Þjóðviljinn - 17.09.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.09.1966, Blaðsíða 3
Laugardagur ¥3. septerriber — Þ3ÖÐVTDJTNN — SfÐA J Bandaríkjamenn jafna við jörðu tvö sveitaþorp nyrzt í Suður-Vietnam Tvær bandarískar þyrlur höfðu verið skotnar niður í nágrenninu og í hefndarskyni létu þeir rigna sprengjum og fallbyssuskotum á þau A/ Der Spiegel": SAIGON 16/9 — Bandaríska herstgómin í Saigon skýrði frá því í dag að tvö lítil sveitaþorp hefðu verið jöfnuð við jörðu svo að ekki stóð steinn yfir steini vegna þess að grun- ur hefði leikið á því að Þjóðfrelsisherinn hefði búið þar um sig. Bæði þessi þorp voru í nyr'zta fylki Suður-Vietnams, Binh Dinh, skammt fyrir sunnan friðlýsta svæðið við mörkin sem skipta Vietnam. Talsmaður herstjórn- arinnar tók fram að íbúarnir hefðu verið varaðir við áður en árásin hófst á þorpin svo að þeir gætu forðað sér í tæka tíð, og hélt hann því fram að þeir hefðu allir komizt undan. Síð- an var hafin skothríð á þorpin úr fallbyssum og sprengjum varpað á þau úr flugvélum. Ákveðið var að jafna þorpin við jörðu eftir að tvær banda- rískar þyrlur höfðu verið skotn- ar niður í næsta nágrenni þeirra. Bandaríkjamenn segja að skæru- liðar hafi á þessum slóðum graf- ið mikið kerfi af jarðgöngum. „Eftir öllu að dæma“, er sagt í Saigon, munu þorpsbúar hafa hlýtt aðvörunum Bandaríkja- manna og flúið áður en árásin hófst. Bandaríkjamenn segjast hafa handtekið 70 skæruliða þarna í grenndinni eftir að árás- inni á þorpið var lokið. Þettá gerðist skammt þar frá sem 1.000 bandarískir hermenn gengu á land í gær. Skæruliðar réðust í dag til atlögu gegn bandarískum herflokk á þessum slóðum og var barizt í návígi í þéttúm frumskógi. Landgangan í gær var rétt fyrir sunnan markalínuna við 17. breiddar- bauginn og nær Norður-Vietnam en Bandaríkjamenn hafa áður farið. Haldið var áfram loftárásum á Norður-Vietnam í dag og var nú ráðizt á skotmörk aðeins eina 8 km frá Hanoi. Einnig voru í dag gerðar loftárásir á frið- lýsta svæðið fyrir sunnan marka- línuna. Skæruliðar réðust í gærkvöld tvívegis með sprengjuvörpum á eina herstöð Bandaríkjamanna, 105 km norðvestur af Saigon. Loftorusta yfir Kína Kínverska fréttastofan skýrði i dag frá því að bandarísk flug- vél hefði laskazt í viðureign kín- verskra og bandarískra flugvéla yfir Suður-Kína 9. september s.l. Sagt var að bandariskar flug- vélar af gerðinni F-105 hefðu' ráðizt á kínverskt þorp í Kvang- si Sjúang, sjálfstjórnarhéraði við landamæri' Kína og Norður-Viet- nams. Kínverskar oruetuþotur hefðu þegar lagt til atlögu við árásarflugvélarnar. • Fjórum dögum síðar vörpuðu bandarískar flugvélar sprengjum í grennd við hið svonefnda Vin- áttuskarð á landamærunum. Johnson forseti og Leifur heppni WASHINGTON 16/9 — Johnson forseti boðaði í dag að 9. októ- ber skyldi framvegis kenndur við Leif Eiríksson. í boðskap for- setans er komizt svo að orði: Leifur Eiríksson sem var einn hinna miklu leiðtoga á hetjuöld norrænna landkönnuða er milj- ónum Bandaríkjamanna af nor- rænum stofni hvöt til dáða. Hin- ar fornu norrænu dyggðir eru nú hluti af okkar bandarísku arfleifð, því að það voru konur og karlar af norskum, sænskum og dönskum ættum sem fyrst lögðu undir sig hinar banda- rísku sléttur. Hörh gagnrýni í „Pravda" á menningarbyltinguna í Kína Fréttaritari blaðsins í Peking segir að kínverskur verkalýður sýni „varðliðunum" sívaxandi andstöðu Sjú Enlæ hefur einnig gagnrýnt „varðliðana“ fyrir ofbeldisverk og öfgafullt framferði MOSKVU og PEKING 16/9 — Rauðu. varðliðarhir í Kína mæta sívaxandi andstöðu fulltrúa bæði flokks og stjórnar, segir í grein frá fréttaritara „Pravda“ í Peking sem blaðið birti i dag. Það virðist • renna stoðum undir þessa fullyrð- ingu fréttamannsins að f dag var birt í Peking ræða sem Sjú >Enlæ iorsætisráð'hérra hefur haldið, en i henni gagn- rýnir hann „varðliðana11 fyrir ofbeldisverk og öfgar. Fréttamaður ,,Pravda“ segir i langri grein , að „menningarbylt- ing öreiganna“ fari fram án til- styrks kínverks verkalýðs. Það einkenni æ meir framferði „varð- liðanna“ að þeir ráðist á fulltrua kommúnistaflokksins í verk- smiðjum, menntastofnunumi í borgum og fylkjum. Verkamenn í Sjanghaj hafi brugðizt illir við þegar „varðliðar“ frá Pefeing réðust á skrifstofur flokksins í borginni. „Varðliðarnir“ hafi krafizt þess að skotið yrði á stöðvar flokksdeildarinnar úr fallbyssum. Fréttamaðurinn tíndi til mörg dæmi um ofbeldisverk sem hann segir að „varðliðarnir“ hafi fr.amið- Varaborgairstjóri einn hafi verið laminn í öngvit, verka- manni misþyrmt vegna þess að hann hafði mynd af Mao Tsetung í sprungnum ramma, „varðlið»r‘‘ í Tientsin hafi barið tvo menn með kylfum, byssuskeftum og stólfótum svo að þeir biðu bana af, Og ýms önnur slík dæmi eru í stúku 323 Töfluskópar i síldorvcrksmiSjuna Mjölnir h.f. Þorlókshöfn nefnd í fréttabréfinu. Síðan er spurt: Hvers vegna eru unglingar og skólaböm sem ekki eru í flokkn- um hvött til að gagnrýna komm- úr.ista og leggja mat á starfsemi flokksstofnana? Hvers vegna er haldið fram „öreigahreyfingu" sem kínverskur , verkalýður á engan hlut að? Hvers vegna var nauðsýnlegt að taka völdin af löglegum stofnunum sem fólkið réði og brjóta með því bæði stjórnarskrána og meginreglur laganna? Hvað felst í kröfunni um „miklar umbætur á ' sósíal- istísku kerfi okkar‘‘? Önnur grein . „Pravda“ birti í dag aðra grein þar sem vikið er að atburðunum í Kína að undanförnu. Greinar- höfundur, Sergei Kovaléf heim- spekingur, lætur í ljós þá skoð- un að atburðirnir í Kína eigi ekkert skylt við hugmyndir kommúnismans- Menningarbylt- íng felist ekki í yfirborðskennd- um ^thöfnum, heldur valdi hún umbyltingu ' á öllu þjóðfélaginu. Sérhver ný kynslóð byggi á þeim árangri sem fyrri kynslóð- ir hafi náð. Kovaléf svarar árás- um sem gerðar hafa verið í Kína á evrópskan menningararf og segir að verk Shakespeares og Tolstojs, Beethoven og Mozacrts muni jafnan verða mönnum upp- sprettur listræns unaðar og þroska með þeim beztu eiginleika þeirra. Gagnrýni Sjú Enlæ í ræðu sem Sjú Enlæ forsætis- ráðherra hélt fyrir skemmstu og birt var í dag á veggblöðum í ' Peking gagnrýndi hann rauðu Framhald á 7. síðu. Kafbátsverjar eru taldir af FLENSBORG 16/9 — Nú þykir víst að aðeins einn áf 21 skip- verja á vesturþýzka kafbátnum „Hai“ sem sökk í Norðursjó í fyrrakvöld hafi komizt af. Það var hásetinn Silbernagel sem bjnrgað var um borð í brezkan togara eftir að hann hafði svaml- að 13 klukkustundir í sjónum. Leit er hætt að öllum sem úr bátnum sluppu áður en hann sökk og engin von til þess að þeir sem voru íi bátnum náist lifandi úr þessu. Hætta varð við Mörgunartilraun í dag vegna ó- veðursins sem enn geisar. Siðferði ógnanna Undir þessari fyrirsögn birtist í sídasta hefti vesturþýzka vikuritsins „Der Spiegel‘‘ eftirfarandi rammagrrein, skrifuð af ritstjóranum og eigandanum Rudolf Augstein. Grein þessi gef- ur glögga hugmynd um hvernig striðið í Vietnam hefur opnað augu Evrópumanna fyrir því að þeir geta ekki lengur átt sam- Ieið með Bandarikjunum. „Der Spiegel“ er tvímælalaust á- hrifamesta tímarit sem gefið er ót ' í Vestur-Þýzkalandi og víst að eftir hinum þunga áfellisdómi yfir framferði Banda- ríkjamanna í Vietnam verður tekið — og það ekki aðeins þar í landi. Því birtum við hana hér í heild. Bandarískir vinir okkar forð- ast okkur, og við þá. Við hittum þá í þeirri von að þurfa ekki að tala um stjórn- mál. Þeir og við erum ekki lengur ásáttir um neitt. Stríð- ið í Vietnam skilur á milli okkar og þeirra, og skilnað- urinn er sennilega varanlegri en jafnvel bölsýnismenn ætla. Stríðið í Vietnam hefur um- hverft heilli þjóð og sambandi okkar við hana, það klýfur vestrið í tvennt. Óbeitin á framferði Bandaríkjanna sam- einar Evrópu og Asíu, de Gaulle og Ú Þant. Við sjáum í sjónvarpinu hvernig fólk er flutt með valdi úr heilum héruðum Suð- ur-Vietnams og heil þorp eru sprengd í loft upp. Höggdofa af skelfingu láta konur og öldungar leiða sig burt, pjönk- ur þeirra sem kastast hafa úr skröltandi kerrunum liggja eins og hráviði á jörðinni. Uppskerunni er eytt með sérstöku eyðingarefni. Nap- alm brennir tíu menn sem ekki bera vopn, og af þeim jafnan eitt barn, áður en gengið er af einum skæru- liða dauðum. Óvinirnir sem liggja í valnum eru taldir daglega. Stórslasaðir fangar sem varla er lengur lífsmark með eru yfirheyrðir af bandarísk- um liðsforingjum. Vopn sem Genfarsáttmálinn myndi eng- an veginn leyfa eru reynd með góðum árangri. Á þvi leikur enginn vafi lengur að stríðsglæpir eru framdir, ekki af þýzkum ómennum, ekki sf asískum kommúnifetum (pinn- ig af þeim), heldur af auð- ugasta og voldugasta lýðræð- isríki jarðar. , Þegar hafa verið gerðar loftárásir á stíflu- og áveitu- kerfi hinna þéttbýlu óshólma- héraða Norður-Vietnams. Max- well Taylor hershöfðingi hef- ur sagt að stöðugt muni hert- ur hringurinn um höfuðborg- ina Hanoi og að í loftárásun- um muni „állt lagt í eyði sem byggt hefur verið upp í Norð- ur-Vietnam síðustu tíu ár- in“ Bandaríkjamenn haga sér eins og þeir ættu í borgara- stríði í báðum hlutum Viet- nams, sem ein og sama þjóð- in byggir. en ekki með þeim tiltölulega frumstæðu vopn- um sem aðilar að borgara- stríðum sem við höfum kynnzt til þessa höfðu tiltæk, heldur með öllum þunga og full- komnun afkastamesta iðnað- arveldis heims. Grundvallar- regian „Heldur dauður en rauður“ er sniðin til fyrir Bandaríkjamenn svo að þeir geti framkvæmt hana án þess að verða fyrir of miklu'mann- tjóni. Asíumenn, gulir menr verða að þola það sem erfitt væri að ætlazt til af Evrópu- mönnum eða Norður-Amerík- önum. Eigi kommúnisminn ekki að vera tálsýn og blekk- ing ein, geta kommúnistar i Vietnam ekki látið undan. Siðspillingin er naerri þvi jafn slæm og tortímingin. Fram til þessa hefur það ver- ið kenning kommúnista, að auðvaldið leyfði sér munað lýðræðis og mannúðar aðeins á meðan valdi þess og sterk- ari vígstöðu væri ekki ógnað. Byltingarmenn sem stæðu verr að vígi ættu því ekki að láta blekkjast af siðferðis- reglum sem auðvaldið' myndi kasta umsvifalaust fyrir borð ef það þyTfti þess með. Bandaríkjamenn hafa reynd- ar aðeins háð fáar og frem- ur minniháttar ránsstyrjaldir. Þeir hafa fram til þessa ekki fallizt á pyndingar. Þeir hafa ekki til þessa farið með stríði til að halda við völd lepp- stjórn sem studd var af þeim og aðeins þeim einum. En nú gera þeir það. Krefjist þeir í verki þess réttar að hlaupa undir bagga með hverri lénskri arðráns- stjórn sem uppreisn undir stjórn kommúnista hefur ver- ið gerð gegn; megi engar breytingar verða í heiminum með valdi sem kommúnistar eiga hlut að, heldur aðeins áfram ofbeldisverk auðvalds- herja, og sé þessi meginregl# ekki aðeins sett fram í orði, heldur framkvæmd af öllu afli og hervaldi — þá hafa kommúnistar á rét að standa, að ekkert siðferði sé til, nema þá það siðferði bylt- ingarinnar að berjast gegn auðvaldinu með öllum tiltæk- um ráðum, og siðferði auð- valdsins að verjast bylting- unni með öllum tiltækum ráð- um. En þá er stríðið mikla iíka óhjákvæmilegt, því að kommúnistaríkin munu ekki til lengdar viðurkenna rétt Bandaríkjanna til að ákveða hvaða byltingar skuii leyfðar og hverjar ekki. Sérhver siðferðishvöt, sér- hver skírskotun til mannrétt- inda og mannúðar venður af- káraleg, meðan menn láta sér lynda það sem gerist í Viet- nam. Hverju skipta þeir 59 sem látizt hafa við Berlínar- múrinn gagnvart þeim hundr- uðum þúsunda kvenna og barna sem vegna drambs hvíta mannsins hafa verið brennd til bana í Vietnam og þeim hundruðum þúsunda sem á eftir þeim munu koma? Og hvílíkur hroki er ekki í því fólginn að leggja heilt land í eyði, aðeins vegna þess að maður þekkir það ekki og getur ekki náð tökum á því? Kunni Bandarikjamenn eng- in skil á því hvernig hægt er að stjórna Asíu og geti ríkis- stjórnir þasr sem þeir styðja ekki haldið sér við völd, verða -ir að láta Asíu í friði. Bandarískir vinir okkar vita betta allt eða a.m.k. eitthvað af því. En þeir vilja ekki vita það. Ekki aðeins Norður- Vietnam sem Johnson for- seti hefur útnefnt árásarað- ila, heldur allur sá hluti heims sem kommúríistar ráða ekki geldur það háu verði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.