Þjóðviljinn - 02.10.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.10.1966, Blaðsíða 7
Sunnúdagur 2. október 1966 — ÞJÓÐVTLJINN — SfÐA J mm wmm MWW.WvXWí.WHK'tmt::-: ...... . ..,••<.« wvv>>>>.--‘:;í:::: iffiMl Barnaskólahúsið er .dnp-heiniiii á suinri» Hótelhúsið er næ rri 200 ára gama.lt. □ Vegurinn yfir Fagradal, frá Egilsstöðum niður í Reyðarfjörð, er beinn og breiður, rétt eins og hann sé varðaður fögrum fyrirheitum. En hann liggur ekki til glötunar, nema fyrir þá sem ekki geta náð lúmsk- um beygftinum í Egilsstaðaskógi. En fyrir þá sem sýna leikni, vit og fyr- irhyggju í akstri, er þessi vegur fyrsti áfangi á leiðinni til Búðareyrar við Reyðarfjörð, Eskifjarðarkauptúns, Neskaupstaðar við Norðfjörð og einnig til Búðakauptúns við Fáskrúðsfjörð. Að þessu sinni nemum við staðar á Búðareyri og litumst þar um stundarkorn. Grein og myndir: Grétar Oddsson " ■- V \ v s bátar eru gerðir út þaðan, Gunnar og Snæfugl og auk | þess var einhver smábátaút- gerð þaðan í sumar. Margir álíta að Reyðarfjörður sé jafn. vel ennþá betri höfn en Seyð- isfjörður, því fjörðurinn er mjög langur, lengstur Aust- fjarðanna og áreiðanlega sæmi- lega djúpur eins og þeir eru yfjrleitt. Haínarmannvirki virðast nokkuð við hæfi, fal- leg steinbryggja íram undan verksmiðjunni, olíubrvggja sem verið var áð gera við í sumar og trébryggjur við plönin. Segja má að Reyðarfjörður liggi ákaflega miðsvæðis, þann- ig að tiltölulega stutt er til Egilsstaða og Seyðisfjarðar í norður, en til Eskifjarðar, Nes- kaupstaðar og Búða við Fá- skrúðsfjörð í austur og suður. Þessvegna mætti segja mér að þarna ætti byggð eftir að efl- ast ef síldarglorían yfirgefur ekki Austfirðina. En eins og allir vita er síldin einn mesti duttlungafiskur sem syndir í sjónum og valt að byggja á henni til langframa. Dalurinn inn af firðinum er fallegur og sléttlendur. Him- ingnæfandi fjöll rísa þar á þrjá vegu, en áin kvíslast krist- alstær í sjó fram. Ekki er þar mikil byggð, einungis þrír eða fjórir bæir, enda mun mikill landsins vera blautar engjar. Utan við Búðareyrina og alla leið að Hólmahálsi er hinsvegar mjög blómleg byggð og búsældarleg. Vegurinn frá Búðareyri til Búða liggur suður fyrir fjarð- arbotninn. Farið er yfir ána á myndarlegri brú, en undir henni er fallegur hylur fullur af silungi. Veiðirétt í neðan- verðri ánni á bærinn Slétta, sem stendur ofurlítinn spöl sunnan og innan við bruna. Á- fram heldur vegurinn út með firðinum, stundum niðri undir fjörunni, stundum uppi á klettahjöllum og stundum all- langt uppi í landinu, þarigað til komið er að vegamótum. haldin Liggur þá önnur grein vegar- ins til suðurs og upp í snar- bratt Staðarskarðið yfir til Fá. skrúðsfjarðar, en hiti beint á- fram út á Vattarnesið. Á þess- ari leið hlýtur það að vekja eftirtekt, að láglendisræma er með öllum firðinum, nema á stöku stað. Og víða eru bónda- býlin hvit með rauðum þekj- um. íbúar á Búðareyri eru lið- lega 600, nokkru fleiri en á Egilsstöðum og færri en áBúð- um. En það er rúmt um þá á eyrinni og takist þeim í fram- tíðinni að halda síldinni i skefjum og bænum sínum jafn þokkalegum og hlýlegum og hann er 1 dag, verður ávallt þægilegt að sækja þá heim og una hjá þeim tim stund, þegar öll „driftin" á stórútgerðar- stöðunum er farin að taka á taugarnar. Kauptúnið er við fyrstu sýn nokkuð frábrugðið öðrum cauptúnum eystra. Það stend- ir á lágri eyri inni undir botni '’arðarins, en hefur ekki byggzt pp í fjallið. Aðalvegurinn :;egnu.m þorpið liggur nokkurn pöl fyrir ,ofan aðalathdfna- ;væði hafnarinnar og síldar- •rérksmiðján stendur niðri á eyrinni við sjóinn. Og þetta er 'f, til vill ástæðan fyrir því ■ve hreinlegt kauptúnið er • iðað við mörg önnur með ..? nsvarandi atvinnurekstur. Eftir því sem utar dregur b engist um byggðina og yzt e vegurinn hlaðinn utan í -•• - -hi-attri ,hlíð og niður í sjó. Arspræna rennur í gegnum þorpið miðsvæðis. Yfir hana hefur verið gerð myndarleg brú og reyndar er brúargólfið eini götuspottinn, sem hægt er að segja að sé úr „varanlegu efni.“ Innan við ána og ofan uið faðalgötuna er hverfi ný- tízku íbúðarhúsa, en hándan árinriar eru éídri hús, sém áð stíl virðast vera allt frá kreppuárunum og til eftir- stríðsáfanná, þegar einlyftir kassar með valmaþaki voru einráðir í tízkunni. Niður við sjóinn utan við löndunar- bryggju síldarvcrksmiðjunnar umn utleggst „Kaupfelag Her- aðsbúa“. Hitt hótelið, Ártún, er nokkru utar í gráu steinhúsi. Fyrrnefnda hótelið hefur at- hyarf sitt í timburhúsi sem að stofni til er líklega tveggja alda gamalt. Fyrrum var þetta stolt verzlunarhús danskra kaupmanna í Stóru-Breiðvik, sem er allmiklu utar i firð- inum, en var flutt inn til Búð- areyrar. Þegar ég lá í rúmi mínu á efri hæðinni, eftir að allt var orðið hljótt var ekki laust við að ég heyrði eins og eitthvað strykist við loftið fyr. ir ofan mig. Það hefur senni- lega verið draugurinn Tærge- sen að róla sér í snörunni sinni og láta iljarnar strjúkast við gólfið á hanabjálkanum. Tær- gesen, sem var annaðhvort danskur eða norskur, hengdi hluti sig í þessu húsi í fyrndinni og vissulega eykur það mjög á virðingu gamalla húsa að hýsa viðkunnanlegan draug. Verzlanir eru ekki fyrirferð- armiklar á Búðareyri. Kaup- félagið er að sjálfsögðu lang- fyrirferðarmest og þrátt fyrir talsverða leit tókst mér ekki að finna nema eina í viðbót, Verzlunina Framsókn og á húsi einu uppi í bænum er áberandi skilti áritað „Sjóvá“. Það er ljósaskilti, sennilega til að það sjáist af sjó! , Og það eru fleiri myndarleg- ar byggingar á Búðareyri. T.d. ér barnaskólahúsið nýlegt hús og reisulegt og félagsheimilið Félagslundur. Þar eru böll á sumrin, en ýmiskonar félagsstarfsemi á vetrum. T. d. leikstarfsemi. Til þess að Reyðfirðingum haldist ekki uppi guðlaust líf- erni er látlaus steinkirkja niðri á eyrinni. Það er fremur fal- legt hús í tilgangsleysi sínu. Eskifjarðarklerkur þjónar á Reyðarfirði og má það vera Eskfirðingum nokkur rauna- bót fyrir að verða að sækja sér legstaði i Reyðarfjarðar- hrepp. Og ekki nóg með það: hcldur verða Reyðfirðingar líka að sækja alla læknisþjón. ustu til Eskifjarðar, svo að segja má, að Eskfirðingar ráði bæði tímanlegri og eilífri vei- ferð Reyðfirðinga. Atvinnulíf er í góðum blóma á Búðareyri eins og annars- staðar á Austfjörðum um þess- ar mundir, Tveir stórir vél- & i Bófahazar og Tarzanleikur. •• 'ý: SS: :::• Þokkalcg steinkirkja. Bng stúlka innan girdingar. ' ■ «?? k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.