Þjóðviljinn - 02.10.1966, Blaðsíða 3
Sunnudagur 2. oktöber 1966 — ÞJÓfciVILJTNN — StÐA J
ADEINS GEGN STADGREIDSLU
r
A
HVÍLDAR-
DACINN
Þjóðhátíð
5>að var óþverraveður sunnu-
daginn 18da september, hörku-
rok og kuldi og mikið skýja-
far rétt ofan við húsþökin. Eu
norraenir kappar láta rysjótta
tíð ekki hamla fyrirætlunum
sínum þegar mikið .er í húfi:
þennan dag streymdu Reykvík-
ingar úr baenum líkt og á feg-
ursta hásumardegi. Og flestir
t<jku daginn snemma, fengu sél
aðeins snarl um hádegið í stað-
inn fyrir þessa venjulegu og
seinmeltu sunnudagssteik, þvi
ekki mótti missa af neinu.
Bílarnir héldu í ósþtinni keðju
suður Reykjanesbrautina og
sviptust stundum til í storm-
hviðunum; við skattheimtustöð-
ina hiá Straumi var samfelld
biðröð, rukkararnir þar hofðu
alrlrei lent í þvílikum önnum.
Og síðan hélt þessi vélknúna
Keflavíkurganga með öfugu
formerki áfram að fyrirheitna
landinu, bandarísku herstöð-
inni á Miðnesheiði. Á annað
þúsund bílar ókú inn um hlið-
ið á skömmum tíma, fimm til
sex þúsundir manna — að með-
töldum blessuðum börnunum
sem nutu uppeldis foreldra
sinna þennan dag. Þetta var
sannkölluð þjóðhátið. því nú
stóð íslendingum til boða að
sjá og dá og vegsama örlítið
sýnishorn af þeirri tækni sem
hefur verið notuð daglega ár-
um saman til þess að boða
Vestræna meriningu í Víetnam.
Og þegar menn óku inn um
hliðið hríslaðist eftirvæntingin
milli skinns og hörunds; það
fórst ungur bandariskur flug-
maður fyrir nokkrum dögum
þegar hann var að æfa sig und-
ir sýninguna, hann breyttist í
rauðan blett á flugbrautinni;
hver vissi nema það kæmi aft-
ur fyrir í dag?
Tilraunastöð fyrir
morðtækni
Þúsundirnar sem streymdu
inn á morðtækjasýninguna með
börnin sín vissu fullvel hvað
þær vorú að skoða. í fréttun-
um hefur það hljómað í eyrum
manna dag eftir dag og ár
eftir ár hvernig Bandaríkin
beita verndartækni sinni í Vi-
etnam. Efnaiðnaðurinn banda-
ríski hefur framleitt 250 milj-
ón bensínhlaupssprengjur, og
þeim hefur flestum verið kast-
að yíir sveitaþorp, skóla og
sjúkrahús, hvarvetna þar sem
fólk gat falizt, í því skyni að
breyta lifandi líkömum í
kraumandi brunarústir. Víet-
nam hefur verið breytt í til-
raunastöð fyrir hvers koriar
nýjungar í morðtækni, þar á
meðal sprengju þá sem nefn-
ist „lati hundurinn" og hver
hefur inni að halda 10.000 egg-
hvassar stálflísar sem saga
sundur allt kvikt sem fyrir verð-
ur. Á þéttbýlasta svæði Norður-
Vietnams hefur 100 miljónum
stálflisa verið varpað niður á
13 mánuðum. Á síðasta ári
■i'oru 700 000 hektarar ræktar-
lands eyddir með eiturefnum
til þess að gera hungrið að'
samherja auðugasta ríkis í
heimi; meira en helmingur
allra dýra á því svæði fórst.
fjölmöyg börn, gamalmenni og
sjúklingar biðu hel af völdum
þessara eiturefna, þungaðar
konur létu fóstur sín, mjólkin
þvarr í bijóstum mæðra., Og
eiturefnum hefur einnig verið
beitt daglega gegn fólki, tára-
gasi og gasi sem sviptir menn
ráði og rænu; í ár hafa banda-
rrskar rannsóknarstofur fengið
125 miljónir dollara til þess að
vinna að nýjungum í gerð eit-
urvopna og sýklavopna í sam-
bandi við styrjöldina í Víet-
nam, og þess er nú krafizt op-
inskátt vestanhafs að beitt
verði sinnepsgasi og öðrum
bráðdrepandi eiturefnum. Auk
allra þessara nýjunga — þess-
ara glæsilegu ávaxta mannlegr-
ar snilligáfu — er venjulegum
/norðaðferðum beitt dag hvem
af nær 400.000 atvinnuher-
mönnum sem þjálfaðir eru til
hámarksframleiðni í slátur-
verkum.
Þar eru lögð
r r •
a raðin
Enginn nefnir lengur hug-
sjónir og stefnur í sambandi
við innrásarstyrjöldina í Víet-
nam; það er ekki af neinum
óhlutstæðum áhuga á fræði-
kenningum sem ráðamenn
Bandaríkjanna féta í fót-
spor þeirra stríðsglæpamanna
sem hengdir voru í Núrnberg
fyrir tveimur áratugum. Bert-
rand Russell hefur margsinnis
bent á þá staðreynd að Banda-
ríkin, þar sem sex hundrdðs-
hlutar mannkynsins búa, róða
yfir tveimur ]>riðju hlutum af
auðlindum heims. Þangað
sækja Bandaríkin vald sitt og
ríkidæmi, svo misskipt sem því
er þó heimafyrir; forsendan
fyrir auðlegð þeirra er sú að
þeim takist til frambúðar að
halda meirihluta mannkynsins
í skorti og fáíræði, á mörk-
um hungursins. Styrjöldin í
Víetnam beinist ekki áðeins
gegn þeim miljónum sem þar
horfast daglega í augu við
dauðann, heldur gegn öllum
fátækum og afskiptum þjóðum
í Asíu, Afríku og Rómönsku
Ameríku; örlög fólkgins í Víet-
nam eiga að verða sýnikennsla
fyrir aðra. Til þess að halda
völdum sínum og heimsyfir-
ráðum hafa Bandaríkin komið
upp öflugasta hernaðarkerfi
sem sagan getur um. Hermála-
ráðuneytið bandaríska er orð-
ið riki i ríkinu; fjármagnseign
þess hefur tvöfaldazt síðan
styrjöldin í Víetnam hófst og
nemur nú yfir 300 miljörðum
dollara. Þetta hermólaráðu-
neyti er voldugasta fyrirtæki
heims, það á 1,28 miljónir fer-
kilómetra lands í Bandaríkjun-
4im og þúsundir' ferkílómetra í
öðrum löndum. Um þessar
mundir notar það 75- sent af
hverjum hundrað til að heyja
styrjöld eða búa sig undir nýj-
ar stvrjaldir. Bertrand Russell
sem bendir á þessar staðreynd-
ir í nýlegri grein segir enn-
fremur að fjármunir þeir sem
bandaríski herinn hefur yfir að
ráða séu þrefalt meiri en sam-
ánlagðir fjármunir auðhring-
anna miklu U. S. Steel, Metro-
politan Life Insurance, Ameri-
can Tel & Tel, Genéral Motors
og Standard Oil. Hermála-
ráðuneytið hefur í sinni þjón-
ustu þrefalt fleiri menn en öll
þessi auðfélög til samans. Það
drottnar yfir allri utanríkis-
stefnu Bandaríkjanna, hverjir
svo sem valdir kunna að vera
í kosningum. Þar eru lögð á
ráðin um stríðið í Víetnam.
saurugustu og ódrengilegustu
styrjöld mannkynssögunnar.
Stríðsglæpa-
réttarhöld
Ég veit ekki til þess að
stríðsglæpir Bandaríkjanna í
Víetnam hafi annarsstaðar en
á íslandi orðið til þess að fjöl-
skyldur þyrptust með börn sín
til gleðihátíðar á bandariska
herstöð. í gervallri Vestur-Evr-
ópu hefur andstaðan gegn fram-
ferði Bandarikjanna vaxið i
sífellu, brotið af sér allar
hömlur kalda stríðsins, orðið
mönrium tilefni til róttæks
endurmats, jafnvel þjóðaleið-
togum, eins og valdhöfum
Frakklands. Hinir beztu menn
hafa bundizt samtökum um að
brýna svo almenningsálitið i
heiminum að eftir því verði
tekið í Washington. Eftir rúm-
an mánuð hefjast í París
stríðsglæþaréttarhöld vegna
styrjaldarinnar í Víetnam, en
hinir ákærðu eru forustumenn
Bandaríkjastjórnar og Banda-
ríkjahers. með Lyndon B.
Johnson forseta, Dean Rusk ut-
anríkismálaráðh.. Rob. McNa-
mara hermálaráðherra og West-
moreland hershöfðingja í broddi
fylkingar. Upphafsmaður þess-
ara réttarhalda er hinn heims-
frægi brezki nóbelsverðlauna-
maður Sir Bertrand Russell, en
meðal þeirra sem tekið hafa
sæti í dómnum eru franska
skáldið og heimspekingurinn
Jearv Paul Sartre, Lazaro Car-
denas fyrrverandi forseti Mexí-
kó, brasilíski vísindamaðurinn
Josue de Castro sem um skeið
var framkvæmdastjóri Mat-
væla- og landbúnaðarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna, ítalski
mannvinurinn Danilo Dolci, Is-
aac Deutscher sagnfræðingur,
bandariski svertingjaleiðtoginn
Stokey Carmichael og þýzk-
sænska leikritaskáldið Peter
Weiss. Bertrand Russell hefur
hvatt karla og konur um heim
allan að lýsa stuðningi við
þessi stríðsglæparéttarhöld í
orði . og verki, og hann hefur
víða fengið miklar undirtekt-
ir, m.a. í Noregi þar sem ýms-
ir kunnir menntamenn, rithöf-
undar og forustumenn hafa
undirritað ávarp honum til
stuðnings. En frá íslandi ber-
ast ekki fregnir um nein við-
brögð.
Þeir þegja!
Andstaðan* gegn þjóðarmorði
því sem Bandaríkin stunda nú
hvað ákafast í Víetnam hefur
í Vestur-Evrópu mestmegnis
birzt í orði, í greinum og ræð-
um, en það hefur minna farið
fyrir athöfnum. Peter Weiss,
eitt ágætasta leikskáld okkar
tíma, víkur að þessu misræmi
milli orða og athafna í nýlegri
grein um Víetnam, og segir
þar m.a.:
„Verkamenn á Vesturlöndum
með sín risavöxnu verklýðssam-
bönd þegja! Meðan þeir eru
önnúm kafnir við að tileinka
sér viðhorf borgarastéttarinnar,
loka þeir augunum fyrir því
að verkamenn Afríku og Róm-
önsku Aíríku lifa enn við hin
ósæmilegustu skilyrði og að
verkamenn í Suðaustur-Asíu
eru myrtir svo hundruðum þús-
unda skiptir. Þeir þegja, þótt
þeir séu hinir einu sem með
samfelldu viðbragði gætu kom-
ið í veg fyrir blóðbaðið. Ávörp
stúdenta, vísindamanna, lista-
manna og skálda hafa hingað
til haft takmörkuð áhrif. En
ef miljónir verkamanna tækju
að lokum til máls og krefðust
þess með allt vald sitt að bak-
hjarli að þegar í stað yrði
bundinn endir á hernaðarað-
gerðir Bandaríkjamanna, þá
yrði torvelt fyrir Johnson og
ríkisstjóm hans að halda morð-
verkunum áfram“.
Raunsæi okkar
tíma
Verklýðshreyfingin á íslandi
mætti vel hugleiða þessi ákæru-
orð leikskóldsins. Hún minnist
þess í ár að hálf öld er liðin
síðari Alþýðusamband fslands
var stofnað og getur bent á hin
stórfelldustu umskipti á högum
manna. En verklýðshreyfingin
á fslandi var ekki stofnuð tii
þess að umhverfa alþýðu manna
í sæmilega alda smáborgara;
hún setti sér það mark að
breyta þjóðfélaginu og taldi
sig bandamann kúgaðra stétta
og þjóða um allan heim; hún
átti sér siðferðileg markmið.
Þau viðhorf mótuðu baráttu
verklýðshreyfingarinnar um
langt skeið; hún kunni að
leggja nokkuð í sölumar án
þess að raikna ábatann ævin-
lega í krónum og aurum. En
það er eins og þessi bræðra-
lagshugsjón, þessi alþjóðlegi
skilningur, hafi dvínað í réttu
hlútfalli við bætta afkomu al-
mennings ög aukinn stvrk a!-
þýðusamtakanna. Um leið og
menn hafa orðið sæmilega
efnahagslega sjálfstæðir hafa
þeir glatáð andlegu sjálfstæði
og gleypt í. sig viðhorf hins
siðblinda smáborgara; nm leið
og samtökin urðu að voldugri
þjóðfélagsstofnun, varð þeim’
um megn að beita valdinu í
þágu hugsjónanna. Það þætti
eflaust hlálegur skortur á raun-
sæi nú orðið að ætlast til þess
að verklýðshreyfingin beitti
_valdi sínu til þess að firra ís-
lenzku þjóðina þeirri smán að
bera ábyrgð á morðverkunum í
Víetnam; hitt er raunsæi að
nota sairitökin til þess að geta
eignazt bíl, og aka síðan í hon-
um til þjóðhátíðar á Keflavík-
urflugvelli.
Aðeins gegn
staðgreiðslu
Rétt er að láta landa sína
fljóta sannmælis. íslendingar
fylgja Bandarikjunum ekki í
blindni; þeir setja sín skilyrði,
eiga sínar meginre^lur. Það
kom einkar greinilega fram í
bænarskjalinu frá Félagi sjón-
varpsáhugamanna, en til þess
mun verða vitnað um langan
aldur til sannindamerkis um
andlegt líf á fslandi á því
herrans ári 1966. í því skjali
er margt sagt fagurt um utan-
ríkisstefnu Bandaríkjanna, „sem
í dag er stærsti frelsisberi
heims“, hornsteinn „siðferðis“,
„trúar“ og „menningarþróun-
ar“. Og þó — verði dátasjón-
varpinu lokað yrði það til þess
„að kveikja úlfúð í hugum
þúsunda íslendinga í garð okk-
ar ágæta varnarliðs"; aðeins
wieð því að halda sjónvarps-
starfsemi áfram er unnt að
stuðla „að, áframhaldandi vin-
áttu milli fslendinga og varn-
arliðsins". Það er þannig næsta
auðvelt að bregðast frelsinu,
siðferðinu, trúnni og menning-
arþróuninni, ef ekkert fæst
fyrir snúðinn. Við kunnum
ágæt skil á viðskirtaháttum
hóruhússins. Blíða c'-var er að
vísu föl, en aðeins gegn stað-
greiðslu. — AustrL
'
mm:): - mwm §11
. að meðtöldum blessuðum börnunum sem nutu uppeldis foreldra sinna þcnnan dag.“