Þjóðviljinn - 17.09.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.09.1966, Blaðsíða 10
Hafsteinn Austmann 10 myndir seldar á sýningu Haf- steins Anstmann Um þessar mttndir stendur yfir sýning á málverkum eftir Hafstein Austmann listmálara í Unuhúsi viíi Veghúsastíg. Sýningin var opnuð fyrir um hálfum mánuði og hafa á annað þústmd manns sótt hana og 10 myndir selzt af 26 sem á sýn- Higurmi eru. Sýrringin er opin mánudaga til föstudaga M. 9—18 en á laug- ardögnm og sunnudögum kl. 14—22. Menningarmála- ráðherra Dana í heimsókn hár Á þessu ári eru liðin 50 ár síðan Dansk-íslenzka félagið var stofnað. Til að minnast þess, verður afmaelishátíð , haldin í átthagasalnum á Hótel Sögu laugardagskvöldið 15. október. Menningarmálaráðherra Dana, Hans Sölvhöj og kona hans, verða gestir félagsins í hófi þessu. Félagsmönnum verður skýrt nánar frá tilhögun afmaelishá- tíðarinnar síðar. (Frá Dansk-íslenzka félaginu). Ungur Íslendingur lézt í Buenos Aires Fyrir nokkru varð það slys að íslendingur féll í höfnina í Bu- enos Aires og drukknaði. Mað- urinn hét Unnar H. Eiríksson og var skipverji á norska skipinú Lago. Lítii síld^eiði Bræla var á síldarmiðunum frá hádegi í fyrrádag þar til í gærmorgun að var komið sæmi- legt veður. Dalatangi: Ársæll Sigurðsson GK 25 lestir Náttfari í>H 35 — Vistun og kennsla sex ára barna rædd í borgarstjórn □ Á fundi borgarstjórnar síðastliðinn fimmtudag bar Sigurjón Björns- son, sálfræðingur, fulltrúi Alþýðubanialagsins, fram eftirtarandi tillögu: ,,Vegna sívaxandi erfiðleika með vistnn og kennslu 6 ára barna ákveður oorgarstjórnin að fela fræðsluráði og barnaheimila- og leikvallanefnd að kanna, hvernig þessi mál verði bezt leyst og gera tillögur til borgar- stjómar tim þetta efni“. Eins og alli: vita vantár algjörlega millistig milli leikskóla og barnaskóla — jafnvel þótt leikskólar væru nógu margir í Reykjavík. íhaldið snerist þannig við tillögunni að samþykkja breytingartillögu þar sem þeim tilmæl- um cr beint til fræðsluyfirvalda, að þau tiki til athugunar kennslu sex ára barna við end- urskoðun fræðslukerfisins og umræddum iðilum verði falið að kanna hvern veg verði unnt að bæta úr þörf fyrir dagvistun sex ára barna. — Eins og sjá má af þessu á það Iangt í land að íhaldið geri einföldustu úrbætnr i því vandræðaástandi, sem ríkir á þessu sviði. Laugardagur 17. september 1966 — 31. árgangur — 211. tölublad. Sex kennaraembætti veitt Ráinir aðalkennarar nýja menntaskólans Sigurjón Björnsson reifaði þetta mál nokkuð, hann kvaðst af ásettu ráði hafa tillögu sína almenna og ekki leggja til neina allsherjarlausn þessara mála; að- alatriðið væri að hafizt yrði handa um lausn þeirra. í sama streng tók fulltrúi Alþýðuflokks- ins, Björgvin Guðmundsson. Fulltrúi borgarstjórnaríhaldsins, frú Auður Auðuns, varð fyrir svörum og bar fram þá breyting- artillögu, sem hér hefur verið lýst. Auður minnti á, að fræðslu- lögin væru öll í endurskoðun, til greina kæmi að fella á ein- hvern hátt kennslu sex ára barna inn í skólakerfið, en til þess kvað hún nú vanta bæði húsnæði og kennara — og lýsti þannig alveg óvart einni íhaldsvanrækslunni enn. Hvað vistun sex ára barna viðkæmj, féllst hún sem fyrr segir á að þeir aðilar, sem til- laga Sigurjóns gerði ráð fyrir, rannsaki þörfina og leggi niður- stöðurnar svo fyrir borgarstjórn. Frú Sigríður Thorlacius, full- trúi Framsóknar, minnti á það, að ár eftir ár hefði borgar- stjórn borizt um það áskorun frá fjölmennustu kvennasamtök- um höfuðborgarinnar — Banda- lagi reykvískra kvenna •— að leysa vandamál sex ára barna, t.d. með því að taka húsnæði á leigu í grennd við skólana fyrir 6—9 ára. börn, einkum með erf- iðar heimilisástæður. Undirtekt- ir hefðu þó ekki orðið í sam- ræmi við fjölda áskorana, enda þótt Bandalagið hefði einu sirini sent borgarstjórn þakkará- varp, að því er helzt var á Sig- ríði að skilja, fyrirfram. En þótt ekki væri allur vandinn leystur samstundis, væri mikils um vert, að hann. væri leystur að nokkru. Síðan var breyting- artillaga íhaldsins samþykkt mcð samhljóða atkvæðum, og verður það voriandi til þess, að einhver skriður komist nú á þessi mál. Garðahreppur tekur á leigu hús íyrir gagnfræðaskóia Garðahreppur er sem kunnugt er mjög ört vaxandi byggðarlag, og er það mest ungt fólk með börn , á skólaskyldualdri sem flyzt þangað í byggðarlagið. Hefur því reynzt erfitt að sjá þessum vaxandi fjölda barna og ungiinga fyrir skólahúsnæðí, t.d. hefur engin aðstaða verið til í- þróttakennslu og sund hafa böm- in sótt til Hafnarfjarðar. Unglingar hafa ekki átt þess kost að ljúka þar gagnfræðaprófi en unglingadeild hefur verið við barnaskólann. Ekki hefur tekizt að ljúka við viðbyggingu barna- skólans sem byrjað er á, en hins vegar hefur það nú orðið að ráði að taka á leigu húsnæði þar sem verður unglinga- og gagnfræðai- skóli. Hreppurinn hefur tekið á leigu til a.m.k- þriggja ára hluta af skrifstofu- og verzlunárhúsi sem Sveinn Torfi Sveinsson er að byggja við Lyngás 7, og sést það hér á myndinni. Húsnæði þetta er ekki tilbúið enn, en að því er Ólafur Einarsson, sveitarstjóri Garðahrepps, sagði Þjóðviljanum i gær, standa vonir til að það verði tilbúið í næsta mánuði. Búizt er við að nemendur í skólanum í vetur verði 80—90 og verður þeim skipt i 6 bckkjar- deildir, skólinn hefur þama til umráða 3 kennslustofur, svo að tvísett' verður í skólann- Skóla- stjóri hefur verið ráðinn Gunn- laugur Sigurðsson, sem áður var kennari við unglingadeildina í barnaskóla Garðahrepps. Lokið er ráðningu kennara við nýja Menntaskólann við Hamra- hlíð, sem tekur að nokkru leyti til starfa í haust. Verður aðeins einn bekkur við skólann í vetur, sá fyrsti, svokailaður 3. bekkur. Föst kennaraembætti við skólann verða sex auk rektorsembættis- ins, en auk þess hafa nokkrir stundakennarar vcrið ráðnir að skólanum. Sem fastráðnir kennarar komu frá Menntaskólanum gamla að Hamrahlíðarskólanum þelr Guð- mundur Amlaugsson rektor t>g Ingvar Brynjólfsson þýzkukenn- ari, sem verður yfirkennari nýja skólans. Ingvar Ásmundsson sem undanfarna vetur hefur kennt við Menntaskólann á Laugarvatni verður aðalkennari í stærðfræði og Jón Böðvarsson cand. mag- áður kennari við Gagnfræðaskóla Kópavogs verður aðalkennari í íslenzku. Einar Laxness cand. mag- kemur frá Gagnfræðaskól- Barátta brezks verklýðs harðnar BIRMINGHAM 16/9 — „Bjarg- ráð“ Wilsons koma með hverjum degi harðar niður á brezkum verkalýð og þess eru merki að andstaða hans fari harðnandi. Þúsund verkamenn við bílaverk- smiðju BMC í Birmingham lögðu í dag niður vinnu til að mót- mæla því að fyrirtækið hefúr boðað fjöldauppsagnir verka- manna á næstunni. Vinnutími- 30.000 verður þegar styttur, en 5.000 verður sagt upp 4. nóv- ember. anum við Lindargötu og mun kenna sögu og dönsku og Jón Hannesson M.A. sem undanfarin ár hefur verið lektor í ensku við háskólann í Leipzig verður aðal- kennari í ensku. Þá mun Bjöm Þorsteinssrin sagnfræðing- ur kenna aö hálfu við mennta- skólann og að hálfu áfram við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Trí Quang hættir föstu SAIGON 16/9 — Búddaklerkur- inn Tri Quang sem fastað hefur síðan 8. júní s.l. — fastan hafði í dag staðið í hundrað daga — sagði í dag að hann myndi hlýðnast yfirboðara sínum og hætta föstunni, en hann gerði það jafnframt til þess að geta haldið áfram baráttunni gegn Saigonstjórninni. Tri Quang mat- aðist í dag á sjúkrahúsinu í Saigon þar sem haldið hefur verið lífi í honum með þvi að gefa honum næringu í æð. 6 olíuskip hvert 276.000 lestir srníðnð í Japan TOKIO 16/9 — Tvær japanskar skipasmíðastöðvar hafa fengið pantanir um smíði á sex olíu- flutningaskipum fyrir bandarískt skipafélag. Hvert skipanna verð- ur 276.000 lestir. Eftir dúk og disk fá Árbæingar nú strætó" á 30—40 mínútna frestii ## ■ Á fundi borgarst'jómar sl. fimmtudag báru fuiltrú- ar Alþýðubandalagsins fram um það tillögu, að samgöngu- málum Árbsejarhverfis sé komið í viðunandi horf og að borgarráði og forstjóra SVR sé falið að sjá svo um, að íbú- 'ar hverfisins eigi án tafar kost á strætisvagnaferðum á 20—30 mínútna fresti. íhaldjð svaraði því til, að í ráði sé að hefja akstur á nýrri strætisvagnaleið um Árbæjar- hvérfið í síðasta lagi 1. nóvember næstkomandi — sem er þó í' síðasta lagi svo ökki sé meira sagt. Jón Snorri Þorleifsson fylgdi þessari tillögu Alþýðubandalags- manna úr hlaði og lýsti því ó- fremdarástandi, sem ríkt hefur í samgöngumálum þessa hverf- is sem og annarra úthverfa. Fólk er að þyrpast í þettá hverfi nú og á næstu vikum, og sjálfsögð réttlætiskrafa, að það njóti strætisvagnaþjónustu. Ný leið Birgir Gunnarsson, talsmaður íhaldsmeirihlutans, kvaðst hafa fengið um það bréf frá strætis- vagnastjóra, Eiríki Ásgeirssyni, að von væri á þessari nýju leið, sem fyrr um getur. Hann vildi þó ekki fallast á það atriði í tillögu Alþýðubandalagsmanna, að Árbæingum væru tryggðar strætisvagnaferðir á 20—30 mín- útna fresti, og hafði það eftir strætisvagnastjóra, að slíkt væri mjög erfitt á þessu stigi jnáls- ins. Bar síðan fram breytingar- tillögu þess efnis, að íbúum þessa hverfis sé ætíð tryggð næg strætisvagnaþjónusta — og finnst manni þó að slíkt ætti að vera sjálfsagður hlutur. Smálöndin Einar Ágústsson, (F) minnti í þessu sambandi á Smálöndin, sem búa við mjög laka þjón- ustu hvað strætisvagnaferðir snertir, og hvatti Birgi til þess að taka Smálöndin inn í breyt- ingartillögu sína, sem hann og i g'erði. Þá spurði Einar, hvað Eggert £ Laxdai efnir til máiverkasýningar í Kópav. liði framkvæmdum við veg bak við Árbæjarhverfið, og svaraði settur borgarstjóri, Gunnlaugur Pétursson, því til, að vegurinn væri langt kominn, sem Einar virtist nú raunar vantrúaður á- Jón Snorri ítrekaði það, að með þessari fyrirhuguðu leið væri hvergi nærri séð nægilega vel fyrir strætisvagnaþörf hverfis- búa, enda á vagninn aðeins að aka um hverfið á 30—40 mín- útna fresti. Breytingartillaga Birgis var síðan samþykkt með átta atkvæðum gegn fimm, full- trúar Alþýðuflokksins, þeir Ósk- ar Hallgrímsson og Björgvin Guðmundsson virtust enga á- stæðu sjá til þess að reka a eftir íhaldinu í þessu máli cg sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. 1 dag kl. 2 síðdegis opnar Eggert E. Laxdal listmálari mál- verkasýningu í Félagsheimili Kópavogs, neðri salnum, og sýn- ir hann þar 20 olíumálverk, öll máluð í Kópavogi á þessu ári. Aðgangur er ókeypis en sýning- argestir geta fengið keypt kaffi í salnum, ef þeir vilja. Þetta er sjöunda sjálfstæða sýningin sem Eggert heldur hér á landi en hinar sex hefur hann allar haldið í Reykjavík. Þá hefur Eggert oft sýnt á vegum Kunst Forum listafélagsins á Jót- landi. T'd. er nú nýlokið sýn- ingu sem hann tók þátt í, er haldin var í Holstebrohallen í Holstebro á Jótlandi og sýndi hann þar nokkrar tréskurðar- myndir.' Einnig voru á þeirri sýningu tréskurðarmyndir eftir annan íslenzkan málara, Elías B. Halldórsson. Þá á Eggert fjórar collagemyndir (klippmyndir) á sýningu sem nú er að ljúka i Galerie Christine i Gautaborg en þar sýndi hann ásamt 8 dönskum listamönnum. Að lokum má geta þess að Eggert fékk nýlega boð frá Kunstbiblioteket í Kaupmanna- höfn að senda myndir til sýning- ar á vegum þess í Nicolaikirkj- unni og þekktist hann það boð og sendi utan tvær stórar mynd- ir í gær. IATA ætlar að lækka fargjölúir TOKIO 16/9 — Alþjóðasamtöl flugfélaga (IATA) ráðgera að lækka fargjöld með flugvélum á næstunni. IATA er nú á ráð- stefnu í Honolulu. Talið er að lækkunin komi til framkvæmda á næsta ári, ef ekki verður úr henni þegar á þessu. IPNlSÝNINGlN •3| Fengu sóf asettið fró Dúnu I gærkvöld kom 50 þús- undasti gesturinn á Iðnsýn- inguna og hreppti hann, eixis og heitið hafði verið vandað sófasett frá Dúnu h-f- í Kópavogi. Sá heppni var Sigurður Einarsson bíla- viðgerðarmaður Þingholts- braut 54, Kópavogi, sem kom á sýninguna ásamt konu sinni Fanneyju Betty Benjamínsdóttur um kl. 10.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.