vissi það. Hún ætlaði að fara að segja ungfrú Deke frá Gerty. Hann heyrði næstum hvernig orðin urðu til innan í henni. — Elsg! hrópaði hann. — Ungfrú Deke — — Uss, Húbert! — Ungfrú Deke, það er Gerty. Hendurfiar á ungfrú Deke voru nú kyrrar í 'fyrsta sinn síðan hún kom inn í húsið. — Já, vina mín? — Gerty er — Gerty er . . . . Hún gat ekki haldið áfram. Hún grét — tárin runnu niður með nefinu á henni og niður í munn- vikin. Og hún gaf ekkert hljóð frá sér. Ungfrú Deke reis á fætur. — Gerty er lasin líka, sagði Húbert í örvæntingu eins og orð hans ættu að þvinga kennslu- konuna niður í sætið aftur. — En henni batnar. Ungfrú Deke steig skrefi nær. — Jú. jú, Gerty batnar bráð- um, sagði Díana úr dyragættinni. U-ngfrú Deke stóð kyrr með undrunarsvip. — Henni er bara illt í magan- um — er það ekki, Húbert? Dí- ana hallaði undir flatt og brosti. — Sælar, ungfrú Deke. — Góðan daginn, Díana. En ungfrú Deke brosti ekki á móti. — Elsa virðist ekki sammála þér um Gertrude —. eða hvað, vina mín. — Jú, jú, hún er það, sagði Díana mildum rómi. — Hún er bara í dálitlu uppnámi núna — skiljið þér — er það ekki, Elsa? Þér skiljið það, ungfrú Deke. Elsa varð að sitja hjá Gerty 1 alla nótt. Og hún er auðvitað þreytt í dag. — Ég skil, sagði .ungfrú Deke og það var ómögulegt að ráða í raddhreiminn. Díana brosti enn meðan hún hélt áfram. —* Já, já, Gerty verð- ur áreiðanlega orðin góð á morgun. Það heldur mamma, og læknirinn segir það líka. Ungfrú Deke létti sýnilega. — Þið hafið lækni? — Já, auðvitað. Það er læknir- inn hérna neðst í götunni — hvað heitir hann nú aftur, Hú- bert? Húbert leit á Elsu — hún stóð álút og tárin féllu beint niður í gólfið. — Meadows, sagði Hú- bert með hægð. Hann skildi ekki neitt. Hann hafði aldrei fyrr vit- að Díönu haga sér svona. Hún hataði aðkomufólk —- ef hægt var þá að kalla ungfrú Deke því nafni. ' — Meadows læknir, sagði Dí- ana eins og bergmál með blíðri röddu. — Það stendur heima. Svo að þér skiljið, að það er á- stæðulaust að vera órólegur, ungfrú Deke. ■ — Já, ég skil það. Ungfrú Deke fór í annan hanzkann. Hún leit á þau á víxl. Svo sneri hún sér beint að Elsu. — Ertu alveg viss um að það sé ekkert annað að, vina mín? Elsa hreyfði sig ekki; lyfti að- eins höfðinu eins og það væri níðþungt. Augu hennar voru rauð og þrútin. í rauninni var hún ekki að haffa á ungfrú Deke. — Nei, ekkert' annað, hvíslaði hún. Ósjálfrátt rétti ungfrú Deke höndina í áttina til Elsu, en stúlkan hörfaði undan. — Nei, sagði hún og nú talaði hún hærra. Stundarkorn var ekkert sagt. Þegar Húbert leit af Elsu og á ungfrú Deke, sá hann að hún var búin að setja upp báða hanzkana aftur. En hún hreyfði sig ekki. Húbert hugsaði: Hún veit ekki hvað hún á að gera. Þögnin var rofin þegar bar- ið var að dyrum. Jafnvel ung- frú Deke hrökk við í skelfingu. Síðan brosti hún þessu brosi sem var ekkert bros. — Jæja, sagði hún. — Þetta er brottfarar- merki fyrir mig. Kannski er það læknirinn að líta á Gertrude. Húbert gekk á undan henni að útidyrunum. Hann heyrði að hún kvaddi Elsu og Díönu og'síðan var fótatak hennar alveg á hæl- unum á honum. Hann opnaði úti- dyrnar. Frú Stork kom ekki augá á ungfrú Deke undir eins. Hún brosti fleðulega framaní Húbert. — Sæll, vinur minn, þú ert þó ekki búinn að gleyma mér? — Hvað eruð þér að vilja? — Þetta eru aldeilis móttökur, það verð ég að segja! Frú Stork setti upp móðgunarsvip. ■— Ég er komin til að sækja svuntuna mína, ef þú vilt fá að vita það. SAMBANDSÞING ÆSKULÝDS- FYLKINGARINNAR ADSTOÐARFÓLK Hafið samband við skrifstofu ÆF, Tjarnargötu 20, sími 17511. Okkur vantar sjálfboðaliða til ýmissa starfa vegna undirbúnings 22. þingsins. DEILDIR ÆF Hafið samband við skrifstofu sambandsins strax og tilkynnið um þátttöku fulltrúa á 22. þing ÆF, serp haldið verður í Lindarbæ dagana 23.—25. september nk. Skrifstofan er opin frá kl. 11—7 daglega, sími 17511. Allar nánari upplýsingar um þinghald og ferðir til þings eru veittar þar. ÆFH Félagsfundur verður haldinn í Góðtemplarahúsinu (uppi) mánu- daginn 19. september kl. 8,30. FUNDAREFNI: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Kosning fulltrúa á 22. þing ÆF. 3. María Kristjánsdóttir skýrir frá undirbúningi 22. þings ÆF og helztu málum sem þar verða tekin fyrir. 4. Önnur mál. — STJÓRNIN. 4849 — Frú Hardý ætlar strax af stað. „Ég er ánægð, mamma, að þú skulir vilja gera þetta“, segir Ethel. ,,Ég er ánægð sjátf ef mér tekst að bæta fyrir það sem ég hef gert á einhvern hátt“ svarar frú Hardy döpur í bragði. — Silky og Fisser tala um verkefni sitt. „Hm, þessi skipstjóri á þá að fá að finna ærlega fyrir því ...“ Það er honum mátulegt, þeir hafa komizt í no>> vandræði hans vegna... Auk þess hefur Bobby lofað gpðn þóknun... Það er eins gott að hann haldi það loforð, annars Nú þarf að gera áætlun um hvernig bezt er að ná sér niðri á þessum skipstjóra, hann lítur ekki út fyrir að vera nein skræfa... S KOTTA Af því að þú ert nú álíka stór og Tommi viltu þá ekki lána mér jakkann þinn handa honum í kvöld? ... og þegar um hægist hjá þér þá kemurðu til okkar í Mími N Þú veizt, að þú þarft að læra ensku, og þú veizt að betri tómstundaiðja er ekki til. Þú getur lært þar að LESA ensku — og ef þú vilt, að SKRIFA ensku — en umfram allt: að TALA ENSKU. í Mími er fólk á öllum aldri fullorðið fólk og ungt fólk en börn og unglingar í sér deildum. Allir eiga erindi í Mími skólann, sem kennir þér að TALA tungumálin. Máfaskólinn Mímir Brautarholti 4, sími 1 000 4 (kl. 1—7 e.h.)1 Hafnarstræti 15, sími 2 16 55. Leðurjakkar á stúlkur og drengi. Peysur og peysuskyrtur. Góðar vörur — Gott verð. Verzlunin Ó. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). (onífnenlal Útvegum eftir beiðni flestar stærðir hjóibarða á jarðvinnslutæki Önnumst ísuður og viðgerðir á flestum stærðum Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 - Sími 30688 og 31055 hvert sem fiér faríð ALMENNAR TRYGGINGAR £ PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SlMI 17700 í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.