Þjóðviljinn - 02.10.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.10.1966, Blaðsíða 10
|0 SlÐA — ÞJÓÐVŒ.JINN — Stmi>Hda@ua? 2. október 1066. I H Ú S I MÓÐUR MINNAR wm Eftir JULXAN GLOAG stóð hann grafkyrr. Hann hafði heyrt hljóð að utan, eins og ein- hver vaeri að ganga upp tröpp- urnar. Hann langaði mest til að slökkva Ijósið í forstofunni og flýja. Nú var það of seint. Hann stóð kyrr. Þá fannst honum hann heyra einhvem anda hinum megin við dyrnar. fmyndun hans gerði þetta að hættulegri skuggaveru — ef til vill frú Grossiter þrút- inni af reiði, frú Stork, Millard flugliðsf oringj a. Enginn gestur var velkominn — ef það var ekki hann, ef það var ekki Char- les Ronald Hook. Óþekkta höndin sló tvö, ■ hörð högg með dyrahamrinum. Húbert fékk ónot í magann. Hann leit ekki niður. en honum fannst sem förin eftir járnin í gólfinu væru orðin að augum, sem störðu upp til hans. Þau mönuðu hann að líta niður og sjá ógnunina sem þau bjuggu yfir. Hann barðist við óttann og sagði við sjálfan sig, að þetta væri ekki Millard, að það væri þréfberinn eða kolakarlinn, sem loks væri kominn að afhenda kolin . . . eða hann. Já. það var hann. En hann hreyfði sig ekki til að opna, því að í hjarta sínu vissi hann, að það var ekki hann. Það væri kraftaverk. Kraftaverk gerðust ekki. Það var ár síðan hann hafði fyrst heyrt barið. Það yrði bar- ið aftur á hverri stundu. Hann bað í huganum og sárbændi: Farðu burt, gerðu það farðu. Hann lokaði augunum og allt í einu var hann yzt úti á stórum planka. Sjórinn fyr'ir neðap hann var kaldur og grænn, ekki him- inblár og aðlaðandi eins og haf- Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó ' Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SÍMI 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMI 33-968 D O M U R Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN I Tjarnargötu 10. Vonarstrætis- megin — Sími 14-6-62 ið í sjóræningjamyndabókunum. Plankinn titraði undir fótum hans. Næsta bank yrði staðfest- ingin á dauðadóminum. Húbert sneri sér við til að hlaupa. Um leið heyrðist í dyra- hamrinum: Bang, bang! Hann missti næstum jafn- vægið þegar mottan rann til á gólfinu. v — Hver heldurðu að þetta sé? Þau stóðu öll fyrir neðgn stig- ann — og hræðslulegar spum- ingar þeirra skullu á honum, ýttu við honum. Hann hélt dauðahaldi í borðið til að standa á fótunum. 40 — Er það lögreglan? — Ungfrú Deke? — Mamma Louis? Hvíslandi spurnlngarnar kröfð- ust svars. Blygðunin yfir því að hafa verið að því kominn að flýja, hvarf fyrir reiðinni yfir því að þau skyldu ekki skilja að hann var hræddur. — Ætlarðu að opna, Húbert? Aftur var barið. — Andartak, hrópaði Húbert yfir öxlina. Hljóðið í rödd hans, sem talaði í eðlilegri hæð, varð til þess að börnin hrukku í kút. Hann var reiður út í þau vegna þess að þau voru hrædd, og svo var hann reiður sjálfum sér fyr- ir að vera reiður. Það var hann sem þau leituðu skjóls hjá, hann átti að vernda þau — þau sögðu það alltaf við hann. En hann hafði vitað það sjálfur — lengi, lengi. Ef hann væri ekki, myndi húsið hrynja yfir þau. Það var ekki Dunstan. Það var ekki mamma. Mamma var dáin. Það var ekki lengur Elsa. Það var hann — Húbert Hook. Hann sleppti borðinu. — Jim- inee, farðu með Loúis út í hof- ið. Willy, þú ferð með þeim. Og þið hin verðið hérna kyrr. Hann beið þangað til litlu drengirnir voru horfnir niður eldhúströppurnar. — Allt í lagi, sagði hann. — Ég skal opna. Hann sneri sér við og gekk til dyra öru^ggum skrefum. Hann opnaði og haustkulið barst inn í anddyrið. — Ungfrú Deke! — Já — ungfrú Deke. í þetta sinn beið hún þess ekki að henni væri boðið inn, heldur kom beina leið inn og lokaði sjálf á eftir sér. — Ég vil fá að tala við mömmu þína, Húberti — Þvi miður, mamma er sof- andi, ungfrú Deke. — Þá er ég hrædd um að þú verðir að vekja hana. Hún neri saman hanzkaklæddum höndun- um eins og hún vildi sýna að ekki þýddi að koma með nein andmæli. — Viljið þér ekki koma inn og fá yður sæti? — Nei, þökk fyrir. Ég kom til að tala við móður þína og það hef ég hugsað mér að gera. Hún var ósvikin ungfrú Deke úr skólastofunni, með hvössu rödd. ina og kuldalegt andlitið og orð- in komu beint úr vetrarkuldan- um innaní henni. — Læknirinn segir að — — Mér stendur rétt á sama hvað læknirinn segir. Það sem ég þarf að segja við móður þína, þolir enga bið. Hún leit af hon- um í fyrsta sinn og kom auga á Dunstan, Díönu og Elsu neð- an við stigann. Hún starði á þau, kinkaði síðan kolli og gaf frá sér lágt hljóð eins og hún vildi segja, að þessu hefði hún einmitt átt von á. Húbert horfði líka á þau, en hann varð ekki lengur reiður yfir vandræðalegum brosum þeirra — hann var reiður fyrir þeirra hönd. Sjálfur var.hann ekki hræddur Iengur. — Ungfrú Deke! Hún leit á hann. — Ungfrú Deke. Mamma er veik. Læknirinn segir að hún megi ekki fá heimsóknir. Svo að ég held það sé bezt að þér farið. Þessi móðgun varð til þess að blóðið þaut fram í vangana á ungfrú Deke. — Að þú skulir leyfa þér að tala svona við mig! Húbert kerti fram hökuna. — Þetta er okkar hús, ekki yðar. — Þetta er hús móður þinn- ar, ungi maður, óg ég er kom- in til að tala við hana og ég ætla að tala við hana — þó að ég verði sjálf að hafa upp á herberginu hennar. — Það myndi ekki gagna yður — það er læst! Ungfrú Dekje hallaði undir flatt. Hún virti Húbert fyrir sér með rannsakandi fuglsaug- um, eins og hún væri að rýna í innstu hugsanir hans. — Það er læst, endurtók hún lágri röddu. Það var eitthvað athugavert við þetta. Hann leitaði að orðum til að bæta fyrir frumhlaup sitt. — Þú segir að herbergisdyrnar hjá mömmu þinni séu læstar? Óvænt mildin í rödd hennar leyndi ekki undruninni. — Ég á við . . . Hann leit nið- ur, sá sem snöggvast förin eftir stígvélajárnin, sá stóra, útskeifa fæturna á ungfrú Deke, sá Dí- önu og Elsu og Dunstan sem biðu, stirðnuð og föl. — Ég á við .... — Ég held ég þiggi boð þitt, Húbert, og fái mér sæti. Hún baðaði sem snöggvast út hanzka- klæddri hendi og gekl% rösk- lega að stofudyrunum. Hún stóð andartak og horfði fram í and- dyrið. — Komið hingað börn. Þegar Húbert gekk á undan hinum inn í stofuna, var ungfrú Deke búin að kveikja ljós og fá sér sæti. Magur líkaminn sýnd- ist skerast niður í þykkt, svart leðuráklæðið á stólnum. — Fáið ykkur sæti, börn. — Það þýðir ekkert, ung- frú .... — Setjizt þið, skipaði hún. Húik horfði á þau meðan þau settust með tregðu hér og þar í stofunni. Hún lét þögnina verða enn lengri og beindi at- hygli sinni að því að fara úr hönzkunum. Hún lagði þá í kjöltu sér og leit upp. — Jæja, börn — hvar er frú Hook? Hann herti sig upp. — Hún er uppi í herberginu sínu. Hann fann að ungfrú Deke hreyfði sig í áttina til hans. — — Ætlastu til að ég trúi því, Húbert? Hún-laut í áttina til hans og hallaði spyrjandi fuglshöfðinu á hlið. — Því ekki það? sagði hann. Ungfrú Deke brosti örlítið að þessari þrjózku, sem hún kannaðist svo vel við. — Hvað um Elsu, er ekkert sem þú vilt segja? Díana? Dunstan? Díana ræskti sig. — Já? Díana hvíslaði titrandi röddu. — Mamma er hjá okkur. Ungfrú Deke brosti snögglega. — Eigum við ekki að segja sannleikann? spurði hún. Húbert deplaði augunum. Hann vissi það að ungfrú Deke —- og annað fullorðið fólk, kallaði það sannleikann sem það helzt vildi heyra. Hann sagði: — Við erum að segja sannleikann. Ungfrú Deke sneri þumal- fingrinum í sífellu. Hún leit í skyndi í kringum sig í stofunn}, þar sem rykið sýndi alls staðar langvarandi afskiptaleysi. — Gott S KOTTA BLAÐDREIFING Blaðburðarfólk óskast í eftirtaiin hverfi: Framnesveg Höfðahverfi Hverfisgötu I Langholtsveg. Kvisthaga Seltjarnames I. ÞJÓÐVILJINN Sírni 17-500. » KÓPAVOGUR: Blaðburðarböm óskast í Kópavog. / ÞJÓÐVILJINN Sími 40-753. 4860. — Bobby stendur stamandi fyrir framan Þórð. „Jæja, góði . . . .“ byrjar Þórður, en kemst ekki lengra. Heigullinn byrjar dauðhræddur að tala, sundurlaust.......Þegiðu!!“ segir Þórður. „ég vil bara ráðleggja þér að hverfa áður en mágur þinn kem- ur aftur“. „Ég . . . ég á engan þátt í þessu . . .“ „Blessaður þeg- / Það er verið að rukka fyrir símann, ég ætlaði bara að yara þig við! BRUNATRYG Gl NGAR TRYGGIO ADUR EN ELDUR ER LAUS A EETIR ER ÞAÐ OF SEINT TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRS LINDARGÓTU 9 • REYKJAVÍK • S ÍMI 22122 — 21260 Leðurjakkar á stúlkur og drengi. Peysur og peysuskyrtur. Góðar vörar — Gott verð. Verzlunin O. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). iðu“, segir Þórður aftur, „þú ert aumingi, sem réttast væri að I hafa í bandi heima við . . . Þú ert svo heimskur og mikil rag- I geit að það er ekki einu siiini hægt að tala við þig . . . Þú ætt- ir að skammast þín!“ Þórður snýr þurt fullur fyrirlitningar. j <§níineníal Útvegum eftir beiðni flestar stærðir hjólbarða á jarðvinnslutæki Önnumst ísuður og viðgerðir á flestum stærðum Gúmmmnnustofan h.f. Skipholti 35 - Sími 30688 og 31055

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.